Tíminn - 23.08.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 23.08.1990, Blaðsíða 17
m Firfftntudaðuir23i iágúst. 1990 Tímrhn 17' i~B.vrrvrv*?«? ¦ **nr Dagskrá SUF-þings, Núpi, Dýrafirði, 31. ágúst-2. september Föstudagur 31. ágúst Kl. 16.30 Setning - Gissur Pétursson, formaður SUF. Kl. 16.45 Kosning embættismanna. Skipaö í nefndir. Kl. 17.00 Ávörpgesta. Kl. 17.30 Lögð fram drög að ályktunum. Almennar umræður. Kl. 19.00 Kvöldmatur. Kl. 20.00 ísland og Evrópubandalagið - Gunnar Helgi Kristinsson stjómmálafræðingur. Fyrirspurnír og umræður. Kl. 21.30 Nefndarstarf. Kl. 22.30 Kvöldvaka - þjóðdansar. Laugardagur 1. september Kl. 08.30 Morgunverður. Kl. 09.00 Nefndarstarf Kl. 11.00 Umræður. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Umræður og afgreiðsla ályktana. Kl. 14.30 Hlé - Knattspyrna og hráskinnaleikur. Kl. 16.00 Afgreiðsla stjórnmálaályktunar. Kl. 17.30 Kosningar. önnur mál. Kl. 18.00 Þingslit. Kl. 21.30 Kvöldskemmtun - söngur, glens og gaman. Sunnudagur 2. september Kl. 09.30 Morgunverður. Brottför. Málefnaundirbúningur fyrir SUF-þing á Núpi: Stjómmálanefnd Gissur Pétursson formaður. Fundur fimmtudaginn 23. ágúst kl. 18. Öllum ungum framsóknarmönnum er heimil þátttaka í málefnaundir- búningi. Komið og látið sjá ykkur. Fundimir verða að Höfðabakka 9 (Jötunshúsinu). Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins í síma 674580. KJORDÆMISÞING framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi. Haldið að Núpi í Dýrafirði 8.-9. september 1990 DAGSKRÁ: Laugardagur 8. september: 1.kl. 14.00 Þingsetning 2. kl. 14.10 Kosning starfsmanna þingsins 3. kl. 14.15 Kosning nefnda og framlagning mála 4. kl. 14.40 Skýrslur stjórnar, umræður og afgreiðsla 5. kl. 15.10 Ávörpgesta 6. kl. 15.30 Kaffihlé 7. kl. 16.00 Stjórnmálaviðhorfið - staða og horfur 8. kl. 16.40 Ávarp þingmanns og varaþingmanns 9. kl. 17.30 Almennar umræður 10. kl. 19.00 Matarhlé 11. kl. 20.00 Umræður um framboðsmál 12. kl. 21.00 Fundifrestað Sunnudagur 9. september: 1.kl. 09.00 Nefndarstörf 2. kl. 12.00 Hádegisverður 3. kl. 13.00 Afgreiðsla mála 4. kl. 14.00 Kjör stjórnar og nefnda 5. kl. 14.30 önnurmál 6. kl. 15.00 Þingslit Stjómln Umhverfismálaráðstefna Ráöstefna um umhverfismál verður haldin í Vestmannaeyjum laugardaginn 29. sept. nk. Ráðstefnan er öllum opin. Nánar auglýst sfðar. Landssamband framsóknarkvenna, LFK. Cher hefur haft slík áhríf á gftarieikara Bon Jovi, en þau hafa verið saman í rúmt ár, að nú sér fyrir enda sam- starfs meðlima hljómsveitarinnar. Cher splundrar Bon Jovi Hljómsveitin fræga Bon Jovi riðar nú til falls. Ástæðan er sögð ástar- samband gítarleikarans, Richie Sambora, við söng- og leikkonuna Cher. Samband þeirra hefur beint at- hyglinni mun meira að gítarleikar- ann en áður var og það á aðal- sprautah í hljómsveitinni, Jon Bon Jovi, bágt með að þola. Hann opnar varla svo blað að ekki sé þar fjallað um samband gítarleikarans og Cher og þegar hann komst að því að búið var að stofha aðdáendaklúbb um Richie Sambora var mælirinn full- ur. Cher hefur lagt á það ríka áherslu við Richie að fara nú að huga að eigin frama því hann sé hæfileika- mestur í hljómsveitinni. Þetta hefur allt stigið drengnum til höfuðs og vinnur hann nú að sólóplötu. Jon Bon Jovi vill ekki vera minni maður og er nú með eigin sólóplötu a prjonunum. Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru að vonum svekktir yfir þessari framvindu mála og telja þetta bana- bita Bon Jovi. Allar áætlanir um plötu með hljómsveitinni eru runn- ar út i sandinn. Enginn veit hver endirinn á þessum bræðrabardaga verður en menn telja ekki miklar vonir til að hljómsveitin lifi hann af. Tilverustigin mörg marg- vísleg • t Það eru ekki bara íslendingar sem eru á kafi í dulspekinni og vita allt um fyrri tilverustig og jafhvel þau næstu. Dallas-stjarnan Patrick Duffy er með þetta allt á hrcinu. Hann kveðst hafa verið rustamenni hið mesta í fyrra lífi og sífellt verið að berja á fólki og stórslasa það. Þarna segir hann komna skýringuna á því að hann sé alltaf að meiða sig á höndun- um, það geti ekki verið hrein tilviljun (eða klaufaskapur). Hann segist með þessu vera að gjalda skuld frá fyrra lífi. Patrick Duffy hefur verið búddisti í 17 ár og trúir því að lífið sé eilíf hringrás. Þetta veitti honum mikla huggun þegar ræningjar myrtu for- eldra hans. Hann vissi að þau mundu lifa áfram. Að sögn Patricks sofhum við að loknu hverju tilverustigi og vöknum til nýs lífs daginn eftir. Hann heldur þvi fram að hjónaband hans sé engin tilviljun heldur. „Samband okkar er miklu sterkara en árin sem við höfum lifað saman gefa ástæðu til. Við eig- um sameiginlega reynslu frá fyrri til- Patrick Duffy þarf ekki að fara f neinar grafgötur um hvafl leyndardóma tilverunnar varðar verustigum. Þegar við vorum gefin saman í búddahofi sagði presturinn að við hefðum sameinast vegna við- burða i okkar fyrri lífum." Karlagrobb af verstu sort Eddle Murphy er, að eigin áliti, kvennagull allra tfma. Valentino og Casanova geta fario heim og lagt sig (ef þeir væru ekki dauðir). Eddie Murphy er sannfærður um að hann sé það besta sem hent geti nokkra konu. „Konur elska mig. Þær gráta af hlátri þegar ég segi brandara. Ef það er ekki kynþokki þá veit ég ekki hvað," segir hann stoltur. Þetta sjálfsálit hefur fylgt honum lerigi því í gagnfræðaskóla átti hann að skrifa ritgerð um sjálfa sig og hún bar vitanlega yfirskriftina „Eddie Murphy — guðsgjöf til allra kvenna." Eddie til mikillar undrunar er til kvenfólk sem bara fer út með hon- um vegna frægðarinnar. „Þegar þær reyna við mig líkar mér það vel í fyrstu. Síðan þegar ég sé hve auðvelt það er að komast yfir þær fæ ég leið á þeim." Eddie á tvö börn sitt með hvorri konunni. Ekki hvarflar það að honum að giftast annarri þeirra því það gæti sett hömlur á frelsi hans. Hann segist reiðubúinn að sjá fyr- ir börnunum en þar með er um- hyggja hans upptalin. Eddie er frægur fyrir að segja ruddalega og niðurlægjandi brandara um konur. Einnig hefur hann orð á sér fyrir að vera ótrú- legur nískupúki. Þótt hann sé vell- auðugur geta konur sem hann býð- ur út ekki átt von á veglegri máltíð en hamborgara með frönskum. Samt flykkjast þær um hann. Eru konur í Ameríku ekki með öllum mjalla?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.