Tíminn - 18.08.1990, Side 6

Tíminn - 18.08.1990, Side 6
14 r HELGIN Laugardagur 18. ágúst 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Meiríhluti sumaríeyfisgesta, sem koma á hverju sumrí til Prestatyn í Norður-Wales, er frá borgunum Liverpool og Manchester og nágrenni þeirra. Eftir 40 mínútna akstur er þetta fólk komið frá heimil- um sínum í þéttbýlinu og á einn fallegasta stað á Bret- landseyjum. Prestatyn er í jaðrí Snowdonia-þjóð- garðsins þar sem straumharðar ár renna úr fjöllunum í gegnum skóglendi og sandQörumar em breiðar og mjúkar. Baðströndin í Prestatyn er einkar vinsæl og sumar- langt krökk af fólki. Heimamenn takmarka not sín af ströndinni og fara þangað ekki nema snemma morg- uns meðan ferðamenn sofa enn á sitt græna eyra. Þannig var það klukkan sex að morgni 30. júlí 1986. Allt útlit var fyrir að dagurinn yrði sjóðheitur eins og þeir næstu á undan. Einn heima- manna rölti eftir ströndinni og hugs- aði ekki um neitt sérstakt nema kannski verkefhi dagsins. Augu hans staðnæmdust ósjálfrátt við ójöfnu framundan sem stakk illa í stúf við umhverfið. Maðurinn ákvað að gá hvað þetta væri og stefndi að því. Þegar hann kom að hrúgaldinu sá hann að það voru karlmannsfot, al- klæðnaður allt ffá jakkafotum til nærfata og hálsbindis. Allt var það vandlega samnanbrotið og ffágengið. Það fyrsta, sem heimamaður ímynd- aði sér, var að einhveijum hefði dott- ið í hug að notfæra sér góða veðrið og mannauða ströndina til að fá sér sundsprett. Hann skimaði út yfir spegilsléttan sjóinn en þar sást ekk- ert. Hrollur fór um manninn. Það hvarfl- aði að honum að eitthvað hefði kom- ið fyrir eiganda fatanna á sundinu og enginn verið nærstaddur til að hjálpa honum. Líklega væri hann drukknað- ur. Hann gerði lögreglunni viðvart. Lögreglumennimir tveir sem komu á staðinn voru sammála manninum. Ekki var heldur óalgengt að fólk drukknaði þama, svo dapurlegt sem það nú var. í vasa á fotunum fundust skilríki hins 38 ára Roberts Healey, ökukennara í Stockport, skammt ffá Manchester. Strandvörðum var til- kynnt að maðurinn hefði að líkindum drukknað og leitað var að líkinu eins og venja var en þegar það fannst ekki var leit hætt og Healey talinn af. Lögreglan hafði góða ástæðu til að ætla að Healey fyndist ekki lífs þar sem í vasa fatanna hafði líka verið miði, augljóslega ætlaður móður hans. Þar gaf hann í skyn þann ásetn- ing sinn að stytta sér aldur. —Ég veit ekki lengur hvað gera skal svo ég get allt eins dáið núna. Þetta var skrifað skýrri, styrkri rithönd. Heimilið mannlaust Prestatyn-lögreglan hringdi til starfsbræðra sinna í Stockport sem aftur fóm til heimilis Healeys. Þeir gátu ekki fúllyrt að hann væri látinn því líkið var ófúndið. Verkið var samt óþægilegt, ekki síst vegna miðans þar sem Healey hafði gefið í skyn að hann ætlaði ekki að lifa lengur. Laust eftir hádegi hringdu tveir lög- reglumenn dyrabjöllunni á litla hús- inu sem var heimili Roberts Healey. Enginn svaraði. Þeir hringdu aftur en allt var kyrrt. Þeir gengu umhverfis húsið og komust að þeirri niðurstöðu að enginn væri heima. Þá ákváðu þeir að ræða við nágrannana og reyna að verða einhvers vísari um Robert He- aley. Grannamir vom hjálplegir. Þeir sögðu að Healey byggi f húsinu ásamt Greebu eiginkonu sinni og Maríu, 13 ára dóttur hennar ffá fyrra hjónabandi. Fjölskyldan var hæglát og hafði lítil samskipti við nágrann- ana. Svo virtist sem enginn hefði ver- ið heima i nokkra daga þótt nágrann- amir minntust þess ekki að hafa séð neinn fara. Nú átti lögreglan ekki annars úrkosti en bijótast inn í húsið og leita þar. Allir hlutir virtust þar i röð og reglu og engin merki um neitt óvenjulegt nema litlir blettir á einum veggnum í svefnherberginu. Þeir vom rauðir og líktust blóði. Einnig fúndust fleiri bréf eins og miðinn ffá Healey. I einu þeirra sem stílað var til Greebu stóð: —Þú segir meira að segja að ég geti ekki elskað þig rétt. Lifi mínu er lok- ið. Ég vil ekki lifa lengur. Á litlu borði í anddyrinu lá annað bréf. Það virtist ffá Greebu hl manns hennar: —Bob, ég elska þig. Vertu sæll. Svo virtist sem hjónunum hefði ekki samið og Greeba þvi ákveðið að fara. Kannski átti hún sér vin og kannski var hún einfaldlega búin að fá nóg. Það eina, sem var víst, var að hún var farin. Healey hafði ekki getað tekið skilnaðinum og ffamtíð án Greebu svo hann skrifaði miða og fór til Prestatyn þar sem hann gekk í sjóinn og skildi fot sín eftir. Allt virtist þetta liggja ljóst fyrir en samt einum of ljóst. Lögreglumenn- imir fengu á tilfmninguna að einhver væri að gabba þá og beina þeim í ranga átt. Þeir gerðu skýrslu en f henni var mikill efsemdatónn. Þann- ig var það sem Clive Atkinson hjá lögreglunni í Manchester fékk málið og þá var það enn venjuleg rannsókn á sjálfsvígi. Undarleg kveðjubréf Eftir að Atkinson hafði svipast um á heimili Healeys varð hann sammála félögum sínum að ekki væri allt með felldu. Honum fannst undarlegt að öll þessi kveðjubréf skyldu liggja á Hann skildi eftir kveðjubréf og gekk í sjóinn. Lík hans fannst ekki en hins vegar tvö önnur. Hvað um hinn látna? Var hann kannski fórnar- lamb líka eða alls ekki látinn? Robert Healey skrifaði kveðjubréf og setti sjálfsvíg sitt á svið en eitthvað stangaðist þar á. glámbekk. Talaði þetta fólk aldrei saman? Fyrst Greeba skrifaði manni sínum að hún væri farin því skrifaði hann henni þá að hann ætlaði að fyr- irfara sér? Hver var tilgangurinn? Varla yrði Greeba heima til að lesa miðann? Ef á hinn bóginn Hayley hefði skrif- að Greebu fyrst að hann ætlaði að stytta sér aldur, var þá heil brú í að hún settist ósköp róleg niður og svar- aði með öðm béfi um að hún væri farin? Atkinson velti þessu fyrir sér meðan hann gekk um húsið og fylgdist með rannsóknum tæknimanna. Þeir grandskoðuðu hvert herbergi. Niðri í dagstofúnni heyrði hann umgang þeirra uppi í svefnherbergjunum. Skyndilega beindust augu Atkinsons að ákveðnum hlut og það var eins og hann fengi hugljómun. Hann starði á

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.