Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 14
22 Tíminn •^táúgarífagiíir' l#£gWsV*1 990 ARNAÐ HEILLA . Sjötug heiðurshjón: Benedikt Sigfússon Helga Bjarnadóttir Nokkrir góðir vinir okkar hjónanna deila afmælisdegí með höfuðborg- inni, eiga afmæli 18. ágúst. Einn þeirra og sá sem hvað virðulegustum áfanga fagnar í dag er Benedikt Sig- fússon, bóndi í Beinárgerði í Valla- hreppi, Suður-Múlasýslu. Svo mjög eru þau hjónin í Beinárgerði jafn- aldra að húsfreyjan á bænum, Helga Bjarnadóttir, náði þessum áfanga að- eins nokkrum mánuðum fyrr. Mikla fegurð er að finna í sveitum íslands og jafnan erfitt að dæma um hvar fallegast sé. Þó hefi ég heyrt vísan mann segja að eitt fegursta bæjarstæði á landinu sé án efa i Beinárgerði. Sú mynd, sem við blas- ir af veginum upp í Hjallaskóg, er fremst Beinavatn, iðjagrænt túnið, í Beinárgerði þá bærinn en ofar Hjallaskógur og Eyjólfsstaðaskógur, Hjallarnir og Höttur. Þarna hafa þau Benedikt og Helga búið síðan i fardögum árið 1949 eða í rúmlega 40 ár, lengst af á eigin bú- jörð. Erindi þessa stutta pistils er fyrst og fremst að senda þeim Helgu og Benedikt kveðjur okkar í Bjálka- lundi. Að þakka þeim fyrir alla vin- semdina, hjálpsemina og vináttuna, sem hófst á hráslagalegu sumar- kvöldi rigningarsumarið mikla 1979 þegar við fengum leyfi bóndans í Beinárgerði til þess að kaupfélags- bill frá Reyðarfirði mætti koma upp á túnið með níðþungan gám, hvar í voru bjálkar í húsið okkar, þá nýinn- flutt frá Finnlandi. Það var ekki að- eins að Benedikt og hans fólk hjálp- aði okkur að losa gáminn, heldur buðu þau hjónin öllu liðinu til bæjar að áliðnu kvöldi og verki og þar gaf á að líta: Helga húsfreyja hafði búið sannkallað veisluborð. Slík rausn, hjálpsemi og gestrisni gleymist seint. Siðan þetta gerðist er mikið vatn til sjávar runnið. Sumar og vetur höfum við notið þess að líta inn' i Beinár- gerði, þiggja góðan kaffibolla við eldhúsborðið hjá Helgu og að spjalla við þau Benedikt um alla heima og geima. Sem betur fer hafa sumur eins og 1979 verið fátíð á Héraði. Þar ríkir jafhan meginlandsloftslag með heit- um, sólríkum dögum og stundum rignir í logni og hita. Þá ilmar skóg- urinn og landið betur en nokkru sinni. Mannlíf í þessari fögru sveit er líka með sérstökum hætti. Menning- arlegt og heilt. Þar lifir íslensk sveita- menning eins og hún gerist best. Þau Benedikt og Helga í Beinár- gerði eru sómi sinnar sveitar. Þrátt fyrir að þau séu í raun ólík eru með þeim mikið jafhræði. Helga þessi stillta og fallega kona, sem alltaf er jafn vel til fara að hverju sem hún gengur. Benedikt dugnaðarbóndinn, sjófróður og vel lesinn svo af ber. Gleðimaður á góðri stund og blót- stjóri á þorrablótum Vallamanna, sem eru meðal þeirra bestu. Gest- risnin og hjartahlýjan er báðum eig- inleg og meðfædd. Við Mæzý óskum þeim Benedikt og Helgu hjartanlega til hamingju með sjötugsafmælin og sendum þeim og fjölskyldunni allri okkar bestu kveðjur. Sveinn Sæmundsson ARNAÐ HEILLA liIWlsi Asdís Pálsdóttir frá Bjargi Fædd 24. september 1931 Dáin 13. ágúst 1990 „Svo gengur allt að Guðs vor ráði, gleðin og sorgin skiptasí á. Þótt vinur hnigi lik að láði og logi tár á hrelldri brá. Þá huggar eitt sem aldrei brást: Vér aftur siðar munum sjást. " Kristjin J&nsson Sár nístir harmur þá kvödd er við grafarbeð Ásdis Pálsdóttir. Hin hlýja og dugmikla kona, sem með alúð og fórnarlund stráði geislum á umhverfið. í hennar ranni var aldrei svo þröngt að ekki væri húsrúm og nægtir á borðum. Hjartarúm hennar var vítt til veggja og hátt til lofts, því hjálpsemi, alúð og hreinlyndi var þar í öndvegi. Ásdís Pálsdóttir frá Bjargi var vax- in af traustum og góðum stofni í báðar ættir. Foreldrar hennar voru hjónin Páll Karlsson Sigurgeirsson- ar á Bjargi og Guðný Friðriksdóttir Arnbjarnarsonar á Stóra-Ósi. Þau hjón bjuggu allan sinn búskap á Ytra-Bjargi og ólst Ásdís þar upp sín æsku- og unglingsár. Hún var elst sjö barna þeirra hjóna og snemma vinnusöm og atorkufull. 24 ára giftist hún Sigurði Tryggva- syni, þá hreppstjóra og sparisjóðs- stjóra á Hvammstanga. Hann var þá ekkjumaður með tvo syni á ung- lingsaldri, þá Gunnar og Tryggva. Gekk hin unga húsmóðir þeim i móðurstað og bar önn fyrir þeim til fullorðinsára. Sambúð þeirra hjóna var alla tíð mjög góð og samstæð. Þau eignuðust 3 börn sem öll bera svipmót þeirrar giftu sem yfir for- eldrum þeirra bjó og var þeirra lífs- gildi. Elstur þeirra er Páll, starfsmaður við Sparisjóð Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga. Kristinn, sem vinn- ur við bifvélavirkjun, og Guðný, sem er yngst, og hyggur á háskóla- nám næstkomandi haust. Sigurð Lögtök Aö kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, upp- kveðnum 16. þ.m., verða lögtök látin fara fram fyrir vangoldnum opinberum gjöldum utan staðgreiðslu álögðum 1990, skv. 98. gr., sbr. 109. og 110. gr. laga nr. 75/1981, sbr. einnig 8. kafla laga nr. 45/1987. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt, eignarskattur, lífeyristrygg- ingagjald atvr. skv. 20. gr., slysatryggingagjald atvr. skv. 36. gr., kirkjugarðsgjald, vinnueftirlitsgjald, út- svar, verðbætur á ógreitt útsvar, aðstöðugjald, at- vinnuleysistryggingagjald, iðnlánasjóðsgjald og iðnaðarmálagjald, sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, slysatryggingagjald v/heimilis- starfa, sérstakur eignarskattur og gjald í fram- kvæmdasjóð aldraðra. Ennfremur nær úrskurðurinn til hverskonar gjald- hækkana og til skatta, sem innheimta ber skv. Norðurlandasamningi sbr. lög nr. 111/1972. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar aug- lýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Reykjavík, 16. ágúst 1990 Borgarfógetaembættið í Reykjavík Fræðsluskrifstofa VestQarðaumdæmis auglýsir laus störf: Umsóknarfrestur til 28. ágúst: Sálfræöingur: Starf forstöðumanns Ráðgjafar- og sálfræðiþjón- ustu skóla á Vestfjörðum er laust til umsóknar með aðsetur á ísafirði. Talkennarí: Talkennari óskast til starfa á Fræðsluskrifstof- una. Hlutastarf kemur til greina. Skrífstofumaður. Starfsmaður óskast í hálft starf eftir hádegi frá 1. september. Almenn skrifstofustörf, Ijósritun og símavarsla. Enn eru lausar stöður við eftirtalda grunnskóla: á ísafirði, sérkennsla, danska, heimilisfræði, al- menn kennsla á Bolungarvík, íþróttir, tónmennt, verkgreinar, al- menn kennsla á Patreksfirði, á Bíldudal, sérkennsla æskileg á Þingeyri, á Suðureyri, á Hólmavík, kennsla yngri barna, stærðfræði 8.- 10. bekk Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis föður sinn misstu þau fyrir nokkrum árum og nú er móðir þeirra kvödd hinstu kveðju. Nú þegar hugurinn stiklar á stund- um minninganna er svo margt sem þrengir sér fram í hugskotið. Ég minnist mörgu ánægjustund- anna á æskuheimilinu, hvar heima- sætan ung og glöð lék sér í föður- garði og þegar safnast var saman og Páll faðir hennar tók sér sæti við orgelið og fjölskylduhópurinn og allir viðstaddir tóku lagið. Ættjarð- arljóðin og sálmalögin endurtekin og æfð uns hægt var að syngja i röddum og söngurinn hljómaði i einum kór. Á meðan beið uppbúið og hlaðið veisluborð húsfreyjunnar. Ég minnist vetrarins 1954 þegar Ásdis dvaldi á heimili okkar að Birkimel 6, hversu hún var mér og ekki síður Margréti frænku sinni hugleikin og mikill gleðigjafi með sinni hógværu ástúð í daglegri um- gengni og léttu og glettnu tilsvör- um. Ég minnist hennar einnig sem hús- móður á eigin heimili. Hús hennar stóð um þjóðbraut þvera. Það stóð opið gestum og gangandi. Allir voru velkomnir, hvort heldur til styttri eða lengri dvalar, og allra þarfir uppfylltar sem kostur var. Ásdís var félagslynd og vann traust starf að ýmsum félagsmálum. Um árabil vann hún ötul að leiklist- armálum á Hvammstanga. Hún hafði mikið yndi af söng og allri tónlist, enda var henni það í blóð borið frá fyrstu tíð. Við heimilið sitt ræktaði hún fagran blómagarð með litlu gróðurhúsi. Einnig með natni og eljusemi fórnaði hún mörgum vinnustundum við umhirðu á listi- garði kvenfélagsins á staðnum sem er fagur gróðurreitur upp við ásinn fyrir ofan kaupstaðinn. Að málefnum kirkjunnar sinnar vann hún heilshugar, söng í kirkju- kórnum og hafði framréttar hendur til hvers sem þar þurfti með, hvort heldur var að daglegum rekstri eða á hátíðastundum. Á 50 ára afmæli Hvammstangahrepps 1988 var hún sæmd heiðursskjali fyrir vel unnin störf að félags- og leiklistarmálum staðarins. Nú við leiðarlok, er við kveðjum kæra samferðakonu, mikilhæfa konu, er tómið stórt, sætið autt, en minningin um göfgi hennar og mannkosti lifir. Með djúpri þökk er hún kvödd. Börnum hennar og systkinum færi ég mínar innilegustu kveðjur og bið Guð að styrkja þau á reynslustundinni. Aldinni móður biðjum við blessunar Guðs. „Drott- inn gaf og Drottinn tók. Lofað veri nafn Drottins." , Annbjörn Arnason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.