Tíminn - 22.08.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.08.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. ágúst 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Halldór Kristjánsson: Starfsmat og launadeilur Þeim sem álengdar standa og horfa á launadeilur og stétta- átök hér á landi mun mörgum vaxa í augum sá kostnaður sem fýlgir þeirrí baráttu. Þegar verkföll standa fylgir þeim oft meirí eða minni skaði fýrír þjóðina í heild og búskap hennar. Þarf ekki að eyða mörgum orðum til að rökstyðja það, enda al- kunnugt að í slíku stríði hefur sá sterkasta stöðu sem mesta bölvun getur gert Draumur um réttlæti Hermann Jónasson sagði eitt sinn í þingræðu: „Eina ráðið til þess að friða þjóð- félagið, tryggja lýðræði og afstýra einræði, sem mundi koma eftir al- gera upplausn, er að hinn lýðræðis- sinnaði verkalýður verði nægilega sterkur, nægilega heiðarlegur við sjálfan sig og lýðræðið, nægilega djarfur til að taka á sig fulla ábyrgð. Þetta verður að gerast með þeim hætti að verkafólk noti félagssam- tök sín líkt og íslenskir bændur til þess að fá í sína umsjón eða stjóm öll þau fyrirtæki og stofnanir sem beint eða óbeint geta að öðrum kosti haft tækifæri til að taka rang- lega hluta af réttu kaupi hins vinn- andi fólks. Ef fulltrúar og umboðs- menn verkafólksins fengju þannig vald til að fylgjast með og stjóma frá því að fyrsta handtak við fram- leiðslu vömnnar hefst og þangað til síðasta eyri andvirðis hennar er skilað í lófa verkamannsins, sjó- mannsins, iðnaðarmannsins o.s.ffv. og gætu því sannað sérhverjum manni að hann fengi sitt þá á að vera hægt að halda hér uppi heil- brigðu iýðræði er tryggi þá velmeg- un sem landið getur veitt bömum sínum.“ Á þeim 40 ámm sem liðin em síð- an þetta var mælt hefur margt á dagana drifíð. Þó að margt hafi breyst má þó segja að samtök laun- þega hafi þokast í átt til þessa skiln- ings og á því byggist sú þjóðarsátt sem um er rætt, en á gmndvelli hennar hefur þungum byrðum verið létt af skuldugu fólki síðustu mán- uði, hvemig sem til tekst um fram- haldið. Fjölmenn launþegasamtök hafa nú samráð við ríkisstjóm um það að vemda kaupmátt Iauna. Það sam- starf er þó misjafnlega metið. Trúin á taxtana Hér skal ekki mikið rætt um deilur BHMR við ríkisvaldið. En þegar talsmaður þeirra ræðir um málin ffammi fyrir alþjóð og honum er bent á að launahækkun sú sem hann berst fyrir kalli á auknar kröfur ann- arra launþega svarar hann því til að það sé þá kominn tími til að vekja forystulið þeirra. Þetta er erfitt að skilja öðmvísi en svo að maðurinn haldi að hækkaður taxti hljóti að vera raunveruleg kjarabót. Fimmtíu ára reynsla þess- arar þjóðar ætti þó að duga til að sanna mönnum að svo er ekki. Það hefúr ekki dugað Páli Halldórssyni. . Hann þarf víst fleiri verðbólgu- samninga til að læra af. Svo lesum við í Morgunblaðinu að það komi ekki öðmm við hvaða kaupsamningar séu gerðir við ein- staka starfshópa. Það sé þeirra einkamál sem samninginn gera. Slíkum er ekki ljóst að kjarasamn- ingar geti haft áhrif sem fordæmi svo að aðrir hópar beri sig saman við þá sem meira hafa fengið. Dómur á röngum forsendum í samningnum við BHMR standa þessi orð: „Standa skal að umræddum breyt- ingum með þeim hætti að ekki valdi röskun á hinu almenna launakerfi í landinu." Samkvæmt þessu taldi ríkisstjóm- in ekki tímabært að kauphækkunin kæmi. Þetta er erfitt að skilja öðruvísi en svo að maðurinn haldi að hækkaður taxti hljóti að vera raunveruleg kjarabót. Fimmtíu ára reynsla þessarar þjóðar ætti þó að duga til að sanna mönnum að svo er ekki. Það hefur ekki dugað Páli Halldórssyni. Hann þarf víst fleiri verðbólgusamninga til að læra af. Félagsdómur taldi að hér kæmi til álita hvort „unnt sé að framkvæma breytingar á launakerfmu — án þess að þær valdi röskun á hinu al- menna launakerfi í landinu". Félagsdómur taldi það ósannað að umrædd kauphækkun BHMR leiddi til röskunar á almennu launa- kerfi. Þær forsendur eru nú brostn- ar. Nú held ég að allir viti betur. Og þar með vitum við þá að úrskurður félagsdóms er byggður á röngum forsendum. Víst er þetta æðsta dómstig og dómi þess verður ekki áffýjað. Því varð að nema samning- inn úr gildi og leysa þjóðina ffá lagaákvæðum sem kalla verðbólgu yfir hana. Sjálfdæmi launþegasamtaka Eg hef lengi gælt við þá hugmynd að launþegasamtökin hefðu sjálf- dæmi um launakjör í landinu. Ég veit að þau eiga í forystusveitum ýmsa menn sem vita að það eru tak- mörk fyrir því hvað taxtar mega vera háir eigi sú króna sem um er samið að halda gildi sínu. En til þess að þetta sé hægt þurfa launþegasamtökin að koma sér saman um launahlutfall og ákveða öllum laun samtímis. Til þess treysta þau sér ekki og víst er þeim vorkunn. En meðan þau hafa ekki kjark til að ræða þau mál, hvað þá meira, er auðvitað tómt mál að tala um að leggja mál í þeirra hendur. Settar hafa verið nefndir eða starfshópar til að athuga ómerkari hluti en heildarlaunakjör í landinu og eðlilegt launahlutfall. Hér væri um allsheijar starfsmat að ræða. Það er örðugt og umdeilt verkefni. En á alltaf að láta kylfú ráða kasti og reyna ekki að skipa málum af viti og sanngimi? Staða verkalýðsfélaga í EBE Stöðu verkalýðsfélaga í Efnahagsbandalagi Evrópu ræddi Economist 23. júní 1990: „Verkalýðsleiðtogum er Félags- málaskjalið sérstaklega hugleikið, (þ.e.) nokkrar meginreglur, sem stjómamefnd EBE hefur samið og öll aðildamkin nema Bretland samþykkt, en án þess að takast skuldbindingar á herðar. í skjalinu em fram sett grundvallar réttindi verka- manna í hinni nýju Evrópu. Á Bretlandi gera verkalýðsleiðtog- ar sér von um að geta sniðgengið harðlínustefnu ríkisstjóm- arínnar með því að fá í evrópskrí löggjöf sér helgaða vemd og valdsvið, sem þeir örvænta um heima fýrir. Félagslega réttindaskjalið verður „(grundvöllur) að samfélagslegum viðræðum öndverðum við þær fé- lagslegu einræður, sem frú Thatcher eru tamar“, eins og Roger Lyons, að- stoðarframkvæmdastjóri félags tæknimanna, MSF, hefúr komist að orði. Á meginlandi álfúnnar telja verka- lýðsleiðtogar sig eiga tilkall til mót- vægis við veitt aukið fijálsræði til viðskipta eftir því sem lagalegum skorðum við þeim verður aflétt fram til (ársloka) 1992. — Slíkir bjartsýn- ismenn í verkalýðsfélögum lifa sennilega í sjálfsblekkingu. Á hinum evrópska sammarkaði eru meiri líkur á hinu, að með auknum þunga gangi fram sú fólksfjöldalega (demograph- ic) og félagslega framvinda, sem auðsjáanlega hefur dregið þrótt úr verkalýðsfélögum á næstliðnum ára- tug. (Sammarkaðurinn) mun líka valda mörgum atvinnurekendum harðnandi samkeppni á óvörðum heimamarkaði, þannig að þefr munu síður fallast á kröfúr verkalýðsfélaga. Evrópskra verkalýðsfélaga bíður verri vandi en þau viðurkenna. Á síð- astliðnum áratugi fækkaði mjög meðlimum verkalýðsfélaga í gerv- öllu Efnahagsbandalagi Evrópu. — Að hluta geta verkalýðsfélög kennt sjálfum sér um það, því að mörg þeirra hafa lengstum horft um öxl, jafnvel þótt í Evrópu einblíni at- vinnurekendur, stjómmálamenn og kjósendur fram á veg. Mál þeirra horfa enn verr sakir breytinga á efna- hagsmálum, vinnuafli og vinnustöð- um. Að hækkandi hundraðstölu eru karl- ar og konur á vinnumarkaði í EBE- löndum í hlutastarfi. Erfitt er að fá (bæði kynin) inn í verkalýðsfélög. Hjá þeim er annað í fyrirrúmi en áður fyrr var hjá meðlimum verkalýðsfé- laga, — umönnun bama, jöfn tæki- færi, breytilegur vinnutími. — Sakir mikils atvinnuleysis í (Vestur-)Evrópu á níunda áratugnum urðu verkalýðsfélög af milljónum væntanlegra félagsmanna. — Vfgi verkalýðsfélaga em hnign- andi iðngreinar, svo sem skipasmíðar og námugröftur, en ört vaxandi fyrir- tæki í hátækni og þjónustustörfúm hafa starfsfólk með hvítt um hálsinn og lætur það sig verkalýðsmál litlu varða. — Atvinnurekendur, svo sem Niss- an-hringurinn í Japan, gera launa- samninga við verkafólk sitt í einu lagi, við eitt verkalýðsfélag, og hefúr það veikt samningsstyrk verkalýðs- félaga og alið á sundurlyndi í þeim. Á japanska vísu hafa evrópskir at- vinnurekendur líka samráð við starfs- fólk sitt, í vinnustaðaráðum, á frá- sagnarfúndum og í áhugamannahóp- um. — Tilfærsla launasamninga af (fá- einum höndum) allt niður verk- smiðjugólf, og upptaka bónus- greiðslna og arðstengdra launabóta torvelda verkalýðsfélögum röskun atvinnustarfsemi um lönd endilöng. Þessar breytingar skýra, hvers vegna verkfollum fækkaði í flestum (vestur-)evrópskum löndum á níunda áratugnum. Áðeins i tveimur þeirra, Vestur-Þýskalandi og Danmörku, beittu þau upp í vindinn. I þeim hafa verkalýðsfélög hnyklað vöðva sína. Eftir að hafa sótt það í sex ár hefúr verkalýðsfélag vestur- þýskra málm- iðnaðarmanna náð samningum um 35 stunda vinnuviku frá október 1995. ... í öðrum aðildarlöndum fær engin EBE-löggjöf bægt þessari framsókn mála frá verkalýðsfélög- um.“ Innan EBE hefúr verið samþykktur staðall glöggsjón(ar)varps, HDTV, (High Definition Television), annar en hinn japanski MUSE. Forgöngu um það höfðu tveir helstu framleið- endur rafeindatækja í Evrópu, Philips og Thomson, sem til samstarfs sína á milli í þessum efnum veija Ffr 20 milljörðum. Krefst HDTV útsend- ingar á D2-Mac. (Um gervihnött sinn sendir British Satellite Broadcasting út á D-Mac og franska stöðin Canal PIus sendir út „mennta“dagskrá um gervihnött sinn, TDF-1, á D2-Mac.) Aftur á móti virðist HDTV ekki vera Þjóðveijum kappsmál. Um nýjasta gervihnött sinn, TV-Sat, senda þeir út áPAL. Þátttaka vinnandi fólks í verka- lýðsfélögum í % % 1980-85 1988 80-89 Danmörk Danmörk 70-79 Belgía Belgía 60-69 Bretland, Lúxemborg, Lúxemborg 50-59 Ítalía, trland Lúxemborg 40-49 Vestur- Vestur- Þýskaland, Þýskaland, Bretland, írland Holland 30-39 Spánn, Ítalía, Grikkland Grikkland 20-29 Frakkland, Holland, Portúgal Portúgal 10-19 Frakkland, Holland, Portúgal Portúgal, Frakkland, Spánn Á þröngan markað hefúr Thomson þegar sett fýrstu móttökutæki HDTV, en þau kosta Ffr 30.000 eða um 3.000 pund, en boðar tæki fyrir almenning 1995. Alþjóðlegir sjónvarpsstaðlar Kerfi Notkunarsvæði Línur NTSC BNA og Japan 525 PAL/SECAM Evrópa 625 MAC Sjónvarpssvið evrópskra gervihnatta 625 MUSE Japan 1.125 HDTV Evr. væntanl. 1.250 DB Morgan Grenfell Eftir yfirtöku Deutsche Bank á Hlutavinna sem % af allri vinnu 1980 1988 Belgía 6,4 9,8 Bretland 17,9 21,9 Danmörk 23,7 24,2 Frakkland 8,3 12,0 Vestur-Þýskaland 12,0 13,2 Grikkland 3,3 5,5 Holland 18,8 25,1 írland 5,1 8,1 Ítalía 5,1 5,6 Lúxemborg 5,8 6,6 Portúgal 7,3 6,5 Spánn v 4,8 Meðaltal EBE-landa 11,2 12,8 Stigandi Morgan Grenfell, fjársýslubanka í London, verður sá nefndur DB Morgan Grenfell og tekur við deild „samfellingar og yfirtöku“ i Deut- sche Bank sem upp var sett 1984. Sá deildin um 12 samfellingar eða yfir- tökur á meðal miðlungi stórra þýskra fyrirtækja 1989 og námu tekjur hennar DM 22 milljónum. Mun DB Morgan Grenfell jafnframt hafa milligöngu um kaup og yfir- töku útlendra fyrirtækja og hafði hann milligöngu um kaup þýsks byggingarfélags, Philipp Holzmann, á 14,5% af hlutafé í Tilbury, bresku byggingarfélagi, um miðjan júní 1990. Stígandi HDTV - skerpt útsending og viðtaka sjónvarps

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.