Tíminn - 21.08.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.08.1990, Blaðsíða 5
ÞriÖjudágúr 21'. ágúst’ 1000 Tíminn 5 Verða apótekin lögð niður? „Við stöndum því miður frammi fýrir því að lyfjakostnaðurinn eykst verulega í stað þess að standa í stað milli ára eins og við ætluðum okkur, og helst að minnka eitthvað. Við þetta getum við ekki unað. Við verðum að reyna að grípa inn í þetta með ein- hverjum ráðum,“ sagði Guðmundur Bjamason heilbrígðisráð- herra sem Tíminn ræddi við eftir að fjármálaráðherra upplýsti í gær að allt benti til þess að greiðslur Tryggingastofnunar vegna lyfjakaupa almennings í apótekum verði um 500-600 m.kr. meirí á þessu árí heldur en fjáríög gerðu ráð fýrír. Óspektir í Keflavík: Guðmundur sagði lækkun álagning- ar á lyf og veltuafslátt sem samið var um við apótekara eiga að spara allt að 100 m.kr. útgjöld á árinu. Hins vegar aukist útgjöld um mörg hundr- uð milljónir umffam það sem áætlað var vegna einhverra annarra ástæðna sem ekki liggi ennþá ljósar fyrir. Hefur „bestukaupalistinn", sem átti að verða til þess að auka notkun ódýrustu lyfjanna i hverjum lyfja- flokki, þá skilað litlum sem engum árangri? „Enn sem komið er álítum við að hann hafi skilað einhveijum árangri en mun minni heldur en vonast var til. Okkur grunar að viðbrögð líklega bæði lækna og lyfsala/lyfjafræðinga hafi ekki orðið þau sem vænst var; þ.e. að þeir myndu taka meira tillit til þessarar viðleitni okkar og sjónar- miða og verða við þeim tilmælum heilbrigðisyfirvalda að ávísa ódýr- ustu lyfjunum". Raunar sagði Guðmundur enn vanta upplýsingar til þess að finna í smáat- riðum ástæður fyrir þessum auknu lyfjaútgjöldum. Hann skýrist þó að einhverju leyti með því að komið hafi ný og dýr lyf auk þess sem lyfja- notkun hafi aukist eitthvað. Verða menn þá bara að sætta sig við að lækkun lyfjakostnaðar sé vonlaus barátta? „Við höfum hug á að skoða álagn- ingarmálin nánar og í það verður far- ið á næstunni. Við höfum líka verið með róttæka kerfisbreytingu á lyfja- sölu í skoðun. En það er mál sem tæki vitanlega miklu lengri tíma“. Guðmundur sagði þar m.a. um að ræða svokallað „sænskt kerfi“ sem talið er að hafi gefið góða raun þar í landi. Það kerfi mundi hér þýða al- gera grundvallarbreytingu í lyfja- dreifmgu þar sem apótekin í núver- andi mynd mundu þá verða lögð nið- ur og lyfjadreifingin færast meira i hendur opinberra aðila. Breyting í þessa átt nýtur m.a. stuðnings margra lyfjafræðinga sem hafa hug á að nota þekkingu sína til að veita fólki meiri ráðgjöf og upp- lýsingar um lyf og lyfjanotkun heldur en þeir hafa getað og gera við núgild- andi aðstæður. Áætlað er að íslendingar veiji um 4.900 milljónum króna i lyf á þessu ári (upphæð sem svarar t.d. til fjórð- ungs af öllum tekjuskatti á s.l. ári). Þar af eru útgjöld Tryggingastofhun- ar vegna sölu lyfja í apótekum um 2.600 milljónir króna. Langstærsti hluti þessara útgjalda er vegna fjög- urra lyfjaflokka: Maga- , hjarta-, gigtar-og geðdeyfðarlyfja. Ný og afar vinsæl lyf i þessum flokkum eru mörg rándýr. Svo dæmi sé tekið kostar ein pakkning af vin- sælum töflum til lækkunar á kóleste- róli um 22.000 krónur og 28 hylki af vinsælu lyfi til að minnka magasýrur um 13.000 kr. Þar af borgar sjúkling- urinn aðeins nokkur hundruð krónur. Má búast við að heildarkostnaður þjóðarinnar vegna lyfja handa mönn- um og dýrum verði um 5 milljarðar kr. á þessu ári? Þar af er hlutur ríkis- ins í kringum 2.600 milljónir af því sem selt er i apótekunum. Menn vita nánast ekkert hvað gerist í þessum lyfjabransa fyrr en löngu seinna og sést það m.a. á þvi að aðal upplýsingamar er að finna i skýrslu sem kemur hingað ffá Danmörku. -HEI Einn lamdi þrjá Þrír menn voru fluttir á sjúkrahús í Keflavík aðfaranótt laugardagsins eftir líkamsárásir. Einn maðtir stóð fyrir barsmíðunum og var hann flutt- ur í fangageymslur. Þrir aðrir voru einnig fluttir i fanga- geymslur og maður var handsamaður eftir að hafa stolið tveimur bílum. Hann tók fyrri bílinn og ók um á hon- um en skipti síðan um bíl og fékk sér stærri. Maðurinn var ölvaður og lög- reglan handsamaði hann eftir að hann hafði ekið dágóða stund. Þeir hjá lögreglunni i Keflavík sögðu að mikið hefði verið að gera um helgina og ölvunin hefði verið mikil. Fækka þurfti um tvo menn á helgarvöktunum vegna þess að yfir- vinnukvótinn var að verða búinn og segja þeir hjá lögreglunni í Keflavík að álagið á þeim mönnum sem eru að vinna sé mjög mikið og varla að þeir geti stundað sína vinnu sómasamlega - sérstaklega þegar álagið er svona mikið. —SE Erill í miðbænum Mikið annríki var hjá lögreglu 1 höf- uðborginni á föstudagskvöld og alls fengu um 30 manns að gista fanga- geymslur. Margir voru ölvaðir í mið- þænum og talsvert var um stimpingar en þó ekki slagsmál. Laugardags- kvöldið var mun rólegra og virðist sem áfengið hafi farið mun betur f öldurhúsgesti þá. Að sögn lögreglu er annríki sem þetta með því mesta sem gerist yfir sumarmánuðina. Hins vegar er slikur erill algengari í byijun september þegar skólinn hefst og skólanemar byija að eyða afrakstri sumarsins á skemmtistöðum borgarinnar. GS. Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra HLUTA AF KJARASAMNINGI VIÐ FLUGUMFERÐARSTJÓRA FRESTAÐ? Ólafur Ragnar Grímsson flár- málaráðherra segir hugsanlegt að ffesta í einhvem tíma gildis- töku reglugerðar sem styttir starfsaldur íslenskra flugumferð- arstjóra til samræmis við það sem geríst eríendis. Ráðherra segir að vegna þessarar reglugerðar hafi ekki verið hægt að komast hjá því að gera sérstakan samning við flugumferðarstjóra. „Kjarasamningurinn sem var gerður við flugumferðarstjóra var tvíþasttur. Annars vegar var almennur kjara- samningur og hann er í samræmi við þjóðarsáttina. Hins vegar var gerður sérstakur samningur sem er byggður á reglugerð sem samgönguráðuneyt- ið setti þar sem starfsaldur flugum- ferðarstjóra er styttur um 10 ár til samræmis við það sem er erlendis. Það er afmarkað mál. Fjármálaráðuneytið var þeirrar skoðunar á þeim tíma að til greina kæmi að ffesta gildistöku reglugerð- arinnar. Ef að það verður gert kemur sá þáttur samningsins ekki til ffam- kvæmda. Ég mun ræða það mál við samgönguráðherra þegar hann kemur úr ffí i kvöld," sagði Olafur Ragnar í gær þegar hann var spurður hvort hann liti svo á að kjarasamningur flugumferðarstjóra væri innan ramma þjóðarsáttarinnar. Einar Oddur Kristjánsson formaður VSI hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann telji að samningurinn við flugumferðarstjóra sé ekki innan ramma þjóðarsáttarinnar. Hann telur að leysa hefði átt vandann sem skap- aðist vegna reglugerðar samgöngu- ráðuneytisins í gegnum lífeyrissjóðs- kerfið. Ólafur Ragnar var spurður út í þetta atriði. „Auðvitað getur það vel komið til greina en það er mál sem þarf að ræða við samgönguráðuneytið og flugumferðarstjórana. Vandamálið er mjög afmarkað og skýrt og byggist á því með hvaða hætti eigi að stytta starfsaldur flugumferðarstjóra hér á landi til samræmis við það sem er er- lendis. Það ber því að halda þessu tvennu aðskildu; þ.e. kjarasamningn- LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNGIÐ? Viögeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ymsar geröir bifreiða. viöhald og viögeröir á iðnaðarvélum — járnsmföi. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin—Sími 84110 um sem er í samræmi við þjóðarsátt- Annars vil ég segja út af þessari yf- ingu af neinu tagi í fyrirtækjum með- ina og ffamkvæmdinni á þessari irlýsingu Einars Odds að það er an á þessu þjóðarsáttartímabili stend- reglugerð. spuming hvort ekki megi gera breyt- ur,“ sagði Ölafur Ragnar. -EÓ Stjóm Sambands íslenskra sveitarfélaga getur ein og sér ekki tekið ákvörðun um ráðningu nýs framkvæmdastjóra: Sigurgeir vill að Jón en ekki Ölvir greiði atkvæði f gærkvöldi kom hreppsncfnd ir hennar gangi ekki upp og þvi sc Jón Þorgilsson cr Sjálfstæöisniaö- Ásahrepps saman til að ræða um Sigurgeir Sigurðsson formaður urcnölvirhefurveriðorðaðurvið þá stöðu sem komin er upp í stjörn stjórnar að biðja Sunnlendinga að Framsóknarflokkinn. Þetta kann Sambands íslenskra sveitarfélaga hjálpa sér út úr málinu. „Það er að vera skýringin á því að sumir en stjórnin teiur að fulltrúi Suður- betra að keyra svona mál i gcgn stjórnarmcnn í Sambandi fs- landskjördæmis í stjórninni, Ölvir með samkoinulagi en ekki á ein- lenskra sveitarfélaga vilja að Jón Karlsson fyrrverandi oddviti Ása- hverjum hæpnum iagatúlkuu- sitji næsta fund stjórnar þess en þá hrepps, hafi þar ckki lcngur setu- um,“ sagði Hjörtur. verður tekin ókvörðun um hvcr rétt. Ókunnugt er um niðurstöðu Hjörtur benti á að ckki sé víst að tekur við stöðu framkvæmdastjóra fundarins, en fyrir fundinn var tal- Jónhaflrétttilaðsitjaístjórnínni, sainbandsins. Þrátt fyrir ítrekaðar ið hugsanlegt að hreppsnefndin og vísar í því sambandi til fyrri tilraunir náðist ekki í Sigurgeir samþykkti að ráöa Ölvi tímabund- tulkunar ú lögum sambandsins. í Sigurðsson vegna þessa máls. ið i starf. 4. gr. þeirra segir: „Kjörgengir til Bent hefur verið á að stjórn Sígurgeir Sigurðsson formaður landsþings eru aðal- og varamenn Sambands ísienskra sveitarfélaga Sambands íslenskra sveitarfélaga í sveitarstjórn svo og starfsmenn getur ekki ein tekið ákvörðun um hefur óskað eftir þvi við fulltrúa sveitarfélaga, enda hafi þeir starf í ráðningu nýs framkvæmdastjóra Suðuriands í fulltrúaráði sam- þógu sveitarfélagsins.“ Jón staríar sambandsins. Sambandið á hús- bandsins að sæst verði á að Jön nú hjá héraðsnefnd Rangárvalla- næði i Reykjavík og rekur skrif- Þorgilsson, fvrrverandi sveitar- sýslu og vinnur þvi fyrir mörg stofu með Lánasjóði íslenskra stjóri á Hellu og varamaður Ölvi9 sveitarfélög en ekki citt eins og tal- sveitarféiaga og Bjargráðasjóði. í Karlssonar, sitji i stjórn sam- að cr um i lögunum. Stjórn sam- samstarfssamningi sem þessir að- bandsins það sem eftir Ufir kjör- bandsins, sem hingað til hefur vilj- ilar hafa gert með sér segir að tímabilsins. að túlka lögin mjög bókstafiega, framkvæmdastjóri skuli ráðinn í Hjörtur Þórarinsson formaður gæti því lent í erfiðleikum með að samráði við sljórnir sjóðanna. stjórnar Samtaka sunnlenskra réttlæta sctu Jóns i stjórninni. Framkvæmdastjórí sambandsins sveitarfélaga segir að stjórn SAS Ölvir og Jón hættu formlega er jafnframt framkvœmdastjóri standi við fyrri samþykkt um að störfum fyrir sveitarfélög sín við þeirra beggja. Ekkert samráð var fulltrúi Sunnlendinga sitji í stjórn siðustu sveitarstjórnarkosningar. haft við stjórnir sjóðanna þegar sambandsins út kjörtfmabilið. Báðir vinna enn að svcitarstjórn- rætt var um ráðningu nýs fram- Hann telur að stjórn Sambands ís- armálum. Bókhald Ásahrepps er kvæmdastjöra fyrr f þessum lenskra sveitarfélaga sé komin í enn hjá Ölvi og Jón vinnur hjá mánuöi. ógöngur í þessu máli. Lagatúlkan- héraðsnefud eins og áður segir. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.