Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 18. ágúst 1990 Tíminn 17 Eggert Lárusson, formaður HÍK, segir að ríkisvaldið hafi rofið friðarsamning og því muni stríðið halda áfram: Við erum í stríði Kennarar í Hinu íslenska kennarafélagi hafa verið á stöðugum fundum alla vikuna og rætt um kjaramál sín. Fram hefur komið að óánægja í þeirra hópi er mikil. Nýsett bráðabirgðalög hafa virkað eins og olía á eld og margir óttast nú að skólastarf í fram- haldsskólum verði fyrir truflunum í vetur, en ófríður hefur ríkt þar með hléum síðustu árín. Eggert Lárusson er formaður HÍK. Hann ræðir í dag við Tímann um kjarabaráttu kennara í fortíð og framtíð. Ég held að þessi gríðrof minni svolitið á þessa tíma." í viðtali sem haft var við þig í sjónvarpi eft- ir fund fulltrúaráðs HÍK i vikunni talaðir þú um að kennarar myndu í framtiðinni fara mjög bókstaflega að lögum um opinbera starfsmenn. Þú talaðir m.a. um að kennurum bæri að vera kurteisir. Hvað áttirðu við? „Ég hef ekki séð þetta sjónvarpsviðtal, en heyrt af þvi og skilst að það hafi verið klippt til og aflagað. í lögum um opinbera starfs- menn segir að ríkisstarfsmenn skuli gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu. Það er fjölmargt annað í þessum lögum sem við erum að skoða. Okkur er núna gert að sæta lögum sem taka af okkur mannréttindi. Sá sem setur þessi lög ætlast til að við förum eft- ir þeim. Hann lækkar kaupið um næstu mán- aðamót með lögunum og tekur af okkur samnings- og verkfallsrétt i leiðinni." Ef kennarar fara mjög bókstaflega að lögum í starfi sínu, getur það ekki þýtt tafir á skóla- starfi? Þá á ég við að skólastarf verði ekki með þeim hætti sem það hefur verið. „Það getur vel farið svo ef menn fara þá leið. Ég verð þó að taka skýrt fram að leiðir til að- gerða eru til umræðu í félaginu. Við hðfum verið að halda fundi og þar eru að koma fram ýmsar hugmyndir sem nú eru í athugun. Það liggur fyrir að aðstæður í skólum eru mis- munandi og þess vegna liggja aðgerðir mis- vel við eftir því hver vinnustaðurinn er. Erum í stríði til að berj- ast fyrir mannréttindum Það má spyrja, hvers vegna aðgerðir? Af hverju eru kennarar í HIK alltaf með þessi læti? Af hverju er ekki vinnufriður í skólun- um nema annað hvert ár og þess á milli stirt andrúmsloft? Ástæðan er sú að á undanförn- um tveimur til þremur áratugum hafa kjör kennara lækkað mjög mikið. Þetta hefur ann- ars vegar verið gert með hinum ýmsu kjara- dómum og hins vegar með beinum Iagasetn- ingum. Það virðast vera einhverjir aðilar í þjóðfélaginu sem sjá sér hag í því að kennar- ar í þessu landi séu á sem lægstu kaupi. Eftir að við fengum samningsrétt 1987 hafa verið gerðir tveir kjarasamningar og báðir hafa endað með lagasetningu. Þetta á ekki ein- göngu við um kennara heldur á einnig við um þann hóp manna sem er í BHMR. Þessi hóp- ur telur sig nú vera að berjast fyrir lífi sínu sem aðili í þessu þjóðfélagi. Þegar menn eru að berjast fyrir mannréttindum sínum þá get- ur ýmislegt gerst. Það getur komið til að- gerða sem bitna á þeim sem síst skyldi. Hvað svo sem verður gert verður reynt að afstýra því að nemendur skólanna verði fyrir skakka- föllum." Þú talar um að þið séuð að berjast fyrir lífi ykkar. Lita kennarar svo á að þeir séu í stríði? „Það er ekki vitlaus samliking vegna þess að í fyrra gerðum við kjarasamning eftir langt sex vikna verkfall. Sá samningur var gerður eftir stríð sem haföi staðið í mörg ár. Við gerðum fríðarsamning til fimm ára. Þessi griðasamningur var svikinn í sumar, en sem betur fer haföi okkur tekist að búa svo um hnútana að það var ekki hægt að svíkja hann. Félagsdómur dæmdi okkur í hag eins og allir þekkja. Samningurinn var þá tekinn af með lögum. Ef friðarsamningur er tekinn af með ofbeldisaðgerðum eins og gert var i okkar til- felli, þá get ég ekki betur séð en að friðnum hafi verið sagt upp líka. Menn sögðu hér á Alþingi í árdaga á íslandi að ef við slítum í sundur lögin þá slítum við í sundur friðinn. Óvíst hvaða vopn verða notuð Nú heldur stríðið áfram. Hvaða aðferðum komið þið til með að beita? „Það er ekki skynsamlegt þegar maður er l stríði að sýna stríðandi aðila öll vopnin sem maður er með eða hvernig eða hvenær maður ætlar að beita þeim. Þetta verður tíminn að leiða í ljós." Verður af hálfu félagsins gripið til skipu- lagðra aðgerða eða verða einstakir félags- menn látnir um að hafa frumkvæðið? „Við förum ekki í neinar aðgerðir sem við fáum ekki hljómgrunn fyrir hjá okkar félags- mönnum. Það er einnig ljóst að stjórn félags- ins mun einungis standa fyrir löglegum að- gerðum. Það er líka ljóst að reiði manna er svo mikil að þeir munu taka málin í sínar hendur. Við munum ekki skipta okkur að því enda getum við það ekki." Sýnist þér, ef þú lítur til framtíðarinnar, að það verði ófriður í skólunum næstu árin? „Já, ef svo heldur áfram þá verður ófriður, nema að það komi til að þeir, sem verst líður í þessu máli, verði einfaldlega farnir úr skóla- kerfinu. Ég get ekki séð að ef það gerist komi aðrir í þeirra stað. En stjórnvöld hafa tekið þá ákvörðun að lýsa stríði á hendur okkur með því að afhema friðarsamninginn og verða þá að taka afleiðingunum af því." Nú hafa þessi lög verið sett og þið lýst yfir efasemdum ykkar um að stjórnvöld hafi heimild til að setja þau. Væri ekki eðlilegri málsmeðferð af ykkar hálfu að bíða eftir dómi í málinu? „Það verður örugglega farið í málssókn af hálfu heildarsamtakanna. Dómskerfið í land- inu er seinvirkt og það mun taka upp undir tvö ár að fá niðurstöðu i því. I dag hafa menn ekki þolinmæði til að bíða til eilifðar eftir réttlætinu. Auk þess að þá verður komin allt önnur rikisstjórn og allt aðrar aðstæður og við sitjum uppi með tapaðan kjarasamning." Þú sagðir að laun kennara heföu lækkað mikið síðustu áratugina. Ertu þá ekki að miða við aðrar starfsstéttir? Hafa ekki einfaldlega aðrar starfsstéttir náð betri árangri í kjarabar- áttunni? Höfðum svipuð laun og alþingismenn „Við höfum dregist aftur úr af einhverjum orsökum. Lengst af þeim tíma höföum við ekki samningsrétt. Kjaramál okkar voru af- greidd fyrir kjaradómi. Sem dæmi um hvað við höfum dregist aftur úr má nefha að það er ekki nema svona tveir til þrír áratugir síðan laun alþingismanna voru miðuð við laun menntaskólakennara. Ekki veit ég hvað margir vildu fara í framboð til Alþingis til að fá 70-80 þúsund krónur í laun á mánuði. AI- þingismenn hafa séð um sig í þessum málum og skilið okkur eftir." Hver eru laun kennara i dag? ,3yrjunarlaun kennara sem eru að útskrifast úr Kennaraháskóla Islands eftir þriggja ára háskólanám eru 62 þúsund kr. og hann kemst hæst eftir 17 ára starfsaldur í 76 þúsund kr. Hjá framhaldsskólakennurum er þetta heldur skárra enda eru þeir yfirleitt með lengri menntun að baki. Þar eru byrjunarlaunin u.þ.b. 66 þúsund kr. og menn komast þar hæst í 81 þúsund kr. Þessar tölur verður að skoða í ljósi kjarakönnunar sem núna er i gangi. Fyrstu tölur úr þeirri könnun sýna að meðallaun háskólamanna á almennum mark- aði eru 174 þúsund krónur. Þessi mismunur kemur okkur ekki á óvart. Við höfum vitað um þetta. Margir góðir kennarar hafa yfirgef- ið kennarastéttina á undanförnum árum og hafa sagt starfsfélögum sínum frá því á hvaða kjör þeir eru komnir um leið og þeir kveðja þá." En geta kennarar borið kjör sín saman við almenna markaðinn? Nær allir kennarar í landinu vinna hjá ríkimi. „Það má minna á ökukennara. Launaliður- inn í þeirra útseldu dagvinnu er rúmlega 1000 kr. á timann. Menntunarkröfur til þeirra eru smávægilegar miðað við menntunarkröfur kennara. Ef haldið verður áfram með þennan kjarasamanburð átti að finna út sambærileg störf hjá rikinu og hinum almenna markaði eða jafha mun manna með sambærilega menntun." Eiga launakjör kennara í dag sér ekki ýmsar skýringar? Á síðustu árum hefur kennurum fjölgað mikið sem hlýtur að hafa einhver áhrif á launin. Talað hefur verið um að í stétt- um þar sem konum hefur fjölgað lækki laun- in. „Jú, það heyrist oft að stéttir sem verða að kvennastéttum dragist aftur úr í launum. Eg hef hins vegar aldrei fengið skýringar á þvi hvernig það á að gerast og sé það ekki. lnnan okkar félags eru karlar enn i meirihluta og mér sýnist að mínir herskáustu félagsmenn séu konur." Kjarasamningur ykkar endaði eins og hann endaði vegna þjóðarsáttarinnar svokölluðu. Finnst ykkur að þjóðarsáttin komi ykkur ekk- ertvið? „Ég spyr á móti, ef við í BHMR gerum einn góðan veðurdag kjarasamning og köllum hann þjóðarsátt og fáum hina og þessa aðila í þjóðfélaginu til að lýsa yfir einhverjum fögr- um markmiðum, myndi ASÍ skrifa undir þessa þjóðarsátt sem við hefðum búið til handa þeim? Myndi BSRB skrifa undir slíka þjóðarsátt? Myndu önnur stéttarfélög líða það að samningsrétturinn væri þannig tekinn af þeim? Það væri mjög fróðlegt að fá svör frá þessum aðilum við svona spurningum." Er þerta ekki eitthvað sem verkalýðshreyf- ingar og forystumenn í stéttarfélögum verða að ræða í sínum hópi? „Mér finnst að lög og réttur i þessu landi eigi að fá að standa. Menn hafi ennþá rétt samkvæmt stjórnarskránni til að velja sér fé- lag. Stéttarfélög hafa rétt til að semja um verð á þeirri vinnu sem félagsmenn inna af hendi. Ef við viljum ekki lifa hér í réttarríki er best að það komi skýrt fram og við breyt- um þá stjórnarskránni líka og tökum samn- ingsrétt af öllum nema þeim sem til þess þykjast vera best hæfir að fara með þennan rétt." ASÍ hótaöi óðaverðbqlgu í samvinnu við VSÍ Ef kennarar reyna að líta á þetta mál frá sjónarhóli ríkisstjórnarinnar, getið þið þá ekki skilið hvað henni gekk til með lagasetn- ingunni? Varð ríkisstjórnin ekki að taka tillit til fleiri þátta en hagsmuna BHMR? „Ég ætla ekki að fara að segja ríkisstjórninni hvernig hún á að haga sér. Eg get aðeins sagt henni hvernig hún á að haga sér gagnvart okkur. Mér finnst merkilegt að í öllu þessu tali um lagasptningu datt engum í hug að setja lög á ASÍ sem var að hóta þvi að setja af stað óðaverðbólgu í samvinnu við atvinnu- rekendur. Það má líka minna á að við óskuðum ítrek- að eftir viðræðum við fjármálaráðherra um framkvæmd samningsins þannig að hægt væri að uppfylla margfræga setningu úr 1. gr. samningsins þar sem talað er um að standa skuli að launakerfisbreytingum með þeim hætti að ekki valdi röskun á hinu almenna launakerfi. Það var aldrei minnsti vilji til að ræða þetta mál. Við bentum á fjölmargar leiðir sem reyna mætti til þess að koma þess- um breytingum þannig fyrir að ekki ylli rösk- un. Við fengum ekki einu sinni að ræða þær. Það er svo að sjá sem að sá sem skrifaði und- ir samninginn hafi verið ákveðinn í þvi að svíkja hann um leið og undirskriftarblekið haföi þornað á samningnum." Heföuð þið ekki átt að ræða um þctta atríði við ASÍ og BSRB? „I janúar síðastliðnum gekk forysta BHMR á fund ASÍ og erindið var að spyrja hvort ASÍ væri að krefjast lagaserningar á BHMR, en um það voru þá háværar raddir. Svarið sem við fengum var að þeir heföu að visu ekki beðið um þetta, en báðu okkur um að taka kjarasamninginn okkar allan til endurskoð- unar og semja bara um það sem þeir voru að semja um. Þeir báðu okkur sem sagt að svíkja okkar félagsmenn sem höfðu staðið i sex vikna baráttu til að ná fram samningum. Mér fannst þetta þá svo ósvífin hugmynd að þeirra vegna höfum við ekki látið þetta fara mjög hátt. Það kom aldrei til greina að við gerðum þetta." Getum ekki treyst ríkisvaldinu Kjarasamningur sem nú hefur verið felldur úr gildi náðist eftir sex vikna verkfall. Árang- urinn af því verkfalli liggur nú fyrir. Munið þið ekki hugsa ykkur vel um áður en þið leggið út í annað eins verkfall? „Menn munu örugglega hugsa sig um áður en þeir gera samninga við ríkið af nokkru tagi. Við í HÍK erum að velta því fyrir okkur núna hvort við getum gert samning við rikið um lóð undir hús sem þeir gáfu okkur fyrir einu og hálfu ári en við erum ekki búnir að fá í hendurnar ennþá. Einhverra hluta vegna gengur óskaplega illa fyrir rikið að losa sig við þessa gjöf. Þegar þeir eru tilbúnir til þess að bjóða okkur samning um lóðarleigu þurf- um við að taka ákvörðun um hvort við getum treyst undirskrift þeirra, hvort það sé nokkru treystandi við samninga við þessa menn. Það er alveg ljóst að menn voru mjög tortryggnir í garð þessa viðsemjanda í verkfallinu í fyrra um að það væri ekki hægt að gera við hann samning um eitt eða neitt. Sú tortryggni hef- ur ekki minnkað við þessa síðustu atburði." Eigið þið nokkurra annarra kosta völ þar sem þið vinnið hjá þessum viðsemjanda, en hafa við hann samskipti? „Einhver samskipti verðum við að eiga við hann. Menn hafa verið að tala um að ekki sé hægt að gera samning við þennan aðila nema hann leggi fram veð á móti, t.d. fasteigna- veð. Að sjálfsögðu verður að vera gott and- rúmsloft milli stjómvalda og starfsmanna rikisins. Annað er ekki hægt. Það er mjög slæmt það ástand sem verið hefur í skólum, þar sem kennarar hafa verið í stríði við stjórnvöld. Stjórnvöld hafa verið aii siga á kennara reiðum almenningi og nemendum, beinlínis til þess að reyna að græða atkvæði. Maður heyrir þetta á menntamálaráðherra, sem er þegar byrjaður að siga á okkur reið- um almenningi og nemendum. Hann telur sig vafalaust vera að græða á því einhver at- kvæði. Það er eigínlega óþolandi hvernig menntamálaráðherrar hafa verið i áraraðir. Þeir hafa aldrei staðið upp til að verja sina starfsmenn heldur gengið fram fyrir skjöldu hvað eftir annað til að draga þá niður í svað- ið. Þetta andrúmsloft í skólunum og mörgum öðrum vinnustöðum hjá rikinu hefur ekki virkað hvetjandi á þá starfsmenn sem þar eru. Reyndar er furðulegt hvað menn hafa haldið uppi góðu starfi þrátt fyrir þetta. Væru þessi samskipti í lagi sér maður i hillingum hvem- ig allt þetta góða starfsfólk sem i skólunum er gæti nýst þeim miklu betur." Egill Ólafsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.