Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 15
,laugardagur,1.8,ágúst-1990 tíminn'23 Þessi maður er ekki að reyna að velta bflnum sínum, heldur að gera teygjuæfingar áður en hann leggur af stað í Reykjavíkurmaraþon. Ekki má gleyma að hita sig vel upp og teygja vöðva áður en lagt er af stað. Reykjavíkurmaraþon: Hlauparar fylla götur Reykjavíkur — Búist við metþátttöku á 7. Reykjavíkurmaraþoninu sem hefst á hádegi á morgun íþróttir helgarinnar: Bikarúrslitaleikir leiknir um helgina Þótt bikarúrsUtalelkurinn i mfl. karla verði ekki leikinn fyrr en á sunnudaginn um næstu helgi, verða svo sannar- lega bikarúrsUtaleikir á dag- skrá ura helgina. Úrslitaleikurinn i bikar- keppni rafl. kvenna verður háður á LaugardalsvelU á morgun, sunnudag, kL 14.00. Þá mætast Í A og Valur. í 2. flokki karla leika ÍBV og Fram til úrslita í dag kl. 14.00 og fer leikurinn fram á Þor- iáksbafnarvelU. Til úrslita í bikarkeppni 3. flokks karla, Suður- og Vestur- lands, leika FH og Fram. Leik- urinn fer fram kl. 16.00 á morgun, líklega á ÍR- vellinum ÍMjódd. íþróttir fatlaðra: Islandsmót í Mosfellsbæ íslandsmót íþróttasambands fatlaðra fer fram á Varmárvelli í MosfeUsbæ í dag og hefst kl. 10.00. Þátttakendur á mótinu verða um 50 talsins frá 6 aðild- arfélögum ÍF. Fanta-Skagamót: Þijátíu 6. flokks lið reyna með sér Hið árlega 6. flokksmót ÍA í knattspyrnu hófst í gær og verður framhaidið um helgina. Mótið ber nafnið Fanta-Skaga- mót, en hét áður Hi-C mót. Þrjátíu Uð frá 15 félögum taka þátt í mótinu og verður keppt bæði innan húss og utan í flokkum A og B liða. Þróttardagurinn 1990: Tennisvöllurinn verðurvígður Dagurinn á morgun, sunnu- dagur, verður haldinn hátíðleg- ur á svæði íþróttafélagsins Þróttar við Sæviðarsund. Há- punktur dagsins verður vígsla tenuísvalla félagsins sem eru þrír að tölu. VelUrnir eru þeir fyrstu hér á landi sem lagðir eru gervigrasi, en ofan á það hefur verið settur sandur úr Sahara- eyðimörkinni í Afríku. VelUrnir eru því mun mýkri en malbikaðir veUir. Dagskráin á morgun hefst kl. 14 með vígslu tennisvaUanna, síðan verður aUtaf eitthvað um að vera á svæðinu fram á kvöld, knattspyrnu- og blak- leikir og fleira. BL v__y Enska knattspyrnan: Liverpool og Manchester United mætast í dag - í keppninni um góðgerðarskjöldinn Opnunaríeikur ensku knattspym- unnar, hinn árlegi leikum meist- ara og bikarhafa um góðgerðar- skjöldinn, fer fram á Wembley- leikvanginum í London I dag. Leikurinn í dag er merkilegur fyrir þær sakir að fomir flendur og ná- grannar, Manchester United og Liverpool, leiða saman hesta sína. Liverpool-liðið byijaði rólega í fyrra en var nánast ósigrandi undir lok keppnistímabilsins og tapaði þá aðeins einum deildarleik á 5 mánuð- um. Engu að síður var draumur Li- verpool um að vinna tvöfalt úr sög- unni, er liðið tapaði óvænt 3-4 fyrir Crystal Palace í undanúrslitum bik- arkeppninnar. En Liverpool varð enskur meistari enn einu sinni og virðist til alls líklegt á komandi tíma- bili. Ian Rush hefúr skorað grimmt fyrir liðið í æfingaleikjum að undan- fömu og virðist kominn í sitt gamla markaform. Rush gerði einmitt tvö mörk gegn Real Sociedad á Spáni í vikunni, en í þeim leik lék Kenny Dalglish sinn síðasta leik fyrir Liverpool. Dalglish lagði upp annað marka Rush og að auki mark fyrir Steve McMahon. A 74. mín. fór hann af leikvelli, henti treyju sinni til áhorfenda sem stóðu upp og hylltu þennan kappa sem nú er 39 ára gamall. í leikslok gekk Dalglish fram á völlinn og þakkaði fyrir þann stuðning sem hann og fjölskylda hans hafa fengið frá knatt- spymuaðdáendum undanfarin ár. Manchester United átti í miklu basli í fyrra, eigendaskipti urðu á félaginu og leikmenn áttu í langvarandi meiðslum. Liðinu tókst með naum- indum að forðast fall í 2. deild. Það kom þvi nokkuð á óvart hve langt liðið komst í bikarkeppninni, en titil- inn var ekki í höfn fyrr en eftir auka- úrslitaleik gegn Palace. Þar vann United sinn fyrsta meiriháttar titil í 5 ár. Vafalaust hyggur United á frekari titla í ár, en sem fyrr gætu meiðsl sett strik í reikninginn. Bryan Robson er ekki búinn að ná sér eftir uppskurð á hásin og ekki er víst að Neil Webb geti leikið með í dag, þar sem hann fékk spark í kálfann í vikunni. Þá er Lee Martin á sjúkralista og leikur ekki með í dag. Gary Pallister kemur líklega inní liðið í dag, geti Webb ekki leikið, þrátt fyrir að saumuð hafi verið 10 spor í höfúð hans um síðustu helgi. Búist er við um 1500 manns í 7. Reykjavíkurmaraþonhlaupið sem hefst kl. 12 á hádegi á morgun. Meðal þeirra sem taka þátt í hlaupinu eru fjórir eriendir boðs- gestir, tveir karlar og tvær konur. Jerry Hall er Englendingur sem hljóp Lundúnamaraþonið á 2:18,51 klst. í vor, en hann er einnig góður brautarhlaupari. Hinn karlinn er Pet- er Noadsmark frá Danmörku, en hann varð Danmerkurmeistari í maraþoni 1989 er hann hljóp á 2:22,54 ldst. Konumar eru Susan Shield sem hljóp Lundúnamaraþonið á 2:42,42 í vor, sem er hennar besti tími. Hún er frá N-írlandi. Hin konan er ensk og heitir Carolyn Boyd. Hennar besti tími er 2:45 klst. Hún sigraði í mara- þonhlaupi í Benidorm í nóvember sl. Búist er við hörkukeppni milli þess- ara hlaupara, en auk þeirra er búist við 200-300 öðmm erlendum gest- um. Sami kjami íslenskra keppenda mun taka þátt í hlaupinu í ár og fyrri ár með íslandsmeistarann Sighvat Dýra Guðmundsson fremstan í flokki. Ein íslensk kona hefur þegar skráð sig í fullt maraþon. Högni Óskarsson hefúr oftast Is- lendinga hlaupið maraþon eða 13 sinnum. Sighvatur Dýri og Sigurður P. Sigmundsson hafa báðir hlaupið 13 sinnum. Ekki má gleyma hálfmaraþoninu, en í því keppa fremstu langhlauparar okkar svo sem Sigurður P. Sig- mundsson, Gunnlaugur Skúlason, Jón Stefánsson, Jóhann Ingibergs- son, og Kristján Skúli Ásgeirsson, sem sigraði í fyrra. Af konum er Martha Emstdóttir fremst i flokki, en hún hefúr i hyggju að gera atlögu að brautarmetinu sem nú er 1:17,43 klst. Keppni í hálfmaraþoni er jafn- firamt íslandsmeistaramót. Sighvatur Dýri Guðmundsson hefúr orðið íslandsmeistari í maraþoni síð- astliðin fjögur ár, en á undan honum urðu þeir Sigurður P. Sigmundsson, Jóhann Ingibergsson og Steinar Frið- geirsson Islandsmeistarar hver í eitt ár. Keppendur skulu sækja keppnis- gögn sín á skrifstofú Úrvals-Útsýnar í Mjódd milli kl. 11 og 18 i dag. Keppendum er boðið í pastakvöld- verð i Glym milli kl 16 og 19 í kvöld. Mae Ann Garly frá Bandarikjunum vann fúllt maraþon kvenna árið 1987, þá 60 ára gömul. Hún hljóp á 3:59,37 klst. Emst Hallerwedel frá Þýskalandi er elsti karlmaður sem tekið hefúr þátt í Reykjavíkurmaraþoni. Hún hljóp á 4:09,40 klst 1985, þá 71 árs. Elsti karl sem þátt tók í skemmti- skokkinu í fyrra var 69 ára og elsta konan var 55 ára. Yngsti strákurinn var 1 árs og yngsta stelpan var nokk- urra mánaða gömul og fór hún í bamavagni með föður sínum vega- lengdina. Elsti karlmaður sem tekið hefúr þátt I skemmtiskokkinu er Noel Johnson blómafræflamaður en hann var 89 ára þegar hann tók þátt í hlaupinu 1988. Allir sem ljúka hlaupinu fá að laun- um veglegan verðlaunapening. BL Rúllutækni Bændur! Bjóðum okkar viðurkenndu rúllutækni á hausttilboði. RúUubindivél l,2m x l,2m, verð frá kr. 590. þús. Alsjáifvirk pökkunarvél, verð frá kr. 430. þús. Moksturstæki Veto FX 15, verð frá ••••••••••••••••••••••••••*•••••••••••*•••• kr. 338. þús. Baggaspjót á þrítengi, verð frá •*••••»•.•«••••••»•...««••••••••...«««*••••••.•««• kr. 15. þús. Baggagreip á moksturstæki, verð frá **«**•••**•**•*••••••****••*••••«*****•• kr. 53. þús. Flutningavagnar, verð frá •*««*•*•**••**««*•*•*••••*•*****•*•••*««*•••*••••••«••••••• kr. 225. Munið staðgreiðslu- og magnafsláttinn. Öll verð eru án virðisaukaskatts C7 r7S' m D C7 Q O o.\ JÁRNHÁLSI 2 SÍMI83266 BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.