Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 1
r-r i.« iY r Fyrir næstu jól verður gefið út svokallað vœttatal á vegum Máls og menningar. Það er þjóðháttafrœðingurinn Arni Björnsson sem hefur haft veg og vanda af efnisöfun og vinnslu verksins. Gerð er stutt grein fyrir hverri vœtt i stafrófsröð og vísað til þeirra heimilda þar sem nánari vitneskju er að finna. Leitað hefur verið fanga í öllum helstu þjóðsagnasöfnum og fornsögum Islendinga. En leitin stendur ennþá yfir og er megináherslan þessa dagana lögð á að finna þær vættir sem hvergi hefur verið getið á prenti og eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til skrifa bréf og senda Máli og menningu, þekki þeir til vœtta sem ekki eru þjóðkunnar. Þegar hafa til dæmis fundist nöfn nokkurra jólasveina og fleiri sem ekki er vitað til að hafi verið skrifað um áður. Ami varð góðfuslega við þeirri mála- leitan helgarblaðsins að leyfa birtingu á brotum úr hluta handrits. Þar að auki fylgja sýnishom mynda af nafnkunn- um bústöðum nokkurra vætta sem koma til með að prýða bókina. En það er Þórarinn Óskar Þórarinsson sem tók myndimar. Til að gefa lesendum sem gleggsta mynd af bókinni sem um ræðir völd- um við nokkra bókstafi af handahófi. Vitaskuld er hér ekki um að ræða tæm- andi yfirlit þess er stendur undir hvetj- um staf en tala vættanna mun skipta mörgum hundruðum. Álfkonan góða Uppsetning bókarinnar verður svipuð og annarra uppflettirita. Er nöfnum vætta raðað eftir staffófsröð og fylgja nafninu í flestum tilfellum nokkrar frekari upplýsingar er lúta að því markverðasta af einkennum og afreks- verkum viðkomandi. Jafhffamt er heimkynnum vættanna gerð sjcil og einstaka sinnum afkomendum. I sum- um tilfellum er greint ffá hveijir hafi vakið upp, ef um drauga er að ræða. I öðrum tilfellum hvem vætturin hafi ásótt eða aðstoðað ef svo bar undir og öðm því sem teljast má til sérkenna, hvort sem það tengist hlutverki vættar, ömefhum eða öðra. Undir nafhinu Ásdís er til dæmis að finna svohljóð- andi lýsingu: ,Ásdís var huldukona í Ásfelli sem skilur á milli Kjaransvfkur og Hlöðuvíkur á Homströndum. Hún átti sjö sonu og sjö dætur. Meðal mennskra nábúa gekk hún undir nafn- inu „álfkonan góða“ fyrir líknsemi og hjálpfysi. Hún hjálpaði fátækum kon- um í bamsnauð og diýgði matarforða þeirra, stuðlaði að selveiði og hval- reka. Tvö mennsk böm tók Ásdís til fósturs. Þau urðu einungis sýnileg mönnum einu sinni á ári, á Jónsmessu. Bæði giftust bömum hennar í Álfs- felli.“ Á eftir þessum pistli stendur: „Homstrendingabók, 467-471“, sem gefur til kynna hvar leita megi ffekari upplýsinga um „álfkonuna góðu“. „Ásdraugur: Eitt nafn Gerðis-Móra (SSIL, 422).“ Ofangreind setning gefur í vættatal- inu stutt og laggott til kyrma að vilji menn ffæðast meira um Ásdrauginn verði þeir að leita undir nafni Gerðis- Móra. Eða þá að snúa sér beint til SS. I heimildaskrá aftast er gefið að SS standi fýrir íslenskar þjóðsögur og sagnir I-IX, safhað af Sigfusi Sigfus- syni, Reykjavík. 1982-89. Bókin um vættimar er því jöfnum höndum uppflettirit til að ffæðast um þá yfimáttúralegu sjálfa sem og greinagott yfirlit um þær íslensku þjóðsagnabækur sem geftiar hafa verið út. Næstur á lista er fommaðurinn Ás- geir í Ásgeirshaugi f Merkislandi á Jökuldal. „Sigfus prestur Finnsson í Hoffeigi vildi leyfa manni að byggja þar nærri snemma á 19. öld. Birtist As-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.