Tíminn - 18.08.1990, Page 7

Tíminn - 18.08.1990, Page 7
Laugardagur 18. ágúst 1990 Tíminn 7 matsreglur Amnesty um mann- réttindamál og réttarstöðu pólit- ískra fanga í fullu samræmi við orð og anda mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðlegra samþykkta um mannréttindamál og ákvæði lýðræðislegra stjómskipunarlaga um það efni. Ástand mannréttinda í skýrslu Amnesty kemur skýrt ffam að í tvö hom skiptir um mannréttindabrot og grimmdar- lega stjómarhætti. Þess em fá dæmi að stjóm samtakanna telji sig þurfa að finna að gerðum rík- isvalds í þróuðum lýðræðisrikj- um hins vestræna heims. Sjaldan em þær aðfinnslur stórvægilegar. Nefna má að Amnesty gerir at- hugasemdir út af ákvæðum í finnskum lögum um herskyldu, þar sem finnskum ríkisborgurum er að vísu heimilt að neita að gegna herskyldu en verða í stað- inn að inna af hendi þegnskyldu- vinnu en helmingi lengri tíma en herskyldan er. Fáeinir finnskir karlar hafa mótmælt þessu ákvæði um lengri skyldutíma í annarri þegnskyldu en herþjón- ustu og hafa neitað að inna hana af hendi. Fyrir það hafa þeir mátt þola fangelsisvist. Amnesty held- ur því ffam að ákvæði um lengri skylduþjónustu þeirra sem ekki vilja gegna herþjónustu séu íþyngjandi og hafí yfir sér refs- ingarsvip. Megi því líta á þá, sem ekki vilja lúta þessum lögum og dæmdir hafa verið til refsivistar, sem samviskufanga. Svíar kom- ast á blað hjá Amnesty fyrir að hafa sett sjö Kúrda í eins konar stofufangelsi vegna gruns um að þeir væru hryðjuverkamenn. Það kemur reyndar í ljós að sænska stjómin hélt á hinn bóginn hlífi- skildi yfir þessum mönnum með því að vísa þeim ekki úr landi til Tyrklands, því þar biðu þeirra of- sóknir. Fundið er að aðbúnaði hryðjuverkafólks i Vestur-Þýska- landi sem talið er vera í óeðlilegri einangmn, sem stjómvöld reynd- ar telja óréttmætar ásakanir og verður ekki séð að aðfinnslum gegn vestur- þýskum stjómvöld- um sé haldið mjög til streitu. I Bretlandi gerðist það að fjórir fangar er setið höfðu í fangelsi síðan 1975, dæmdir fyrir morð með sprengjuárás, hefðu fengið mál sitt endumpptekið og verið látnir lausir þar sem sannað þótti að lögreglumenn hefðu borið ljúgvitni gegn þeim um sekt þeirra. Flest mál af þessu tagi snerta hryðjuverk írska lýðveld- ishersins svokallaða (IRA). Bresk stjómvöld taka hart á slík- um glæpum og er það vorkunnar- mál. Hins vegar segir í skýrslu Amnesty að dómstóll hafi fjallað um mál fólks ffá Sri Lanka sem leitað hafði hælis sem pólitískir flóttamenn, en verið sent heim gegn vilja sínum. Dómur féll þannig að Bretum væri skylt að veita þeim hælisvist og mættu þeir snúa til Bretlands aftur. Lýðræði og harðstjóm Ef mannréttindabrot mega telj- ast fá og tiltölulega lítilvæg í lýð- ræðislöndum, verður annað uppi á teningnum, þegar horft er til ástands í þessum efhum í öðmm heimshlutum, þar sem flest skort- ir á að mannréttindi, lýðræðisleg- ir stjómarhættir og mannúðlegt réttarfar ríki. Um þessi riki á það við sem segir i inngangskafla Amnestyskýrslunnar að þúsundir manna séu fangelsaðir, sæti mis- þyrmingum og dauða af hálfu stjómvalda, sem með tillitslausri harðneskju berja niður þjóðemis- hreyfingar eða réttindakröfur minnihlutahópa. Það kemur einn- ig í ljós að þjóðemisdeilur og átök um þjóðtungur og þjóð- menningu em algengasta orsök ófriðarástands, mannréttinda- brota og misþyrminga á fólki, þótt samfara því séu efhahagsleg- ar ástæður og stéttamunur, mis- munur auðs og fátæktar, sem aldagamlar erfðavenjur ráða auk þess miklu um. I Amnestyskýrslunni segir að samtökin geri sér grein fyrir að þessi pólitíska, félags- og efha- hagslega flækja ögri rikisstjóm- um og víða séu það samtök utan ríkisvaldsins sem ffemji stærstu mannréttindabrotin. Það kemur líka ffam að þjóðemisdeilur eiga oft rætur i landa- og landamæra- skipan ffá nýlendutímum sem ekki tók tillit til þjóðemis og þjóðmenningar, heldur lá þvert í gegnum þjóðlönd og klauf þjóðir og ættflokka á óeðlilegan og ómannúðlegan hátt. En það má líka ráða af þessari skýrslu að þjóðmenningarátök og ættflokkastríð, sem svo oft em tilefhi miskunnarleysis og ómannúðlegra stjómarhátta, em heimatilbúinn vandi og verður ekki endalaust skrifaður á reikn- ing nýlenduherra eða heims- valdastefhu. Svo augljóst sem það er að fyrir hendi em andstæð- ur velsældarríkja „Norðursins" og fátæktarheims „Suðursins“, andstæður sem framtíðin mun vafalaust glíma við af meiri al- vöm en nú á sér stað, verða menn einnig af raunsæi að horfast í augu við heimagerðar og land- lægar innri andstæður þróunar- landanna, þriðja heimsins, eða hvað menn vilja kalla álfur og heimshluta utan Evrópu og evr- ópskrar menningar. Skýrsla Am- nesty er til vitnis um það, að þjóðfélagsgerð, menning og menntunarstig í þriðja heiminum er svo sérstakrar gerðar og svo gjörólíkt sem er í þróuðum lýð- ræðislöndum, að fýrirætlanir um að yfirfæra evrópska stjómskipan á aðstæður þessara þjóða eða fyr- irskipa þeim að meðtaka jafhrétt- is- og réttarfarshugmyndir evr- ópskrar menningar virðist dæmt til að mistakast. Því fer fjarri að til sé einfold lausn á þeim vanda sem mannúðarsamtök á borð við Amnesty Intemational vekja máls á og beina ljósum að. Þrátt fyrir virðingarverða starf- semi Sameinuðu þjóðanna í hálf- an fimmta áratug og viðleitni þeirra til þess að setja mannkyn- inu mannúðlegar samskiptareglur yfir höf og álfur, er heimurinn víðs flarri því marki að hafa slétt- að út þann ógnarmun sem er á menningargerð og menntunar- stigi, þjóðfélagsgerð og þekking- arstigi, svo að gera megi þjóðum heims fært að talast við á sama hugsunar- og hagsmunagrund- velli. Sameinuðu þjóðimar Lestur skýrslu Amnestysamtak- anna minnir á þá staðreynd að Sameinuðu þjóðimar eru ekki samtök lýðræðisþjóða, ekki sam- tök ríkja sem fordæma einræði, einsflokksstjómir, kynþáttakúgun, mannréttindabrot og ómannúð- legtréttarfar og dómskerfi. Sam- einuðu þjóðimar em hins vegar sjálft ríkjasafh heimsins fremur en þjóða saman komið á einn stað. Fæst þeirra ríkja sem aðild eiga að Sameinuðu þjóðunum fullnægja þeim kröftun sem á hátíðastund- um em taldar bera uppi hugsjón samtakanna. Lýðræðislegt stjóm- arfar er miklu fágætara í heimin- um en ætla mætti af fjölda aðildar- ríkja Sameinuðu þjóðanna og samanburði á því og efni og orð- um stofhskrár samtakanna og ákvæðum mannréttindasáttmál- ans. Aðild að Sameinuðu þjóðun- um er ekki bundin því að þátttöku- landið sé lýðræðisríki í réttarskiln- ingi Evrópumenningar. Þetta er ekki sagt til þess að hefjast skuli handa um að hreinsa samtök Sam- einuðu þjóðanna af aðild hinna „óverðugu“. Hins vegar ættu kynnin af Sameinuðu þjóðunum að opna augu manna fyrir þeim ógnarmun sem er á þjóðum heims og þjóðmenningu, að andstæður og árekstratilefhi felast ekki í því að sjá heiminn sem þverskomar blakkir sem kenndar em við höf- uðáttir á landabréfi, Austur-Vest- ur, Norður-Suður, heldur á hvert heimssvæði, hver heimsálfa, við sinn innri vanda að striða sem finna verður „heimagerða" lausn á af því að vandinn er heimamál.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.