Tíminn - 18.08.1990, Síða 5

Tíminn - 18.08.1990, Síða 5
12 W HELGIN Laugardagur 18. ágúst 1990 Laugardagur 18. ágúst HELGIN W 13 „K6ngulóarkonan“ Piana Antoine hefur tekiö sér óvenjulegt lífsstarf fyrir hendur: Það er kominn sirkus í bæinn og sirkusfólkið með alla sína vagna og sitt hafurtask hefur tjaldað stóru sirkustjaldi í Laugardalnum. Þetta fjölleikahús er frá Spáni og heitir Cirkus de Espania, en listafólkið er frá átta löndum víðs vegar að úr heiminum. Sirkusinn hefur ferðast til allra heimsins horna og var á ferð um eyjar Karabíska hafsins áður en hann hélt norðuryfir hálfan hnöttinn til Islands. VINSÆLIR VINNUÞJARKAR sendibíll Verð kr. 723.000,- stgr. m/VSK Verð kr. 580.000,- stgr. án/VSK NISSAIM King Cab Vél 2,4 lítra, bensín, 5 gíra - aflstýri - vönduð innrétting Verð kr. 1.386.000,- stgr. m/VSK Verð kr. 1.114.000,- stgr. án/VSK Einnig fáanlegur með 2,5 lítra dísilvél. Verð kr. 1.507.000,- stgr. m/VSK Verð kr. 1.210.000,- stgr. án/VSK Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 14-17 - réttur bíll á réttum stað Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2, sími 67-4000 Þ“ er í annað skiptið sem Cirkus de Espania kemur hingað til lands og nú ætlar hann að skemmta Is- lendingum til mánaðamóta. Trúðar, loftfimleikafólk og töframenn munu sýna listir sínir, okkur hinum, sem enga hæfileika höfúm á þessu sviði, til óblandinnar ánægju. Og ekki nóg með það: með komu sirk- ussins er brotið blað í sirkussögu Is- lendinga, sem er þó fábrotin, nú sem aldrei fyrr eru dýr með í for; kóngulær, kyrkislöngur og krókó- dílar. „Kóngulóarkonan“ er hún kölluð, sú sem sýnir þessi óvenjulegu sirk- usdýr, áhorfendum ýmist til skemmtunar eða skelfingar. Hún heitir Diana Antoine og var fús til að ræða við sérlega útsendara Tím- ans um líf sitt og þetta undarlega starf. Diana er frá Þýskalandi, er 29 ára gömul og hefúr starfað við sirk- us frá blautu bamsbeini. Foreldrar hennar reka einn slíkan í skemmti- garð í Þýskalandi. „Eftir skólagönguna spurðu for- eldrar mínir hvort ég vildi fara í há- skóla eða starfa af fullum krafti í sirkusinum. Faðir minn vildi alls ekki leyfa mér að starfa með ljónum og tígrisdýrum eins og ég vildi og því sýndi ég fýrst um sinn hunda og hesta,“ segir Diana. „Síðan fór ég að hugsa með mér að sirkusinn þyrfti eitthvað nýtt og fyrir sjö ámm fékk ég mína fyrstu kyrkislöngu. Fólk var ekki alls kostar hrifið en einu ári síðar bætti ég um betur og keypti minn fyrsta krókódíl. Síðan þá hef ég náð miklum árangri með þessi dýr.“ Vanalega sýnir Diana krókódíla, kóngulær, kyrkislöngur, buffalóa, kameldýr og hesta. Auk þess gerir hún ýmsar kúnstir með eld og sýnir töfrabrögð. „En hér á íslandi er ég aðeins með Qóra krókódíla, fjórar kóngulær og íjórar kyrkislöngur auk þess sem ég geri nokkur töfra- brögð. Þannig að það má líta á dvöl mína hér sem eins konar frí,“ segir Diana og hlær. Eftirsóttur listamaður Fjölleikafólk er sífellt á ferðinni milli sirkusa. Víðs vegar um heim- inn eru umboðsmenn sem eru með listafólk á skrá og sirkusstjórar hafa samband við þá og biðja um eitt- hvað sérstakt atriði sem þá vantar. Umboðsmaðurinn nefnir þá nokkra listamenn, sýnir jafnvel myndbönd með þeim og því næst gerir sirkus- stjórinn atvinnutilboð. Listamaður- inn er þá ráðinn í eina vertíð í senn, sem hefst að hausti og lýkur ári síð- ar. Það er mikið framboð á sirkus- fólki og flestir listamennimir fá laun sem fáir íslendingar myndu vinna fyrir. En þeir sem eru góðir fá meira en aðrir. „Kóngulóarkonan“ er eftirsóttur listamaður og það eru fáir eða jafn- vel enginn sem sýnir eins atriði og hún er með. Hún fær því ágætis kaup, í Cirkus de Espania fær hún í kringum 30 þúsund krónur á dag. Cirkus de Espania er fyrsti sirkus- inn sem Diana ferðast með um heiminn og sá fyrsti sem hún gerir atvinnusamning við. Diana hefur þó komið fram í mörgum fjölleikahús- um og einnig í sjónvarpi og á skemmtistöðum, auk þess sem hún hefúr unnið í sirkus foreldra sinna. - En líkar þér vel við sirkuslífið? „Já, mjög vel. Ég ferðast til margra landa og kynnist mörgu góðu fólki. Sýningin sjálf er alveg sérstök til- finning, það er frábært að skemmta r „Eg meðhöndla mín dýr með hliðsjón af þeirra eigin persónuleika. Við höfum mjög gott samband ég og dýrin mín. Mér þykir vænt um þau og ekki spyrja mig afhverju. “ ina þá ráðast þær ekki á áhorfendur. Þessar köngulær þekkja mig og bita mig ekki. En ef ég myndi t.d. breyta um ilmvatn eða verða allt einu mjög taugaóstyrk þá myndu þær bíta. Það er mjög sárt og getur verið ban- vænt.“ Diana hefúr verið bitin þrisvar sinnum af krókódílum og nú brettir hún upp ermamar og sýnir blaða- manni ljót ör eftir bitin. „Krókódíl- ar eru ekki eins og hundar eða kett- ir. Þetta eru villt dýr og maður ina: „Nei ekki krókódílamir aftur, hættu þessari vitleysu!" En Diana hefúr aldrei hugsað um að hætta, ekki einu sinni eftir seinna krókódílabitið. Fleiri slys hafa gerst og fyrir fimm ámm lék vafi á hvort að Diana gæti unnið í sirkus oftar, eftir að hún hafði fallið af línu 10 metra og næstum beðið bana. En Diana þjálfaði sig upp og er nú byrj- uð að sýna af fullum krafti aftur. Þá hafa ýmsir „smávægilegir“ at- burðir gerst; einu sinni var kyrki- meðan Diana lætur dýrin sín leika lausum hala. „En krókódílar em að eðlisfari mjög latir og vilja helst ekki hreyfa sig, en þeir verða að gera það vegna vöðvanna. Krókódílar em eins og svín, ef þeir verða of feitir fá þeir hjartaáfall." Persónuleiki krókódílanna Diönu þykir mjög vænt um dýrin áhorfendum og mér finnst gaman að starfa með þessum dýmm.“ „Ekki krókódílar aftur, hættu þessari vitleysu!“ En þessi dýr em ekki beint hefð- bundin sirkusdýr og Diana segir það algengt að áhorfendur æpi upp yfir sig af hræðslu þegar þeir sjái þau fyrst. „En eftir sýninguna em þeir ekki eins hræddir við dýrin og áður. Þessi dýr hafa einhverja töfra", seg- ir Diana. „Mitt markmið er líka að sýna fram á, að þessi dýr em ekki svo hryllileg." -En em dýrin hættuleg, t.d. eitmð? „Kóngulæmar em eitraðar og það er áhætta sem ég tek, en ekki áhorf- endur. Jafnvel þótt þær detti á jörð- ■,Kóngulœrnar eru eitraðar ogiþað er áhætta sem ég tek, en ekki áhorfendur. Jafnvel þótt þær detti á jörðina þá ráðast þær ekki á áhorfend- ur. Þessar köngulær þekkja mig og bíta mig ekki. En ef égfnyndi t.d. breyta um ilm- vatn eða verða allt einu mjög taugaóstyrk þá myndu þær bíta. Það er mjög sárt og getur verið banvœnt. “ verður að virða það. Ef maður gerir það ekki þá gerast slysin. Ég fylgist alltaf vel með þeim, því ef þeir era ekki í góðu skapi þá geta þeir bit- ið.“ Einu sinni beit krókódíll Diönu í miðri sýningu. Foreldrar hennar létu hana þá fá vasaklút sem Diana vafði um hendina og hélt áfram sýningunni. Enginn á meðal áhorf- enda tók eftir þessu, fyrir utan eina konu sem æpti upp yfir sig. Diana vildi ekki fara á spítala vegna bits- ins vegna þess að sex vikum áður lá hún þijár vikur á spítala því að þá beit krókódíll hana í fyrsta skipti. „En ég lét til leiðast og fór niður á spítala og ætlaði aðeins að láta hreinsa sárið eða eitthvað slíkt. Og þá tók sami læknirinn á móti mér og fyrir sex vikum og hann hrópaði upp fyrir sig strax og liann sá hend- slanga á góðri leið með að kæfa hana og einu sinni gaf bjöm Diönu einn velútlátinn á kjaftinn. „Ég hef mjög slæma reynslu af bjömum“, segir Diana, en hún vann með þeim í nokkur ár. Áhættuþáttur nágrannans Diana er aðeins með nokkur af dýmm sínum hér á íslandi. Heima í Þýskalandi á hún fleiri, t.d. á hún þar fimm slöngur í viðbót. Hún býr í stóm tveggja hæða einbýlishúsi, á efri hæðinni er íbúðin hennar en á þeirri neðri geymir hún dýrin. Stundum þegar heitt er í veðri hleypir hún krókódílunum út og leyfir þeim að skríða um íbúðina. Það er því eins gott að nágranninn komi ekki í kurteisisheimsókn á sín og fullyrðir að þau séu vitur og geti lært. Én þetta em villt dýr að eðlisfari og það er erfitt að þjálfa þau. T.d. þarf Diana eitt ár eða meira til að þjálfa eina kónguló og láta hana venjast sér. Kyrkislöngur er erfitt að þjálfa, en Diana hefur reynsluna og veit því hvemig á að meðhöndla þær. „Krókódilamir em einnig mjög erfiðir vegna þess að hver og einn hefúr sérstakan persónuleika. Þeir em mjög sjálfstæðir og ef þeir vilja ekki gera það sem þú vilt að þeir geri, þá gera þeir það ekki. En ég veit hvemig á að meðhöndla krókó- dílana mína. Ég meðhöndla mín dýr með hliðsjón af þeirra eigin per- sónuleika. Við höíúm mjög gott samband ég og dýrin mín. Mér þyk- ir vænt um þau og ekki spyrja mig afhverju." Diana þjálfar dýrin sín ekki með mat, enda borða dýrin ekki mikið að hennar sögn. T.d. borða krókódíl- amir aðeins tvisvar á viku og það er ekki sama hvað er látið ofan i þá. Sérþarfimar em miklar, þrír vilja einungis kjöt en einn borðar bara fisk. Og ekki nóg með það, Diana verður að skera matinn niður í bita og mata krókódílana. Geturöu selt okkur slöngu? Diana hugsar um dýrin sín eins og bömin sín, heíúr átt þau sömu í mörg ár og þekkir þau með nöfnum. T.d. heita krókódílamir, Bengali, Croco, Dragon og Speedy Gonza- les. Það er því mikil sorg þegar eitt- hvert dýranna deyr og hún myndi aldrei selja þau. I miðju samtalinu er bankað á hús- vagninn og tveir strákar á mennta- skólaaldri spyrja eftir Diönu. Þeir spyrja hvort hún geti selt þeim kyrkislöngu. Diana svarar því til að hún selji ekki slöngumar sínar. „Ég hef átt þær í mörg ár og þær era eins og bömin mín.“ Síðan snýr hún sér að blaðamanni og segir hlæjandi: „Ég gæti gert góð viðskipti hér, en ég myndi aldrei selja dýrin mín.“ GS. (Bauknecht ÞÝSK GÆÐATÆKI Á GÓÐU VERÐI mmm &SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VIÐ MIKLAGARÐ & KAUPFÉLÖGIN

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.