Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. ágúst 1990 HELGIN 11 Hvort allir ganga aftur sem hljóta voveiflegan dauðdaga skal ósagt látið en ef svo er má telja nokkuð víst að þessi sé einhvers staðar á sveimi. Vættir á biðilsbuxunum I þjóðsögimum segir af því að huldu- fólk og aðrar vættir hafi stöku sinnum biðlað til dauðlegra og þá oftar kven- auknecht ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓOU VERÐI litla manninum í þjóðfélaginu. Nema hvað huldufólkið hefur líka tekið að sér að refsa þeim sem hafa farið illa með tittnefnda litla menn. Hulduffíð- ur, systir huldumanns í stórum kletti i Skriðdal, tók t.a.m. til sín Sigríði, ung- an sveitarómaga sem hafði sætt illri meðferð hjá húsmóður sinni. Var Huldufríður látin þrífa hana og snyrta og kenna alslags vinnubrögð. Eftir marga mánuði giftist Sigríður bróður Hulduffiðar í KJettinum. Til brúð- kaupsins var boðið hjónunum sem Sigríður hafði verið niðursetningur hjá og Helgu dóttur þeirra sem hafði verið henni góð. Giftist Helga öðrum bróður Hulduffíðar en kerlingin var rekin burt úr brúðkaupinu með skömm. Makleg málagjöld til handa þeim sem níðast á litla manninum stinga upp kollinum á fleiri stöðum, hvað þá ef viðkomandi hafa í ofanálag ekki hald- ið hvildardaginn heilagan. Flettum við aftar í handritið komum við að Látra- Bjarna sem var einn þeirra sem fór heldur illa fyrir, þótt hann að vísu sneri aftur hálfú viðskotaverri en áður. Bjami þessi var Jónsson og bjó i mið- bænum á Hvallátrum i Rauðasands- hreppi um miðja 18. öld. Hann þótti fjölkunnugur, ágjam og harðdrægur við fátæka sem hann bannaði að síga í Látrabjarg til eggjatöku. Bjami hrap- aði á endanum til dauðs niður í Saxa- gjá við rissungaveiði á drottinsdag. Þar gekk hann aftur og ásótti menn og skepnur með gijótkasti. Loks tókst Latínu- Bjama á Rnerri að slæva hann. Fé til höfuðs draugi, innflutningur og framhjáhald Sumir draugar em samkvæmt lýs- ingu ansi óffýnilegir. Þetta á til dæmis við um næsta draug i vættatalinu, Látradrauginn svokallaða. í Látradal og á Látraheiði í Rauðasandshreppi þóttust menn um 1870 verða varir við draug sem réðst að ferðamönnum og lék þá stundum illa. Honum var svo lýst að hann væri sívalur á vöxt með engar herðar, eina hönd ffam úr miðju bijósti og eitt auga í miðju höfði. Að taka á honum var sem að taka á fínum skráp og bar öllum saman um að draugurinn kæmi úr Látrabjargi. En eftir að sú nýstárlega aðferð var reynd að leggja fé til höfúðs honum hefúr ekki borið á Látradraugnum. Einstaka draugar virðast vera inn- fluttir miðað við nöfnin sem þeim hafa verið gefin. Þannig hefúr Leiru- bakkadraugurinn til að mynda einn- ig gengið undir nafninu Gothenboig- ardraugur. Aðrar vættir eru aftur á móti eins rammíslenskar og þær ffam- ast geta verið eins og Leiðindaskjóða, ein nafntogaðasta dóttir Grýlu. Þá er Leppalúði ekki síður íslenskur en hans er getið sem síðasta eigin- manns Grýlu gömlu. Um hann segir jafnframt að hann hafi verið sá eigin- maður er helst jafnaðist á við Grýlu í hrikaleik og hafi þau hjónakomin átt saman ein tuttugu böm. Leppalúði hefúr víst ekki verið við eina Qölina felldur í kvennamálum þvi að auki átti hann með Lúpu vinnukonu sinni holukrakka sem hét Skröggur. Skottumar og gigtveikar vættir Skottumar sem finna má í vættatal- inu em margar. Ein þeirra er Leirár- Skotta eða Hvítárvalla-Skotta eins og hún nefhdist upphaflega. Fyrra nafnið hlaut þessi Skotta þegar hún fylgdi Jóni Friðrikssyni Thorarensen á Leirá og seinna Höllu fýrri konu hans og bömum þeirra. Leirár-Skotta átti einnig að hafa sést austur í Mýrdal. Önnur Skotta er Skarðs-Skotta. Hún var off höfð til sendinga og jafnvel seld mansali. Bjami Pétursson ríki á Skarði á Skarðsströnd tók við henni í byijun 18. aldar en fargaði henni og gaf með henni hangikjötskrof. Þessu reiddist Skotta og kjálkabraut Bjama. Undir stiganum í gamla Skarðsbænum var Skottuskot og þangað var henni skammtaður matur því hún hafði verið vakin upp kvik. En þó Skottumar hafi löngum verið ærslafengnar og kátar verður ekki það sama sagt um sumar aðrar vætti. Urð- arboli til dæmis var vættur sem átti heima i Bolabás austan undir Reynis- ^alli. Hann hafði mannsmynd niður að mitti en neðri hlutinn líktist sel eða nauti. Greyið hefúr ef til vill verið gigt- veikur og heldur vansæll því í vætta- talinu segir að hann hafi hljóðað ákaf- lega undir slæm austanveður og espast ef hermt var eftir honum en annars engum gert mein. Árið 1829 hljóp fjarska mikil skriða úr fjallinu rétt fyr- ir innan Bolabás og síðan hefúr lítið heyrst til Urðarbola, enda hellirinn orðinn opinn í báða enda. vættir. Atgangurinn á þó lítið skylt við það sem nútímamaðurinn kallar róm- antík tilhugalífsms og hefði sumum bóndasonunum hreinlega ekki veitt af karlaathvarfi ef marka má sögumar. Sigurður bóndason lenti í einni þess- ara kvenna er hann leitaði kinda Andr- ésar foður síns hjá Ullarvötnum við Vatnahjallaveg þar sem leitarmenn og fé höfðu horfið undanfarin haust. Kom þá til hans huldukona sem kvaðst heita Valbjörg eða Vandráð og vera völd að dauða leitarmanna og fjárhvarfi. Sagði hún honum sömu örlög búin nema hann færi til hennar. Sigurður féllst á það með því skilyrði að kindur foður hans kæmust heim. Bóndasonurinn bjó síðan með huldukonunni og eignuðust þau tvö böm. Á þriðja hausti vitjaði Sigurður föður síns í draumi og bað hann að koma með Eiriki presti næsta aðfangadagskvöld jóla. Þeún tókst að koma fjölskyldunni til byggða og gæföist Valbjörg smám saman en var þó aldrei til altaris. Ekki var talið ólík- legt að séra Sæmundur Hólm á Helga- felli væri af þeim kominn. Annar vesalingurinn þurfti ekki aðeins að eiga i höggi við huldukonu heldur karl föður hennar einnig. Þetta gerðist snemma á 19. öld þegar Eyjólfúr vinnu- maður í Breiðdal gekk í fimglskini aust- ur fra Jórvík suður að Ánastöðum eða Flögu. Á leiðinni mætti hann huldu- stúlku og föður hennar. Stúlkan kvaðst heita Valbrá og bað hann að fara til sín, enda mætti hann halda trú sinni og öllu frelsi. Eyjólfúr neitaði og réðst karlinn þá á hann. En vinnumanninum tókst ásamt hundi sínum að ganga af karlin- um dauðum. Moiguninn eftir fúndu menn hundinn dauðan en mikið traðk og blóð í snjónum. „Nýir“ jólasveinar Ems og áður var minnst á hefúr nokk- uð komið fram af nýju efni varðandi vætfir, sem hvergi er vitað til að hafi birst á prenti áður. Meðal annars er þar um að ræða fjölgun í bamahópi Grýlu gömlu. Kerlmgm virðist heldur betur hafa komið við á Snæfellsnesi þvi það- an em ættaðir þeir Smjörhákur, Flautaþyrill, Flotgleypir og Rjómas- leikir. En eins og með hma synina bera nöfnúi með sér hver hefúr verið aðal- starfi eða í það minnsta helsta áhugamál þessara þokkapilta. Af Vestfjörðunum eru síðan upprunn- ar þær Flotnös og Flotsokka. Þetta eru tvær kerlúigar sem skriðu úr bæl- um sínum og héldu heim á bæúia um jólaleytið til að sníkja flot. Hér hefúr verið stiklað á stóru vítt og breitt um handritið enda ekki ætlunin né vinnandi vegur að gera efni bókar- innar tæmandi skil i eúmi blaðagrein. Það ætti þó ekki að fara á milli mála að ritið er bráðskemmtilegt aflestrar og notagildi þess ótvírætt við hvers kyns grúsk er viðkemur íslenskum vættum. Ami sagði samantekt efúisins ekki hafa verið síður skemmfilega, þó í seinni tíð beindist áhugi hans í auknum mæli að þeúri mistúlkun sem væri fal- in í alhæfingum fiæðimanna um út- breiðslu vættatrúar Islendinga gegnum aldimar. En það er önnur saga. KÆUSKÁPAR FRYSTISKÁPAfí 0G MARGT FLEIRA ELDAVÉLAR 0G OFNAR UPPÞVOTTAVELAfí ÞVOTTAVÉLAfí ÞURRKARAR KAUPFELOGIN UM LAND ALLT MHM SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VIÐ MIKLAGARD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.