Tíminn - 22.08.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.08.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 22. ágúst 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason SkrifstofiirLyngháls9,11Ö Reykjavlk. Slmi: 686300. Auglýsingasiml: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð l lausasölu kr, 90,- og kr. 110,- um helgar, Gmnnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Þóstfpx: 68-76-91 SamtÖk kennara Kennarasamband Islands, sem hefur innan sinna raða yfir 3500 félagsmenn, þ.e. flesta grunnskóla- kennara, nokkra kennara í ífamhaldsskólum og tón- Iistarkennara, hefur nýlega undirritað kjarasamning við íjármálaráðuneytið. Samningur þessi gildir til ágústloka 1991 og er í öllum aðalatriðum í samræmi við samning rikisins við BSRB og aðra sambærilega samninga, sem gerðir hafa verið á þessu ári. Má því segja að Kenn- arasambandið hafi gengið inn í „þjóðarsáttina" og virði í verki þá eínahagsstefnu sem mótuð er í bráðabirgðalögunum ífá 3. þ.m. í samningi Kenn- arasambandsins er tekið ffam að á samningstíman- um verði unnið að endurmati á starfí kennara auk þess sem sérstök launanefnd starfar á grundvelli þessa samnings þar sem í eiga sæti fulltrúar samn- ingsaðila. Eins og venja er verður þessi samningur borinn undir félagsmenn innan Kennarasambandsins til fullnaðarsamþykktar. Er ráðgert að atkvæðagreiðsla um hann fari ffam í öllum félögum 10.-11. sept. nk. Ekki er við öðru að búast en að þeir kennarar sem hér eiga hlut að máli hefji störf í upphafí skólaárs 1. september, þótt hitt sé óljósara hvemig fer með þá kennara sem em í Hinu íslenska kennarafélagi. Nokkur hópur gmnnskólakennara á aðild að Hinu íslenska kennarafélagi, þótt þar séu aðallega ffam- haldsskólakennarar, og vegna afstöðu þess félags- skapar gagnvart viðleitni ríkisstjómar og almenn- ings í landinu að koma í veg fyrir óðaverðbólgu er allt á huldu um það hvemig það fer saman í einum og sama skólanum að þar vinna bæði félagar í KÍ og HIK. Þrátt fyrir kjarasamninga Kennarasambands- ins er óvíst hvort gmnnskólar landsins ná að starfa eðlilega þegar skólaárið hefst eftir nokkra daga. Þótt ffelsi manna til að mynda stéttarfélag verði síst í efa dregið kemur skipting kennarastéttarinnar í stéttar- félög undarlega fyrir sjónir. Ef þörf var að greina kennara í fleiri en ein samtök hefði það átt að gerast eftir skýrari línum, skynsamlegri kerfísviðmiðun. Orð Steingríms Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra lagði þunga áherslu á það í viðtali við Morgunblaðið um helgina að Islendingar eigi ekkert erindi í Evrópu- bandalagið. Hann lýsti aðstöðu íslands í slíkum samtökum þannig að landið yrði eins og útkjálki og aðild að bandalaginu hefði í for með sér missi sjálfs- forræðis og sjálfstæðis þjóðarinnar. Hins vegar liggur það verkefni fyrir, sagði forsæt- isráðherra, að ná viðunandi samningum við EB og tryggja fullveldi og sjálfstæði íslendinga. Hann kvaðst vera bjartsýnn á að hagstæðum samningum yrði náð þar sem íslensk fullveldis- og sjálfstæðis- réttindi væru óskert. Því verður að treysta að ís- lenska þjóðin hlíti forystu forsætisráðherra í svo af- drifaríku máli. Storisannleikur ísland fer ckkl varhiufa af því að fá á sig orð fyrir ýmsa ágalla sem ekki er leyfdegt að andmæta, því að það sem sagt er er „satt“ og ertt auðvitað ekkl eina þjóð heimsins sem verður að þola „ðhagganlegan sannleikau um sjáifa sig. AHar þjððír verða meira eöa minna fyrir barðinu á sliku. Ilins vegar er þaö fágsetara að landsmenu sjálftr lcggi sig fram um að búa til „óhagganleg- an $annleikaM unt sjálfa sig. En slíkt er ekki óaigengt á fslandi. Einn cr sá „óhagganiegur sann- ieikur** sem er útbreiddur meðai landsmanna, að mafarverð sé hátt á fslandi og allt sé það bændastéttinnl að kenna. Hvcrn- ig þessi tvíþætti „sannleikur“ hefur orðið til ISggur e,f,v, ekki Ijðst fyrir, að öðru leyti en því að vísað er tíl samanhurðarathug- ana á verðlagi nokkurra mat- vðrutegunda í nokkrum löndum, vitnað tíl ummæla ferðamanna reynslu sinnl hcima og eriendis. Saraanburðarfræðiu á bak viö þcssár verðkunnanir eru sakleys- isleg á yftrborðinu, en miklu flóknari í túlkun og skilningi en flestir vilja vera láta, VUnisburð- ur ferðamanna om verðlag hér og þar eru af ýntsn til komnir, og farinú svo að þeim þykl eitt og annað dýrt á Isiandi, þá þurfa ntenn ekki endilega að rjúka upp og segja að það sé ailf bændúnum aö kenna. Nær væri aðlita á áhrif skafta-, niillíliða- og vinnslu- kosfnaðar þegar verið er að bera saman verölag ó tnatvælum. Eln- hvers staöar koma ríkið og mUIi- liðirnir inn í dæmlð. Hvergi kemur það betur í Ijós hvcrnig „óhagganlegur sannleik- ur“ vcrður til en þegar farið er að ræð* ferðamannaþjónusfu á ís- landL Þá uppbefst alltaf sami söngurion um matarverðið, að fraroleiðsluvðrur bænða séo svo dýrar að túrisfar verði heldur að svelta en að kaupa þær tfl að seðja hungrið. Hér er augljóslega ntaluin mjög blandað. Ferða- menn eiga engin bcin skiptí við bændur. Ef túristi ætlar að kanpa ingamann eða kaupmauu. Bónd- inn hefnr ekki ákveðið verðiagið á veitínguro veitíugamannsms éða matvðru kauptnannsins. t rétt samhand miBI verfts á hrá- efninu frá hóndanum og veiönga- verðsins. Þar spilar . mlllilifta- kostnaðurinn aðalruliuna. Rekstur veitingahúsa Þeir sem bafa áboga á að lækka kostnað ferðamanna af dvðl á ís- landl eða veitingakostnað yflr- ieitt, innlendu og útiendu fólki til hagsbóta, ættu þvi ekki alltaf að vcra með bændurna á vörunum, heldur spyrja veitingamennina í Sambaudi veitinga- og gístihúsa- eigcnda, hvernig þcir skipuleggi veitingareksf ur sinn, svo að hanu gefi orðið ferðamðnnum sem hagstæðastur. Væri ekki ásfæða tll að gera samanburð á rekstrar- háttum íslenskrar og eriendrar veitíngastarfsemi áður en það er gert að „óhagganlegum sann- ieika“ að verð á tóristamat þurfi til eilífðar að vera hærra á Jslandi en annars staðar. A la carte contre menu touristique Nú er það að vísu einn stórisann- leikurínn í íslenskri þjóðarum- ræðu að matarmenning hér á landi sé komin á eitthvcrt ofur- sfig. Það befur verið sagf fulluro fetum að íslenskir kokkar séu þeir bestu í heimit Það þarf kjarkmikla sérvitringa á borft við dr, Bjftrn S. Stefánsson (sjá Mbl. 17,8. bls. 12) til þess að fetta fing- hófsama manns, sem hefur at- hugunargófuna í iagí: „Þar sem ég er kunnugur er- annars um og dýrum. en þar ern heldur þar sem fá má þokkalegan mat fyrír brot af verði vandaðra veit- Síðan bætír bann við athuga- arakokkar ættu að stinga hjá sér, að veitingar þær sem ferftamönn- um bjóðast á fshradl séu fremur mófaðar af fina ntatnum eu hversdagsmáltíðum. Ferðafólki er frekar boðinn A ia carte-mat- ur en menu touristíque. Það er mcira í munni. Fimm stjörnu Björn Stefánsson vekur hér máls á atbugunarefiti sem þyrftí að kanna og ræða mikiu nánar, Ferðamannaþjðnusta er þegar orðin mikilvæg atvinnúgrein á ís- iandi, en samt er hún hálfgert huiduharn sem fæstir heyra eða sjá. Ef hón ætíar að verða óska- barn þjúðarinuur þarf hún að svipta af sér leyudinni, stíga ittn í mannhetma. tala ntannamái og éta mannamat. Ferðaþjónusta á íslandi þarf ekki á eintðmuro fimm stjftrnu hótelum að haida. IfÍTT RDFITT Mistilteinninn í ráðuneytinu Eins og alkunna er gerði öll skepna jarðarinnar eitt sinn sátt um að gera Baldri hinum hvíta guði ekki mein, nema mistilteinninn, sem kærði sig kollóttan. Svo kast- aði Höður, sem ekkert sá, plöntunni í hausinn á Baldri, sem slasaðist til ólífis. Eftir það var og er eilífúr ófriður allt til Ragnaraka og skal hér staðar numið í þeirri sögu. I íyrra var gerð þjóðarsátt um kaupið og átti hún að tryggja frið og farsæld um ókomna tíð. En svo virðist sem margur mistilteinninn hafi verið víðs fjarri þegar sá sátt- máli var kunngerður og vilji ekkert af honum vita. Getur hvaða biind- ingi sem er þveitt því illgresi af handahófi og skeytt engu hvar nið- ur kemur. Alagningaraðallinn á erfitt með að sitja á strák sínum eins og fyrri dag- inn og hefur dýrtíðin því sinn gang þótt verðbólgu sé haldið niðri með tiltæku afli. Sáttmáli hverra? Skammt er um liðið síðan rikis- reknir meiraprófsmenn rifú sig lausa úr þjóðarsáttmálanum, sem þeir raunar höfðu aldrei skrifað upp á að eigin viti. Það voru eingöngu hinir víðfrægu aðilar vinnumarkaðarins sem gerðu sáttmálann kenndan við þjóðina og bæjar- og ríkislaunþegar með minnapróf, eða ekkert próf, sem hétu því að gera verðbólgudraugn- um ekkert mein svo hann risi ekki upp og ógnaði skapara sínum. Samningamir sem síðar voru gerð- ir við æðri prófgráður í rikisþjón- ustu voru engin sátt að dómi dóm- stóls og höfðu því ekkert með þjóð- arsátt að gera. Þetta vissu hinir vísu ekki fyrr en úrskurður lá fyrir og var ekkert í málinu að gera nema ógilda hann hið snarasta til að fresta Ragnarök- um um sinn. En varla er búið að ganga frá þeim málum með tilheyrandi hótunum um að sáttin verði að engu höfð þegar fjármálaráðuneytið gengur enn frá samningi sem telja verður mjög vafasamt að heyri undir sátt- málann um þjóðarfriðinn. Samningurinn við flugumferðar- stjórana er með þeim hætti að allir aðilar vinnumarkaðar og þjóðar- sátta hljóta að draga lögmæti hans í efa og sýnist ekkert í málinu að gera nema að hala í land og setja flug- umferðarstjóra á siðlegt kaup, það er að segja miðað við þau laun sem almennt eru greidd fyrir fastlauna- vinnu á Islandi. Forréttindi Vegna íhlutunar frá útlöndum eiga íslenskir flugumferðarstjórar að ljúka starfsævinni sextugir. Því ger- ir ríkið nýjan kjarasamning við þessa launþega sína og hækkar kaup þeirra í samræmi við að ævi- tekjunum verði náð að fúllu á þeim aidri. Það er áratug skemur en launþegar á almennum vinnumarkaði verða að puða til að framfleyta sér. Þaðér fúrðulegt að sjálft fjármála- ráðuneytið skuli bjóða upp á þetta á timum þjóðarsáttar og bráðabirgða- laga um að halda launum niðri. Er engu líkara en að sjálfúr mistil- teinninn sé farinn að vaxa innan veggja ráðuneytisins. Auðvitað er strax bent á að ef þessi tiltekna starfsstétt verður að hætta ævistarfmu við 60 ára aldur er eðli- legt að lífeyrisaldur taki þá við en ekki hin fásinnan að hækka kaupið upp úr öllu valdi til að ná ævitekj- um á miklu skemmri tíma en aðrir. Finnist einhveijum það óréttlátt er óhætt að benda á, að mörgum þætti það góð kjarabót að komast á góð eftirlaun um sextugt og þá ekkert verra þótt hætta verði ævistarfinu svo snemma. Jafnvel þótt ekki nyti eins góðra launa og eftirlauna og flugumferðarstjórar hafa. Ef þjóðarsáttin er á annað borð einhvers virði, sem maður verður að álíta að sé, ætti að vera óþarfi að fara að storka örlögunum og verð- bólgudraugnum með þeim hætti sem fjármálaráðuneytið ætlar sér með samningunum um sérstök verðlaun til handa flugumferðar- stjórum fyrir það að njóta þeirra forréttinda að geta hætt að strita 10 árum fyrr en flestir aðrir launþegar eru neyddir til að gera. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.