Tíminn - 21.08.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.08.1990, Blaðsíða 8
4- 8 Tíminn Þriöjudagur21. ágúst 1990 Þriðjudagur21. ágúst 1990 I iminn 9 Eftir Birgi Guðmunds- son Endurmat á afkomu rfkissjóðs miðað við útkomuna fyrstu 6 mánuði 1990: Allt bendir nú til að fjárlög í ár muni standast og afkoma ríkissjóðs í árslok verða svipuð og gert var ráð fyrir í ljár- lögum. Hallinn verði rétt um 4 milijarð- ar króna, en fjárlög gera ráð fyrir 3,7 milljarða kr. halla. Gangi þetta eftir hefur halii ríkissjóðs farið stigminnk- andi undanfarin ár úr 2,8% af vergri landsframleiðslu 1988 í 2,1% 1989 og yrði í ár 1,2% af vergri landsfram- íeiðslu. Hallinn á ríkissjóði var í júiflok um 2,5 milljarjðar en áætlun gerði ráð fyrir 4,8 milljörðum. Ríkissjóðshallinn á fyrri helmingi ársins er meira en helmingi minni en hann var á sama tíma í fyrra þegar hann nam rúmum 5,3 milljörðum króna. Þetta er niðurstaða endurmats sér- fræðinga fjármálaráðuneytisins á af- komuhorfum eftir að niðurstöður um afkomu ríkissjóðs fyrstu 6 mánuði árs- ins liggja fyrir. Afkoma ríkissjóðs á fyrra helmingi ársins var um 2,3 milljörðum betri en áætlanir fjárlaga gerðu ráð fyrir, en það má rekja til þess að tekjur fóru rúmlega 3 milljarða fram úr því sem gert var ráð fyrir en útgjöldin fóru um 800 milljónir fram úr áætlunum. Tímamót í innheimtu „Ég held að þetta sé fyrsta árið í mjög lang- an tíma sem tekist hefiir i senn að halda al- mennum rekstrarútgjöldum ríkisins óbreytt- um að raungildi og halda þeim nánast alveg á áætlun fjárlaga," sagði Ólafur Ragnar Grímsson á blaðamannafundi í gær þar sem ástand og horfur í ríkisQármálum voru kynntar. „Þetta sýnir að þær tilraunir sem gerðar hafa verið í tæplega eitt og hálft ár til að efla aðhaldið, bæði varðandi mannahald og yfir- vinnugreiðslur og annað í rekstrarútgjöldum ríkisins, eru famar að skila mjög mikilvægri niðurstöðu,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að þessi niðurstaða hafi náðst vegna þess að tekist hafi góð samvinna við einstök ráðuneyti og ríkisstofnanir um að framfylgja þeirri stífu og afdráttarlausu kröfu um að ekki yrði farið fram úr heimiluðum rekstrar- útgjöldum. „Ásamt betri skilum í innheimtu fmnst mér þetta sýna það að það er orðinn já- kvæður agi í ríkiskerfinu hjá okkur, menn lúta þeim fyrirmælum sem gefin eru varð- andi rekstrarútgjöld og fara ekki fram úr þeim og skilin á þeim sköttum sem mönnum ber að greiða eru orðin mun betri. Vonandi tekst að halda þessu áfram á næstu árum með jákvæðum hætti þannig að það þurfi ekki að beita þeim hörðu aðgerðum sem þurft hefúr fram að þessu. Kerfið fari þannig af sjálfú sér að skila skatttekjum og halda sér við ákveðin útgjöld án þess að fjármálaráðu- neytið eða aðrar eflirlitsstofnanir þurfi að vaka yfir því,“ sagði fjármálaráðherra. Ekki merkjanleg þensia Tekjur umfram áætlanir skýrast fyrst og fremst af bættri innheimtu, en um 2 milljarð- ar eru vegna betri skila á sköttum. Annar stór liður er tekjuskattur fyrirtækja sem skilar ná- lægt milljarði umfram áætlanir. Það kom fram hjá Bolla Þór Bollasyni, deildarstjóra í fjármálaráðuneytinu, að upptaka virðisauka- skatts hefúr skilað umtalsvert meiru í kass- ann á fyrri helmingi ársins en áætlanir gerðu ráð íyrir, en hins vegar er ekki gert ráð íyrir að þegar litið er á árið í heild verði tekjur af virðisaukaskatti að marki umfram áætlanir. Þetta stafar af því að um tilfærslur á inn- heimtu innan ársins er að ræða frekar en raunverulega aukningu á innheimtu. Varð- andi það að tekjuskattur af fyrirtækjum skil- aði ríkissjóði meiri tekjum en gert var ráð fyrir, þá kom fram hjá Bolla að það benti til betri afkomu fyrirtækja en gert hafði verið ráð fyrir. Bolli sagði þó að þrátt fyrir þessa bættu afkomu séu ekki uppi merki þess að þensla sé að skapast í atvinnulífinu, t.d. launaskrið, heldur bendi flest til þess að fyr- irtækin í heild hafi brugðist við betri afkomu með því að greiða upp skuldir og styrkja eig- infjárstöðu sína frekar en að fara út í fjárfest- ingar. Stööugildin 100 færri en áætlað var Það vekur athygli að almenn rekstrarútgjöld ríkissjóðs eru á fyrri helmingi ársins nokkum veginn á áætlun. Á blaðamannafúndinum í gær kom það fram hjá Þórhalli Arasyni að þetta mætti rekja til þess aðhalds sem gætt hafi verið í rekstrarútgjöldum ráðuneyta og í mannahaldi og yfirvinnu. Þannig eru t.d. stöðugildi hjá ríkinu nú um 100 færri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Almenn rekstrarút- gjöld námu á fyrri helmingi ársins 16,8 milljörðum en áætlanir gerðu ráð fyrir 16,6 milljörðum. Lyf og fjölgun nemenda dýrari en áætlaö var Utgjöld rikissjóðs í heild fóru hins vegar um 800 milljónir fram úr áætlunum og er það rakið að stærstum hluta til þess sem ráðuneytismenn kalla auknar trygginga- greiðslur og framlög, en þessi liður er 900 milljónum hærri en gert hafði verið ráð fyrir. Frá blaðamannafundi í gær. F.v. Bolli Þór Bollason, Ólafur Ragnar Grímsson, Magn- ús Pétursson og Þórhallur Arason. Tlmamynd: Pjetur Þetta eru viðbótargreiðslur til sjúkratrygg- inga vegna aukins lyfjakostnaðar og endur- greiðsiu á skuldum við vörslusjóði Trygg- ingastofnunar sem nema um 600 milljónum og svo 141 milljónar kr. greiðsla til Atvinnu- tryggingasjóðs. Við þetta bætist kostnaður vegna aukinna niðurgreiðslna búvara sem hlýst af þeirri ákvörðun ríkisstjómarinnar að halda búvöruverði óbreyttu til áramóta. Ráðuneytið segir að þrátt fyrir að almennt hafi tekist að hemja útgjaldaaukningu stefni í umtalsverðan útgjaldaauka á afmörkuðum sviðum verði ekkert að gert. Áðumefndar tryggingagreiðslur og framlög gætu farið 1,6 milljarð fram úr áætlun miðað við árið í heild og almenn rekstrargjöld gætu farið um 800 milljónir fram úr áætlunum verði ekki gripið til sérstakra aðhaldsaðgerða. í því sambandi er sérstaklega nefnd ófyrirséð fjölgun nemenda á framhaldsskólastigi sem gæti hækkað rekstrarkostnað framhaldsskóla um 200-250 milljónir, kostnaður við skýrsluvélakerfið hjá skattinum stefnir í 100 milljónir umfram áætlun og hallarekstur sjúkrahúsa, einkum Landakotsspítala, stefnir í 70-100 milljónir. Að sögn fjármálaráðherra em uppi hug- myndir um aðhaldsaðgerðir vegna þessara afmörkuðu þátta þar sem útgjaldaaukningin er mest, en hann vildi ekki enn sem komið væri tjá sig um hveijar þessar hugmyndir væra, enda málin enn í skoðun. Engin erlend lán Innlend lánsfjáröflun á fyrri helmingi árs- ins hefur gengið það vel að ráðuneytið telur ástæðu til að ætla að unnt verði að mæta lánsfjárþörf ríkisins að fúllu á innlendum markaði. Gangi það eftir þarf ekki að nýta þær heimildir sem era í lánsfjárlögum til er- lendrar lántöku. í fjárlögum var gert ráð fyr- ir alls tæplega 9 milljarða kr. lántöku, þar af átti að fá um 6,6 milljarða að láni innanlands en sú tala var síðan hækkuð um 850 milljón- ir í fjáraukalögum sem samþykkt vora í maí. Fyrstu sex mánuði ársins hafði tekist að afla tæplega 8,5 milljarða á innlendum lánamark- aði, mest í formi ríkisvíxla. Ráðuneytið telur horfúr um innlenda lánsfjáröflun góða það sem eftir er ársins og því geti svo farið að engin erlend lán verði tekin önnur en þau sem fara í gegnum Endurlán ríkisins til At- vinnutryggingarsjóðs, sveitarfélaga og fyrir- tækja þeirra, en það era tæpar 900 milljónir króna. Á blaðamannafúndinum í gær kom það fram hjá Magnúsi Péturssyni ráðuneytis- stjóra að á næstunni er fyrirhugað að setja á markaðinn nýja tegund rikisbréfa sem hefðu binditíma frá 6 mánuðum upp í 3 ár. Slík bréf myndu brúa bilið milli ríkisvíxla og spari- skírteina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.