Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 6
Tíminn Föstudagur 24. ágúst 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Firtnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrlfstofur:Lyngháls9,110 Reykjavlk. Slml: 686300. Auglýsingaslml: 680001. Kvöldslmar: Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,- , verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Kjör presta Fremur óheppileg deila er komin upp milli stjóm- valda og starfandi presta þjóðkirkjunnar um húsa- leigumál. Fjármálaráðherra heíur ákveðið að hækka húsa- leigu af embættisbústöðum samkvæmt heimild sem hann hefur í lögum um íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins. Eins og í lögunum segir er það meginregla að rík- ið leggi starfsmönnum sínum ekki til íbúðarhús- næði nema því aðeins að þeir gegni störfum í þeim landshlutum þar sem sérstakir landshættir gera slíkt nauðsynlegt. Þeim starfsmönnum ríkisins, sem hafa afnot íbúðarhúsnæðis samkvæmt lögunum, ber að greiða ríkissjóði leigu fyrir húsnæðið. Húsa- leiguna skal fjármálaráðherra ákveða í reglugerð samkvæmt sérstakri viðmiðim sem lögin segja til um. Af því leiðir að leiga af embættisbústöðum get- ur verið mismunandi há, leigugjald fer eftir bruna- bótamati og staðsetningu viðkomandi embættisbú- staðar. Enginn vafi er á því hvert fjármálaráðherra sækir rétt sinn til þess að endurskoða húsaleigu af þeim prestssetrum sem hér um ræðir. Hitt verður ekki séð að honum hafi borið nein skylda til þess að ráðast í þessa endurskoðun á þessum tíma og við þær að- stæður sem nú eru í kjaramálum ríkisstarfsmanna. Miðað við margar starfsstéttir háskólamenntaðra manna eru launa- og starfskjör presta síður en svo neitt óhófleg. Ekki hefur þess heldur orðið vart að prestar hafi sótt ýkja fast á um kjarabætur sér til handa, þótt forystumenn þeirra hafi haft fulla ein- urð til að lýsa kjörum sínum þegar það hefixr átt við. A þessu ári var að fyrirlagi kirkjumálaráðherra sett upp nefnd til þess að kanna kjör presta. Það var skilningur stéttarfélags þeirra að meðan sú nefnd væri að störfum yrðu kjör þeirra ekki þrengd og sýnist það sanngjamt sjónarmið. Auk þess lá ekkert á að hækka húsaleigu á embættisbústöðum á gildis- tíma þjóðarsáttar. Gildandi lög um íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins vom sett árið 1968. Þau vom um margt tímabær og rétt að lögfesta þá almennu reglu að ríkið sæi ekki embættismönnum fyrir bústöðum hvar sem væri, t.d. í Reykjavík. Eigi að síður þótti einboðið að víkja yrði frá almennu reglunni í mörgum tilfellum og átti það ekki síst við um prestssetrin. Ríkið á því prestssetur úti um allar byggðir landsins. Hins veg- ar var það ffá fyrstu tíð hæpið og umdeilanlegt að taka leigu af þessum húsum. Það var aldrei það nauðsynja- eða réttlætismál sem margir vildu vera láta. Tíminn sem liðinn er frá setningu laganna hef- ur heldur ekki rennt stoðum undir réttlætingu þess að taka leigu af prestssetrum. Þær fjárhæðir sem hér eru í veltunni skipta ríkið litlu en marga presta miklu. Mngginn greinir frá ]>ví í frétt á baksiðu f gær að lýtalæknir hafi verið á Siglufirði í afieysingiun í sumar. í frcttinni segir frá því að laknirinn hafi fcngið talsvert af fólki til sin, cnda óalgengt að landsbyggöarfóM sé boðið upp ú lýtaaögerir i béraöf. EkW befitr þyld nó almennt fegurri en þeir voru f fyrra, en bóast má víö að sve sé, enda er um í Moggafr húslæknirinn á til mln fólki sem hafði kitað fii og brjóstum." Ef Garri skilur orö Einhverjum kann að finnast þaö einkennilegt að sú staðreynd að lýtaiæknir hafi unnið Í afleysiug- um á Siglufirði í sumar teljist svo stærsta blað landsins aö birta um þaö frétt á aöalfréttasíöu siuui af innlendum máiefuum. Garra finnst það faius vegar ekkert skrýtið og er bjartaniega sam- fil að komast til læknis. Varia cr lengur hægt aö kenna um að- stöðuieysi eins og vinsæit var á ár- með og þeir verið færri sem létu iæknir, svn ekki sé talað um sér- að sérfræðingurinn var kumiim a staðinn. Eða eins og læknirinn orðar það sjálfur: „Fólk sýndi þessari þjónustu áhuga og var þakklátt fyrir að þurfa ekki aó fara til Reykjavikur i aógerð." Loks bendir þessi aufúsugestur á greina að lýtaiæknar gerist far- gengt með augnlækna og kven- sjúkdómalækna, og fcrðkt um landið og líti á fótk sem sjúkra- hús- og hérðaðslæknar teidu að þyrftu þessa þjónustu. ætla að verða viðvarandi vanda- mál á íslandi cf marka iná fréttir i útvarpi ug blöóum að undan- förnu. Skelfilcgt ástand hefur aú skapast á ookkrum stöðum á iandinu þar sem hvorJd fást lækn- ar né hjúkrunarfólk til starfa í legt dæmi af Norðausturiandi ber vitni um. Á þeim staö þurfa menn að aka 16t> km til að komast til Rcykvikingum þætti hart að þurfa að fara t,d, upp í Borgames fa. Hins vegar ættu farand- læknar ekki að þekkjast þcgar um það er að ræða að Iryggju heilu béruðunum nauðsynlega læknisþjónustu. GrundvalJar- breytinga er þörf á sktpulagi beil- brigðisþjónustunnar í byggðum hjúkrunarfólk fáist þar til starfa. Launamál eru ekki efst á blaði sltkrar endurskipulagningar, enda fekjumögulcikar lækna á Íandsbyggðínni miklir. StarfsskÍI- ingarmelri aíriöi. Garri VÍTT OG BREITT Reykjavíkurrallið Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavík- ur lenti í árekstram við lögregluyf- irvöldin í Gullbringusýslu og Ar- nessýslu og fær ekki að halda rall- keppni í þeim umdæmum vegna skorts á löggæslu. Pólitíin era búin með yfirvinnukvótann sinn og geta því ekki fylgst með rallköppunum bijóta allar umferðarreglur og gefa skít í hvort þeir aka hver á annan, á vegum eða halda sér yfirleitt á hjól- unum. Hvers vegna reykvískir rallkappar era að angra yfirvöldin i nágranna- sýslum með því að biðja yfirvöldin að fylgjast með lögbrotum er óskilj- anlegt. í Reykjavík skiptir lögregl- an sér aldrei af aksturslagi, hvorki í dagvinnu né eftirvinnu, og þarf engin leyfi til að krampa malbikið á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Akstursleiðir velja hetjumar sjálfar, hvort sem þær era á bílum eða mót- orhjólum, og kemur lögreglan þar hvergi nærri. Hljóðkútslausir með allt á útopnu þeysa mótoríþróttamenn um götur og gangstíga og er allur löggæslu- kvóti íyrir löngu þrotinn hvað varð- ar afskipti af Reykjavíkurrallinu. Allt á útopnu Undirritaður tekur þátt í æsilegri rallkeppni eftir endilangri Reykja- vík að minnsta kosti tvisvar hvem virkan dag. I vinnuna á morgnana og heim á kvöldin. Strætisvagnar era út úr kortinu þar sem þeirra hlutverk er eitthvað allt annað en að flytja fólk milli áfangastaða á ódýr- an og fyrirhafharlítinn hátt. Hvergi fást svör við því hvert hið eiginlega hlutverk SVR er, annað en að taka þátt í Reykjavíkurrallinu. Hvar sem hægt er að koma því við er strætó á ólöglegum hraða eins og flestir hinna þátttakendanna. Rallkeppnin á götum höfúðborgar- innar hefst snemma á morgnana og stendur yfir fram á rauðanótt. Há- marki nær bílaiþróttin yfirleitt á morgnana þegar tugþúsundir íbúa höfúðborgarsvæðisins geysast hver um annan þveran á leið i vinnu. Það sem gerir dagiegt Reykjavík- urrall glannalegra og meira spenn- andi en lögvemdaða rallkeppni, er að í fyrmefndu greininni liggja akstursleiðir í allar áttir í senn en skipulagða rallið er miklu hættu- minna þar sem allir aka sama hring- inn eftir einhveijum reglum. I morgunrallinu er komið íyrir skemmtilegum torfærum og mann- drápsgildram af ráðnum hug. Þær tugþúsundir ökumanna sem t.d. leggja leið sína um Artúnsbrekkuna á háannatíma verða að sneiða hjá ótal skurðgröfúm og þungum og hægfara vinnutækjum sem raðað er með óreglulegu millibili á allar ak- reinar og innan um þetta og aðra umferð aka þeir hugrökkustu á 120 km hraða og þarf enga lögreglu og síst á yfirvinnutíð til að sjá svo um að hvergi slakni á lífsháskanum meðal þátttakenda. Þegar svo umferðin er hvað mest síðari hluta dags er skurðgröfúnum aftur komið fyrir á akbrautunum svo að þær verði tiltækar næsta morgun i skipulagslausa kaosið. Klesstir bílar og annað hráviði henta líka ágætlega sem torfærar og er yfirleitt nóg af þeim á götunum. Löggæsla óþörff Eins og sönnum rallköppum hæfir þola keppendur í höfúðborgarrall- inu aidrei nokkum andstæðing fyrir framan sig. Því andskotast þeir áköfústu fram fyrir hvem bíl og djöflast milli akreina á hraða sem ekkert gefúr Monte Carlo rallinu né annarri ffægri keppni eftir. Þar sem umferðaryfirvöld sjá svo um að engar reglur gilda um akrein- ar þarf eðlilega enga löggæslu til að ffamfylgja þeim. Ef tekið er tillit til ffamanritaðs er næsta óskiljanlegt hvað Biffeiða- íþróttaklúbbur Reykjavíkur ætlar að fá að gera i næstu sýslum. Og enn óskiljanlegra að hann geti ekki fcngið að halda rallkeppni vegna löggæsluleysis. Biffeiðaíþróttamennimir hafa ekk- ert út fyrir Reykjavík að gera til að keppa í ralli. Það geta þeir gert á heimaslóð upp á hvem dag án þess að spyija nokkur yfirvöld um leyfi. En það er kannski tryggara fyrir ökufanta að keppa annars staðar og kaupa löggæslu úti á landi til að passa upp á sig. Heimsþekktum rallköppum er ekki bjóðandi upp á lífsháskann og skipulagsleysið sem látið er viðgangast daga og nætur á götum Reykjavíkur. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.