Tíminn - 22.08.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.08.1990, Blaðsíða 14
K/liÓvik'udagur 22: ágúst 4990 14 Tí’mirin Hvít, Ijóshærð og góð poppsöngkona setur allt á annan endann í Brasilíu Andlitið sem blasir við í plötuverslunum um alla Brasilíu er engilhvítt með postulínsblá augu og um- lukið geislabaug af gullnu hári. í landi Carmenar Miröndu og sömbunnar er Xuxa einstakt fýrirbæri. Xuxa heldur popptónleika, umkringd sjö öðrum Ijóshærðum stúlkum, og Brasilíumenn eru heillaðir. Hvítt er hennar litur og hún hefur enn aukið á birt- una sem leikur um hana með því að leggja sig fram um að opna barnaheimili, berjast gegn eiturlyfja- neyslu og reykingum og fara þess á leit við aðdá- Valda vinsældir Xuxa auknum kynþáttafordómum? En velgengni Xuxa hefur valdið mörgum Brasilíumönnum kvíða. Fé- lagar í Sameiningarhreyfingu svartra í landinu óttast að vinsældir fulltrúa svo norrænnar fullkomnunar með þjóðinni auki á fordóma gegn blökkumönnum og leiði til hnignun- ar á hinni auðugu afrisku menningar- arfleifð í Brasilíu, sem hefur sett svip sinn á flesta hluti allt ffá tónlist og bókmenntum til matargerðarlistar. Carlos Hasenbalg, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar á afrikönsk- um og asískum áhrifiim í Rio de Ja- neiro, hefur þetta að segja um hættu- leg áhrif Xuxa: „Vinsældir Xuxa eru skaðlegar fyrir félagsleg samskipti svartra og hvitra bama, vegna þess að þau soga í sig hvítu heilögu ímyndina sem þau tengja við það sem er gott og andstætt neikvæðu svörtu ímyndinni." Hasenbalg lítur á vinsældir Xuxa sem skýrt dæmi um þá kynþáttafor- dóma sem hann heldur ffam að tröll- riði öllu í landi sem opinberlega vill kalla sig fjölkynþáttalýðrasði, en var líka síðast ríkja á vesturhveli jarðar til að leggja niður þrælahald. „Meðvitað heldur fólk að hér séu engir fordómar, en ómeðvitað hefur það raðað fólki í röð effir litarhætti sem af tilviljun fýlgir sömu röð og gildismat þess.“ Hlutfföll kynþáttanna í landinu hafa raskast Innflutningur Evrópumanna og Jap- ana í heila öld, allt til 1960, hefur raskað þeim meirihluta svartra og brúnna, sem áður var í Brasilíu. I Sao Paulo er að finna flesta Japana, utan Japans, og sums staðar í suðurhluta landsins er móðurmál íbúanna þýska. Samkvæmt opinberum tölum eru hvitir 55% af 144 milljónum íbúum landsins, en hlutfall svartra hefúr fallið úr 14,6% árið 1940 í 5,9% 1980. Sagnffæðingar segja þetta að hluta til stafa af tilhneigingu portú- gölsku nýlenduherranna til að giftast endur sína að þeir gefi fæðu til góðgerðarstarfsemi frekar en að kaupa aðgöngumiða til að geta séð hana í bíó. Plötumar hennar hafa selst í 12 milljónum eintaka og hún hefur leyft að nafn hennar sé notað til að kynna alls kyns vaming, allt frá jógúrt til reiðhjóla. Nýlega lauk hún velheppnaðri tónleikaferð um Rómönsku Ameríku og nú er hún viðfangsefni rannsóknar vegna doktorsverkefnis við Flórida- há- skóla. Söngkonan Xuxa með hljóðnema í hendi, stýrir hér bamasjónvarpsþættí. Mörgum þeldekkri Brasilíu- mönnum stendur stuggur af vinsældum hennar og segja hana ógna hinum afriska menningararfi þjóðar- innar. múlöttum, sem álitnir voru óæðri kynstoffi. Þetta var kallað „upplitun Brasilíu". Sagnffæðingamir segja að í stað þess að skjóta indíánana eins og Bretar gerðu hafi Portúgalamir sofið hjá þeim. Hasenbalg hefúr hms vegar gmn um að afstaða opinberra aðila til íbúa landsins sé „hvít mynd ffemur en raunveruleikinn". Það sé erfitt að gera sér grein fyrir hvemig kynþátta- skiptingin sé í raun og vem í þessu geysistóra landi, en Brasilía er h.u.b. eins stór að flatarmáli og Bandaríkin. Svartir og brúnir aftur í meirihluta um aldamót? Síðasta könnunin sem gerð hefúr verið gefúr til kynna að Brasilíu- menn séu aftur að taka á sig brúnan lit. Lýðffæðingar spá því nú að um aldamót verði svartir og brúnir aftur í meirihluta. Við fyrstu sýn er það merkilegasta við Brasilíu deiglan sem litimir blandast í, sem endurspeglar þá stað- reynd að þetta er þjóð innflytjenda, allt ftá afnskum þrælum til litháiskra gyðinga. í opnum vinstúkum um- hverfis Sao Cristovao-markaðinn í Rio de Janeiro, þar sem vændiskonur em á rölti og múlattar dansa lambada, má sjá öll litbrigði, allt ffá fölasta niðja Póllands til svartasta svertingja. Og allir virðast geta umgengist alla. Þeir valdamestu eni hvrtir En skilgreining á þvi hveijir gegni valdamestu og virðulegustu störfún- um leiðir í ljós að það em engir blökkumenn í hópi ráðherra ríkis- stjómarinnar né í utanríkisþjónust- unni, og ekki nema fáir f hópi for- ystumanna í viðskiptalífinu. Samkvæmt könnun sem gerð var 1983 vora 15,5% hvítra ólæsir en í hópi svartra vom þeir 42,4% og múl- atta 31,5%. Þetta breiða bil á félags- legri og efhahagslegri þróun kynþátt- anna leiðir til vítahrings þar sem blökkumenn vita ekki hvort þeim er mismunað vegna þess að þeir em svartir eða vegna þess að þeir em fá- tækir og ómenntaðir. I starfsauglýsúigum er leitað að umsækjendum sem ,Jcoma vel fyr- ir“, m.ö.o. hvítum. í tímaritum og sápuóperum bregður blökkumönn- um sjaldan fyrir, nema í hlutverkum lítilmagnans. Nýlega lauk Hasen- balg við rannsókn á kynþáttamis- munun í fjölmiðlum og komst að eftirfarandi niðurstöðu: „Við gefúm þá mynd af Brasilíu að hér sé þjóðfé- lag hvítra manna. Böm af öðmm lit- arhætti geta ekki þekkt sjálf sig í skólabókum eða sjónvarpinu."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.