Tíminn - 21.08.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.08.1990, Blaðsíða 2
2Tíminn, briðjudagur 2«1. ágúst 1990 Starfsmenn í álverinu í Straumsvík kvarta undan slæmu lofti í kerskálum. Vinnueftirlitið segir: Mengunin að meðaltali ekki yfir hættumörkum Starfsmenn í kerskálum íslenska álfélagsins í Straumsvík hafa í sumar kvartað undan slæmu og þungu lofti í kerskálunum og kröfðust þess fýrr í sumar að Vinnueftirlit Ríkisins gerði mælingar á mengun í skálunum því margir töldu að mengunin værí yfir hættumörkum. Vinnueftirlitið komst hins vegar að því að mengunin værí að meðaltali ekki yf- ir hættumörkum inni í skálunum. Gylfi Ingvarsson, trúnaðarmaður hjá ÍSAL, sagði að ástæðan fyrir þessu þunga lofti væri vegna gall- aðra skauta og því hefði þurft að hafa kerin opin að meira eða minna leyti í allt sumar. Það hefði svo auk- ið á mengunarhættu inni í skálunum og þvi heföu starfsmenn kallað á vinnueftirlitið til að mæla mengun- ina og skera úr um það hvort hún væri yfir eða undir hættumörkum. Guðmundur Eiriksson, umdæmis- stjóri hjá Vinnueftirlitinu, sagði að niðurstaða mælingarinnar væri sú að mengun í kerskálunum væri að með- altali undir mörkunum þó svo að á einum og einum stað færi hún yfir hættumörkin. Hitt er annað mál að ástandið hefur verið slæmt fyrri hluta þessa árs vegna þessara göll- uðu skauta en þeir hjá ÍSAL segja að það standi allt til bóta. Einnig er ver- ið að vinna að því að setja upp vél- rænar lokur á kerin og stefht er að því að búið verði að klára að loka kerunum i skála eitt um áramótin með þessu nýja kerfi. Miklar vonir eru bundnar við að þá muni ástandið batna til muna í skálunum. Niður- stöður þessara mælinga verða kynntar starfsmönnum og trúnaðar- mönnum hjá ÍSAL á fundi sem hald- inn verður nk. miðvikudag. —SE Er þjóðin að vinna á verðbólgudraugnum? Verðbólga 2,9% í júlí/ágúst Lánskjaravisitalan hækkaði aðeins mn 0,24% á milli júlí og ágúst. Um- reiknað til heils árs svarar það til 2,9% verðbólgu á heilu ári. Frá upp- hafi lánskjaravísitölunnar árið 1979 hefur hún aðeins tvisvar sinnum hækkað minna en núna. Það var þeg- ar þjóðin reyndi hið fyrra sinni að kveða niður verðbólgudrauginn á ár- inu 1988. Þeirri glímu tapaði þjóðin sem kunnugt er — spumingin er hver hefur betur að þessu sinni? Þær vísitölur sem mynda grunn lánskjaravísitölunnar hækkuðu allar mn 0,2 eða 0,3% milli júlí og ágúst. Lánskjaravísitalan 2932 gildir fyrir ágústmánuð, en í júlí gilti vfsitalan Veiðar á rækju, ufsa og ýsu hafa aukist milli ára, en dregið hefur úr þorsk- og grálúðuveiðum: Albert í Strassborg Albert Guðmundsson, sendiherra Islands í París, hefur verið skipaður fastafulltrúi íslands hjá Evrópuráð- inu í Strassborg ffá og með 1. ágúst 1990. Embætti fastafiilltrúa er við- bót við önnur störf Alberts í Frakk- landi. Utn það befur verið rætt innan borgarráðs að endurbyggja skól- ann í Viöey í sinni uþprunategu mynd, eða því sem næst Skóiinn, sem er frá 1928, er mjög ílla farinn. Viðey, segir að bugmyndin sé að nýta húsnæðiö lyrir sumarsýniugar og flelra. „Síðan á ég þann drautn um að þarna verði skólasel fyrir Reykjavfk. Það komu upp svipaðar hugmyndir í verðlaunasamkeppn- inni um skipulag Viöeyjar.K í gamla skólahúsinu í Viðey eru tvær kennslustofúr, önnur það stór að hún var nýtt á sínum tíma sem leikfimisalur. Hugmynd sr. Þóris er sú að byggja í nágrenni við gamla skólahúsið og koma þar upp gjsö- og kvöldvökuaöstöðu fyrir nemend- ur úr Reykjavik. Þeim yrði síðan boðið að gista i Viðcy í tvo daga og nema veru- teíka? „Það er útilokað að segja, þetta er fyrst og fremst framtíðar- draumur. En það sem talaö er um uúna, eraðgera ráð fyrirþvíáqár- hagsáætlun næsta árs, að hjarga skólahúsinu.“ Sr. Þórir sagði að mildð af ferða- mönnum legði leið sína tíl Viðeyjar. „Sem dæmi má nefna síðustu heJgi, en hún var mjög gðð, þá komu yfir 1150 manns. Síðastliðið ár komu yf- ir 30 þúsund manns. Það eru mest íslendingar og gífurlega mikið af fjölskyldufólki.“ -hs. Þorskafli í júlí var 36.033 tonn. Þetta er þriöji mesti þorskafli sem fengist hefur í júlímánuöi síðan 1980, en hann var mestur í júlí 1985 rúmlega 43 þúsund tonn. Minna veiddist hins vegar af þorski fýrstu sjö mánuði ársins sé miðað við sömu mánuði f fyrra. Rækjuafli var rúmlega 6 þúsund tonn I síðasta mánuði, en það er mesti rækjuafli sem borist hefiir á land í þeim mánuði ef júlí 1987 er undan- skilinn, en þá var hann 6.900 tonn. Rækjuafli frá áramótum er orðinn 17.475 tonn, en var sömu mánuði í fyrra 11.894 tonn. Þetta kemur ffam í bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands um afla í júlí. Heildarafli í júlí var 67.847 tonn, en var á sama tíma í fyrra 58.528 tonn. Afli frá áramótum er þá orðinn 1.057.233 tonn, en var á sama tíma- bili í fyrra orðinn 1.059.328 tonn. Þrátt fyrir að þorskveiði hafi gengið vel i síðasta mánuði er þorskafii ffá áramótum tæplega 13 þúsund tonn- um minni en hann var fyrstu sjö mán- uði síðasta árs, en þá var hann 234.238 tonn. Togarar hafa fiskað heldur minna það sem af er ársins, en sömu mánuði í fyrra, tæp 227 þúsund tonn í ár en 238 þúsund tonn í fyrra. Afli báta er mjög svipaður í ár og í fyrra eða um 792 þúsund tonn. Afli smábáta hefur hins vegar aukist verulega milli ára, var um 28 þúsund tonn fyrstu sjö mánuðina í fyrra en er nú orðinn tæp- lega 38 þúsund tonn. Ef litið er á tölur um veiðar á ein- stökum tegundum fyrstu sjö mánuði ársins kemur í ljós að grálúðuafli hef- ur dregist saman um 23 þúsund tonn, er orðinn tæplega 31 þúsund tonn það sem af er ársins. Þorskafli hefur dregist saman eins og áður segir um 13 þúsund tonn. Ufsaafli hefur hins vegar aukist um 11 þúsund, er orðinn 51.920 tonn. Ýsuafli hefnr aukist um 5 þúsund tonn milli ára, er orðinn 38 þúsund tonn. Fimm skip öfluðu yfir 1000 tonn í júlí. Guðbjörg frá ísafirði kom með 1380 tonn að landi, Júlíus Geir- mundsson frá ísafirði 1234 tonn, Örvar ffá Skagaströnd 1218 tonn, Ottó N. Þorláksson ffá Reykjavík 1203 tonn og Akureyrin frá Akureyri 1154 tonn. Næst á eftir þessum skip- um kom Margrét ffá Akureyri með 985 tonn. Að venju hefur langmestu verið landað í Vestmannaeyjum það sem af er ársins eða tæplega 126 þúsund tonn. Næst í röðinni kemur Seyðis- fjörður með 90 þúsund tonn, Siglu- Qörðin með 76 þúsund tonn, Eski- fjörður með 74 þúsund tonn og Nes- kaupstaður með 70 þúsund tonn. - -EÓ SKAUTASVELL I LAUGARDAL. Nú er unnið að gerð skautasvells í Laugardalnum og ganga fram kvæmdir samkvæmt áætlun. Reiknað er með að skautasvellið komist í gagnið seinni partinn í nóvember. Það verður opið almenningi og er aðstaða fyrir fólk mjög góð, bæði búningsklefar og fleira. Þjóðarflokkurinn fram í öllum kjördæmum Forsvarsmenn Þjóðarflokksins hafa ákveðið að bjóða fram í öll- um kjördæmum landsins í næstu alþingiskosningum. Undirbún- ingur framboðsins hefst af fullum krafti í haust Jafnframt er vísað á bug öllum fréttum um viðræður við aðra flokka um sameiginlegt framboð eða sameiningu og segja talsmenn flokksins að engar slíkar viðræður hafi farið fram og Þjóðarflokkurinn verði ekki í neinu slíku samstarfi í komandi kosningum. Öllum sem aðhyllast stefnu flokksins sé að sjálfsögðu frjálst að starfa með flokknum, en samstarfsgrundvöllur við aðra flokka sé ekki fyrir hendi. Akvörðun um framboðið var tekin á eystra. Kosningaskrifstofa verður kjördæmisfundi Þjóðarflokksins í opnuð á Akureyri í næsta mánuði og Norðurlandskjördæmi eystra, sem þar verða eins konar höfuðstöðvar. haldinn var á Húsavik nýverið, en Fljótlega upp úr því munu önnur fundinn sat einnig stjóm flokksins. Að sögn Péturs Valdimarssonar, for- manns flokksins, eru framboðsmálin lengst komin i Norðurlandskjördæmi kjördæmi fara af stað, skrifstofur verða opnaðar og gengið verður frá framboðslistum eins fljótt og unnt er. Að því búnu hefst kynning á stefnu Þjóðarflokksins í innanríkis- og utan- ríkismálum og þjóðmálunum al- mennt. Þjóðarflokkurinn bauð fram í 5 kjör- dæmum af 8 í síðustu alþingiskosn- ingum. Flokkurinn fékk talsvert fylgi, en náði þó ekki inn manni. Litlu munaði þó t.d. á Vestfjörðum þar sem einungis örfá atkvæði vantaði á að Þjóðarflokkurinn fengi mann kjörinn. Pétur sagði að ef flokkurinn hefði boðið fram í öllum kjördæmum hefði hann fengið uppbótarþingsæti, jafn- vel tvö. „En þrátt fyrir að við kæmum ekki manni á þing, hefur Þjóðarflokkurinn haft mikil áhrif. Aðrir flokkar tóku inn í umræðuna, og inn á sínar stefhu- skrár mikið af okkar baráttumálum, og lögðu t.d. mun meiri áherslu á byggðamálin sem em grunnurinn að stefhuskrá Þjóðarflokksins. Hins veg- ar hefur orðið mun minna um efndir. Þeir hafa ömgglega óttast okkur eitt- hvað, og það er vissulega til bóta að geta haft áhrif á stefnuskrár annara flokka. Hins vegar ætlum við okkur stærri hlut í komandi kosningum. Við munum eignast fulltrúa á Alþingi, og þá munu áhrif okkar koma enn betur í ljós,“ sagði Pétur Valdimarsson að lokum. hiá-akureyri. Þorsk- og rækju- veiði í júlí með besta móti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.