Tíminn - 21.08.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.08.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 21, ágúst 1990 ÚTLÖND Svíum verður e.t.v. hleypt burtu í dag en ekki er víst að íslendingar fái að fara: Sovétríkin: „Irakar vilja sundra vestrænni samheldni“ Einokun ríkis orsök efnahags- Gorbatsjov telur einokun ríkisins á eignum vera meginorsök núverandi eíhahagskreppu í Sovétríkjunum. Hann telur mikilvægt að binda enda á þessa einokun og koma á nýskipan efnahagstengsla bæði innlendra og erlendra. En markaðshagkerfi er meðal þess sem rætt verður á flokks- þingi kommúnista sem þegar hefúr verið hafinn undirbúningur að. í ræðu, sem Gorbatsjov hélt við her- æftngar í Odessa, kvað hann Sovét- ríkin standa á vegamótum, þar sem þau væru að koma á markaðshagkerfi og undirrita nýjan sambandssamn- ing. Gorbatsjov sagði breytingar í Austur-Evrópu ekki á neinn hátt hafa skaðað stöðu Sovétríkjanna. „Við lít- um með bjartsýni til sameiningar Þýskalands. Aðalatriðið er að varð- veita það traust sem skapast hefur með ríkjunum.“ Varðandi ástandið fyrir botni Persaflóa sagði hann að Sovétríkin treystu því að Arabaríkin sýndu heilbrigða skynsemi og að Sameinuðu Þjóðimar notuðu vald sitt til að leysa deilumar. Hlutafjárút- boð SAS? I október næstkomandi munu sam- gönguráðherrar Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur halda fúnd um framtíðar- skipulag eignarhlutdeildar í SAS. Sænska stjómin hefúr hug á að draga úr sinni eign sem nemur 21,4 pró- sentum, en samkvæmt samningi þurfa ríkisstjómir allra landanna að draga hlutfallslega jafn mikið úr sinni eignaraðild. Að sögn Gunnel Farm, blaðafúlltrúa sænsku ríkisstjómarinnar, er hugsan- legt að skipt verði á hlutabréfúm 7,5 prósenta hlutabréfa Swissair-Schwe- izerische Luftverkehr AG fyrir hlið- stæðan skerf af hlutabréfúm SAS. En almennt hlutafjárútboð mun vera töluvert erfiðara að fást við, þar sem til þess þarf samþykki þingsins. Norðmenn vilja ekki útiloka þann möguleika að efút verði til almennrar sölu hlutabréfa og talsmaður dönsku stjómarinnar sagðist fylgjandi hug- myndinni. írakar flytja útlendinga til hernaðarlega mikilvægra svæða: Hlífa hugsanlegum skotmörkum írakar hafa þegar flutt 35 Banda- ríkjamenn til hemaðariega mikil- vægra svæða, í því skyni að hræða bandaríska herínn frá árás á viðkom- andi svæði. Alþjóðadeild Rauða krossins sendi fulltrúa sinn til Bagdad í gær til viðræðna vegna þeirra þús- unda útlendinga sem synjað hefúr verið um leyfi til brottfarar af sQórn- völdum Irak. Að sögn breska utanríkisráðuneytisins hafa 82 Bretar einnig verið fluttir til, en ekki er vitað hvert. Það sama er að segja um hóp 27 Frakka, þar á meðal fjögurra ára stúlku sem er ein á ferð. ,Jíf ráðist verður á írak munu tugir þúsunda manna, kvenna og bama, bæði okkar og andstæðinga, láta lifið. Vera útlendinga á hugsanlegum skotmörkum fæla and- stæðingana væntanlega frá því að gera árás,“ sagði Saddam Hussein í orðsend- ingu sem útvarpað var á sunnudaginn. Þá var erlendum sendiráðsmönnum í Kúvæt skipað að loka sendiráðum sínum, ella myndu þeir verða meðhöndlaðir sem al- mennir borgarar. Fulltrúi Rauða krossins, Angelo Gnad- inger, sem er yfirmaður þeirrar deildar er sér um málefiii Miðausturlanda, sagðist flytja utanríkisráðherra írak, Tarek Aziz, orðsendingu Comelio Sommamga, yfir- manns alþjóðadeildarinnar. Hann vildi hvorki játa því né neita hvort litið væri á útlendingana sem stríðsfanga. „Ég mun gera grein fýrir öllum áhyggjuefhum Rauða krossins vegna stöðu mála. Þar á meðal t.d skipti írana og íraka á stríðs- föngum. Við munum einnig hafa mjög náið samstarf við Rauða hálffnánann, sem er deild Rauða krossins í Jórdaníu, vegna flóðbylgju flóttamanna til lands- ins,“ sagði Gnadinger. Hann sagði einnig að alþjóðadeildin heföi þungar áhyggjur af vaxandi matvæla- og lyfjaskorti í Irak og Kúvæt. „Okkar markmið er að koma til hjálpar og vemda alla sem á því þurfa að halda. Til þess þarf viðræður en ffá þeim við- ræðum getum við ekki greint fýrr en þær eru afstaðnar," sagði Gnadinger er hann var beðinn að skýra ffá afstöðu alþjóða- deildarinnar til þeirra 13 þús. erlendra rikisborgara, vestrænna og Japana, sem staddir era í írak og Kúvæt. Tveir fúlltrúar Sameinuðu Þjóðanna era staddir í Bagdad til að vinna að brott- flutningi útlendinga. írakar hafa gefið yfirlýsingu þess efnis að bæði Argentinumönnum og fólki ffá Indónesíu yrði leyft að fara úr landi auk Svía, Finna, Svisslendinga, Austurrikis- manna og Portúgala. í gær haföi meginþorra sovéskra borg- ara verið veitt leyfi til brottfarar. Nú þeg- ar era 226 sérffæðingar komnir til Moskvu með fjölskyldum sínum. 123 til viðbótar vora væntanlegir til Moskvu í gær og 363 manns til Jórdaníu. Þá era samtals effir 166 sovéskir ríkis- borgarar í Kúvæt. sem væntanlega munu fá brottfararleyfi fljótlega. „Vanviröa söguna“ Ritararáð Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna hefúr hvatt almenning til að stöðva eyðileggingu minnisvarða í ýmsum landshlutum. Kallaður var saman sérlegtir fúndur um málið, þar sem borist hefúr mikið af bréfúm og skeytum til miðstjómarinnar, þar sem því er mótmæít að teknir hafa verið niður minnisvarðar reistir til minningar um Vladimir Lenin í Lett- landi, Litháen, Georgíu, Moldavíu og Úkraínu. Einnig er i sumum bréf- anna lýst yfir áhyggjum vegna van- virðingar í garð sögulegra minnis- varða, sem reistir hafa verið til heið- urs kommúnistum og byltingunni, í nokkrum löndum Austur-Evrópu. A fundinum kom ffam að ráðamenn á sumum stöðum láta árásir á slíka minnisvarða sig engu skipta og hvetja jafnvel til slíkra verka. I Kaunas, Temopol og Tsjervonograd hvöttu borgarstjómarmenn t.a.m. til þess að minnisvarðar um Lenin væra teknir niður. Var það álit fúndar- manna að þar væri ekki aðeins verið að vanvirða stofnanda hins sovéska ríkis, heldur einnig söguna sjálfa. Ritararáðið telur nauðsynlegt að setja lög hvað varðar varðveislu slíkra minnisvarða. Þá era ráðuneyti á sviði utanríkismála og menningar hvött til þess að eiga viðræður við viðkom- andi aðila í löndum Austur-Evrópu til þess að tryggja að minnisvarðar, minningarplötur og söfn, sem tengj- ast sögu Sovétríkjanna í þessum löndum, njóti viðeigandi vemdar. Ráðamenn Sovétríkjanna hafa af því töluverðar áhyggjur að minnisvarðar um Lenín hafa víða fengið að flúka. Telja þeir þetta bæði vanvirðingu við stofhanda hins sovéska ríkis sem og söguna sjálfa. „Ég tel eðlilegt að draga þá álykt- un að með loforðum um að hleypa þegnum nokkurra þjóða úr landi en öðrum ekki séu írakar að reyna að sundra samheldni vest- rænna þjóða" sagði Finnbogi Rút- ur Amarson sendiráðsrítarí utan- ríkisráðuneytisins ( samtali við Tímann. frakar hafa gefið ioforð þess efnis að öllum Svíum, Finn- um, Austumkismönnum, Sviss- lendingum og Portúgölum verði hleypt úr landi á næstunni án nokkurra skilyrða. Að sögn Finnboga hefúr ekki verið nefnd ákveðin dagsetning en jafnvel er talið að af brottflutningum geti orðið í dag. Þó sænska utanríkisráðu- neytið hafi tekið að sér að sjá um málefni Islendinga í Kúvæt, i gegn um sendiráð sitt þar, er ekki vitað hvort íslendingunum verður einnig hleypt úr landi. Astæðan sem gefin er fyrir vali fimm fyrmefhdra þjóða er þakklæti þar sem þetta séu allt þjóðir sem ekki standi að hemaðarbrölti fyrir botni Persaflóa og hafi ekki tekið þátt í refsiaðgerðum Sameinuðu Þjóðanna. „Þessi yfirlýsing Iraka er út af fyrir sig mjög undarleg því Portúgalir geta engan veginn talist til þessa hóps. Bæði era þeir aðilar að Efnahags- bandalagi Evrópu, sem hefúr lýst yf- ir mjög eindreginni afstöðu gegn inn- rásinni, og aðilar að NATO. Þar að auki hafa Portúgalir boðist til að leggja fram herskip til að fylgjast með því að refsiaðgerðum verði framfylgt,“ sagði Finnbogi. Sænska Utanríkisráðuneytið hefúr tekið að sér að sjá um málefni þeirra átta Islendinga sem staddir era í Kú- væt í gegn um sænska sendiráðið á staðnum. Finnbogi sagði það þó ekki rakar hafa lofað brottfararleyfi nokkurra eríendra ríkisborgara, að sögn Saddams Hussein, í þakklætisskyni til þeirra landa sem ekki hafa átt þátt að hemaðarbrölti fyrir botni Persaflóa. Nokkurs ósamræmis gætir þó, því a.m.k. eitt hinna tilgreindu ianda hefur átt töluverðan hlut að máli, bæði varöandi beinar aðgerðir, mótmæli o.fl. vera neina tryggingu fyrir að íslend- ingunum yrði hleypt úr landi lun leið og Svíum. „Yfirlýsingar íraka hafa í raun engin áhrif á stöðu íslendinga í Kúvæt. Hins vegar ef írakar nota þá þumalfingursreglu að hleypa aðeins burt þegnum hlutlausra þjóða þá er Island úti úr myndinni m.a. vegna að- ildar okkar að NATO. En þar sem Portúgölum verður leyft að fara er ekki útilokað að Islendingum verði einnig hleypt í burtu. Sænska utan- ríkisráðuneytið mun gera allt sem í þess valdi stendur til að fá íslending- ana flutta úr landi með Svíum ef af brottflutningnum verður. En Svíar vita ekkert frekar hvemig málið stendur og á meðan vitum við ekki hvemig þetta fer.“ Hingað til hafa Norðurlöndin staðið sameiginlega að mótmælum vegna kyrrsetningar Norðurlandabúa í Kú- væt eftir innrás Iraka annan þessa mánaðar. Verði Svíum og Finnum leyft að fara en ekki Islendingum verður eftir sem áður haft samstarf við Dani og Norðmenn um áffarn- haldandi mótmæli og kröfúr um leyfi fyrir brottflutningi Norðurlandabúa. „Hvorki Danir né Norðmenn hafa mér vitanlega fengið neinar tilkynn- ingar þess efnis að þegnum þeirra þjóða verði hleypt úr landi.“ Að sögn Finnboga hefúr Islenska ut- anríkisráðuneytið haft ffegnir af ís- lendingum í Kúvæt í gegn um sænska utanríkisráðuneytið og sendi- ráðið í Kúvæt. „Við höfúm ekki frétt annað en að allt sé í góðu lagi með þá íslendinga sem þama era staddir. Það gengu út boð um að Vesturlandabú- um skildi safnað saman eftir þjóð- löndum en mér skilst að þau boð hafi verið virt að vettugi.“ jkb kreppunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.