Tíminn - 23.08.1990, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.08.1990, Blaðsíða 19
f ¦(' •RÍm'rWiidkgúP^r^Öðt'ÍQQO ___________________...........................................-.................• -*•-..........'•'•Trminn 19 IÞROTTIR Körfuknattleikur: NBA-leikmenn settir í bandaríska landsliðið? — Eiga Bandaríkjamenn möguleika í gull á ÓL í Barcelona án atvinnumanna? Eftir fjögur mögur ár, þar sem bandaríska landsliðinu hefur ekki tekist aö sigra í alþjóðlegum stór- mótum, hafa forráðamenn lands- liðsins hafið viðræður við yfir- menn NBA-deildarinnar um að fá atvinnumenn inn í bandaríska landsliðið. Það sem vakir fyrir Bandaríkjamönnum er gullið á Ólympíuleíkunum í Barcelona, en í Seoul voru það Sovétmenn sem hirtu gullið í körfuknattleikskeppn- inni, en Bandaríkjamenn urðu aö sætta skj við bronsið. ,3andaríkin geta ekki lengur sent hvaða lið sem er út í alþjóðleg mót og búist við verðlaunum," segir Craig Miller, aðstoðarframkvæmdastjóri bandaríska körfuknattleikssam- bandsins, USA Basketball, en lands- liðið er gert út á þeirra vegum. „Margar þjóðir hafa náð okkur og hafa sömu þekkingu á íþróttinni og við," segir Miller. Samningaviðræðurnar við NBA- deildina beinast að tryggingum vegna hugsanlegra meiðsla hinna hátt launuðu leikmanna og hvernig standa skuli að vali á leikmönnum og þjálfurum fyrir landsliðið. „Þetta er allt mjög skammt á veg komíð og það tekur tíma að leysa öll vandamál, en það sem mestu máli skiptir er að hver sem er geti leikið með landsliðinu." Yfirburðir Bandaríkjamanna í körfuknattleiknum hafa minnkað mjög á síðustu árum. I þeim 11 heimsmeistarakeppnum, sem fram hafa farið hingað til, hafa Banda- ríkjamenn unnið 7 sinnum til verð- launa, þar á meðal í keppninni sem nú er nýlokið í Argentínu, en þá féll bronsið í þeirra skaut. Á friðarleikun- um í júlí sl. varð bandariska liðið í öðru sæti og í því þriðja á ÓL í Seo- ul. Það var í fyrsta sinn sem banda- riskt landslið tapar af gulli á Ólymp- íuleikum síðan í leiknum fræga í Mtinchen 1972. Bandarikjamenn tóku sem kunnugt er ekki þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu 1980. Æ fleiri þjóðir hafa eignast sterka körfuknattleiksmenn, sem hafa kom- ist á samning hjá liðum í NBA- deild- inni, og á síðasta ári var reglum FD3A breytt þannig að atvinnumenn- irnir mega leika með landsliðum sín- um. Meðan Bandaríkjamenn hafa haldið áfram að nota óreynda há- skólaleikmenn, hafa aðrar þjóðir brugðist skjótt við og fengið alla sína bestu leikmenn í Iandsliðið, þar á meðal leikmenn sem leika í NBA- deildinni. I júgóslavneska landsliðinu eru þrír leikmenn úr NBA-deildinni. Leik- stjórnandinn Drazen Petrovic leikur með Portland Trail Blazers, miðherj- inn Vlade Divac leikur með Los Angeles Lakers og Zarko Paspalj lék með San Antonio Spurs mestallt síð- asta keppnistímabil. I sovéska landsliðinu, sem lék í Arg- entinu, var Alexander Volkov, sem kom til liðs við landsliðið eftir að keppnistímabilið hjá Atlanta Hawks var búið. Fimm aðrir leikmenn, sem léku á HM í Argentínu, hafa leikið í NBA- deildinni. Kanadamennirnir Jim Zoet og Stewart Granger, Puerto Rico- mennirair Jose Ortiz og Ramon Ri- vas og Brasilíumaðurinn Rolando Ferreira. Reglur bandaríska körfuknattleiks- sambandsins, USA Basketball, heim- ila atvinnumönnum ekki að leika með landsliðinu í heimsmeistara- keppninni sem nú er nýlokið, en gert er ráð fyrir að reglunum verði breytt fyrir Olympíuleikana í Barcelona 1992. „Nærvera atvinnumanna í landsliði Bandarikjanna er engin trygging fyr- ir sigri. Allir bestu leikmennirnir í Júgóslavíu og Sovétríkjunum leika með félagsliðum, sem þýðir að þeir æfa mikið og leika mjög marga leiki," segir kanadíski landsliðsþjálf- arinn Ken Shields. Þeir eru vanir að leika körfuknattleik eins og hann ger- ist í alþjóðlegum keppnum, harðan og hraðan bolta, en það er erfítt að undirbúa bandariskt lið fyrir slíkan bolta, því þar er lcikstílliim annar. í bandariska liðinu, sem tók þátt í HM í Argentínu, voru níu leikmenn 20 ára eða yngri. Þeir höfðu enga al- þjóðlega leiki að baki fyrir friðarleik- ana, aðeins leiki með bandarískum menntaskóla og háskólaliðum. „Bandaríska liðið er gott, en það er mjög ungt og skortir reynslu. Lykill- inn að árangri í alþjóðlegum keppn- um er að hafa samæft og reynslumik- ið lið. Jafhvel lið skipað NBA-leik- mönnum, þarf að venjast því að leika saman sem lið," segir Alexander Gomelski, fyrrum þjálfari Ólympíu- liðs Sovétmanna og núverandi tækni- legur ráðgjafi Valdas Garastas lands- liðsþjálfara. Kanadíski landsliðsþjálfarinn Shi- elds var ekki viss um árangur þótt NBA-leikmenn lékju með banda- ríska liðinu. „Körfuknattleikurinn er hvergi betri en í NBA-deildinni, á því er ekki nokkur vafi. En ef þeir halda að þeir geti sett saman lið skipað sjálfumglöðum stjörnum og sigrað, gætu þeir haft á röngu að standa. Það krefst æfingar að vinna saman svo ár- angur náist," segir Shields. Þá er bara að bíða og sjá hvort leik- menn eins og Magic Johnson, Mi- chael Jordan og Patrick Ewing verði í bandaríska landsliðinu á ÓL í Barcel- ona eftir tvö ár. BL Knattspyma-Aganefnd: Sævar í banni í bikarúrslitunum — Fimm leikmenn úr 1. deild í leikbann Valsmenn verða án Sævars Jónssonar í bikarúrslitaleikn- um gegn KR á sunnudaginn, þar sem aganefhd KSÍ hefur dæmt hann í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Billy Owens umkringdur hávöxnum Júgóslövum á friðarieikunum Seattle í sumar. Blak: HM kvenna í blaki hófst í Kína í gær Heimsmeistarakeppni kvenna í blaki hófst í gær, en mótið fer fram í Kína. í A-riðli vann Suður-Kórea 3-0 sigur á Egyptalandi, 15-10, 15-1 og 15-1. Kína vann 3-0 sigur á ítalíu, 15-5, 15-1 og 15-11. í B-riðli vann Kúba 3-0 sigur á Taiwan, 15-0, 15-9 og 15-13. Japan vann V-Þýskaland3-1, 15-7,12-15, 15-5 og 15-7. I C-riðli unnu Sovétrikin 3-1 sigur á Hollandi 14-16, 15-11, 15-6 og 15-7. Perú vann Kanada 3-1, 15-5, 12-15, 15-7 og 15-9. í D-riðli unnu Bandaríkin 3-0 sig- ur á A-Þýskalandi, 15-4, 15-13 og 15-8. Argentína vann Brasilíu 3-0, 15-5, 15-0 og 15-4. Sævar fékk sitt fjórða gula spjald í leiknum gegn IBV fyrir viku og fyrir vikið missir hann af bikarúrslita- leiknum. Valsmenn eru í nokkrum vanda staddir því margir leikmenn liðsins eiga við meiðsl að stríða um þessar mundir. Bjarni Sigurðsson markvörður lék ekki með gegn Þór í fyrrakvöld og óvíst er hvort hann get- ur leikið á sunnudaginn. Þá er óvíst hvort Steinar Adolfsson getur leikið með, en hann er meiddur á ökkla. Halldór Áskelsson hefur ekki getað leikið með Val í tvo mánuði og ólík- legt er að hann verði búinn að ná sér fyrir sunnudag. Ingvar Guðmunds- son er meiddur á hné og getur ekki leikið meira með Val í surnar. Á fundi aganefndar var Ólafur Þo- bergsson, Þór, dæmdur í eins leiks bann vegna brottvísunar og þeir Ragnar Gíslason, Stjörnunni, Birgir Skúlason, FH, og Alexander Högna- son, ÍA, fengu eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Nokkrir leikmenn úr neðri deildum voru einng dæmdir í bann. Þessir fengu eins leiks bann vegna brottvís- unar: Hörður Benónýsson Leiftri og Helgi Ketilsson Örnum. Sveinn Jóns- son Selfossi og Gústaf Vífilsson Fylki fengu eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. BL Enska knattspyman: Robson frá í þrjá mánuði Bryan Robson, fyrirliði Manc- hester United og enska landsliðs- ins, getur ekki leikið knattspyrnu næstu þrjá mánuði. Hann gekkst undir aðgerð á hásin á þriðjudag og verður í gipsi næsta mánuðinn. „Það gæti tekið hann allt að þrjá mánuði að ná sér. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Manchester United og England. Hann hefur verið mjög óheppinn með meiðsl á sínum ferli, en ég er viss um að hann mun leika á ný," sagði Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri United, í gær. Robson, sem er 33 ára, fékk spark í ökklann í upphali HM á Italíu í sumar og varð að fara heim til Eng- lands þar sem hann gekkst undir aðgerðina, sem er önnur í röðinni, vegna hásinarinnar. Robson mun því missa af tveimur fyrstu leikjum enska landsliðsins i undankeppni Evrópumótsins í haust, en margir eru þeirrar skoðunar að Robson eigi ekki afturkvæmt í landsliðs- hópinn. BL Knattspyrna - Yngri flokkar: Úrslitakeppnin hefst í dag Senn líður að lokum knattspyrnu- tímabilsins. í dag hefst úrslita- keppni Islandsmóts yngri flokk- anna og á sunnudaginn verða krýndir Islandsmeistarar í 3. fl., 4. fl. og 5. flokki. Keppnin í 3. flokki karla hefst á Akranesi í dag kl. 17.00. Átta lið leika um titilinn en leikið er í tveimur riðlum. í a-riðli leika: Fram, Týr, KA og Þór Ak. I B-riðli leika: ÍA, Víkingur, FH og KR. Úr- slitaleikurinn verður leikinn kl. 11.45 á sunnudag. Keppnin í 4. flokki karla fer fram í Kópavogi og í Garðabæ. Átta lið leika í tveimur riðlum og hefst keppnin á Kópavogsvelli og Stjörnuvelli kl. 17.00 á dag. í A- riðli leika: KR, Grindavík, Þór Ak. og KA, en í B-riðli leika: Stjarnan, Týr, ÍR og UBK Úrslitaleikurinn verður á Stjörnuvelli kl. 11.30 á sunnudag. í 5. flokki verður leikið á Valhúsa- velli á Seltjarnarnesi og Víking- svellinum í Reykjavík. Bæði A og B lið mæta til leiks frá félögunum átta sem leika til úrslita. I A-riðli leika FH, ÍR, Grótta og Völsungur og leikið verður á Valhúsavelli. IB- riðli leika KR, Fylkir, Víkingur og IK á Víkingsvelli. Keppni á báðum völlunum hefst kl. 17.00 í dag. Úr- slitaleikur B-liða verður á Víking- svelli kl. 10.30 á sunnudag, en A- lioin leika til úrslita á sama velli kl. 12.00. Körfuknattleikur: 900 ekki 9000 Sú misritun varð i blaðinu í gær að í frétt um körfuknattleiksskóla í Keflavík stóð að þátttökugjald í skólann væri 9000 kr. Hið rétta er að það kostar aðeins 900 kr. að taka þátt. Viðkomandi eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Siglingar: íslandsmóti kjölbáta framhaldið íslandsmótinu í siglingum á kjöl- bátum verður framhaldið á morg- un, en mótið hófst með Faxaflóa- keppninni 21. júlí sl. Búist er við mikilli þátttöku eða allt að 20 bát- um. Alls verða fjórar umferðir sigldar um helgina, sú fyrsta hefst kl. 16 á morgun, önnur umferð hefst kl. 10 á laugardag og þriðja umferð hefst síðar sama dag. Fjórða og síðasta umferðin hefst kl. 10 á sunnudag. Lokaskráning í mótið er í dag milli kl. 18 og 22 við Brokeyjarbryggju í Reykja- víkurhöfh.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.