Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Föstudagur 24. ágúst 1990 Föstudagur 24. ágúst 1990 Tíminn 9 ■ I mi m: n Laxaræktun í Rangánum hefur skilað gríðarlegum árangri. Veiðin hefur margfaldast frá fyrri árum og laxagöngur hafa aukist: GRÆNLANDSGANGA“ í RANGÁRNAR mmm L ■ ' >•■::? Sú fiskisaga hefði aldeilis flogið hér áður fýrr að Rangámar á Suðurlandi væru með aflahæstu lax- veiðiám á landinu. Ámar hafa aldrei skipað sér i flokk með stærri laxveiðiám og hefúr veiðin yfir- leitt verið um og yfir 50 laxa á sumri. En í sumar hefúr ótrúleikinn litið dagsins ljós; veiðin hefúr margfaldast ffá fyrri sumrum og Rangámar tróna mjög líklega á toppnum yfir heildarveiði í lax- veiðiám landsins eftir þetta sumar. Það mætti spytja hvort að Grænlandsgangan, sem sjómenn bíða eftir, hafi nú skilað sér í þessu óvenjulega formi; þ.e. mikilli aukningu á laxagöngu í Rang- ámar - en það væri nú ólikleg fiskisaga. Samkvæmt síðustu veiðitölum í Rangánum hafa veiðst þar í kringum 1350 fiskar en í fyrra vora laxamir 120 talsins. Maigir hafa velt vöng- um yfir þessari miklu veiði og nefndar hafa ver- ið ýmsar ástæður. Hér er þó fyrst og ffemst, og jafnvel að öllu leyti, um að ræða árangur af laxa- ræktun sem átt hefúr sér stað í ánni undanfarin ár. Sérstaklega má þó þakka þessa veiði góðum ár- angri og gríðarlegum endurheimtum af slepp- ingu seiða í ámar síðasta sumar. Sleppingar aö skila sér Laxaræktun hefúr verið reynd talsvert í Ran- gánum. T.d. gerði Stangveiðifélag Rangæinga tíu ára ræktunarsamning 1972 og sleppti tals- verðu magni seiða en það bar ekki tilætlaðan ár- angur. Þá hcfúr Lúðvík Gizurarson leigutaki sjötta svæðisins, en Rangánum er skipt í sex svasði, sleppt seiðum þar í nokkur ár en það hef- ur ekki tekist sem skildi. Það var síðan árið 1986 sem Búfiskur hf. á Hellu tók Rangámar á leigu fyrir utan svæði Lúðviks sem hann hefúr áffam á leigu. Markmið þessa samnings var að rækta upp ámar og þegar var hafist handa við það fyrsta gildisár samnings- ins. Að sögn Aðalbjamar Kjartanssonar ffam- kvæmdastjóra Búfisks bar ræktunin lítinn árang- ur fyrstu tvö árin þar sem menn bjuggu yfir lítilli kunnáttu og þeklctu lítið til aðferða. „En við öðl- uðumst þama mjög dýrmæta og góða reynslu,“ segir Aðalbjöm. Nú virðist slepping seiða í ámar í fyrra heldur betur hafa skilað árangri. Framrannsóknir hafa leitt í ljós að þessi fiskur sem veiðst hefúr í ánni i sumar er nær allur ffá Búfiski. „Þetta er árangur okkar sleppinga. Við eram búnir að senda sýni til Veiðimálastofnunar og þær rannsóknir sýna að þessi fiskur er allur úr okkar sleppingum. Síðan liggur ekki fyrir fýrr en eftir veiðitímann óyggjandi hvaðan þessi fiskur er,“ segir Aðalbjöm. í sumar hafa verið tekin hreistursýni af hveijum einasta fiski sem veiðst hefúr og rannsóknir á þeim sýnum hafa leitt í ljós á hér er ekki á ferð- inni eldisfiskur eins og margir hafa haldið ffam. „Svo er annað sem sannar það að þetta er úr sleppingum, að fiskurinn veiðist að mestu leyti í kringum þá staði þar sem við höfúm verið með tjamimar,“ segir Aðalbjöm. Vandasamt aö rækta upp á Að rækta upp á er griðarlega vandasamt verk og krefst mikillar nákvæmni. Aðalbjöm segir að það taki langan tíma að finna réttu aðferðina og þegar hún sé fúndinn þá megi hveigi breyta út af. Nú virðist sem Búfiskur hafi dottið niður á réttu aðferðina eftir að sleppingar fyrstu tvö árin bám lítinn árangur. Þessi ræktun fer þannig ffam, að í kringum ára- mót er fengið klak úr ánni eða keypt era hrogn úr þeim stofni sem hentar í ámar. Þessir fiskar sem era að veiðast núna vora teknir sem hrogn um ára- mótin 1987- 1988 fiá svokölluðum eldisstofni fiá Húsatóftum í Grindavik. Síðan era hrognin látin klekjast út í seiðaeldisstöð Búfisks að Laugum í Landssveit. Þar era seiðin höfð í eitt og hálft ár eða þar til þau era orðin 30-40 gr. Ákaflega mikilvægt er að ala seiðin upp á réttan hátt í stöðinni. Eftir eitt og hálft ár í stöðinni era seiðin búin að ná kjörstærð fyrir sjógöngu og þá er þeim sleppt i tjamir sem hafa verið gerðar við Rangámar. Þess- ar tjamir eru íjórar talsins en nú stendur til að bæta við þremur til fjóram tjömum. Tjamimar era örlítið hlýrri en áin sjálf og þar una seiðin sér vel og era fóðrað daglega. Þau era sett í tjamim- ar í byijun maí og era þar frarn í júní. Þá eiga seið- in að vera tilbúin undir sjávargöngu og þá era tjamimar opnaðar og seiðunum hleypt út. Eftir eitt ár á meirihluti laxanna að skila sér til baka til átthaga sinna. Það líða þvi tvö og hálft ár ffá því að ræktun hefst og laxinn fer að veiðast í ánni. Aðalbjöm segir sleppingamar vera einn mikil- vægasta liðinn í ræktuninni. Það þarf að vera rétt tímasetning og seiðin þurfa að vera í réttu ásig- komulagi. Ef seiðaeldið og sleppingin takast vel er öraggt að lax skilar sér til baka til átthaga sinna í einhveijum mæli. Gríðarlegar endurheimtur Þetta sumar hafa þvi enduiheimtur greinilega verið griðarlega góðar. Að sögn Aðalbjamar er þegar búið að veiða á stöng um 2.5% af fiskinum sem sleppt var í fyrra. Þess má geta að það er nokkuð meira en meðal endurheimtur í hafbeitar- stöð. Þetta er aðeins það sem hefúr veiðst á stöng. Áætla má að yfir sumarið veiðist um 30-40% af laxinum í ánni og þá má fá þá niðurstöðu að um 10% fiska sem var sleppt í fyrra hafi skilað sér aftur í ánna í ár sem er vægast sagt mjög gott. Aðalbjöm segist hafa reiknað með því að í sum- ar myndu koma upp úr Rangánum í kringum 300 laxar. „Við reiknuðum alls ekki með þvi að end- urheimtur yrðu svona gífúrlegar núna. Við reikn- uðum með að þetta tæki nokkur ár. Þó að það væri töluvert minni veiði hér núna þá væri það samt sem áður ánægjuefni," segir Aðalbjöm. -En má segja að þetta sé að einhveiju leyti heppni? „Það getur vel verið. En ef við sjáum að þetta er vegna rétts eldis í stöðinni og réttra sleppinga þá má þakka þetta góðum vinnubrögðum. Það má segja að þetta sé heppni að þvi leytinu til að við höfúm gert tilraunir i fjögur ár með mismunandi aðferðir og nú hittum við á þá réttu. Aðferðina sem við notuðum i fyrra munum við nota i ffam- tíðinni," segir Aðalbjöm. Aðalbjöm segir að menn ætli sér að vera jarð- bundnir og gert er ráð fyrir þremur til fjórum ár- um til þess að sanna þetta svo að enginn vafi leikri á að þetta sé hægt með þessum árangri. Aðalbjöm segir að í ár hafi ekki verið beitt sömu aðferð og í fyrra þar sem menn hefðu ekki vitað að aðferðin f fyrra myndi sldla þvilíkum ár- angri. I ár var helmingi fEerri seiðum sleppt, öðravisi stofn var notaður og annar eldisferill i stöðinni. ,ri>annig að það er dálítil óvissa með það hvem- ig fiskurinn kemur til með að skila sér á næsta ári. Við reiknum nú ekki með að það verði í svona gífúrlegu magni en tveggja ára laxinn síð- an í fyrra á þó effir að skila sér,“ segir Aðalbjöm. ,Núna aftur á móti eram við með um 60 þúsund seiði í stöðinni sem við ætlum að sleppa á næsta ári. Það er langt umffam það sem við eigum að sleppa. En nú teljum við okkur vita það hvemig við eigum að gera þetta og gerum þetta næsta vor eins og við gerðum í fyrra.“ Rangárnar áfram meö fimm bestu veiðiám? Það er mikill hugur í mönnum núna og Aðal- bjöm segir það markmiðið að gera Rangámar að einum af fimm bestur laxveiðiám landsins í ffamtiðinni. Ef alltaf næst svipuð veiði og í ár, og jafnvel meiri, er það ekki fjarlægt markmið. Ef rétta aðferðin er fúndin má sleppa fleiri seiðum í ána og þar með í raun stjóma því að miklu leyti hvað veiðist mildð i ánni árið eftir. Einnig má stýra þvi í einhveijum mæli hvar laxinn veiðist með því að fjölga tjömum þar sem laxinn virðist leita affur að svæðum í kringum þær tjamir sem honum var sleppt úr. í sumar hefiir mest veiðst af laxi í Ytri-Rangá við Hellu, i Eystri- Rangá hjá Hvolsvelli og einn- ig á svæði Lúðviks Gizurarsonar, efst í Eystri- Rangá og í Fiská. Á öllum þessum svæðum era tjamir til staðar og nú stendur til búa til fleiri tjamir á hentugum stöðum og reyna þar með að dreifa veiðinni. Er framtíö í þessu? Laxaræktun hefúr verið reynd í öðrum ám á landrnu. I Langá á Mýram og Laxá í Kjós hefúr verið sleppt seiðum undanfarið og þá í árósana en ekki í tilbúnar tjamir eins og í Rangánum. Að- albjöm telur að ef þessi ræktun í Rangánum sannar sig þá hljóti aðrir að fara að skoða þennan möguleika í miklum mæli. „Eg held að það hljóti að vera mikil ffamtíð í þessu og þama geta seiðastöðvamar breytt um hlutverk og farið að ala upp seiði til þess að rækta upp ár landsins," segir Aðalbjöm. Veiði hefúr ekki verið mikil í Rangánum síðustu ár þar sem þær era það kaldar að náttúralegt klak hefúr ekki þrifist þar sem einhveiju nemur. „Það sem við gerum er að hjálpa seiðunum að komast yfir þetta erfiðleikatímabil, að alast upp í ánni. Við hjálpum þeim þannig að þau þurfa í raun aldrei á fæðu úr líffíki árinnar að halda. En þetta er ekkert annað en villtur lax þegar hann kemur til baka úr sjónum,“ segfi Aðalbjöm og leggur áherslu á að ekki sé um að ræða öðravísi lax eða öðravísi laxveiði en í öðrum ám. Laxveiöi fyrir almúgann? Þessa góða laxveiði í Rangánum í sumar var kærkomúi fyrir þá sem ekki hafa bolmagn til þess að kaupa leyfi í „stóra" laxveiðiánum. Hálf- ur dagur á besta svæði í Rangánum kostaði í sumar 3000 kr. og þess eru dæmi að menn hafi fengið í kringum 20 laxa á hálfúm degi. Mikil veiði það fyrfi jafh lítinn pening. En er þá ekki viðbúið, með hliðsjón af veiðúini í ár, að verð á veiðileyfúm í Rangánum ijúki upp? „Það er ekki óeðlilegt að menn búist við þvi. En við eram jarðbundnir og við reiknum með að þurfa að sanna okkur. Þó býst ég við að veiði- leyfin verði hækkuð. Við getum hækkað þau veralega en verið samt sem áður langt frá því verði sem gildir í ám sem era með jafn mikinn afla. Við hækkum leyfin ekki mefia en svo að al- menningur á að raða við verðið, a.m.k. næstu tvö árin eða svo,“ segfi Aðalbjöm en bendfi á að landeigendur við ána fái visst hlutfall af veiði- leyfúm og þefi vilji að sjálfsögðu sjá sem mest- ar tekjur. „Þannig að við verðum að sjá til hvaða stefnu við tökum og menn hafa ákaflega misjafnar hug- myndir um það. Við viljum auðvitað sjá Rang- ámar þannig að sem flestfi geti veitt í þefin.“ Að- albjöm segir að það sé t.d. hægt með því að fjölga stöngum í ánum, sem grandvöllur sé fyrir, og þá megi halda verði á veiðileyfúm í skefjum. Aðalbjöm segfi að forsendur séu fyrfi hendi að hafa veiðileyfi jafn há og f bestu laxveiðiánum hér á landi. „Vi.ð erum að leggja langt um mefii kostnað í þetta heldur en hfiiar ámar. Ef að menn geta vænst sama afla hér og annars staðar þá sé ekki nein rök fyrfi öðra en að það geti verið á sama verði.“ Líkt og kartöflugaröur Aðalbjöm segir að haldið verði áfram að sleppa seiðum næstu árin til þess að halda við þessari góðu laxveiði. „Við líkjum þessu oft við kartöflugarð. Við höf- um garðinn og síðan er bara að setja niður og taka upp aftur,“ segir Aðalbjöm. Og það er gaman að þessu? ,Já, já, það er gaman að þessu. Þetta er gott fyr- fi héraðið. Þetta blæs lífi í ládeyðuna," segfi Að- albjöm. I í 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.