Tíminn - 23.08.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.08.1990, Blaðsíða 4
Tíminn 4 FRETTAYFIRUT VOSLOORUS: Suður-Afr- íka. 37 manns létu lífið í Jóhann- esarborg, aðfaranótt miðviku- dags. Blóðugirbardagarbrutustút eftir að slitnaði upp úr friðarvið- ræðum stríðandi fylkinga. Að sögn lögreglu hafa 444 látið lifið undanfarna tíu daga í átökum Ink- atha ættflokksins og fylgismanna Afríska þjóðarráðsins. BRUSSEL: Að sögn tals- manns utanríkisráðuneytis Belga, hafa Irakar gengjð á bak þeirra orða sinna að 650 þegnum sjö Evrópulanda yrði hleypt út úr Kú- væt. NÍKÓSÍA: Sendimaður íraka í Genf sakaði Breta um að eiga stærstan þátt í þvi hvemig málum væri nú komið fyrir botni Persa- flóa sökum nýlendustemu lands- ins. Jafnframt að ekki yrði hægt að leysa zzdeiluna fyrr en allar er- lendar hersveitir hyrfu á brott af svæðinu. Þá hafa irakar sakað Bandaríkjamenn um að þeirra eina markmið sé að koma hönd- um yfir olíusvæði íraka. RUSWEISHED, Jórdaníu: Að sögn sjónarvotta hafa yfirvöld í írak látið taka 20 manns af lífi fyrir þjófhað og hengt lík þeirra upp á götum Kúvæt MANILA: Fjölgað var í heriiði stjórnarinnar í kjölfar tíðra sprenginga sem vakið hafa óhug almennings i höfuðborg Filipps- eyja og valdið auknum áhyggjum af hugsanlegu tilræði við forseta landsins, Corazon Aquino. FREETOWN: Brottfór friðar- sveita á leið til Líberíu hefur veríð frestað. Efht var til viðræðna á síðustu stundu í kjölfar atvika sem bentu til að viðhorf Charles Tayl- or, foringja uppreisnarmanna, til erlendrar rhhitunar sé að breytast til batnaðar. PASADENA: Magellan, gervitungl Bandarikjamanna lenti í ótilgreindum erfiðleikum eftír að hafa sent nýjar undraverðar myndir af Venusi til jarðar í gær ,|Fjramtudagur^a.^gpst-19,90 MOSKVA: Yfirmaður í KGB sagðist hafa sent aukaheriið og brynvarða bíla til landamæra Lit- haugalands og Póllands til að vera viðbúinn skipulagðri fjöldaferð þjóðernissinnaðra Lithauga yfir landamærin. Ekki verður reynt að stöðva fólkið heldur er sagt, að fjöldi landamæravarða sé ekki nægjanlegur til að annast nauð- synlegt eftirlit með vegabréfum. BEIJING: Kínversk dagblöð hafa eftir forsætisráðherra Kína, Li Peng, að ráðamenn þar í landi muni ekki styðja tillögu Banda- ríkjamanna um beitingu hervalds til að tryggja að refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna verði fram- fylgt Þurftafrekar bandarískar hervélar eru meginorsökin aö Saúdí- Arabar fresta olíuútflutningi. Arabarnir munu þó sjá Jórdönum fyrir olíu, þar sem þeir síðarnefndu hafa lýst því yfir að þeir virði viðskiptabann SÞ við írak. Saúdí-Arabar sjá þeim fyrir hráolíu en fresta útflutningi unnar olíu: Jórdanir samþykkja refsiaðgerðir SÞ Jórdanir hafa loks tekið af skarið og lýst því yfir að þeir muni virða viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna við írak, en óska líka eft- ir því, að tilgreint verði nákvæmlega um hvaða vörur er að ræða. Hafnaryfirvöldum Aqaba hefur þó ekki verið fyrirskipað að snúa við skipum sem flytja varning til og frá írak. f gær varð ennþá vart ferða flutningabifreiða yfir landamæri íraks og Jórdaníu. 1991 og flest önnur lönd á svæðinu öryggisástæðum", sagði einn olíu- eru einnig farin að safna birgðum af kaupmannanna fyrir botni Persaflóa. Jórdanir hafa einnig beðið Japani og Bandaríkjamenn um aðstoð vegna þess hve illa viðskiptabannið kemur við fjárhag þjóðarinnar. „Japanir eru reiðubúnir til að veita Jórdönum fjárhagsaðstoð vegna þess tjóns sem þeir verða fyrir sökum refsi- aðgerðanna", sagði utanríkisráðherra Japans, Taro Nakayama í heimsókn sinni til Amman á þriðjudag. Þá hafa Saúdí-Arabar lofað að sjá Jórdönum fyrir milljón tunnum af olíu í septem- bermánuði. „Jórdanir hafa til þessa fengið 82,5 prósent sinnar olíu frá írökum. Undanfarið hafa þeir legið undir miklum þrýstingi vestrænna ríkja um að hætta þeim viðskiptum. Munum við koma til með að sjá þeim fyrir olíu", sagði olíumálaráðherra Saúdí- Araba, Thabet al-Thaer. Jórdanir hafa lýst því yfir að þeir vilji borga olíuna en ekki er vist hvort Saúdí-Arabar vilja taka við greiðslu. Haft er eftir arabískum diplómat að þó samskipti þessa tveggja þjóða hafi gengið nokkuð stirðlega að undan- förnu, yegna deilna i tengslum við innrás Iraka í Kúvæt, virðist Hussein konungur vilja forðast að þau versni frekar og það sama er að segja um Saúdí-Araba. Saúdí-Arabar eiga þó í nokkrum erf- iðleikum með útflutning hreinsaðrar olíu og hafa þegar tilkynnt fjölda við- skiptaaðila að þeir fái ekki umsamið magn oliu i næsta mánuði. Ástæðan er rakin til fjölda þurftafrekra banda- rískra hervéla, bæði skipa, flugvéla og bíla, sem eru farnar að ganga ótæpi- lega á olíubirgðir í landinu. Magn út- fluttrar oliu frá svæðinu féll um 600 þús. tunnur á dag við innrás íraka í Kúvæt. „Þegar haft er samband við einhverjar af olíuvinnslustöðvum Saúdí-Araba er svarið oftast það, að enga olíu verði að fá fram til ársins SAMEINING I OKTOBER Stefht er að formlegri sameiningu þýsku ríkjanna srrax upp úr byrjun októ- ber. „Vestur-þýska stjórnin álítur hvaða dag mánaðarins sem er, utan tvo þá fyrstu, koma til greina", sagði Hans Klein, talsmaður stjórnarinnar. Yfirlýsingin er málamiðlun flokkanna en kristilegir demókratar höfðu farið fram á að sameinigin færi ekki fram fyrr en 14. október, á meðan jafhaðarmenn kröfðust þess að henni yrði lokið ekki siðar en um miðjan september. Ákvörð- un um nákvæma dagsetningu verður í höndum vestur-þýska þingsins. Flokkur Kristilegra demókrata hefur lagt til að sameiginlegar kosningar verði haldnar fjórtánda október en áður hafði verið raðgert að þær yrðu ekki fyrr en i byrjun desember. Að sögn talsmanns austur- þýsku stjómarinnar hafði Helmut Kohl samband við forsætisráð- herra Austur-Þjóðverja, De Maiziere, í gær til að ræða sameiningarmálin. En sá síðamefhdi hefur verið í forsæti minni- hluta síðan jafhaðarmenn sögðu skilið við stjórnina um helgina. Aðgerðir gegn Armenum? í ávarpi forseta Aserbædsjan, Ajaz Mutalibovs, til sovéska þingsins falað- ist hann meðal annars eftir alþjóðlegri samstöðu til styrktar landi sínu í stríði við Armena og sagði óhjákvæmilegt að gripið yrði til frekari aðgerða til að vernda land og þjóð. Avarpinu var sjónvarpað á þriðjudag. Mutalibov sagði íbúa Aserbædsjan ávallt hafa tengt framtíð sína sovéska ríkjasambandinu en þrátt fyrir þetta, hefði öryggi og tilvist lýðveldisins auk friðhelgi landamæra verið teflt i tví- sýnu. Mutalibov var þá einkum að vísa til þeirrar tilskipunar Gorbatsjovs að menn skildu afhenda vopn sín. Til- skipunina sagði hann meingallaða og að þegar tímatakmörkum var frestað hafi sovésk stjórnvöld gengið að kröf- um Armena. Þar að auki hafi miðstjórn Sovétrikjanna lagt málið þannig fyrir að báðir aðilar væru jafh sekir, nokkuð sem Mutalibov sagði vera rangt. For- setinn bætti því jafhframt við að að- stæður krefðust þess að gripið yrði til refsiaðgerða gegn Armenum. Bush hefur tilkynnt að Bandaríkjamenn muni ekki fara að til- skipun Saddams Husseins þess efnfs, að öllum sendiráðum í Kúvætskuli lokað fyrir föstudag. Bandarfkjámenn hafa kvatt út varalið og hundsa fyrirskipun Saddams ásamt fleiri þjóðum: Neita að loka sendiráðunum Banda i íkjaforseti hefur neitað aö verða víð fyrirskipun Saddams Husseins þess efnis, að loka beri öll- um erlendu m sendirítðu m í Kúvœt fyrir morgundaguin. Þá hefor Bush kullaö liösmenn í varaliði Banda- ríkjaliers tit starfa, tO stuöninjís þvi liði sem þegar hcíur verið sent til Saúdi-Antbíu. Sendilicrra Bandaríkjamannu í Kúva-t, Nathaniel Howell, mmi að sðgn talsmanns bandariska utan- rikisráðuneytisins ekki liverfu heim. Tðluverður fjðldi starfs- manna verður eftir ásamt sendi- lierrununi, þrátt lyrir tilskipun Husseins. Fjölskyldur sendiráðs^ luanna og aliir þeir starfsmenn, sem sendiraðið getur strangt til te k- ið verið ím, hafa vcrið sendir tfl Baiidaríkjanna. Flest önntir liind er eiga sendiráð í Kúvæt liafa Iýst yfir því sama, aó sendiráðunuiu verði ekki lokað og sendiherrar muni ekki snúa lieim. I>eir IJaiidaríkju- inemi, sem hyggjast freista þess að komast yfir landamajri KúvæL, eru beðnir að skipuleggja flóttanu út í ystu æsar og varaðlr við að þegar hefur verið tilkynnt að einn hafi látlð lífið við flóttatilraun. Ekki hefur verið greint frá ná- kva'mum fjóldu þeirra sem kallaðir verða tii ur yaraliðí Baudaríkja- hers, en t a la, sem áefnd faefur verið, er um 40 þús. Þetta er í fyrsta sinn jfrá þvi í Víet nums tríðin u sero vara- Mðið liefut verið kallað til hernao- arstarfa, Árið 1970 voru rúinlcga 26 þús. hermenn kvadtlir út, en þá til að bera út póst i verkfalli pðstút- burðamanna. Busli licfur hciniild til aö kvcðja til starfa allt að 200 þús. hermenn úr varaliðiuu, í ullt að 90 daga og þitigið getor siðan bœtt öðrnm 90 dögum við þann tíma ef þurfa þykir. Talsmuður Hvíta hússins, Marliu Fitzwater, hefur sagt, að flestir þeirra, sem kalluðir vcröl ti! starfa, komi úr rððum lækna og iijúkrtiuarfólks.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.