Tíminn - 21.08.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.08.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 21. ágúst 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur.Lyngháls9,110 Reykjavlk. Sími: 686300. Augfýsingaslml: 680001. Kvöldsfman Áskrift og dreiflng 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaöaráskrift kr. 1000,- , verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Askorun Guðmundur Jónas Kristjánsson á Flateyri ritar grein í Tímann sl. fostudag sem felur í sér athyglisverða hugvekju um stöðu íslenskra stjómmálaflokka á því umbrotaskeiði sem gengur yfír í alþjóðastjómmálum. Greinarhöfundur segir að sögu kalda stríðsins sé lok- ið með falli Berlínarmúrsins. Sú geijun sem á sér stað í heimsstjómmálum muni hafa áhrif á íslensk stjóm- mál, breytingar verði á stefnu flokka og stjómmála- samtaka með tilkomu nýrrar heimsmyndar. Ahrif þessa má þegar sjá í íslensku flokkakerfi: Alþýðu- bandalagið er í upplausn, Kvennalistinn á leið út úr pólitík og Alþýðuflokkurinn veit varla hvað hann á að heita, segir Guðmundur Jónas. Þessar staðreyndir telur greinarhöfundur að félags- hyggjumenn eigi að gaumgæfa og kemst að þeirri niðurstöðu að tímabært sé að efla Framsóknarflokk- inn til mótvægis styrk Sjálfstæðisflokksins. Flokkur eins og Framsóknarfloldairinn er valkostur félags- hyggjufólksins í því efni, hann getur orðið það stóra afl sem marga þjóðlega sinnaða félagshyggjumenn dreymir um og þeir tala um. Guðmundur Jónas Kristjánsson segir svo í grein sinni: „Helstu ágreiningsmálin sem tekist verður á um í næstu ffamtíð verða ... afstaðan til Evrópubandalags- ins og þeirra miklu breytinga sem nú eiga sér stað í Evrópu. Þá munu umhverfismál setja æ meiri svip á stjómmál hér heima eins og erlendis, svo og afstaðan til hinna ýmsu velferðarmála. Um þessa stóru mála- flokka mun pólitík á Islandi að verulegu leyti snúast næstu ár, jafnvel stóra karpið um NATO og herinn mun brátt heyra sögunni til.“ Og greinarhöfundur heldur áfram: „Islenska flokkakerfið mun þess vegna að verulegu leyti mótast eftir afstöðu til þessara stóru mála í næstu framtíð. Hægt verður að sjá Framsóknarflokkinn leika þar stórt hlutverk því fljótlega má vænta stefnu- breytinga hjá Sjálfstæðisflokki varðandi Evrópu- bandalagið, þar sem aðildar verður krafíst (sbr. draumsýn aldamótanefndar Sjálfstæðisflokksins). Stór hluti Alþýðuflokksins mun fylgja þar fast á efitir. Þama getur Framsóknarflokkurinn höfðað til stærsta hluta þjóðarinnar sem vill að farið verði að öllu með gát og að aðild að ríkjabandalagi eins og Evrópu- bandalaginu, sem felur í sér stórkostlegt fullveldisaf- sal, komi ekki til greina fyrir smáþjóð eins og íslend- inga.“ Guðmundur Jónas Kristjánsson beinir máli sínu til alls þjóðlega sinnaðs félagshyggjufólks þegar hann bendir á að Framsóknarflokkurinn sé það afl sem eigi að styrkja gegn markaðshyggju og „heimsborgaraöfl- um“ Sjálfstæðisflokksins. En fyrst og fremst er grein Guðmundar áskomn á forystu Framsóknarflokksins að hún fari að íhuga þær gjörbreyttu aðstæður sem em að skapast í íslensku stjómmálalífi. Ef til vill má segja að hugleiðing hins unga félagshyggjumanns á Vestfjörðum sé sérstök áskomn til Sambands ungra ffamsóknarmanna sem býr sig undir að halda þing sitt eftir nokkra daga. GARRl Einn af hinum iöstu grcinahöf- undum bandarúká vikuriísins Newsweek, Robert J. Samuelsou, leggur i síðustu greia sinni fyrir sjálfan sig og iesendar spurniog- una: JHvers vegna eigum við að vera við Flóano?M Hann á að sjálfsðgðu við, hvað réttiæti það að Bandarfkjamenn hafi herlið við Persaflóa. Samuelson hefur svarið i reiðum höndum: OUan við Persaflótt heidur uppi efna- hagskerfi hins iðnvædda heims. Evrópa, Japan og ýntis þrðunar- þaðan stöðvaðisf til þeirra, ng þð svo að Bandaríkin gsetu bjargað $ér án oiín frá Miðausturlöndum — sem þau raunar geta ekki — hefði samdráttur annarra iðn- rikja lamandi áhrif á ameriskt efnahagskerfi. Þetta hangir alit og cilífðarpúðurtunna, scgir í greininni. Út af fyrír sig er ekkert aýtt i þessum skoðunum Roberls J. Samuelsons. Það er á alira vitorði að eitt afbrígði Mos iangvfnoa ófriftarástands i Miðaustnriðnd- um er sn tegund vopnaskaks sem endar alitaf með því að verfta bandarískt og breskt olíustríft. En það er hverju orði sannara, eins «g fram kom í umræddrí grein í Newsweek, að oliustríðin við Persaflóa ntá i vaxandi uueli kenna við ailan hinn iðnvtedda heim, þvt aö olian af þessum slóð- um heldur uppi efitahagskerfi .........IHÍI kommúnismans. Þvi hlutverki er lokið. Það sem nú skiptir máli er að iðnvelditt efii hernaðarmátt sinn til þess að tryggja sér aðgang að ohniindunt Miðausturlanda. nndar að Atiantshafsbandaiaglð verki þess frá þvi að hefta út- tryggja iðnveldum aðgang að Miðausturlanda. Púöurtunna Robert J. Samuelson dregur enga dnlá það aðþetta sé réttmæt ástæða tíi þess að Bandaríkin sendi ber tii Miöausturlanda. Og ekki nóg með það, hann telur að bandarískur her cigi að vera á þessu svæði til frambúðar, alitaf óg ævinlega, cnda segir höfundur að að sé eins og hver önnur blekk- ing það ímynda sér að núverandi striðsástand sé stundarfyrirbœri. Við yrðum ekki fyrr farnir en aiit gæti blossaé upp að nýjo, segir þessi þjöðholli Bandaríkjamaöur, þegar hann hugleiðir einfeldtt- ingsbjartsýni um að öllu væri lok- ið, ef nú tækist að brjóta Saddam Hussein íraksforseta á bak aftur. ölíustríð taka aldrei enda, þegar þess er gætí að 3/4 oliunáma heímsins eru á svæði sem er eitts ftnnur lönd sem nefna skal. NATO viö Persaflóa? Það sem er eftirtektarvert í greln Samuelsons er þvi ekki að benda á hagsmuni Bandaríkjanna sem siíkra, heidur sú ábending hans að hér sé um sameiginlegt hags- munamál alls hins iðnvædda heims að ræða sem hljótí að ieiða til víðtækrar samstððu þjóðanna um hergæslu og hernaðaríhiutun á Persaflöasvæðinu, ekki tii skamms tíma eða bráðabirgða, heldur með iangtimasjónarmið fyrir augum. Samuelson ætiar Banda ríkj amönnum (að sjáif- sftgðu) að hafa forystu í hernaðar- samtökum sem beinasí að Persa- flóasvæðinu. í hugleiðingum sínum blandar hann Atlantshafsbandaiaginu á a.m.k. tvennan hátt inn í þetta mál. Hann segir að AOantshafs- bandalagið hafi á sínum t íma verð stofuað til þess að hefta útbreiðslu um á þvi að halda að komiö verði *** iilliil irnar, eilegar að nýr (hernuð- arjsáttmáii verður gerðttr,“ Hreinskilni Óneitaniega er málflotningnr þessa bandariska blaðamanns hteinskOinn. Hann er að benda ríkisstjórn sinni á þann mðgu- ieika að útvikka starfs- og íhlut- unarsvæði Atlantshafsbandalags- ins, finna NATO nýtt hlutvcrk. Hugmynd af þessu tagi er fjarri þvi að vera orðin að veruleika, þðtt hún sé orðuö i hlaðagrein. Ekkert skal um það iúilyrt hér, hvort þessi tiilaga á hljómgrunn hjá bandarískum ráðamönnum eða forystúmönnum Atlantshafs- bandalagsins. En orð eru til alls fyrst. Hver veit nema fieirum en Robert J. SamueLson farí að þykja það snjöll hugmynd að finna NATO nvtt hernaðarhiut- vcrk á nýjum sióðura? Ilver vcií? Garri VÍTT OG BREITT i Tíkin í næsta húsi Líklega verður að beita aðferðum atferlisfræðinnar til að leita skýr- inga á öllu því tilfinningaumróti sem skipveijar á ítalska herskipinu San Giorgio komu af stað i örstuttri heimsókn til Reykjavíkur. Á einni kvöldstund tóku nokkrir tugir eða hundruð yngismeyja sig upp og sóttu svo hart að sjóliðum að þær gáfú ekkert eftir harðsæknustu at- vinnukonum í hafharhverfúm Na- pólí þegar Sjötti fiotinn fær þar iandgönguleyft. Fjölmiðlar umhverfðust og létu eins og heimsmeistarar ítala í kvennafari væru að keppa til úrslita í Reykjavíkurhöfn. Svo var ýmist hneykslast eða allt tilstandið talið eðlilegt, gott og blessað. En enginn spyr: Hvað kom eigin- lega fyrir? „Þetta er ekkert nýtt,“ segja marg- ir. Svona var ástandið, ömmumar og mömmumar vom ekkert betri (eða verri). Þetta er ekki rétt. Þegar ísland var hersetið og ástandið var og hét gat tildragelsið staðið heldur lengur en eitt eða tvö ágústkvöld. Annars er herlið búið að vera hér á landi í áratugi og árlega kemur fjöldi herskipa til Reykjavikur og er ekkert nýnæmi að sjá dáta eða aðra útlendinga spígspora um Hafnar- stræti og Lækjartorg. Eins munu flestar eða allar stúlkur sem komnar em á dátaaldur vera sigldar og margsigldar og strandvanar við Miðjarðarhaftð. Hvers vegna allt í einu allur þessi fyrirgangur þegar ítalski flotinn herjar á norðurslóð? Rétt er að ítreka að hér er ekki að- eins átt við fyrirgang ungu stúlkn- anna, heldur einnig fjölmiðla og allra gróusagnanna, sem kváðu ekki mikið ýktar. Bréf til ítalska flotans Tíminn birti viðtal við eina hinna ástfongnu stúlkna sem farin er að safna íyrir Italíuferð til að hitta ást- mann sinn. Hún þekkir margar sem skrifa ítalska flotanum bréf daglega og em þannig „á föstu“. Sú ásthrifna var spurð um afstöðu til hinna gersigruðu: íslenskra stráka. Svarið: „Islenskir strákar bera ekki nokkra virðingu fyrir ein- hveiju sem heitir kvenfólk. Ef þú hittir þá saman.þijá eða fleiri, tala þeir saman um kvenfólk eins og tík- ina í næsta húsi.“ . I fimbulfambi fjölmiðlanna um ítalska ástandið kom oftlega ffarn að íslenskir strákar eru hrottar og dónar, en þeir ítölsku elskulegir og kurteisir. Þetta er að minnsta kosti sú tilfinn- ing sem stúlkumar létu í ljós þegar þær vom spurðar um hvers vegna fremur ítalska dáta en islenska stráka. Hér ættu atferlisfræðingar og upp- eldisfrömuðir að staldra við og spyija, þótt svara sé ekki að vænta. Umskiptingar Eftir 20 ára linnulausan áróður femínista um æðra kynið og fræðslukerfi sem neyðir stelpur til að læra að smíða með handafli og stráka að sauma í púða, situr kven- þjóðin uppi með strákaaumingja sem tala um kvenfólk eins og „tík- ina í næsta húsi“. Jafnrétti kynjanna, kvennaflokkur og kvennaráð og reynsluheimur kvenna og allt þetta sem allir em búnir að taka undir af hriftiingu hafa orsakað þau kynjaskipti að stæltir boltaleikjastrákar virðast svo tilfmningabrenglaðir að þeir em orðnir að þeim kvenhöturum sem femínistamir þóttust hefja baráttu sína gegn og sáu í hveijum karli. Hér virðist sem sé hafa verið sáð kvenfyrirlitningu í stað þess að uppræta hana. Stúlkumar em aldar upp við þá vissu að þær eigi sig sjálfar og að þær eigi að vera strákar og þó ekki strákar. Þegar svo til kastanna kemur þykj- ast þær loks finna þá blíðu, kurteisi og riddaramennsku, sem þeim er eðlislægt að sækjast eftir, í skyndi- kynnum við ítalska stráka, sem þær þekkja hvorki haus né sporð á. Samkvæmt því sem næst verður komist hafa ítalimir betur, af því þeir umgangast stúlkumar eins og konur, en ekki eins og tíkina í næsta húsi. Vesalings íslensku ruddamir læra aldrei kurteisi né neinar umgengn- isreglur við einn eða neinn, og síst stúlkur, af því kennt er að þær séu eins og þeir. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.