Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. ágúst HELGIN P 13 venjulegt lífsstarf fyrir hendur: „Eg meðhöndla mín dýr með hliðsjón afþeirra eigin persónuleika. Við höfum mjög gott samband ég og dýrin mín. Mérþykir vœnt um þau og ekki spyrja mig afhverju." ina þá ráðast þær ekki á áhorfendur. Þessar köngulær þekkja mig og bíta mig ekki. En ef ég myndi t.d. breyta um ilmvatn eða verða allt einu mjög taugaóstyrk þá myndu þær bíta. Það er mjög sárt og getur verið ban- vænt." Diana hefur verið bitin þrisvar sinnum af krókódilum og nú brettir hún upp ermarnar og sýnir blaða- manni ljót ör eftir bitin. „Krókódíl- ar eru ekki eins og hundar eða kett- ir. Þetta eru villt dýr og maður ina: „Nei ekki krókódílarnir aftur, hættu þessari vitleysu!" En Diana hefur aldrei hugsað um að hætta, ekki einu sinni eftir seinna krókódílabitið. Fleiri slys hafa gerst og fyrir fimm árum lék vafi á hvort að Diana gæti unnið í sirkus oftar, eftir að hún hafði fallið af línu 10 metra og næstum beðið bana. En Diana þjálfaði sig upp og er nú byrj- uð að sýna af fullum krafti aftur. Þá hafa ýmsir „smávægilegir" at- burðir gerst; einu sinni var kyrki- meðan Diana lætur dýrin sín leika lausum hala. „En krókódílar eru að eðlisfari mjög latir og vilja helst ekki hreyfa sig, en þeir verða að gera það vegna vöðvanna. Krókódílar eru eins og svín, ef þeir verða of feitir fá þeir hjartaáfall." Persónuleiki krókódílanna Diönu þykir mjög vænt um dýrin ^Kóngulærnar eru eitraðar ogiþað er áhætta sem ég tek, enekki áhorfendur. Jafnvel þóttþær detti ájörðinaþá ráðastþær ekki á áhorfend- ur. Þessar köngulœr þekkja mig og bíta mig ekki. En ef égmyndi t.d. breyta um ilm- * vatn eða verða allt einu mjög taugaóstyrk þá myndu þær bita. Það er mjög sárt pggetur verið banvænt." verður að virða það. Ef maður gerir það ekki þá gerast slysin. Eg fylgist alltaf vel með þeim, því ef þeir eru ekki í góðu skapi þá geta þeir bit- ið." Einu sinni beit krókódíll Diönu i miðri sýningu. Foreldrar hennar létu hana þá fá vasaklút sem Diana vafði um hendina og hélt áfram sýningunni. Enginn á meðal áhorf- enda tók eftir þessu, fyrir utan eina konu sem æpti upp yfir sig. Diana vildi ekki fara á spítala vegna bits- ins vegna þess að sex vikum áður lá hún þrjár vikur á spítala því að þá beit krókódíll hana i fyrsta skipti. „En ég lét til leiðast og fór niður á spítala og ætlaði aðeins að láta hreinsa sárið eða eitthvað slíkt. Og þá tók sami læknirinn á móti mér og fyrir sex vikum og hann hrópaði upp fyrir sig strax og hann sá hend- slanga á góðri leið með að kæfa hana og einu sinni gaf björn Diönu einn velútlátinn á kjaftinn. „Ég hef mjög slæma reynslu af björnum", segir Diana, en hún vann með þeim í nokkur ár. Áhættuþáttur nágrannans Diana er aðeins með nokkur af dýrum sínum hér á íslandi. Heima í Þýskalandi á hún fleiri, t.d. á hún þar fimm slöngur i viðbót. Hún býr í stóru tveggja hæða einbýlishúsi, á efri hæðinni er íbúðin hennar en á þeirri neðri geymir hún dýrin. Stundum þegar heitt er í veðri hleypir hún krókódílunum út og leyfir þeim að skriða um íbúðina. Það er því eins gott að nágranninn komi ekki i kurteisisheimsókn á sín og fullyrðir að þau séu vitur og geti lært. En þetta eru villt dýr að eðlisfari og það er erfitt að þjálfa þau. T.d. þarf Diana eitt ár eða meira til að þjálfa eina kónguló og láta hana venjast sér. Kyrkislöngur er erfitt að þjálfa, en Diana hefur reynsluna og veit því hvernig á að meðhöndla þær. „Krókódílarnir eru einnig mjög erfiðir vegna þess að hver og einn hefur sérstakan persónuleika. Þeir eru mjög sjálfstæðir og ef þeir vilja ekki gera það sem þú vilt að þeir geri, þá gera þeir það ekki. En ég veit hvernig á að meðhöndla krókó- dilana mína. Ég meðhöndla mín dýr með hliðsjón af þeirra eigin per- sónuleika. Við höfum mjög gott samband ég og dýrin mín. Mér þyk- ir vænt um þau og ekki spyrja mig afhverju." Diana þjálfar dýrin sín ekki með mat, enda borða dýrin ekki mikið að hennar sögn. T.d. borða krókódíl- arnir aðeins tvisvar á viku og það er ekki sama hvað er látið ofan i þá. Sérþarfirnar eru miklar, þrír vilja einungis kjöt en einn borðar bara fisk. Og ekki nóg með það, Diana verður að skera matinn niður i bita og mata krókódílana. Geturðu selt okkur slöngu? Diana hugsar um dýrin sín eins og börnin sín, hefur átt þau sömu í mörg ár og þekkir þau með nöfnum. T.d. heita krókódílarnir, Bengali, Croco, Dragon og Speedy Gonza- les. Það er því mikil sorg þegar eitt- hvert dýranna deyr og hún myndi aldrei selja þau. í miðju samtalinu er bankað á hús- vagninn og tveir strákar á mennta- skólaaldri spyrja eftir Diönu. Þeir spyrja hvort hún geti selt þeim kyrkislöngu. Diana svarar því til að hún selji ekki slöngurnar sínar. „Ég hef átt þær í mörg ár og þær eru eins og bömin mín." Siðan snýr hún sér að blaðamanni og segir hlæjandi: „Ég gæti gert góð viðskipti hér, en ég myndi aldrei selja dýrin mín." GS. (gauknetht ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓÐU VERÐI ?.;¦ ¦ ^SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VIÐ MIKLAGARÐ & KAUPFÉLÖGIN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.