Tíminn - 23.08.1990, Qupperneq 5

Tíminn - 23.08.1990, Qupperneq 5
Fi mmtudagur 23. ;ágúst 199Ö Tíminn'Ó Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, segir að fjölmiðlar meðhöndli upplýsingar um hugsanlega jarðskjálftahættu á rangan hátt: Neyðast til að þegja um hugsanlega hættu „Það hefur komið fyriraðinná borð til okkar hafa komið uppiýsing- ar um hugsanlega hættu, sem við hefðum gjaman viljað segja al- menningi frá, en ekki treyst okkurtil að gera það af ótta við að upp- lýsingamar yrðu meðhöndlaðar þannig í fjölmiðlum að þær hrasddu fölk. Við höfum því kosið að þegja yfir þessum uppiýsingum." Þetta sagði Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri Almannavama ríkis- ins, í samtali við Tímann, en í nýrri skýrslu um jarðskjálftann í San Francisco í íyrrahaust er bent á að koma þurfi upp markvissara skipu- lagi á Skammtíma hættumati og við- brögðum á grundvelli þess. Bent er á að mikilvægt sé að byggja upp rétt hugarfar fjölmiðla og almennings gagnvart viðvörunum. „Það hefur sýnt sig að þegar talað er um mælanlegar niðurstöður, sem tal- ið er geta bent til einhverra jarðíræði- legra breytinga og þá hugsanlega verið einhver vísbending um að nátt- úruhamfarir gætu verið aðvífandi, án þess þó að það sé hægt að spá um það, þá finnst okkur oft á tíðum að meðhöndlun þeirra upplýsinga í fjöl- miðlum séu þess eðlis að það er reynt að knýja fram spár sem ekki er hægt að gefa. Oft er sterklega ýjað að því að náttúruhamfarir séu yfirvofatidi þó svo að vísindaleg þekking geti ekki fullyrt neitt lun það. Fyrir um tveimur árum síðan komu fféttir af því að vatnshæð hefði breyst í borholmn á Suðurlandi og ýmislegt gerst, sem sums staðar þykir bénda til þess að jarðskjálftar gætu verið yfir- vofandi, þó svo að hér sé ekki vitað um neitt samhengi þar á milli. Það var gifurlega mikið fjallað um þetta í fjölmiðlum og með þeim tóni að Suðurlandsskjálfti væri yfirvofandi. Þetta gerir það að verkum að fólk fær ekki rétta mynd af þeim vafaatriðum sem í þessum spádómum geta leynst. I Kalifomíu urðum við varir við að það hefur tekist að byggja upp mjög gagnkvæmt traust á milli almenn- ings, almannavama og vísindastofn- anna í gegnum fjölmiðla vegna mál- efhalegrar umræðu um jarðskjálfta- hættuna og upplýsinga um mælan- legar breytingar sem geta hugsanlega þýtt að jarðskjálfti sé á næstu grös- um. Þar er umræðan miklu eðlilegri án nokkurs æsings. Hér liggur við að fjölmiðlar spyiji: Verður skjálftinn á morgun? Hvað ætlið þið að gera heiðursmenn?“ í skýrslunni er bent á ýmislegt sem gæti orðið til að draga úr eyðilegg- ingu í stómm jarðskjálfta. Eitt af því era hitaveitulaghir. Guðjón sagði að Almannavamir ríkisins hefðu marg- oft bent á að þama væri veikur hlekk- ur. Hann sagðist telja að sveitarfélög hefðu í mörgum tilfellum valið of ódýra og einfalda lausn þegar verið var að byggja upp hitaveitukerfin. Asbeströr væra t.d. ákaflega stökk og þyldu illa hnjask. Guðjón sagði að ef mikið tjón yrði á þessum lögnum, gæti sú staða komið upp eftir Suður- landsskjálfta að flytja yrði gífurlegan mannfjölda af svæðinu. Jafnvel tvö- falt meiri mannfjölda en fluttur var frá Vestmannaeyjum 1973. Ýmislegt væri hægt að gera til að vama þessu. Fyrir utan að nota traustara eíhi i rör- in, mætti reyna að tryggja það að hafa ávallt til taks i landinu nægilegt magn af vararöram. Guðjón sagði að Landsvirkjun, Vegagerðin, Rafmagnsveitur ríkis- ins, Póstur og sími hefðu skoðað þá þjónustu, sem stofnanimar veita með tillit til jarðskjálftahættu og gert ráð- stafanir á vissum sviðum. Hann sagðist hins vegar telja að sveitarfé- lögin hefðu ekki sinnt þessu atriði sem skyldi. Hitaveitukerfí, vatns- kerfi og skólplagnir væra víða ekki lagðar með tilliti til jarðskjálfta- hættu. - EÓ Sigurgeir Sigurðsson, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga: Fær að sitja fund ef allt er í lagi Sigurgeir Sigurðsson, formaður stjómar Sambands íslenskra sveitar- félaga, segist á þessu stigi ekki geta svarað því hvort Ölvir Karlsson, fyrrverandi oddviti Ásahrepps, fái að sitja næsta stjómarfund sam- bandsins. Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti í vikunni að ráða Ölvi i starf og lýsti því jafnframt yfir að hún liti svo á að hann hefði seturétt í stjóminni. Sigurgeir sagðist ekki hafa séð samþykkt hreppsnefndar Ásahrepps og því gæti hann ekkert sagt um um- boð Ölvis til setu í stjóminni. Um hvort Sunnlendingur sitji stjómar- fund 30. ágúst, sagði Sigurgeir: „Ef að þeirra mál era í þvi lagi, sem verið er að tala um, sé ég ekki fram á annað en að það verði.“ Sigurgeir sagði að fullt samkomu- lag væri á milli stjómar sambands- ins og stjóma Lánasjóðs sveitarfé- laga og Bjargráðasjóðs um ráðningu nýs framkvæmdastjóra. „Þetta em okkar samstarfsaðilar og það er að sjálfsögðu fullt samkomulag þar á milli,“ sagði Sigurgeir að lokum. Bændur sem óðast að koma heyjum í hús Heyskapur er langt kominn i flestum landshlutum og víðast hvar lokið, einkum þar sem tið heftir verið góð. Þar hafa náðst góð hey, enn annars staðar, þar sem heyskapartíð hefur ver- ið lakari er ástandið ekki eins gott. í Borgarfirði er heyskap víðast hvar lokið. „Heyskapur hefur gengið ákaf- lega misjafnlega. Þeir sem slógu mik- ið i júní standa vel og fengu töluvert mikla há, sem þeir hafa verið að klára síðustu daga“, sagði Guðmundur Sig- urðsson ráðunautur í Boigarfirði. Hann sagði þá, sem af ýmsum ástæð- um gátu ekki byijað jafn snemma og aðrir, hafa lent i óþurrkatíð í júlí. „Hins vegar hafa verið þurrkdagar undanfar- ið sem bjaiga miklu.“ Guðmundur taldi að heyfengur yrði mikill. Þá væri mikið orðið um að bændur rúlluðu og það flýtir mikið fýrir, auk þess sem heyið næst í hús óhrakið. „Það er ómögulegt að segja annað en heyskapur hafi gengið vel“, sagði Guðmundur Steindórsson hjá Búgarði í Eyjafirði. Tíðarfar fyrir norðan hefur verið mjög gott í sumar. Þrátt fýrir það hafa ekki allir bændur lokið heyskap, en að sögn Guðmundar er mikið um að bændur slái tvisvar, enda spretta verið mikil. „Ég held að heyfengur verði góður, ekki síður að magni til en gæð- um“, sagði Guðmundur. Jón Sigurðs- son hjá Búnaðarsambandi A-Húnvetn- inga haíði svipaða sögu að segja. „Menn em bara hættir sumir hveijir, þó að nóg há sé eftir, því menn em þegar komnir með vetrarforða og vel það. Reyndar veitti ekkert af því þar sem mikið gekk á fýmingar í vor“, sagði Jón. Þorsteinn Beigsson á Egilsstöðum sagði heyskap vera nánast alveg lokið á norðanverðu Austurlandi, nema hjá þeim sem slá hána. „Aftur á móti hef- ur heyskapartíð verið ákaflega erfið sunnan til á svæðinu, þ.e. sunnan Reyðarfjarðar og ekki gengið vel nema hjá þeim, sem hafa verið með rúllur eða vothey.“ Hann taldi þó, að allir væm meira en hálfhaðir. Á Suður- landi fengust þær upplýsingar, að bændur væm langt komnir, ef ekki búnir. „I stuttu máli má segja að tíð hafi verið góð, en fremur leiðinleg til þurrheysgerðar“, sagði Sveinn Sigur- mundsson hjá Búnaðarsambandi Suð- urlands. Hann taldi heyfeng vera þokkalegan að magni, en misjafhan að gæðum eins og gengur. „Það sem var tekið í júní og byijun júlí er gott, mikil gæði en lítið magn“. -hs. í nýju malbiki, sem lagt hefurverið á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar og á brúnni á Bústaða- veginum, hafa myndast öldur eða krumpur í malbikinu.þannig að í rigningu safnast fyrir vatn í dældun- um og erfitt getur reynst að stöðva bílinn ef hemla þarf snögglega. Samkvæmt heimildum Tímans getur þetta stafað af því að annað hvort hafi malbikið, sem lagt var á götumar, verið of þunnfljótandi eða lag- ið sjálft ekki verið nógu þykkt Einnig gæti þetta stafað af því að umférð var hleypt of fljótt á nýlagt mal- bikið. Ökumenn hafi því í orðsins fýllstu merkingu „kmmpað malbikið". Tfmamynd: Ami Bjama Síðasti þátturinn í sápuóperu Stöðvar tvö og Sýnar? Samkomulag Samkomulag hefur náðst á milli íýrr- um meirihlutaeiganda Sýnar og stjóm- ar Stöðvar tvö um kaup Stöðvarinnar á Sýn. Samkomulag hefur því náðst um þau atriði, sem óvissa var um, og Stöð tvö nefndi vanefndir Sýnar. Deilan stóð aðallega um það, hvert raunverulegt hlutafé Sýnar væri, en nú er ljóst að kaupin em 108 milljónir. En af hveiju var þessi óvissa um hlutaféð, töluðu samningsaðilar ekki saman? ,JÚ, jú, en þetta var ekki upplýst nógu vel. Það er nú svona þegar hlut- imir em gerðir í mikilli pressu og það em sett þröng tímamörk", sagði Jó- hann J. Ólafsson, stjómarformaður Stöðvar tvö, í samtali við Tímann. Stöð tvö mun inna greiðslur af hendi með þeim hætti, að þeir Ámi Samú- elsson, Þorgeir Baldursson og Lýður Friðjónsson, eignast hluta í Stöð tvö. Þeir taka aðrar greiðslur út með aug- Iýsingum og annarri þjónustu Stöðv- arinnar. „Þeir em ekki bara hættir samkeppni, heldur hafa þeir nú sömu hagsmuni og við. Þetta er meira en viðskiptasamningur, þetta er líka sam- starfs- og stuðningssamningur," segir Jóhann. Annað atriði, sem var tilefni til þess að Stöð tvö gaf Sýn tíu daga frest til þess að skýra mál sín, em hugsanlegar skaðabótakröfur hollensks mynd- lyklafýrirtækis sem gert hafði sarnn- ing við Sýn. Fyrram meirihlutaeig- endur hafa nú sagst ætla að taka þær kröfur á sig, ef af þeim verður. Aðspurður um hvort Sýn færi i loftið sem sjálfstæð stöð sagði Jóhann, að umræður væm ekki komnar svo langt að það hefði verið ákveðið. Jóhann gerir ráð fýrir að hægt verði að endur- semja við þau kvikmyndafýrirtæki, sem Sýn hafði fengið umboð fyrir, en náðist málið verði flóknara varðandi sjón- varpsleyfið, sem er bundið Sýn. Sýn mun fara í loftið í haust sem kvikmynda- og afþreyingarás, aðeins um helgar fýrst um sinn. Sýn mun nota sama myndlyklakerfi og Stöð tvö. Jóhann óttast ekki að útsendingar Sýnar muni koma niður á Stöð tvö. „Við munum reynum að reka þetta þannig að stöðvamar styrki hvora aðra“, segir Jóhann. Hann segir að því takmarki sé t.d. hægt að ná með þvi að gera verðskránna þannig, að það borgi sig ekki að taka Sýn í staðinn fýrir Stöð tvö. Hins vegar verði ódýrara að kaupa áskrift á Sýn, ef áskrift á Stöð tvö verði einnig keypt. „Við forum ekki að bjóða áskrifendum Stöðvar tvö ódýrari þjónustu á annarri rás, til þess að þeir hætti við okkur,“ segir Jó- hann. GS. Utanríkisráðuneytið: Breytingar gerðar Nokkrar breytingar hafa orðið á verkaskiptingu i utanríkisráðuneyt- inu. Hörður H. Bjamason hefur tekið við starfi prótokollstjóra af Sveini Bjömssyni, sem tók við starfi skrifstofustjóra ráðuneytisins fýrr á árinu. Einnig hefur Sverrir Haukur Gunnlaugsson látið af starfi skrif- stofustjóra viðskiptastofu utanrík- isráðuneytisins og tekið við stöðu fastafulltrúa íslands hjá Atlants- hafsbandalaginu í Bmssel. Einar Benediktsson hefiir látið af störfum fastafulltrúa hjá Atlantshafsbanda- laginu; en gegnir áfram starfi sendi- herra Islands í Belgíu, Luxemborg og hjá Evrópubandalaginu í Brussel. Þá hefur Róbert Trausti Ámason tekið við starfi skrifstofustjóra vamarmálastofii.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.