Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. ágúst 1990 HELGIN W 15 SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL það sem hann var sannfærður um að væri lausn gátunnar um hvarf Heal- ey-fjölskyldunnar. Lausnin var í neðri hillu borðsins sem sjónvarpið stóð á og leit út eins og venjuleg myndbandsspóla, raunar fleiri en ein og allar voru eins merkt- ar: „Veldi og fall Reginalds Perrin". Eitt atríði, sem einkum olli Atkin- son heilabrotum, var að lík Healeys hafði ekki fundist. Af fötum hans á ströndinni máttí ráða að þau höfðu ekki verið þar nema skamma stund, annars hefðu sjávarfðll náð til þeirra. Sjórinn hafði verið spegilsléttur og á þessu svæði eru engir sterkir straum- ar. Hefði líkið verið þarna hefðu leit- armenn fundið það mjög fljótlega en hvorki fannst tangur né tetur af Heal- ey. Ef myndböndin höfðu enga þýð- ingu, átti að finnast lík. Nokkrum árum áður höfðu þættirn- ir um Reginald Perrin verið afar vin- sælir í breska sjónvarpinu. Söguhetj- an var duglegur sölumaður, sem lifði 1 vellystingum praktuglega, en var samt skelfing óánægður með lífið. Hann langaði til að breyta öllu og byrja að nýju. Loks fann hann ráð til þess. Hann ákvað að setja dauða sinn á svið með því að skilja fötin sín eft- ir á auðri strönd með kveðjubréfi í vasanum. Þetta komst hann upp með og hóf nýtt líf. Þótt ótrúlegt mætti virðast voru þetta gamanþættir og einstaklega fyndnir. Hins vegar var ekkert fyndið við hvarf Roberts Hayley og fjöl- skyldu hans. Þvl meira, sem Atkin- sons gróf i málið, því minna fyndið varð það raunar. Healey var ökukennari en fyrir nokkrum dögum hafði hann selt vinnutæki sitt, bílinn, vini sínum. Vinurinn greiddi jafnvirði 40 þúsund króna í reiðufé fyrir. Að því búnu fór Healey og tók út úr bankanum spari- fé sitt, jafnvirði 7.000 króna. í fötun- um á ströndinni fundust aðeins fáein- ir smáir seðlar og mynt, innan við 300 krónur. Hvar voru mæógurnar? Það þurfti glöggan mann eins og Atkinson til að sjá samhengi milli myndbandanna og bókar einnar i skáp Healeys.„Dagur sjakalans" ger- ist í Frakklandi og snýst um hryðju- verkasamtök og tilraun þeirra til að ráða De Gaulle forseta af dögum. Samtökin leigja morðingja til verks- ins og i bókinni segir nákvæmlega hvernig honum tókst að verða sér úti um fæðingarvottorð annars manns og síðan vegabréf. Atkinson var orðinn viss um að Ro- bert Healey hafði sett dauða sinn á svið i þeim tilgangi að byrja nýtt Hf undir nýju nafhi og hafði beitt þeim aðferðum sem lýst var í bókinni og á myndböndunum til þess. Það var staðfest nokkrum dögum seinna þeg- ar í ljós kom að Robert Healey hafði fengið útgefið vegabréf á nafn mágs sins. Þegar þar var komið hafði Atkinson fengið annað áhyggjuefhi. Skýrslur tæknimanna, sem rannsökuðu húsið, bentu til að ástæða væri til að óttast um öryggi Greebu Healey og dóttur hennar. Hvorug þeirra hafði sést síð- an Robert hvarf og Atkinson fékk sterklega á tilfinninguna við lestur skýrslunnar að þær sæjust ekki fram- ar... á lífi. í henni kom fram að blettirnir á veggjum svefhherbergisins voru mannsblóð. í herberginu hafði verið mun meira blóð þótt reynt hefði ver- ið að þvo það burt. Blóð þvæst ekki svo auðveldlega burt, nema af sjón- arsviðinu. Einnig fannst blóð i öðru herbergi sem af veggskreytingum að dæma gat aðeins hafa verið herbergi Maríu. Rúmfötin þar voru tárhrein og óbæld. Greinilega hafði verið skipt á rúminu siðan sofið var í því síðast. Þegar þau voru fjarlægð og dýnan rannsökuð, fundust í henni leifar nýlegs sæðis. Ljóst var að samfarir höfðu átt sér stað í rúmi hinnar 13 ára Maríu. Ef til vill var hún annar aðilinn, ef til vill ekki. Að svo stöddu var engin leið að segja um það. Samt virtist það rök- réttast og cinnig að Robert Healey værí hinn aðilinn. Asamt blóðinu benti þetta til að hann værí annað og meira en draumóramaður sem vildi hcíja nýtt líf. Hann var þá lika rugl- aður og hættulegur. Nú varð það fyrsta mál á dagskrá að finna Maríu og móður hennar. Greeba átti bláan Vauxhall Chevette- bíl sem virtist líka horfinn. Það þurfti að finna hann sem fyrst. Atkinson ákvað að leita til íjölmiðla og boðaði til fréttamannafundar 5. ágúst. Á köldum septembermorgni ákvað 77 ára gamall þorpsbúi að fá sér gönguferð í hæðunum ofan við þorp- ið. Hann var ekki nema rétt kominn inn milli trjánna þegar hann sá eitt- hvað standa þar upp úr jörðinni. Þeg- ar hann athugaði þetta nánar sá hann að það var mannshönd sem teygðist beint upp i loftið. Það tók gamla manninn nokkrar minútur að jaíha sig svo hann gæti gengið til baka og gert lögreglu viðvart. Innan skamms fiykktist lögregla að og afgirti höndina. Hópur manna hófst handa með skóflum og eftir yfirmenn sina og bauð síðan Healey sæti. Varðstjórinn kom að vörmu spori með tvo rannsóknarlögreglumenn. Healey stóð upp. —Ég ætlaði ekki að gera það, sagði hann óðamála. —Það var slys. Ég skrifaði það allt niður. Það er hérna i möppunni. Hann rétti fram möppuna. Mennirnir virtu hann fyrir sér. Þeim fannst hann likjust leikara sem kunni hlutverkið en gat ekkert leikið. Þessir lögreglumenn höfðu lítinn áhuga á möppunni og eigandanum. Þeirra verk var fyrst og fremst að 1 / /. K,, ÍÁ4 m-^^ ¦ SH ,^<-¦¦:'"¦ ¦ ¦ Æ: Marfa sætti kynferðislegri ásókn sfjúpa síns. Var þaö lykill leyndardómsins? Fyrir kaldhæðni öriaganna kom hönd Greebu He- aley upp úr moidinni í fy rstu frostum. Hönd upp úr jöröinni Fréttamenn gripu þegar á lofti sam- líkinguna og kölluðu málið „Reggie Perrin-leyndardóminn" upp frá því. Lýsing á bílnum var birt í blöðum og sjónvarpi og þremur dögum seinna fannst hann, yfirgefinn i almennings- garði í Birmingham, 170 km frá heimili fjölskyldunnar. Ekki þurfti rannsókn til að leita að blóði í bílnum, því aftursætið var ein blóðstorka. Blóð hafði lekið nánast i gegnum sætið og engin tilraun verið gerð til að hreinsa það, enda von- laust. Sérfræðingar fundu fljótt að um var að ræða sams konar blóð og fannst i húsinu. Nú þóttist Atkinson viss um að hann væri að rannsaka tvöfalt morð. Engar tvær menneskjur gátu lifað af að missa allt það blóð sem i bílnum var. Nú breyttist leitin af Greebu og Maríu í leit að tveimur lík- um. Hins vegar reyndist allt annað en auðvelt að flnna þau. Þau gátu veríð hvar sem vasri milli Stockport og Birmingham. Ef til vill voru þau jafn- vel í óbyggðum Norður-Wales. Um það gat enginn sagt. Vísbendingar voru engar. Lögreglan leitaði á lík- legustu svæðunum með aðstoð her- liðs og hundruða sjálfboðaliða. Dagarnir liðu án þess að nokkur merki fyndust um Greebu og Mariu Healey. Atkinson varð óþolinmóður og til að bæta gráu ofan á svart fannst ekki heldur tangur eða tetur af Robert Healey. Það kom fram i september og frysti ura nætur. Það var ekki mikið en nóg til að minna íbúa þorpanna í Norður- Wales á að sumarið væri að kveðja og bráðum settist vetur að. Lauf voru tekin að gulna og þorpið Caerwys undir hliðinni var eins og á póstkorti. Það var aðeins um 12 km sunnan við Prestatyn en samt var eins og timinn hefði staðið þar í stað lengi. Þetta var staður sem hafði ekki breyst i manna minnum. Þar gerðist aldrei neitt en það átti eftir að breytast innan skamms. tvær klukkustundir voru komnar upp á yfirborðið leifar tveggja kvenlíka. Leitinni að Greebu og Maríu Healey var lokið. Líkin voru flutt til krufn- ingar í Manchester. Óvænt uppákoma Um morguninn var ljóst að Greeba hafði látist af miklum höfuðhöggum svo höfuðkúpan var mölbrotin. Mar- ía hafði verið kæfð. Einhver hafði kropið á bringu hennar og haldið ein- hverju svo fast að andlitinu að stórsá á því og hálsinum. Báðar höfðu haft samfarir skömmu fyrir dauða sinn og það við sama manninn. Hvort hann hafði nauðgað þeim eða ekki var ómögulegt að segja. Nú kölluðu blöðin málið „Leitina að Reggie Perrin—morðingjanum" og ýmsar getgátur voru uppi um dvalar- stað Roberts Healey. Sum blöð töldu að hann væri flúinn til Spánar, önnur töldu víst að hann væri í Frakklandi. Öll kváðust hafa vitni sem hefði hitt Healey erlendis. öllum skjátlaðist þeim þó. f subbulegu leiguherbergi í Kensal Rise i London sat Robert Healey og las i blöðunum um líkin. Hann strauk skeggið sem hann hafði safnað und- anfarið og varð djúpt hugsi. Nokkr- um mínútum síðar stóð hann upp, greip stóra, rauða lausblaðamöppu og gekk til dyra. Hann ætlaði ekki langt. Eftir nokkra göngu staðnæmdist hann úti fyrir húsi úr rauðum múr- steini og leit á skiltið fyrir ofan dyrn- ar. Þetta var lögreglustöðin. Varðstjórinn hafði lítið að gera á svo rólegum degi en hann vissi að þannig yrði það ekki alltaf. —Get ég liðsinnt þér? spurði hann þegar Healey kom að borðinu. —Já, svaraði Healey lágt. —Ég heiti Robert Healey og held að þið séuð að leita að mér. Hvað sem varðstjórinn hugsaði þá stundina þá leyndi hann því einkar vel. Engin svipbrigði sáust þegar hann gaf varðmanni merki um að líta eftir öllu meðan hann færi að finna koma hvoru tveggja í hendur Atkin- sons í Stockport. Það var gert snemma morguninn eftir og þá hitt- ust loks Healey og maðurinn sem hafði leitað hans svo lengi. Atkinson fletti möppunni sem Heal- ey sagði að væri dagbók yfir hugsan- ir hans og tilfinningar, ásamt lýsingu á þvi sem gerst hafði og leitt til dauða konu hans og stjúpdóttur. Rauöa dagbókin Atkinson trúði ekki orði af þvi. Hann taldi Healey hafa skrifað bók- ina á þeim tíma sem liðinn var frá morðunum. Allt efhi hennar miðaðist við að sýna Healey sjálfan sem besta mann og fórnarlamb slæms hjóna- bands. Hann hafði gert sitt besta til að laga það en Greeba hafði ekki áhuga. Hún notaði hvert tækifærí til að gera grín að honum frammi fyrir fólki og heima fyrir striddi hún hon- um fyrir tilburði hans i rúminu. Hún var alltaf að bera hann saman við þá menn sem hún svaf hjá. Kvöldið örlagaríka höfðu þau notið ásta og eftir á hló Greeba og sagði að hann væru aumingi. Hann missti stjórn á sér og hóf að berja hana. Greeba æpti og þá kom María hlaup- andi og vildi skakka leikinn. Healey sló frá sér og hitti Maríu i andlitið svo hún féll við og rak hnakkann i vegginn i fallinu. María lá grafkyrT á gólflnu. Healey þreifaði eftir púlsi en fann engan. Hann trúði ekki neinn gæti dáið af einu einasta höggi. Þegar Greebu varð ljóst að María var dáin tók hún að æpa að hann værí morðingi. Þá varð Healey hræddur. Hann yrði að þagga niður i henni, annars vekti hún nágrannana. En þvi meira sem hann bað, þeim mun hærra æpti hún. Hann tók að berja hana en hún þagnaði ekki. Þá missti hann alla stjórn á sér, geip eitthvað sem hann mundi ekki hvað var og tók að lumbra á henni með því. Loks heyrðist ekki meira i henni. Hcaley leit niður á hana og sá strax að hann hafði gengið of langt. Greeba var látin. Nú fyrst fékk Healey verulegar áhyggjur. Hann varð ekki hræddur heldur gersamlega yflrkominn af ein- manaleika og örvæntingu. Allt sem komst að 1 huga hans var að hylja slóð sína og stinga af. Þetta var sjálfsbjargarhvötin, eigingjörn en fyllilega eðlileg. Hann leit i kringum sig. Allt var atað blóði, jafnvel vott- aði fyrir þvi í loftinu. Næstu fimm klukkustundimar var hann að þrífa. Hann hreinsaöi gólf og veggi, skipti á rúmum og róaðist smám saman. Hann fór að hugsa skýrar og brátt mótaðist áætlun í huga hans. Hann ætlaði að grafa lík Greebu og Mariu á afskekktum stað þar sem þau fyndust líklega aldrei og setja siðan dauða sinn á svið. Með heppni kæmist hann upp með það og gæti byrjað nýtt líf á nýjum stað. Hann ákvað að losa sig við líkin i Norður-Wales. Hann þekkti vel til þar og fyndi áreiðanlega hentugan, fáfarinn stað. Hann stakk því líkun- um í aftursæti bílsins og ók af stað. Við hlið hans í framsætinu vom fötin hans ásamt skilrikjum og kveðjubréfi sem benti til að hann hefði drekkt sér. Var dóttirin ástæöan? Allt fór samkvæmt áætlun. Líkin vom grafin og fötin skilin eftir á ströndinni i Prestatyn. Síðan ók hann til Birmingham, skildi bílinn eftir og tók áætlunarbíl til London þar sem hann hafði verið æ síðan. Atkinson hlustaði á frásögn Healeys en sannfærðist ekki. Sagan var allt of götótt. Healey gat ekki skýrt samfar- imar í herbergi stjúpdóttur sinnar og heldur ekki gefið ástæðu fyrir þvi að hann seldi bílinn upp úr þurm og tæmdi bankareikning sinn rétt áður en Greeba og María vora myrtar. Þetta kom ekki heim og saman. Atk- inson ákvað að ákæra Healey form- lega fyrir morðin. Healey var margyfirheyrður og ekki lék nokkur vafi á að hann hafði myrt mæðgurnar en hann játaði sig ekki sekan um meira en manndráp. Akæravaldið vildi hafa það morð að yfirlögðu ráði og vel undirbúið. Leveson saksóknari byggði sókn sina á að Healey hefði staðið i ástar- sambandi við stjúpdóttur sína. Þegar stúlkan hótaði að segja móður sinni það ákvað Healey að losa sig við þær báðar. Morðkvöldið hafði hann sam- farir við Mariu og kæfði hana svo, fór síðan til Greebu og barði hana til dauðs eftir samfarir. Leveson gat kallað til vitni, fjöl- skylduvin sem verið hafði á megin- landinu i leyfi með Healey-fjölskyld- unni mánuði fyrir morðin. Vitnið bar að Healey hefði sýnt Mariu mikla umhyggjusemi, sífellt verið við hlið hennar og hvislað i eyra henni. Eitt sinn hefði stúlkan sagt reiðilega til svars: —Af hverju alltaf ég? Því ekki mamma? Healey hafði einnig tekið fjölmargar myndir af Maríu fá- klæddri á ströndinni. Hann elti hana meira að segja þegar hún fór i sturtu. Konan sagðist ekki hafa viljað segja frá þessu af þvi hún vildi ekki láta saka sig um afskiptasei..i. Hins vegar viðurkenndi hún fúslega að sér hefði aldrei geðjast að Healey og það væri gagnkvæmt. Mánudagsmorguninn 30. mars 1987 ávarpaði dómarinn kviðdóm: —Sannanir em fyrir samfömm í her- bergi telpunnar og ákæmvaldið telur að það sé lykillinn að þessu máli. Hins vegar hafið þið heyrt ákærða neita öllu slíku. Þið hafið heyrt lesið úr dagbók hans og framburð hans sjálfs. Vora morðin fyrirfram ákveð- in? Höfðu sjónvarpsþættirnir um Reginald Perrin áhrif á gerðir ákærða? Þetta em atriði sem aðeins þið i kviðdómi getið skorið úr um. Það tók kviðdóm aðeins þrjár klukkustundir að komast að sam- hljóða niðurstöðu um að Robert He- aley hefði myrt bæði Greebu og Maf- iu. Hann laut höfði og grét þegar les- inn var yfir honum dómur um Hfstið- arfangeísi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.