Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 4
4 Timinn .l.K'IÍ- --i-.r-í'- Q ¦? 11 ir-.t i.-r r.< ¦•¦ I Laugardagur 18. ágúst 1990 Óeirðir halda áfram í Jóhannesarborg: Yf ir 160 hafa látið lífiö á viku Bardagar Zúlúmanna og fylgjenda afríska þjóðarráösins (ANC) héldu áfram í gær í Soweto. A tveimur dögum hefur veríð tilkynnt um 22 látna í þessu eina borgaríiverfi. ræddi einnig við dómsmálaráðherra landsins Adriaan Vlok og samþykkti að komið verði upp aðstöðu fyrir friðarviðræður á einni lögreglustöðv- Á fimmtudaginn var efht til fundar Nelson Mandela og F.W. de Klerk þar sem þeir ræddu astandið en sam- tals hafa yfir 160 manns látið lífið í bardögum síðastliðna viku. „Hvað veldur því að við ráðumst hver á ann- an og slátrum, eins og dýr", spurði Nelson Mandela í þessu tilefhi. Hann anna. Að sögn lögreglunnar verður reynt að efha til fundar leiðtoga hinna stríðandi fylkinga i dag. „Síðasta mannslátið var 13 ára ung- Hngur sem fylgdi Mandela og þjóðar- þinginu að máli. Hann var skotinn til bana af lögreglu sem reyndi að stilla til friðar fyrir utan hótel þar sem Zú- lúmenn hafast við", sagði talsmaður lögreglunnar Tienie Halgryn. Lög- reglan ferðast um með alvæpni í fylgd brynvarðra bíla og hefur þurft að beita ógrynnum af táragasi í fjölda hverfa til að reyna að koma í veg fyr- ir að menn rækju hvern annan á hol með löngum hnífum og spjótum eða klyfu hvem annan í herðar niður með öxum. Ungir stuðningsmenn þjóðar- þingsins hafa víða hlaðið götuvígi af ótta við árásir Zúlúmanna. Skólastarf hefur legið niðri í tvo daga í Soweto og gert er ráð fyrir að tugir þúsunda manna hafi ekki vogað sér út fyrir hússins dyr af ótta við að á þá yrði ráðist. En í Soweto búa um tvær milljónir. Félagar í ANC segja lögregluna svo vilhalla Zúlúmönnum að hún loki augunum fyrir þeirra hlut i átökunum og vonist þannig til að geta veikt stöðu ANC og sundrað hinum ýmsu ættflokkum blökkumanna enn frekar. Lögreglan vísar þessum ásökunum alfarið á bug. Óeirðirnar í og í kring um Jóhannes- arborg síðustu viku eiga upptök sín að rekja til Natal- héraðsins þar sem 4000 manns hafa látið lífið í linnu- lausum bardögum síðastliðin fiögur ár. [rakar telja Saúdí-Araba nota refsiaðgerðir í eigin þágu; Neyðarf undurinn aðeins yf irskin samningsbrots? Olíuinálaráðherra Iraks, Issam Abdel Rahiin al C^alabi, sakaði Saúdí- Araba uin að boðun neyð- arfundar OPEC væri aðeins yfir- skin þeirrar fyrirætlunar að auka útflutning oliu og brjóta þar með samkomulag sem gert var í júlí. Refsiaðgerðir í nafni Sameinuðu þjóðanna lokuðu fyrir allau út- fiutning olíu frá írak og Kúvæt, sem nain samtais um fjórum mflljónum tunna á dag. Sökum þessa hefur olíumálaráðherra Saúdí-Arabiu, Hisham Nazer, boðað til neyðarfundar aðildar- ríkja OPEC þar sem ætiunin mun vera að ræða hvernig bregðast beri við samdrættí framboðs. En Saúdí-Arabía er stærsti útflutn- ingsaöiliim. „Þetta er aðeins til- raun tU að gera brot á útflutnings- kvóta landanna iogleg", sagði Calabi. „Aðildarríkin vita að það er ekki neinn skortur á olíumörkuðum heimsins og inargar þjóðir Uggja með miklar birgðir." 111 stúðnings þessar fullyrðingu nefndi hann aö eitt helsta markmið OI'KC á sið- asta Cenfarfundi Iiali vcrið að leita leiða til að gera þjóðum ckki kleyfl að liggja með mikliir birgð- ir. Þar sem birgðir Væru eitt Iielsta vopnið þegar tö þess kæmi að þvinga oliuríkin tíl að 1 ækka markaðsverð ólíu. Jafnframt sakaði Calabi stjórn- völd Saúdí-Arabíu uni að bera sjálf ábyrgð á samdrættí fram- boðs. En flutningaskJpum hefur veiið meinaður aðgangur að skipíiskurðinum Mu'ajj'iz við Rauða hafið, þar sem olía frá írak er venjulega sett á skipin. Saúdí- Arabar segj a þessar aðgerðir f fuliu samræmi við rel'siaðgeröir Sameiuuðu þjóðanna eh nú líggja samtals fiögur oliuskip fyrir utan skurðinn og bíðá éftir leyfi til að ná í olíu. Skipin sciu uin r;eðir eru annars vegar tvð frá trak Og hins vegai- tvð frá Evropu, eitt norskt og aniiað búlgarskt. Þá vár tveim- ur flutíiingaskipuni frá íi ak nitin- aður aðgangur að liiifiiinni í Dub- De Maziere og fleiri austur- þýsk- ir stjórnmálamenn hafa verið sak- aðir um að vera viðvaningar sem ekkert kunna fýrir sér í stjóm- sýslu. Stríðsástand innan austur-þýsku stjórnarinnar: LEITA HEFNDA EFTIR BROTTREKSTURINN Fall austur-þýsku stjórnarinnar snérist upp í mikla valdabaráttu og þvinganir í gær, þegar flokkur sósíal- demókrata (SPD) hótaði að standa í vegi fyrir samþykkt mikilvægra samninga, varðandi sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands, i hefhdarskyni sökum þess að tveir ráðherrar flokksins voru reknir. Leiðtogi flokksins, Wolfgang Thi- erse, sagði samkomulag stjórnarinn- ar rokið út i veður og vind og að flokkur hans greiddi atkvæði gegn samningum, er varða lagalega og pólitíska hlið sameiningarinnar, í nú- verandi mynd. Kristilegir demókrat- ar (CDU) eru að.vonum áhyggjufull- ir, því þeir reiða sig á fylgi SPD til að ákvæðin og fleira verði samþykkt. Almenningur í Austur-Þýskalandi er sömuleiðis lítt hrifinn af þvargi stjórnarinnar og hefur hrifningin far- ið ört þverrandi frá fyrstu kosningun- um eftir að 40 ára einræði kommún- ista lauk. Hafa stjórnmálamennirnir méðal annars verið sakaðir um að vera viðvaningar sem ekkert kunni fyrir sér í stjórnsýslu. De Maiziere hefur verið kallaður aðstoðarmaður í því sem virðist hringleikahús stjórnmálanna. En það var hann sem stóð fyrir því að ráð- herrarnir væru reknir, sem leiddi af sér afsögn tveggja annarra ráðherra. Því hefur verið haldið fram í þýskum dagblöðum, að ef hin raunverulega ástæða brottreksturs ráðherranna hefði verið vanhæfni, eins pg de Ma- iziere hélt fram, hefðu töluvert fleiri embættismenn mátt fjúka. Búist er við að fjöldi atvinnulausra i Austur-Þýskalandi nái tveimur millj- ónum í lok þessa árs, sem er fjórð- ungur vinnuaflans. Báðir fyrrnefhdra flokka eru sammála um að eina leið- in til að vinna bug á þessu vanda sé að hraða sameiningunni. En tilraunir til að ákveða tímamörk hafa allar runnið út í sandinn. Forystukólfar CDU vilja að formleg sameining nái fram að ganga fyrir miðjan október og að haldnar verði sameiginlegar kosningar í desember. Leiðtogar SPD vilja að sameiningunni verði hraðað enn frekar, að afloknum breytingum samninga, en de Maiziere segir svo skjótan framgang mála ekki fram- kvæmanlegan. Helmut Kohl hefur lýst því yfir að hann og þar með kristilegir demó- kratar í Bonn, ætli sér ekki að taka þátt í þrætunni. Á hinn bóginn hefur talsmaður vestur-þýsku stjórnarinn- ar, Dieter Vogel, beint þeim tilmæl- um til SPD að gera ekkert sem gæti stefht samningnum í voða. „Sam- . þykkt samninganna skiptir meira máli fyrir almenningsheill en dagleg valdabarátta stjórnarmeðlima. Sam- þykki Austur-Þjóðverjar samning- ana, sem um ræðir, leiðir það af sér sterkari stöðu þeirra við töku endan- legra ákvarðana varðandi samein- ingu ríkjanna. Verði samningarnir hins vegar felldir þýðir það að vest- ur-þýska þingið mun alfarið ákvarða skilyrði lagalegrar sameiningar með þeim fyrirvara að athugasemdir verði hægt að gera síðar", sagði Vogel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.