Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 3
^augardagup 1 §. ágýst 1&90 r"Tímjnn 3 Stöðugleiki ríkir hjá því opinbera. Framfærsluvísitalan þó 0,3 prósent yfir rauðum strikum. Örn Friðriksson varaforseti ASÍ: Fyrirtækin verða að taka sér tak Svo virðist vera sem verö á vörum og þjónustu hafí hækkað meira en forsendur kjarasamninga í febrúar gerðu ráð fýrír. Það er m.a. talin ástæðan fýrír því að framfærsluvísitalan hefur farið 0,3 prósentum yfir rauðu stríkin. Ríkiðhefuraðmestuleytináðaðhalda sinni verðskrá stöðugri, landbúnaðar- vörur hafa hækkað í samræmi við for- sendur kjarasamninganna og hægt hefúr á hækkun byggingarvísitölunnar milli mánaða. Alþýðusamband íslands hefur m.a. sent Félagi íslenskra ferðaskrif- stofa áskorun um að draga til baka hækkun á ferðum til sólarlanda. I bréfi ASÍ til félagsins segir að hækkunin sé byggð á áhrifum olíuverðshækkunar og hærra verði á erlendum gjaldeyri. Það er hins vegar alkunna að fyrirtæki bíði átekta áður en þau lækka verð á vörum og þjónustu þegar verð á aðföngum lækkar. ASÍ telur þessa verðhækkun ótimabæra. í bréfinu bendir ASÍ einnig á að verðhækkanir séu sérstaklega vara- samar nú þegar stöðugleiki er að nást í verðlagsmálum. Þörfin fýrir verðhækk- anir sé vandséð þar sem fjármagns- kostnaður fýrirtækja hefur lækkað og meðalgengi hefúr verið stöðugt undan- famamánuði. Öm Friðriksson, varaforseti ASÍ, sagði að í mörgum fyrirtækjum væru forsend- ur til að lækka verð á vörum og þjónustu um að minnsta kosti 1 prósent. Aðstæð- ur sem samningamir sköpuðu þessiun fyrirtækjum með minnkandi verðbólgu gæfi þeim fullt t ileíhi til að lækka álagn- ingu. Fyrirtækin þurfi að taka sig þarna á pg þau geti jafnframt stuðlað að áfram- haldandi stöðugleika í efhahagsmálum í stað vaxandi verðbólgu og hækkun vaxta með því að færa verðlag niður, þó það væri ekki nema um eitt prósent Verðhækkanirnar eru ekki bara hjá ferðaskrifstofum hcldur hefur almennt verðlag á matvöru hækkað meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Bæði hafa er- lendar vörur sem og innlendar hækkað Mikil óánægja hjá smábátaeigendum með brotthvarf gömlu veðurkortanna úr Sjónvarpinu: „Skiptum yffir á Stöð tvö" Stjórn Landssambands smábátaeig- enda hefur sent frá sér ályktun þar sem hún harmar launadeilu veður- fræðinga við Rikisútvarpið Sjónvarp. í ályktuninni er skorað á forráða- menn RÚV og veðurfræðinga að ná þegar samkomulagi um sin mál. Fundurinn leggur áherslu á að veður- fregnir ættu að vera eftirsóttar fyrir fjölmiðla í landi eins og íslandi. Þá segir í ályktuninni að góðar veður- spár, vel fram settar i sjónvarpi og hljóðvarpi geta og hafa örugglega oft og mörgum sinnum komið í veg fyrir manntjón á fiskimiðum við ísland. Haraldur Jóhannsson hjá Landsam- bandi smábátaeigenda sagði að til þeirra hefðu margir hringt og einn sagði að hann teldi nú að hann borg- aði afhotagjaldið m.a. til að fá veður- fregnir í Sjónvarpinu en hann væri nú svikinn með því sem nú birtist á skjánum, það væri hvorki fugl né fiskur. Hann segir að þetta sem kalla eigi veðurfréttir þarna hjá RÚV sé það slæmt að það sé varla að menn líti á það. Flestir eru farnir að skipta yfir á Stöð tvö og horfa á veðurfregn- imar þar. Hann sagði að veðurfregn- irnar í útvarpinu væru góðar og stæðu alltaf fyrir sínu sem og sjálfvirkur sími veðurstofunnar en menn vildu einnig fá að heyra veðurlýsingu, þ.e. horfur og spá fýrir landsvæðin, á einni línu. Haraldur sagði að þetta væri mjög slæm staða, þetta væri mjög stórt at- riði í fréttunum hjá Sjónvarpinu og geysilega mikilvægt atriði fyrir alla útgerðarmenn og smábátaeigendur. Hann sagðist halda að þeir hjá Sjón- varpinu gerðu sér ekki grein fyrir hvað þeir væru að missa mikið. Hann sagði að það væri ekki þeirra að dæma hvort kröfur veðurfræðing- anna um aukið kaup væru raunhæfar eða óraunhæfar en það eina sem þeir gætu bent á væri að staðan væri slæm fyrir menn sem þurfa á þessum upp- lýsingum að halda. —SE Dómsmálaráðuneytið virðist ekki standa sig í stykkinu: Vegabréf uppseld? Svo virðist vera sem dómsmálaráðuneytið standi sig ekki í stykkinu frekar en síðasta sumar við að útvega vegabréf fýrír bæjarfógetaskrifstofur og þá sem sjá um útgáfu vegabréfa fýrír íslenska ferðamenn. Dómsmálaráðuneytið sér um að útvega bréfin frá útlöndum en virðist ekki hafa pantað nægilegan fjölda fyrirsumarið. Vandræði eru í Kópavogi, Hafnar- firði og Reykjavík og þau hjá vega- bréfadeildinni í Reykjavik sögðust fara sér hægt og fólk þyrfti að minnsta kosti að bíða í viku eftir nýju vegabréfi. Þó hefði verið hægt að af- greiða bréf til þeirra sem lá mikið á, á skemmri tíma og allir hafi fengið vegabréf sem hafa þurft á því að halda. í fyrra hefði skapast ófremdar- ástand en þetta myndi líklega bjarg- ast núna með því að fara varlega með það sem þau ættu. Von er á nýrri pöntun frá útlöndum eftir helgi. Að vísu átti sú pöntun að koma á mánu- daginn var en þau verði bara að bíða og vona. ¦> Ekki er vitað hvernig á því stendur að vegabréfin seljast alltaf upp en eitthvað er um það að fólk passi ekki upp á vegabréfin sín og fái alltaf ný og ný hvert ár. Ekki náðist i Hjalta Zóphóníasson hjá Dómsmálaráðu- neytinu sem sér um þessi mál þar sem hann var erlendis. —SE og það þó nokkuð mikið umfram áætl- anir. Innflutningsverslunin ber þarna nokkuð stóra ábyrgð því hækkanir hjá henni leiða til hækkunar á framleiðslu- vörum hjá islenskum innflutningsfyrir- tækjum. Því mundi lækkun á vöruverði hjá irmflutningsversluninni ekki aðeins leiða tíl lækkunar i matvöruverslun heldur einnig til lækkunar á ýmsum ís- lenskum framleiðsluvörum sem flestar eru háðar einhverjum innflutningi. Öm sagði að lækkunin myndi því virka í öllu hagkerfinu og koma öllum til góða og það myndu skapast möguleikar hjá öll- um til að gera eitthvað þótt það yrði ekki stórt í september mun launanefhd Alþýðu- sambandsins og Vinnuveitendasam- bands íslands koma sér saman um eða úrskurða um launabætur ef ekki tekst að lækka vöruverð. Hægt hefúr á hækkunum á visitölu byggingarkostnaðar ef litíð er á allt árið. Síðastliðna þrjá mánuði hefur hækkunin verið mjög hæg. Hagstofán hefúr reikn- að vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan ágúst. Reyndist hún vera 172,2 stíg og hafði hækkað um 0,2 prósent síðan í júlí. I fyrra hækkaði visi- talan um 1,4 prósent milli sömu mán- aða. Síðastliðnatólfmánuðihefurbygg- ingarvisitalan hækkað um 16,9 prósent og síðustu þrjá mánuði hefúr visitalan hækkað um 1,1 prósent ög samsvarar það 4,6 prósenta árshækkun. —SE Stóðhesturinn Eðall 1142 frá Hólum hefur verið seldur Hrossarækt- arsambandi Suðurlands fyrirtvær mllljónir. Sunnlendingar kaupa Eóal 1142 Hrossaræktarsamband Suðurlands hefur nýlega fest kaup á stóðhestin- um Eðal 1142 frá Hólum. Seljandi Eðals er hrossabú rikisins á Hólum í I Ijaltadal og er kaupverðið tvær milljónir, að viðbættum 500 þúsund króna virðisaukaskatti. Eðall fékk 1. verðlaun á landsmóti hestamanna í sumar og er hann undan þekktum kynbótahrossum sem bæði hafa hlotið fyrstu verðlaun sem kynbóta- hross. Móðirin er Eldey 5477 frá Hólum og faðirinn er Feykir 962 frá Hafsteinsstöðum. -hs. LADA SPORT: FKÍOKMMJER VIKBÍSMI \ Afþessumjeppa hafa íslend- { . \ ingar mjög mikla og góða . reynslu bæðisem fýrirtaks - x fjölskyldu-og ferðabíl og —" öflugum vinnuþjark. N Núeiga bændurog rekstrar-. aðilarkost á þvíað draga virð- \ \ isaukaskattinn frá bílverði. \ - \ \ / Tökum ga'mla bílirin upp ínýjan og semjum um eftirstöðvar. \ ,;, v /—-r .¦-' . . -:* — Opið laugardaga frá kl. 10-14. VetúlistiLM Staðgr.verð 1300SAFÍR4G................371.269,- 1500 STATION 4G............424.932,- 1500 STATI0N LUX 5G......461.292,- 1600 LUX5G...................454.992,- •1500SAMARA5G, 3D.....490.485,- *1500 SAMARA 5G, 5D.....518.524,- 1600 SP0RT4G...............661.620,- 1600SPORT5G...............723.289,- *„Metollic" litir kr. 11.000,- Ofangreint verð er rtiiðuð við að bifreiðarnar séu ryðvarðar og tilbún- or til skróningar. Innifalin er einnig 6 óra ryðvarnaróbyrgð samkvæmt skilmólum ryðvornorstöðvar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.