Tíminn - 21.08.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.08.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur21. ágúst 1990 Tíminn 13 Dagskrá SUF-þings, Núpi, Dýrafirði, 31. ágúst-2. september Föstudagur 31. ágúst Kl. 16.30 Setning - Gissur Pétursson, formaður SUF. Kl. 16.45 Kosning embættismanna. Skipað í nefndir. Kl. 17.00 Ávörpgesta. Kl. 17.30 Lögð fram drög að ályktunum. Almennar umræður. Kl. 19.00 Kvöldmatur. Kl. 20.00 ísland og Evrópubandalagið - Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur. Fyrirspurnir og umræður. Kl. 21.30 Nefndarstarf. Kl. 22.30 Kvöldvaka - þjóðdansar. Laugardagur 1. september Kl. 08.30 Morgunverður. Kl. 09.00 Nefndarstarf Kl. 11.00 Umræður. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Umræður og afgreiðsla ályktana. Kl. 14.30 Hlé - Knattspyrna og hráskinnaleikur. Kl. 16.00 Afgreiðsla stjórnmálaályktunar. Kl. 17.30 Kosningar. Önnur mál. Kl. 18.00 Þingslit. Kl. 21.30 Kvöldskemmtun í veitingahúsinu Skálavík í Bolungarvík- söngur, glens og gaman. Sunnudagur 2. september Kl. 09.30 Morgunverður. Brottför. Héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður í Miðgarði laugardaginn 25. ágúst. Meðal dagskráratriða: Ræða, Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra. Friðbjörn G. Jónsson syngur. Jónas Þórir, píanó, og Jónas Dagbjartsson, fiðla, leika saman. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur með dunandi sveiflu fyrir dansinum. Nefndin. Reykvíkingar GuðmundurG. Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður verður með viðtals- tima miðvikudaginn 22. ágúst nk. á skrifstofu Framsóknarflokks- ins, Höfðabakka 9. (Að vestanverðu í Jötunshúsinu.) Fulltrúaráðið Skrifstofa Framsóknarflokksins hefur opnað aftur að Höfðabakka 9, 2. hæð (Jötunshúsinu). Sími 91-674580. Opið virka daga kl. 8.00-16.00. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Umhverfismálaráðstefna Ráðstefna um umhverfismál verður haldin i Vestmannaeyjum laugardaginn 29. sept. nk. Ráðstefnan er öllum opin. Nánar auglýst síðar. Landssamband framsóknarkvenna, LFK. Candice Bergen settir úrslitakostir Stefanía ásamt kærast- anum sem er vfst ekki eins gott gjaforð og tai- ið hefurverið. Candice Bergen og eiginmaður. Þau vilja búa f sitt hvorri heimsálfunni. Margt hjónabandið hefur rofnað af minna tilefni. Eiginmaður Candice Bergen, franski kvikmyndaframleiðandinn Louis Malle, hefur sett konu sinni stólinn fyrir dymar. Hann krefst þess að hún gefi hlutverk sitt í þátt- unum um sjónvarpsstjömuna Murp- hy Brown upp á bátinn eða þau skilji ella. Candice Bergen segist ekki vilja fóma hjónabandi sínu og fjölskyldu fyrir framann, en telur sig fullfæra um að sinna hvora tveggja svo vel sé og hefúr því endumýjað samning sinn við sjónvarpsstöðina. Vinir þeirra hjóna telja karlinn fúll- eigingjaman. Hann vill búa í Frakk- landi og telur að fjölskyldan eigi skilyrðislaust að fylgja honum. Hann gæti vel sinnt starfi sínu þótt Candice með dóttur þeirra hjóna, Chloe. hann byggi í Kaiifomíu en það sama gildir ekki um Candice í Frakklandi. Candice Bergen er nú í frii frá þátt- unum og ætlar að nota tímann til að koma vitinu fyrir bónda sinn. Ef það tekst ekki má búast við að sverfi til stáls í því hjónabandi og það heyri brátt sögunni til. Staurblankur lukkuríddarí? Ef trúa skál þýsku og ffönsku pressunni er unnusti Stefaníu Mó- nakóprinsessu, Jean-Yves Lefúr, enginn happafengur. Að sögn veðjaði hann um það við vini sína fyrir þremur áram að hon- um tækist að krækja í prinsessuna. Fjárhagur drengsins er víst heldur ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Búið er að hirða af honum öll greiðslukortin. Hann er sagður hafa verið viðriðinn eiturlyfjasmygl og hafa haft vafasamt orð á sér sem umboðsmaður fyrirsæta. Eileen Ford hafði um tíma samstarf við hann á því sviði en sleit samstarfinu snarlega þegar upp komst að hann mistnotaði bamungar fyrirsætur kynferðislega. Nú kveðst hann vera fasteignasali með eigin rekstur, en hvergi fínnst það fyrirtæki á skrá né heldur hefúr það aðsetur. Erfitt að kaupa hús þar. Stefanía lætur sig þó ekki og ætlar að giftast honum. „Hann er sá eini sem hefúr beðið mín,“ sagði hún við vini sína. Og þegar einhver bið- ur um hönd konu er víst lágmarks- kurteisi að segja já.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.