Tíminn - 23.08.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.08.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. ágúst 1990 Tíminn 9 ... FÓLK Peter Wríght er ekki mikið fýrír sviðsljósið en gerði undantekningu er hann opnaði fommunaverslun vina sinna í Tasmaníu. „GAGNNJÓSNARINN" skrifar aðra bók Nánir vinir þeirra hjóna, en þau búa nú í hálfgerðri einangrun á litl- um bóndabæ i eplaræktarhéraðinu Cygnet i Suður-Tasmaníu, segja að þau hafi unnið að bókinni árum saman. Leyndarmál Breta eru þó óhult þvi nýja bókin er ekki líkleg til að vekja upp þær deilur og réttarhöld sem út- gáfa „Gagnnjósnarans" hafði i för með sér. Bókin kemur ekki til með að afhjúpa samsæri til að fella ríkis- stjómir, í mesta lagi kemur hún upp um aðferðir við hreinræktun dýra. Cynthia Laner, rithöfundur og ná- inn vinur hjónanna, segir bókina fjalla um ræktun arabískra hesta og nautgripa. „Wright hjónin eru við- urkennd sem bestu ræktendur í fylkinu," sagði hún fyrir skömmu. Þetta viðfangsefhi hefur valdið út- gefendum hans vonbrigðum. „Peter talar einstöku sinnum um að skrifa ffamhald af endurminningum sin- um úr leyniþjónustunni en ég er hræddur um að sú verði ekki raun- in,“ segir Sandy Grant, ffam- kvæmdastjóri Heineman útgáfunn- ar í Sidney sem gaf út „Gagnnjósn- arann“. Það em liðin nær tvö ár ffá því að breska ríkisstjómin missti andlitið er hún tapaði rándýmm réttarhöld- um sem áttu að koma í veg fyrir út- gáfu „Gagnnjósnarans". Síðan hef- ur bókin selst i meira en þremur milljónum eintaka og Wright, sem nú er 74 ára, fengið nær eina millj- ón punda í ritlaun. Peningamir hafa gert útlegð hans i Tasmaníu mun þægilegri en þó virðast lifnaðar- hættir hans hafa breyst mjög litið. Hann og konan hans neita að ræða auðæfi sin. Öll simtöl inn á heimil- ið fara í gegnum hendur Lois, sem er ákveðin kona og gætir hagsmuna heilsuveils eiginmanns sins af mik- illi hörku. Beiðnum um viðtöl og myndatökur er afdráttarlaust neitað og þeim sem koma er vísað ffá. ,J>ví miður. Hann talar ekki við blaðamenn eða neina af þvi tagi,“ segir hún. „Hann hefur sagt það sem hann þarf að segja.“ Wright hefur þjáðst af hjartaveilu og sykursýki og um tíma var óttast að hann myndi ekki lifa af réttarhöldin varðandi bók sína. í besta falli var talið að hann myndi eyða því sem hann ætti eftir ólifað í hjólastól. Nú virðist hann þó mun hressari og fer i gönguferðir við búgarð sinn. Þótt hann sé hokinn og þurfi að ganga við staf er glampi i augum hans undir barðastórum hattinum sem hann notar til að veijast sól- inni. Þrátt fyrir að Wright hjónin forðist sviðsljósið eru þau tíðir gestir í Cygnet, þar sem búa um 1000 manns, og fara oft í innkaupaferðir til Hobart en þangað er um 50 mín- útna akstur. Eina skiptið sem hann hefur komið ffam opinberlega var í mars sl. þegar hann samþykkti að opna fommunaverslun skoskra vina sinna sem fluttu til Tasmaníu ffá Edinborg. Við opnunina keyptu hjónin antík- skáp og við það tækifæri minntist Wright á fjárhag sinn. „Þar til fyrir tveimur árum hefði ég ekki haft efni á að kaupa fommuni," sagði hann viðstöddum. Það gekk seint og illa fyrir Wright að fá ritlaunin sem breska stjómin reyndi árangurslaust að láta ffysta. Grant segir að Wright fái reglulega sendar ávisanir en svo virðist sem hann hafi ekki eytt miklu af fénu. Nágrannar Wright hjónanna, sem reyna af ffemsta megni að veija einkalff þeirra, segja að ritlaunin fyrir „Gagnnjósnarann“ hressi hægt og sígandi upp á lífsháttu þeirra hjóna. Þau búa í litlu þriggja her- bergja timburhúsi sem stendur í furalundi og á því hafa einungis verið gerðar minniháttar endurbæt- ur. Húsið var notað sem hlaða þar til Wright hjónin fluttu inn í það 1976, en þau yfirgáfu England til að vera nálægt dóttur sinni sem býr í 15 km fjarlægð. Þótt húsið hafi verið gert íbúðar- hæft á meðan á réttarhöldunum vegna „Gagnnjósnarans" stóð, var það enn hálfgert hrófatildur með fá- um nútímaþægindum, sagði Grant. Á veggnum hékk innrömmuð tilvitn- un á latínu í orð Gregory páfa VII, sem skýrði ákvörð- un Wrights til að yfirgefa landið sem hann taldi sig vera að bjarga undan áhrifum kommún- ismans: Dilexi jus- titiam et odi iniqu- itatem, propterea morior in exilio — Ég hef elskað rétt- lætið og hatað ranglæti, því hlýt ég að deyja í útlegð. Nú hefúr nokkuð af fimitijánum verið höggvið og í þeirra stað hefur verið byggð dagstofa við húsiðsem stækkar það um nær helming. í bíl- skúmum stendur nýr Volvo skutbíll sem leysir af hólmi gamlan Land Rover sem Lois notaði til að flytja hrossaskít og egg sem hún seldi í bænum. „Stærstu breytingarinnar hefur orðið vart á pósthúsinu,“ segir Grant. „Áður kom ffú Wright viku- lega og keypti eitt frimerki, nú kaupir hún heila örk.“ íbúar Cygnet segja að líf hjón- anna snúist nær eingöngu um bú- garðinn, sem er 23 hektarar að stærð og kallast Arabíska hrossa- ræktarstöðin Duloe, eftir smábæ f Comwall. Haft er eftir Lanas, sem býr í Ho- bart, að Wright hjónin séu álitin góðir hestaræktendur og stóðhestar þeirra hafi haft mjög góð áhrif á ástralskt hestakyn. Nýlega hafa þau einnig snúið sér að ræktun Murray Grey nautgripa sem vora áður óþekktir f Ástralíu. Vinir hans segja að hann sé fjarri því að vera bitur út í bresku ríkis- stjómina, sem enn hefur ekki feng- ist til að tryggja það að hann verði ekki saksóttur ef hann snúi heim, og að hann sé yfirhöfuð hamingjusam- ur og ánægður maður. „Svo virðist sem hann hafi kastað sér út í opinber átök af fiillum krafti á meðan á þeim stóð,“ segir Grant. „En að þeim loknum var hann full- komlega ánægður með að snúa sér að einfaldari lffsháttum sem bóndi. Ég held að hann hafi enn áhyggjur af einu eða tveimur atriðum f þess- um efhum en lfti svo á að f aðalat- riðum hafi hann komið sínu á ffam- færi.“ Ein athugasemd Wrights við opn- un verslunarinnar gaf þó til kynna að hann væri ekki fullkomlega ánægður með málalyktir. Hann viðurkenndi að þótt hann vildi einhvem tima snúa heim til Bretlands, þar sem sonur hans býr, væri honum það ekki kleift. 1TÞeir myndu varpa mér í fangelsi þó svo að ég hafi ekki gert nokkum skap- aðan hlut af mér.“ Peter Wright, fyrrverandi starfemaður bresku leyniþjónustunnar, sem skrifaði bók- ina „Gagnnjósnarínn“ sem skók undirstöður bresku stjómarinnar, hefiir snúið sér aftur að ritstörtúm. Þrátt fýrir þá yfiriýsingu hans að hann værí búinn að Ijóstra upp öllum sín- um leyndarmálum, vinnur hann nú ásamt konu sinni Lois við að semja bók sem ber heitið ,Á morgun kemur annar daguri'.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.