Tíminn - 21.08.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.08.1990, Blaðsíða 3
Þ>riðjudagur £f1. ágúst ‘1990 Tímlnh 3 Sex ríki heims verja um og yfir 20% þjóðarframleiöslu í hernaðarútgjöld: 40 sinnum meira í hernað en heilbrigði hjá írökum Hemaðarútgjöld námu um og yfir 20% þjóðarframleiðslunnar í sex ríkjum heims árið 1986. Óll eru þessi ríki á sama svæði, fimm arabaríki og fsrael. frak átti þetta ár „glæsilegf' heimsmet í hemaðarútgjöldum. Um þríðjungur (32%) þjóðarframleiðslu ír- aka fór til hemaðarútgjalda. írakar vörðu td. meira en sjö sinnum hærrí upphæð í hemaðarreksturínn en samanlagt til heilbrígðis- þjónustu og menntamála sem aðeins fengu 4,5% þjóðarfram- leiðslunnar í sinn hlut Enda voru íranskir hermenn td. 4-5 sinn- um fleirí heldur en kennarar í landinu. Við guösþjónustu i Bessastaðakirkju afhenti Mariorie Ámason, fýrrv. bæjarstjórafrú í Gimli, sr. Braga Fríðríkssyni og hr. Ólafi Skúlasyni fyrsta eintak Framfara á ensku. Davíð Oddsson borgarstjóri hlaut sömu gjöf í kaffiboðinu í Viðey. Tímamynd: GE Hópur Vestur-íslendinga staddur hér á landi: Ferðast um landið og hitta ættingja Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu frá Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna, „Human De- velopment Report 1990“, þar sem margvíslegar upplýsingar og saman- burðartölur er að finna um riki heimsins. Nýjustu upplýsingamar ná til ársins 1986 og 1987 í sumum til- fellum. Þessi mestu hemaðarriki heimsins (á mælikvarða þjóðarffamleiðslu) em auk íraks: Oman, Saudi-Arabía, Yemen, íran og Israel. Öll þessi riki veija 4-6 sinnum stærri hluta þjóðar- tekna sinna til hemaðar heldur en , Leifur Ágeirsson látinn Leifur Ásgeirsson, doktor í stærð- fræði, lést 19. ágúst siðastliðinn, 87 ára að aldri. Leifur fæddist 25. maí 1903 á Reykjum í Lundarreykjadal í Borgar- firði. Foreldrar hans vom Ásgeir Sig- urðsson bóndi og kona hans Ingunn Daníelsdóttir. Leifur varð stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1927. Hann stundaði nám i stærðffæði, eðlisfræði og eínaffæði við háskólann í Götting- en í Þýskalandi og lauk þaðan dokt- orsprófi í stærðfræði árið 1933. Leifur var skólastjóri héraðsskólans á Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu 1933-43. Hann var kennari í stærð- ffæði við verkfræðideild Háskóla Is- lands frá 1943 og prófessor 1945-73. Þá var hann forstöðumaður rann- sóknarstofu í stærðfræði við Raun- vísindastofnun Háskóla íslands 1966-73. Leifur stundaði rannsóknarstörf í stærðffæði við New York University í New York 1954-56 og við Kalifom- íuháskóla i Berkeley 1956 í boði há- skólanna. Hann var í stjóm raunvís- indadeildar Vísindasjóðs ffá 1958- 73. Leifur giftist 5. júní 1934 Hreíhu Kolbeinsdóttur. Böm þeirra em Kristín, fædd 11. maí 1935, og Ás- geir, fæddur 9. júlí 1941. Tíminn sendir aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur. iðnrikin (5,4%) að meðaltali. Til samanburðar má t.d. benda á að heildarútgjöld íslenska ríkisins em í kringum'27-28% þjóðarffamleiðslu íslendinga — þ.e. minna hlutfall heldur en hemaðarreksturinn einn kostar í Irak. í öllum þessum sex mestu hemaðar- ríkjum heims (á mælikvarða þjóðar- ffamleiðslu) fær herinn ffá 6 sinnum til 40 sinnum (í írak) stærri hluta þjóðarframleiðslunnar heldur en heilbrigðiskerfi landanna. í ísrael er munurinn t.d. nífaldur. í iðnríkjum fer að meðaltali álíka hlutfall þjóðar- ffamleiðslunnar i hemaðinn (5,4%) og heilbrigðið (4,7%). En i Svíþjóð er t.d. um þrefalt meira varið til heil- brigðismála (8%) heldur en hersins (2,9%) svo dæmi sé tekið frá Norður- löndum. Samkvæmt skýrslunni em það 8 riki til viðbótar sem veija yfir 10% þjóð- arlfamleiðslu sinnar til hemaðar- mála: Nikaragva (16%), Sýrland (14,7%), Jórdania (13,8%), Angola Mikið var um nýskráningar á bátum síðustu tvo dagana fyrir helgi hjá Siglingamálastofnun, en á laugardag- inn rann út ffestur til að skrá nýja báta svo þeir fái veiðileyfi á næsta ári. Á fimmtudag og fostudag í síð- ustu viku vora skráðir 27 nýir opnir vélbátar og 24 þilfarsbátar. Samkvæmt nýjum lögum um stjóm fiskveiða fá smábátar úthlutað i býður nú upp á vímulausa ferð til Flórída. Að sögn Óla J. Ólasonar hjá Landi og Sögu er þama um að ræöa ferð þar sem ekki er gert ráð fyrir áfengisdrykkju og að sjálfsögðu ekki neyslu annarra vímuefna Ekki er þó litið á tóbak sem bann- vöm í þessari ferð. Ferðalöngunum verður ekki bannað að neyta áfengis og ekkert eftirlit verður með því hvort fólk drekkur. „í þessari ferð fær fólk sem vill vera án áfengis stuðning frá hvom öðm. En ef einhver vill drekka er það hans mál. En það er (12%), Líbýa (12%), Sovétríkin (11,5), Mongólía (10,5%) og N-Kór- ea (10%). Afþessum 14 ríkjum sem hér hafa verið upp talin em því meiri en helmingurinn, alls 8 ríki, sem eiga landamæri hvert að öðm i „suðupott- inum“ fyrir botni Miðjarðarhafsins. írakar bera einnig höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir heimsins i vopnainn- flutningi, og er þá miðað við beinar tölur en ekki hlutfallstölur. Árið 1987 fluttu þeir inn vopn fyrir 5.600 millj- ónir dollara (upphæð sem svarar t.d. til allrar þjóðarffamleiðslu íslend- inga). Alls telur skýrslan milliríkja- viðskipti með hergögn vera um 46 milljarða dollara þetta ár. Skerfur ír- aka einna hefur þvi verið rúmlega 12% heimsviðskiptanna. Alls fluttu fyrstnefhdu rikin sex inn hergögn fyrir 12.900 milljónir doll- ara sem samkvæmt skýrslunni er vel yfir fjórðungur (28%) heimsverslun- arinnar. Þar af var hlutur ísrael um 1.600 milljónir dollara. Það svarar til rúmlega 20.000 kr. vopnakaupa á hvert mannsbam í landinu (4,4 millj- ónir) miðað við núverandi dollara- gengi en er þó aðeins um fimmti hluti heildarhemaðarkostnaðar þeirra. Samanlagður vopnainnflutningur allra þeirra 14 ríkja sem hér hafa ver- ið talin var hins vegar 18.890 millj.dollara. Það er 41% heimsvið- skiptanna, samkvæmt skýrslunni sem nærtil 130ríkja. fyrsta skipti kvóta um næstu áramót og til að bátar fái einhvem kvóta varð að vera búið að skrá þá fyrir 18. ág- úst. Nýskráðu bátamir em bæði nýir sem og innfluttir. Mikið var að gera í bátasmiðjum tyrir helgina við að klára þá báta sem færa átti til skrán- ingar. Alls vom 85 opnir vélbátar skráðir á árinu og var meðalþyngdin 5,3 brút- ekki víst að hann falli eins vel inn i hópinn á eftir,“ segir Óli. Þetta er i fyrsta skipti sem Land og Saga býður upp á svona ferð og aðrar ferðaskrifstofiir hafa ekki gert það svo vitað sé til. Þó hafa slíkar ferðir verið famar og þá á vegum einstak- linga sem taka sig saman. Að sögn Óla hefur mikið verið spurt um ferð- ina og um 20 manns em komnir á skrá. Hámarkið er 35 manns. Ferðin tekur þijár vikur og verður farið 4. nóvember og komið heim 26. nóvem- ber. Aðeins er um að ræða þessa einu ferð. GS. Um 200 manna hópur Vestur- ís- lendinga er nú staddur hér á landi. Vestur-íslendingamir hafa dvalist hér á landi i rúmlega tvær vikur og munu halda af landi brott á laugardag. Flestir hafa þeir notað tímann til þess að heimsækja ættingja sína og ferðast um landið. Flestir hafa haldið á slóð- ir forfeðra sinna og sumir hafa heim- sótt æskustöðvar sínar. Að sögn Jóns Ásgeirssonar, formanns Þjóðrækni- félags íslendinga, er þjóðemistilfinn- ingin rik í Vestur- íslendingunum og mjög margir þeirra tala íslensku vel. Þjóðræknifélagið bauð Vestur- ís- lendingunum upp á dagskrá í tileftii heimsóknarinnar á sunnudag. Þá var tórúmlestir. 47 þilfarsbátar undir 10 brúttórúmlestum vom skráðir og var meðalþyngdin 7,8 brúttórúmlestir, og einn þilfarsbátur sem var 13 brút- tórúmlestir. í sumar hafa eigendur ferðaþjónust- unnar á Bakkaflöt í Skagafirði sleppt hafbeitarlaxi í Svartá og selt veiði- leyfi. Þetta var prófað í litlum mæli síðasta sumar, en nú vom settar tvær jámgrindur þvert yfir ána, sem af- marka um eins km kafla i henni. Þar heftir verið sleppt um 200 hafbeitar- löxum í sumar og um 50 laxar hafa veiðst. Veiðileyfm era seld á 1000 krónur, nokkrir klukkutímar, og kvótinn er einn lax á klukkutíma. Borga verður kr. 800 fýrir hvem um- ffamlax. Að sögn Klöiu Einarsdóttur hjá ferðaþjónustunni á Bakkaflöt hefúr verið nokkuð vinsælt, sérstaklega meðal ferðamanna, að renna fyrir lax á þessum tilbúna veiðistað. Leyfðar era fjórar stangir i einu og kemur oft farið í skoðunarferð um Alþingishús- ið, þar sem þeim var m.a. sögð saga lands og þjóðar. Að því búnu var haldið í Bessastaðakirkju þar sem sr. Bragi Friðriksson sá um guðsþjón- ustu og biskup islands, hr. Ólafur Skúlason, prédikaði. Eflir það var farið út í Viðey þar sem hópurinn þáði kaffiveitingar í boði borgarstjór- ans i Reykjavík. Davið Oddsson borgarstjóri tók á móti hópnum ásamt konu sinni, Ástríði Thorodd- sen. Að sögn Jóns hefiir hópur Vestur- íslendinga heimsótt landið árlega t rúman áratug. GS. Þvotti stoliö Helgin var tiltölulega rólega á ísafirði. Tvö minniháttar innbrot vora ffarnin og rúður vora brotn- ar í þremur húsum. Þá var gólf- dreglum stolið af snúra ásamt einhveijum þvotti. Eitthvað var um ölvun og óspektir og var einn færður í fangageymslur vegna ölvunar aðfaranótt laugardagsins. —SE fyrir að þær séu uppseldar. Umsjónarmenn þessarar starfsemi, bræðumir Sigurður Friðriksson og Friðrik R. Friðriksson, kaupa haf- beitarlaxinn á 300 kr. kílóið frá haf- beitarstöð á Ólafsffrði. Líða fer að lokum þessarar veiði i sumar, þar sem tíma tekur að ná upp grindunum og hreinsa þær. Áður en það er gert verður að veiða alla laxana og verður til þess beitt öllum tiltækum veiði- færum. Svartá í Skagafirði hefur aldrei ver- ið þekkt fyrir mikla laxveiði. Lax gengur ekki langt upp í ána, þar sem foss hindrar för hans. Það gerir því lítið til þótt settar séu jámgrindur i ána og þessa tilbúna laxveiði er kær- korhin tilbreyting að mati flestra. GS. ■ HEI Mikið að gera hjá Siglingamálastofnun: 27 nýir bátar skráðir á fimmtu- og föstudag EDRÚÁ FLORIDA Ferðaskrifsstofan Land og Saga —SE VEIÐIHORNIÐ Svartá í Skagafirði: 50 hafbeitar- laxar á þurrt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.