Tíminn - 18.08.1990, Síða 16

Tíminn - 18.08.1990, Síða 16
AUGLÝSINGASlMAR; 630001 — 636300 | RÍKISsíuP NÚTÍMA FLUTNINGAR 1r % AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ SUBARU Ingvar 111 | Helgason hf. HOGG- DEYFAR | Ifewlfc.' Verslið hjá fagmönnum SAMVINNUBANKINN 1 1 GSvarahlutir Hatnarhúsinu v/Tfyggvagötu, S 28822 í BYGGÐUM LANDSINS | Sævarhöföa 2 Sími 91-674000 i\j\/ Hamarshefóa 1 - s. 67-6744 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST1990 Héraðsráð Eyjafjaröar: Vilja tfá greinargóðar upplýs- ingar um umhverfisáhrif álvers Héraðsráö Eyjaflarðar telur mjög brýnt að upplýsingum um umhverfisáhrif álvers verði komið á framfæri við íbúa héraðs- ins hið fýrsta. Héraðsráðið hefur ítrekað óskað eftir upplýsing- um frá iðnaðarráðherra, nú síðast með bréfi dagsettu 13. ág- úst Enn hafa engin svör borist, og bendir Héraðsráðið á að skortur á nauðsynlegum upplýsingum sé notaður til að ala á tortryggni og sé vatn á myllu þeirra aðila utan héraðs sem inn- an sem vinna gegn því að reist verði álver í Eyjafirði. Þetta kom m.a. fram á blaða- mannafiindi sem Héraðsráð Eyja- fjarðar boðaði til í gær. í bréfmu til iðnaðarráðherra leggur héraðsráðið til að gripið verði til eftirfarandi ráðstafana hið fyrsta. -Birt verði álitsgerð um áhrif lofhnengunnar frá 200 þúsund tonna álveri f Eyja- firði á búfénað og gróður, byggða á nýrri dreifingarspá NILU. Tekið verði tillit til líklegrar tilfærslu lóð- ar undir álverið til suðurs. - Iðnaðarráðuneytið og Héraðsráð Eyjafjarðar haldi fúndi m.a. með íbúum Amameshrepps, Glæsibæj- arhrepps og Akureyrar, þar sem all- ar nauðsynlegar upplýsingar um umhverfisáhrif 200 þúsund tonna álvers verða lagðar á borðið og sér- ffæðingar svari fyrirspumum hér- aðsbúa um málið. Æskilegt er að á fúndunum verði mengunarsérfræð- ingur ffá Iðnaðarráðuneytinu, fúll- trúar ffá NILU ásamt sérffæðing- um Rannsóknarstofhunnar land- búnaðarins. - í ffamhaldi af ffamangreindum upplýsingafundum, verði haldinn fúndur, þar sem mengunarsérffæð- ingar Atlatal veita upplýsingar um þá ffamleiðslutækni, sem fýrirtæki þeirra búa yfir og áætlað er að nota i fyrirhuguðu álveri. Héraðsráðið telur brýnt að slík upplýsingastarfsemi fari ffam áður en ákvörðun verður tekin um stað- arval álvers á íslandi. Þar sem þá ákvörðun á að taka í næsta mánuði, verður að koma upplýsingum á ffamfæri á allra næstu dögum, ell- egar að ffesta ákvarðanatöku um staðsetningu álvers. Héraðsráðið leggur mikla áherslu á að umræður bæði utan héraðs sem innan séu byggðar á áreiðanlegum upplýsing- um, og að sem gleggstar upplýsing- ar fáist um flesta þætti er snerta rekstur fýrirhugaðs álvers og áhrif þess á umhverfið. Bent er á að oft sé vitnað í dreifmgarspá NILU ffá árinu 1985, en ýmislegt í henni sé rangt, og gefi villandi upplýsingar. Nýja dreifmgarspáin sé byggð á nákvæmari forsendum. Líkanið sé fúllkomnara og taki m.a. tillit til verksmiðjuhússins, útblásturs- tækni, landslags og vinda. Nýja spáin er einnig byggð á yfirgrips- meiri veðurmælingum en hin eldri spá. Þá er bent á að opinberlega liggi ekki fýrir mat á áhrifúm álvers á gróður og búfénað byggða á hinni nýju skýrslu. Arið 1985 var gefin út skýrsla þar sem Rannsóknar- stofúun landbúnaðarins mat áhrif á gróður og búfénað með tilliti til eldri dreifingarspár. Sambærileg athugun hefúr ekki verið birt nú, en Ijóst er að samkvæmt hinni nýju spá NILU eru ýmsar forsendur breyttar. Lögð er áhersla á að Hollustu- vemd rikisins komi kröfúm sínum um mengunarvamir á ffamfæri hið fýrsta, svo hægt sé að meta alla um- hverfisþætti til hlýtar. Bent er á að ekki séu til eldri dreifingarspár um önnur svæði, sem til greina koma, og því sé forkastanlegt ef fordómar byggðir á ófúllkominni eldri spá verða til þess að álver verði ekki reist við Eyjafjörð. Nánar verður greint ffá fúndinum í Tímanum síðar. hiá-akureyri. Mesta atvinnuleysi í 20 ár, 2 þúsund manns atvinnulausir allan júlímánuð: Vinnulausum fjölgar Atvinnulausir í júlimánuði voru nú fleiri heldur en nokkru sinni síðustu tvo áratugina a.m.k. Um 44 þúsund skráðir at- vinnuleysisdagar í mánuðinum svara tU þess að um 2.040 manns hafi ekkert starf fengið allan mánuðinn. Með öðrum orðum, hefur 1 maður jafnan gengið at- vinnulaus á nióti hverjum 65 sem voru i starfi. Um 12% fleiri voru nú án vinnu heidur en i júii í fyrra, svipað hlutfall karia og kvenna. Af atvinnulausum eru um 1.180 konur og 854 karlar. Rúmlega heimingur karlanna og tæplega helmingur kvennanna er á höf- uðborgarsvæðinu. Víðast hvar á landinu fækkaði atvinnulausum nokkuð á milii júní og júlí, en aðeins þó um 100 manns yfir landiö i heild. Því á nokkrum stöðum fjölgaði þeim töiuvcrt sem enga vinnu fengu. Það á m.a. við um Reykjavik þar sem vinnulausum ljölgaði um rúmlega 80 manns og sömuleiðis yfir 40 í Vestmannaeyjum. Fjölg- un um 10-20 manns varð á Akra- nesi, á Suðurcyri, Lýtingsstaða- hreppi, Þorlákshöfn og Sand- gerði. Hlutfallslega eru konur flestar atvinnulausar á Vesturlandi (3,7%) en karlar á Norðurlandi eystra (1,7%). Munurinn er ann- ars ekki mikill á milli kjördæma, nema hvaö fáir ganga raeð hend- ur i vösum á Vestfjörðum nú eins og venjulega. - HEI ÁTTA ÍSLENSKIR RÍKISBORGARAR FASTIR í KÚVÆT Norðurlöndin hafa sameiginlega mótmælt þeirri ákvörðun stjómvalda í Irak, að neita norrænum ríkisborg- urum, sem staddir em í Kúvæt og Ir- ak, um brottfararleyfi. Norðurlöndin höfðu farið formlega ffam á það, að fólkinu yrði leyff að fara á brott en því hafa stjómvöld í írak neitað. Atta íslenskir rikisborgarar munu nú vera staddir í Kúvæt, þar af fjögur böm. Utanríkisráðuneyti Norðurlandanna vinna nú sameiginlega að því, að tryggja hag norrænna rikisborgara i Kúvæt og munu íslenskir rikisborg- arar njóta aðstoðar sendiráðs Svía í Kúvætborg. Stöðug samráð er á milli utanríkisráðuneyta Norðurlandanna til að reyna að tryggja farsæla lausn málsins. -EÓ Hvíldar-, hressingar- og heilsubótarferð á lúxushótelið Sandansky í september og október * 2ja til 4ra vikna hressingardvöl á lúxus heilsubótarhóteli. íslensk hjúkrunarkona með í ferðinni. Boðið er upp á nudd, heita bakstra, vatnsnudd og meðferð við öndunarfæra- og húðsjúkdómum, td. asma, psoriasis og exemi, ásamt ýmsu öðru til heilsubótar. Nálarstungur við ýmsum kvillum o.fí. - að ógleymdum tannviðgerðum. Famar verða sérferðir til Grikklands og ýmissa staða í Búlgaríu. Faríð verður um Kaupmannahöfn og er hægt að dvelja þar nokkra daga í annarri hvorrí ferðinni. 5000 kr. afslátturfyrír ellilífeyrísþega. /av FERDAmVAL HF LINDARGÖTU 14—105 REYKJAVÍK SÍMAR: 14480 — 12535

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.