Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 4
12 W HELGIN Laugardagur 18. ágúst 1990 99 Kóngul ££ Það er kominn sirkus í bœinn og sirkusfólkið með alla sína vagna og sitt hafurtask hefur tjaldað stóru sirkustjaldi í Laugardalnum. Þetta fjölleikahús erfrá Spáni og heitir Cirkus de Espania, en listafólkið er frá átta löndum víðs vegar að úr heiminum. Sirkusinn hefur ferðast til allra heimsins horna og var áferð um eyjar Karabíska hafsins áður en hann hélt norðuryfir hálfan hnöttinn til Islands. VINSÆLIR VINNUÞJARKAR NISSAN SUNNYvan sendibíll Verð kr. 723.000,- stgr. m/VSK Verð kr. 580.000,- stgr. án/VSK NISSAN King Cab Vél 2,4 lítra, bensín, 5 gíra - aflstýri - vönduð innrétting Verð kr. 1.386.000,- stgr. m/VSK Verð kr. 1.114.000,- stgr. án/VSK Einnig fáanlegur með 2,5 lítra dísilvél. Verð kr. 1.507.000,- stgr. m/VSK Verð kr. 1.210.000,- stgr. án/VSK Bílasýníng laugardag og sunnudag kl. 14-17 - réttur bíll á réttum stað Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2, sími 67-4000 Þ" er í annað skiptið sem Cirkus de Espania kemur hingað til lands og nú ætlar hann að skemmta Is- lendingum til mánaðamóta. Trúðar, loftfimleikafólk og töframenn munu sýna listir sínir, okkur hinum, sem enga hæfileika höfum á þessu sviði, til óblandinnar ánægju. Og ekki nóg með það: með komu sirk- ussins er brotið blað í sirkussögu Is- lendinga, sem er þó fábrotin, nú sem aldrei fyrr eru dýr með í for; kóngulær, kyrkislöngur og krókó- dílar. „Kóngulóarkonan" er hún kölluö, sú sem sýnir þessi óvenjulegu sirk- usdýr, áhorfendum ýmist til skemmtunar eða skelfingar. Hún heitir Diana Antoine og var fús til að ræða við sérlega útsendara Tím- ans um líf sitt og þetta undarlega starf. Diana er frá Þýskalandi, er 29 ára gömul og hefur starfað við sirk- us frá blautu barnsbeini. Foreldrar hennar reka einn slíkan í skemmti- garð í Þýskalandi. „Eftir skólagönguna spurðu for- eldrar mínir hvort ég vildi fara í há- skóla eða starfa af fullum krafti í sirkusinum. Faðir minn vildi alls ekki leyfa mér að starfa með ljónum og tígrisdýrum eins og ég vildi og því sýndi ég fyrst um sinn hunda og hesta," segir Diana. „Síðan fór ég að hugsa með mér að sirkusinn þyrfti eitthvað nýtt og fyrir sjö árum fékk ég mína fyrstu kyrkislöngu. Fólk var ekki alls kostar hrifið en einu ári síðar bætti ég um betur og keypti minn fyrsta krókódíl. Síðan þá hef ég náð miklum árangri með þessi dýr." Vanalega sýnir Diana krókódíla, kóngulær, kyrkislöngur, buffalóa, kameldýr og hesta. Auk þess gerir hún ýmsar kúnstir með eld og sýnir töfrabrögð. „En hér á íslandi er ég aðeins með fjóra krókódíla, fjórar kóngulær og fjórar kyrkislöngur auk þess sem ég geri nokkur töfra- brögð. Þannig að það má líta á dvöl mína hér sem eins konar frí," segir Diana og hlær. Eftirsóttur listamaöur Fjölleikafólk er sífellt á ferðinni milli sirkusa. Víðs vegar um heim- inn eru umboðsmenn sem eru með listafólk á skrá og sirkusstjórar hafa samband við þá og biðja um eitt- hvað sérstakt atriði sem þá vantar. Umboðsmaðurinn nefnir þá nokkra listamenn, sýnir jafhvel myndbönd með þeim og því níest gerir sirkus- stjórinn atvinnutilboð. Listamaður- inn er þá ráðinn í eina vertíð í senn, sem hefst að hausti og lýkur ári síð- ar. Það er mikið framboð á sirkus- fólki og flestir listamennirnir fá laun sem fáir íslendingar myndu vinna fyrir. En þeir sem eru góðir fá meira en aðrir. „Kóngulóarkonan" er eftirsóttur listamaður og það eru fáir eða jafn- vel enginn sem sýnir eins atriði og hún er með. Hún fær þvi ágætis kaup, í Cirkus de Espania fær hún í kringum 30 þúsund krónur á dag. Cirkus de Espania er fyrsti sirkus- inn sem Diana ferðast með um heiminn og sá fyrsti sem hún gerir atvinnusamning við. Diana hefur þó komið fram í mörgum fjölleikahús- um og einnig í sjónvarpi og á skemmtistöðum, auk þess sem hún hefiir unnið í sirkus foreldra sinna. - En líkar þér vel við sirkuslífið? „Já, mjög vel. Eg ferðast til margra landa og kynnist mörgu góðu fólki. Sýningin sjálf er alveg sérstök til- finning, það er frábært að skemmta áhorfendum og mér finnst gaman að starfa með þessum dýrum." „Ekki krókódílar aftur, hættu þessari vitleysu!" En þessi dýr eru ekki beint hefð- bundin sirkusdýr og Diana segir það algengt að áhorfendur æpi upp yfir sig af hræðslu þegar þeir sjái þau fyrst. „En eftir sýninguna eru þeir ekki eins hræddir við dýrin og áður. Þessi dýr hafa einhverja töfra", seg- ir Diana. „Mitt markmið er líka að sýna fram á, að þessi dýr eru ekki svo hryllileg." -En eru dýrin hættuleg, t.d. eitruð? „Kóngulærnar eru eitraðar og það er áhætta sem ég tek, en ekki áhorf- endur. Jafhvel þótt þær detti á jörð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.