Tíminn - 23.08.1990, Qupperneq 11

Tíminn - 23.08.1990, Qupperneq 11
■j o 'Ti minn *»./!-*«• >« »r» e t ■* ,», Fimmtudagur 23. ágúst 1990 Fimmtudagúr 23. ágúst 1990 / i'i tí'minrí 1 í '"'é'. mg . NÍXI TIL NIU mumsiv tUSOD f Eftir Heiði Helgadóttur Kjötvörur hækkað tvöfalt meira en öll önnur matvæli þrátt fyrir óbreytt verð til framleiðenda: Rennur hundrað milljón króna „kjötskattur“ til kaupmanna? Þótt bændur hafi afsalað sér öllum verð- hækkunum á framleiðsluvörum sínum hef- ur verð á kjötvörum hækkað tvöfalt meira (2,1%) en meðalverð allra annarra matvæla á sl. hálfu ári þjóðarsáttar. Þessi umfram- álagning svarar til þess að kjötkaupmenn og/eða milliliðir hafi lagt „kjötskatt“ á al- menning, sem hefur skilað þeim um 45 millj. kr. sl. hálft ár. Og lækki kjötverð ekki frá því sem það er nú nær „kjötskatturinn“ a.m.k. 100 milljónum króna á árinu öllu — og enn hærri upphæð haldi verð á kjötvör- um áfram að hækka frá mánuði til mánaðar eins og það hefur gert það sem af er árinu. „Varðliðum“ rauða striksins má benda á að þriðjungur þess sem framfærsluvísitalan hefur farið fram yfir „strikið" er af völdum „kjötskattsins“. Nælt sér í aukamánaðarlaun I júlí og ágúst var verð á kjötvörum orðið 2,1-2,2% hærra en i febrúar. Þessi hækkun hefur þá skilað um 14 milljónum kr. í kassa einhverra annarra en framleiðenda hvom mánuð. Eigi kjötsmásalar einir heiðurinn af „kjötskattinum" hefur hann fært hveijum þeirra í kringum 55.000 kr. á mánuði að meðaltali — eða upphæð sem fer t.d. langt í að nægja þeim fyrir (lúsar)launum einnar afgreiðslustúlku í hverri búð. Þessir útreikningar eru byggðir á vísitölu framfærslukostnaðar sem reiknuð er mán- aðarlega af Hagstofunni. Kjöt og kjötvörur nema tæpum fjórðungi af matvörulið vísi- tölunnar. Verðhækkanir á kjöti hafa því veruleg áhrif á hækkun vísitölunnar. Önnur matvæli hækkað um 1% Það virðist því óneitanlega skjóta skökku við að verð á kjöti, sem ekkert hefur hækk- að til framleiðenda, né heldur skráð heild- söluverð þess, skuli hafa hækkað rúmlega tvöfalt meira (2,1%) en öll önnur matvæli að meðaltali. A hálfu ári „þjóðarsáttar“ (febrúar/ágúst) hafa aðrar matvörur en kjötið hækkað um aðeins tæplega 1% að meðaltali. Mjólkur- vörur hafa t.d. ekkert hækkað í verði og heldur ekki ávextir og grænmeti, kartöflur um aðeins 0,4% og verð á komvörum (mjöli, grjónum og bökuðum vörum) m.a.s. heldur Iækkað að meðaltali. Verðið á kjötinu hefur á hinn bóginn smátt og smátt þokast upp á við svo til hvem ein- asta mánuð; Meðalverð hefur þokast upp á flestum vömflokkum kjöts og kjötvara, unninna sem óunninna. Ný könnun Verðlagsstofnunar í 49 búðum ber líka vitni um þetta. Þær 5 kjöttegundir sem könnunin náði til hækkuðu að meðal- tali sem hér segir á tæplega 3ja mánaða tímabili (apríllok til júlímánaðar); Lærissneiðar + 0,6% Lambahryggur + 1,3% Nautahakk + 2,3% Kjúklingar + 2,5% Svínakótelettur + 5.7% Hækkun á lamba- og nautakjöti getur a.m.k. ekki stafað af öðmm orsökum en álagningu „kjötskattsins". Svínakjöt er hins vegar „frjálst" kjöt. Samkvæmt visitölugmndvellinum vom kjötkaup meðalíjölskyldunnar (3,48 manns) 8.940 kr. miðað við verðlag í febrú- ar, en þau höfðu hækkað i 9.130 kr. miðað við verðlag í ágúst, eða um 2,1%. Óttalegt smáræði finnst kannski einhverj- um? En margt smátt gerir eitt stórt. Þessi hækk- un svarar til þess að kjötinnkaup allrar þjóðarinnar (til heimilisnota) hafi kostað samtals kringum 14 milljónum kr. meira á mánuði í júlí og ágúst heldur en í febrúar. I atvinnuvegaskýrslum 1987 em launa- greiðendur i matvömverslun og blandaðri verslun 252 talsins. Skipti þeir þessum 14 milljóna króna mánaðarlegum „kjötskatti“ á milli sín er hlutur hvers 55-56 þús. kr. á mánuði sem fyrr segir — og hátt í hálfa milljón á árinu öllu ef kjötverð verður óbreytt til áramóta. Hefðu bændur hins vegar fengið „glaðninginn" í sinn hlut svar- ar hann um hálfu lambsverði á hvem þeirra í júlí og ágúst og væntanlega um 4 dilks- verðum á árinu öllu. Bændur vom hins veg- ar svo „bláeygir“ að trúa því að kjötverð í landinu mundi haldast óbreytt eftir að þeir samþykktu að sleppa öllum verðhækkunum sér til handa frá 1. desember í fyrra. „Óeðlilegar hækkanir..." „Það er á hreinu að verð til framleiðenda hefur ekkert hækkað á þessum tíma. Það Febrúar + 0,4% Mars + 0,5% Apríl - 0,7% Maí + 0,6% Júní + 1,2% Júlí + 0,5% Ágúst -0,1% Hækkun febr./ág. + 2,1% Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar em þessar verðhækkanir ekki bundnar við neinar ákveðnnar kjöttegundir sérstaklega. sem gerist er því að milliliðimir hafa tekið þessar hækkanir til sín, án þess að nokkrar forsendur séu fyrir því. Eg tel því að þama sé um óeðlilegar hækkanir að ræða,“ sagði Ari Skúlason, hagfræðingur ASl. Að kjöt- vömr skuli að meðaltali hafa hækkað tvö- falt meira en aðrar matvömr, innlendar sem erlendar, segir Ari alveg út í hött. Frekar átt að lækka en hækka „Þetta er mjög alvarlegt mál, að á sama tíma og kjöt hækkar ekkert til framleið- enda skuli smásöluverð þess samt sem áð- ur hækka tvöfalt meira en á öðmm mat- vörum,“ sagði Haukur Halldórsson. for- maður Stéttarsambands bænda. Hann sagði svínakjöt einu kjötafurðina sem eitt- hvað hafi hækkað til framleiðenda á þessu tímabili. „Það er ekkert sem réttlætir hækkun á kjötvömm á þessum tíma — frekar að það hefði átt að koma fram smávegis lækkun á smásöluverði unninna kjötvara. Og með^ alhækkun yfir 1% í einum mánuði (júní) er hreinlega fyrir neðan allar hellur.“ Haukur sagði niðurgreiðslum þannig hátt- að að þær hafi alls ekki átt að virka til hækkunar, heldur þvert á móti til verð- lækkunar nú í júlí og ágúst. En þá var bætt við sérstakri niðurgreiðslu á ákveðnu magni af vinnslukjöti (100 tonn) sem hefði átt að skila sér í formi lægra smá- söluverðs á unnum kjötvömm. Spurning um frelsið ■■■ „Mér finnst þetta alvarlegt mál. Það bend- ir til þess að sumir aðilar ætli, þrátt fyrir viðtæka samstöðu, að skammta sjálfum sér stærri hlut í skjóli frjálsrar álagningar og samkeppni. Og þá hlýtur maður óneitan- lega að fara að velta því fyrir sér hvort þessi blessuð frjálsa álagning leiði til þess eins að menn nái sér í stærri og stærri hlut. Það vekur aftur upp spuminguna: Var það rétt að gefa smásöluálagninguna frjálsa? Þeirri spumingu þurfa menn t.d. að velta fyrir sér varðandi mjólkurvörumar. Kunni menn sér ekki hóf í frelsinu er spumingin hvort rétt sé að þeir hafi það,“ sagði Hauk- ur. Ekki aðeins hefur verð til framleiðenda og skráð heildsöluverð (afurðasöluverð) verið óbreytt á tíma þjóðarsáttar. Haukur bendir á að verð „lambakjöts á lágmarks- verði“, sem er um 15% af öllu seldu lambakjöti, hefur heldur ekki hækkað á tímabilinu. Meðalhækkun um 2,1% þýði því að annað kjöt hafi hækkað þeim mun meira. - HEl

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.