Tíminn - 22.08.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.08.1990, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 22. ágúst 1990 Miðvikudagur 22. ágúst 1990 Tíminn 9 Eftir Hermann Sæmunds- son Magnús Erlingsson hj til dulhyggjuvakningar hér deild þjóðkirkjunnar ræðir um viðhorf kirkjunnar á landi hin síðari ár og viðbrögð kirkjunnar: Á undanfbmum árum hefur áhugi ís- lendinga fyrir alls konar dulrænni reynslu og andlegri upplifun aukist vem- lega. Námskeiðum Qölgar sifellt, þar sem fólki er boðið upp á ýmsar aðferðir, svo það megi vinna bót á ýmsum kvill- um eins og t.d. stressi eða sálrænum vandamálum. Oft á þessi dulhyggja ættir sínar að rekja til austurlenskra trúar- bragða, mönnum ber að leita inn á við eftir orku til að glima við aðkallandi vandamál. Einnig virðist sumt af því sem í boði er fýrir landann af þessu tagi vera beinlínis trúarlegs eðlis, þó að ytri um- gjörð gefi annað til kynna. Islenska þjóð- kirkjan hefúr haft áhyggjur af þessari þróun og hyggst gera ráðstafanir til að fræða fólk um hvað hér er á ferðinni. „Við lítum á þetta sem ný trúarbrögð,“ segir Magnús Erlendsson hjá þjóðkirkj- unni í ítarlegu viðtali við Tímann um af- stöðu kirkjunnar til þessara mála. Magn- ús hefur starfað hjá þjóðkirkjunni frá því hann útskrifaðist úr guðfræðideild Há- skólans árið 1986. Honum hefur nú með- al annars verið falið það hlutverk að afla upplýsinga um þessa dulhyggjuvakningu hér á landi og á Norðurlöndum. Fyrir ári hóf fræðsludeild kirkjunnar starfsemi sína sem hefur það markmið að miðla upplýsingum til presta, annarra starfs- manna kirkjunnar og til safnaða. „Eitt af því, sem við höfum snúið okkur að í rík- ara mæli, er að fýlgjast með þessum ný- aldarhreyfingum. Fyrsta skrefið hefúr verið stigið, en það er að opna umræð- una innan kirkjunnar um þessi mál,“ seg- ir Magnús. Magnús kallar dulhyggjuvakninguna nýaldarhreyfingu, en hvað er það? „í fýrsta lagi er hún ekki hreyfing með stjóm, stefnuskrá eða skipulag. Það má segja að þetta sé alþýðlegur straumur í andlegu og menningarlegu lífi sem birt- ist í alls konar hópastarfi.“ Magnús líkir henni við grasrótarhreyfmgu. „Nám- skeið eru haldin og bækur um slík efni hafa selst eins og heitar lummur. Ef mað- ur kemur einhvers staðar á jámbrautar- stöð í Evrópu era allar hillur fúllar af bókum um ýmis andleg málefni, dul- hyggju og fleira.“ Kalt borö andlegra rétta Hann sagði að erfitt væri að setja þetta undir einn hatt, en í stóram dráttum gengur þetta út á andlega leit fólks. „Fólk er að leita að nýrri vídd í tilver- unni, komast í samband við guð eða ein- hvem kraft. Til einföldunar má segja: Fólki er sagt að það hafi guðlegan kraft sem hægt er að virkja með íhugun eða einhveijum öðram aðferðum. Síðan geti það notað þennan kraft sér til velfamað- ar í lífmu, að þroska sig með leit inn á við.“ Að mati Magnúsar er sumt af þessu kukl, en annað ekki. „Það má eiginlega segja að þetta sé eins konar kalt borð í andlegum málefnum, fúllt af alls konar réttum sem hægt er að blanda saman. Hins vegar er erfitt að alhæfa um þetta.“ Nú þegar er mikið leitað til kirkjunnar með fýrirspumir um málefni sem snerta ffemur kirkjunni í hag. „Hins vegar hef- ur okkur fúndist umræðan um þetta vera einstefna og greinar um dulspeki hafa flætt um fjölmiðla. En umræða er til góðs og við höfum síður en svo neitt á móti aukinni umræðu.“ En ekki era allar áhyggjur kirkjunnar manna upptaldar hvað þetta varðar. „Við höfúm einnig áhyggjur af því að erlendis hefur það gerst að fólk hefúr skaðast af ýmsum trúarhópum. Því miður heyrir maður einnig slíkar fréttir héðan af ís- landi og um það var grein í Pressunni í síðustu viku. Kirkjur erlendis hafa sums ' staðar bragðist við þessu með því að stofna stuðningshópa fýrir þá sem hafa lent í sértrúarhópi og ef til vill misst tengsl við raunveraleikann og við sína nánustu.“ Magnús segir að þetta fólk eigi off í miklum erfiðleikum með að snúa aftur til lifsins, á það sækja oft sjálfs- vígsþankar og það þarf á andlegum stuðningi að halda. „Maður vonar auð- vitað að slíkt ástand sé ekki í uppsiglingu hér, en kannski þurfum við að stofna slíka hópa i framtíðinni.“ Hann sagðist hafa lesið vital við ungan mann i Pressunni sem sagðist vera mið- ill. „Viðtalið sló mig svolítið, en miðill- inn sagðist ekki geta borið ábyrgð á and- legri velferð annars manns. Þetta fmnst mér hrikaleg yfirlýsing. Maður hlýtur að gera þá kröfu til þeirra, sem segjast vera að boða trú eða gera fólki eitthvað gott, að ef til þeirra kemur einstaklingur sem stendur höllum fæti, þá eiga þeir að bera þá ábyrgð að vísa honum til réttra aðila. Þeir eiga ekki að hræra í fólki, horfa upp á það skaðast og segja síðan: Þetta skipt- ir mig ekki máli.“ Viðbrögð kirkjunnar Hvemig bregst kirkjan við? Viðbrögð kirkjunnar era að sögn Magnúsar ekki alveg fullmótuð. „En við munum bregð- ast við þessu á einhvem hátt, hvort sem það verður með opinberum yfirlýsingum eða öðra. Fyrsta skrefið held ég sé að opna umræðuna um þetta og miðla upp- lýsingum til fólks í gegnum námskeið, presta og söfnuðina, jafnvel útgáfú smá- rita, blaðaskrif og annað slikt. Kirkjan hefúr markað sér ákveðna stefnu næstu tíu árin, hvað varðar safn- aðarappbyggingu eða kirkjuvöxt. Mark- miðið er að leggja aukna áherslu á safn- aðarstarf og starf leikmanna í söfnuðum. Gera safnaðarlífið meira lifandi og mæta um leið þörfúm fólks. Prestar hafa átt virkan þátt í því að koma af stað sorgar- hópum, boðið hefúr verið upp á nám- skeið fýrir hjónaefni og fleira. „Kirkjan vill mæta þörfúm fólks og við ætlum ekki að láta einhveija dultrúarmenn sitja eina að því.“ Magnús vildi láta lokaorðin vera þessi: „Það er ákveðið orðatiltæki sem nýlega hefúr verið búið til og það er svona: Ekki er allt guð sem glóir. Það ætti fólk að hafa í huga og þó að sumir hafi á vörum orð Guðs, þá þarf stundum að huga betur að hvað er á ferðinni.“ þennan andlega iðnað. Oft hefur fólk samband eftir að hafa farið á námskeið í þessum fræðum og orðið mjög undrandi á eftir. „I síðustu viku hringdi í okkur kona sem hafði farið á námskeið í slökun í Háskólanum. Henni fannst þetta miklu fremur vera námskeið í austrænni dultrú, en eftir því sem hún sagði var byijað á að horfa á myndir og blóm og samsama sig þessum hlutum. Boðskapurinn sem fýlgdi, að henni fannst, var af austrænum toga.“ Þetta er eitt dæmi af mörgum sem Magnús vissi til. En er eitthvað sérstakt við þessa vakn- ingu hér á Islandi, saman borið við t.d. Norðurlöndin? Magnús sagði svo ekki vera, sömu hlutir væra að gerast hér og annars staðar. Áhuginn virðist einkum beinast að dultrú og andahyggju. Einnig er mikill áhugi á austrænum trúarbrögð- um og stjömuspeki. Annars taldi Magnús að mikill áhugi væri á andlegum málum yfirleitt, ekki síður trúarbrögðum en öðra. Hann segist greina ákveðna viðhorfsbreytingu hjá skólum og dagheimilum, sem era miklu jákvæðari gagnvart trúarlegri fræðslu en áður. Það er ekki að ástæðulausu. „Und- anfama áratugi hefur efnishyggja verið ráðandi, miklar breytingar orðið í þjóð- félaginu og fólk upplifir alls konar ógnir, t.d. frá kjamorkuvopnum, mengun og fleira. Þess vegna fer fólk að leita að nýj- um lífsgildum því það hefur vanrækt hin fomu, t.d. þá trú sem það hefur alist upp við.“ Þetta skýrir einnig áhuga fólks á dultrúarhreyfmgum. „Þær leitast við að gefa fólki svar við ýmsum spumingum, eins og spumingunni „hver er ég?“ sem er í raun trúarleg spuming. Stjömuspek- in svarar þessu alveg ákveðið: maður er krabbi eða eitthvað annað og út frá því fæst uppgefið hverjir hæfileikar manns era, möguleikar og fleira.“ Hingað til hefur fólk svarað slikum spumingum út frá trúarbrögðunum og sögunni, en Magnús telur að í samtímanum hafi menn misst tengsl við fortíð sína og hin vanalegu trúarbrögð. „Þess vegna era menn leitandi, tilbúnir að kaupa sig dýr- um dómum inn á alls konar námskeið.“ Ný tegund trúarbragða? Er þá ekki komin ný tegund af trúar- brögðum hér á Islandi? Magnús segir svo vera og það er einmitt ástæðan fýrir því að kirkjan er byrjuð að gagnrýna þetta og hefúr tekið til hendinni. Ástæð- an er ekki síst sú að kynning á slíku er ekki á þann veg að hér sé um trúarbrögð Magnús Erlingsson að ræða, heldur heimspeki. „Auðvitað er þetta ekkert annað en trúarbrögð. En við viljum meina að þau séu ekki rétt kynnt fýrir fólki." Magnús sýndi blaðamanni spjald frá Samtökum áhugamanna um heimspeki, sem ber heitið „Ákallið mikla“. Framan á spjaldinu er bæn sem hefúr kristilegt inntak. „Þegar maður les þetta fýrst gæti maður haldið að þetta væri eitthvað frá kirkjunni, talað er um Guð og „Komi Kristur aftur jarðarinnar til“. Þetta felur hins vegar í sér hug- leiðslu þriggja manna er fara með bæn- ina og mynda með sér orkusamband. Magnús segir það vera einkennandi fýrir þessa nýju strauma, að litið sé svo á að öll trúarbrögð hafi fólginn í sér einhvem sannleika. „Þess vegna geti menn bland- að saman og valið úr það sem þeim hent- ar, að trúarbrögð séu einhver lífsspeki sem maður geti tínt úr að vild og búið til sinn eigin kokteil." Fjölmiölar ffullir af dulspeki Umræðan í fjölmiðlum hefur haft sitt að segja og vakið kirkjunnar menn til um- hugsunar. Magnús segist vart opna svo tímarit að ekki sé að líta þar grein um dulspeki. „Við höfúm vitanlega áhyggjur af þessu.“ Hann bendir á nýja könnim Guðfræðistofnunar Háskólans um trúarí- líf Islendinga. Þar kemur fram að mjög stór hluti íslendinga hefúr frernur ómót- aðar trúarskoðanir. „Okkur virðist sem nýju hreyfingamar séu fýrst og fremst að höfða til þessa hóps, með því meðal ann- ars að segjast ekki bjóða upp á trúar- brögð, heldur tækni eða nýja heimspeki. Einnig telja þeir fólki trú um að þetta sé eitthvað sem er alveg samræmanlegt kristinni trú. Það er kannski einmitt vegna þessa sem kirkjan sér ástæðu til að andæfa þróuninni. Við leggjum áherslu á muninn á kristindómi og þessu, sem er mjög skýr. Kristindómur kennir alls ekki endurholdgun. Maðurinn er skapaður af Guði, sem er persónulegur en ekki óræð- ur kraftur eða vitund.“ Magnús segist heyra talað um „nýöld“ í þessu sambandi, en það mun vera hug- mynd úr stjömuspeki. Samkvæmt því gerist það um aldamótin að við förum inn í nýtt stjömumerki og þá tala menn um að ný öld muni ganga í garð, öld vatnsberans. Öld kristindómsins er að baki og við tekur ný öld upplýstra manna sem kunna glögg skil á góðu og illu. „Augljóst er, þegar þetta er skoðað, að hér era á ferðinni ný trúarbrögð sem boða nýja tíma.“ Kirkjan notuð vísvitandi Magnús segir að þeir hjá kirkjunni hafi orðið varir við að kirkjan hafi beinlínis verið notuð til að trekkja fólk að sumum þessara hreyfmga. Hann nefndi sem dæmi grein sem birtist í Heimsmynd í vor. Þar var syrpa af viðtölum við ýmsa miðla og allt gott um þau að segja. „Það vora hins vegar myndimar sem slógu okkur og Kirkjuráð sendi frá sér yfirlýs- ingu vegna þeirra. Þær vora af konunum, sem verið var að ræða við, teknar inni i kirkjum. Þetta var gert í leyfisleysi og ein myndin var af tveimur konum og undir stóð að önnur væri prestur. Þama var boðskapurinn alveg augljós og við erum mjög viðkvæmir fýrir því að menn notfæri sér ímynd kirkjunnar." En er hugsanlegt að ein af ástæðunum fýrir miklum áhuga manna á samtökum, sem bjóða upp á dulræna skynjun, sé sú að kirkjan hefúr ekki sinnt þörfum þessa fólks nægjanlega vel? Magnús segir að svo geti verið. „Fólk leitar oft til þessara hreyfinga eftir andlegri upplifun sem það hefúr ekki fundið. Einnig er hér um ákveðna forvitni að ræða.“ Magnús vildi líkja ástandinu í dag við það sem var í þjóðfélaginu 1968. „Þá vora miklar hræringar í þjóðfélaginu, ungt fólk hafn- aði gömlum gildum um leið og það leit- aði nýrra. I kjölfarið sprattu upp alls kyns sértrúarhópar, eða nýtrúarhreyfmg- ar, svo sem moonistar og guðsböm. Að Tfmamynd Ami Bjama sumu leyti er ástandið í dag svolítið hlið- stætt. Það ríkir ákveðin andleg upplausn, fólk hefúr ekki lengur neinn stað til að standa á í tilverunni og margt virðist vera á hverfanda hveli.“ Þá benti hann á að marga skorti lífssýn og þess vegna era menn svona leitandi. Grefur ekki undan kirkjunni „Einnig má segja að sérstakt ástand hafi ríkt hér á Islandi. Það hefur verið ein kirkja og ein trú í landinu og þjóðfélagið verið einslitt. Eg held hins vegar að í framtíðinni muni það alls ekki verða, einkum vegna aukinna tengsla okkar við umheiminn. Það kemur til með að ríkja viss fjölhyggja, einnig i andlegum mál- um. Það munu verða fleiri kirkjudeildir og trúarhópar, og það er að gerast.“ Magnús taldi þessa þróun ekki endilega grafa undan þjóðkirkjunni. Kirkjan, eins og aðrir, hafi bara gott af samkeppninni og aukin umræða um andleg málefni er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.