Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 13
Föstudagur 24. ágúst 1990 Tíminri 13 ■ 1 1 •r.-" rLvr\i\ðd i M nr í KJÖRDÆMISÞING framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi. Haldið að Núpi í Dýrafirði 8.-9. september 1990 DAGSKRÁ: Laugardagur 8. september: 1. kl. 14.00 Þingsetning 2. kl. 14.10 Kosning starfsmanna þingsins 3. kl. 14.15 Kosning nefnda og framlagning mála 4. kl. 14.40 Skýrslur stjórnar, umræöur og afgreiðsla 5. kl. 15.10 Ávörp gesta 6. kl. 15.30 Kaffihlé 7. kl. 16.00 Stjórnmálaviðhorfið - staða og horfur 8. kl. 16.40 Ávarp þingmanns og varaþingmanns 9. kl. 17.30 Almennar umræður 10. kl. 19.00 Matarhlé 11. kl. 20.00 Umræður um framboðsmál 12. kl. 21.00 Fundi frestað Sunnudagur 9. september: 1. kl. 09.00 Nefndarstörf 2. kl. 12.00 Hádegisverður 3. kl. 13.00 Afgreiðsla mála 4. kl. 14.00 Kjör stjórnarog nefnda 5. kl. 14.30 önnur mál 6. kl. 15.00 Þingslit Stjórnin Skrifstofa Framsóknarflokksins hefur opnað aftur að Höfðabakka 9, 2. hæð (Jötunshúsinu). Sími 91-674580. Opið virka daga kl. 8.00-16.00. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður í Miðgarði laugardaginn 25. ágúst. Meðal dagskráratriða: Ræða, Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra. Friðbjörn G. Jónsson syngur. Jónas Þórir, píanó, og Jónas Dagbjartsson, fiðla, leika saman. Eiríkur Jónsson fer með gamanmál. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur með dunandi sveiflu fyrir dansinum. Nefndln. Umhverfismálaráðstefna Ráðstefna um umhverfismál verður haldin í Vestmannaeyjum laugardaginn 29. sept. nk. Ráðstefnan er öllum opin. Nánar auglýst síðar. Landssamband framsóknarkvenna, LFK. >EPPA- HJÓLBARÐAR Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU 30/9,5 R15 kr.6.950. 31/10,5 R15 kr. 7.550. 33/12,5 R15 kr. 9.450. örugg og hröð þjónusta. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Sfmar: 91-30501 og 84844. Ert þú að hugsa um að byggja t.d. iðnaðarhúsnæði, verkstæði, áhaldahús, gripahús, bílskúr eða eitthvað annað? Þá eigum við efnið fyrir þig. Uppistöður, þakbitar og lang- bönd eru valsaðir stálbitar og allt boltað saman á byggingar- stað. Engin suðuvinna, ekkert timbur. Allt efni í málmgrind galvaniserað. Upplýsingai gefa: MÁLMIÐJAN HF. SALAN HF. Sími 91-680640 SPEGILL á» niðurleið Roseanne ásamt eiginmanninum sem hún er sögð hlýða í biindni af ótta við að missa hann. Og þama fórhún endanlega með það... Vafasamur forseti Andrew Jackson, sjöundi forseti Bandaríkjanna, ætti ekki mikla möguleika á að hljóta kosningu í það embætti í dag. Hann kvæntist konu sinni áður en hún hafði hlotið skilnað írá fyrri manni sínum og síðan drap hann mann í einvígi. Sá hafði móðgað hann og þeir síðan rifist út af veð- reiðum. Maðurinn, sem Jackson drap, var 27 ára gamall lögfræðingur, Charl- es Dickinson, sem hafði sakað konu Jacksons um tvíkvæni. Hann hafði þar rétt fyrir sér því þeim hafði yfir- sést lagalegt atriði og giftust því áð- ur en hún hafði hlotið skilnað. Hann baðst þó afsökunar á þessum orðum sínum og þeir sættust á yfir- borðinu. Síðar lentu forsetinn tilvonandi og lögfræðingurinn í deiiu út af veð- reiðum. Jackson, sem enn var ösku- reiður út af athugasemdunum um konu sína, skoraði Dickinson á hólm. Við sólarupprás 30. maí 1806 mættust þeir og skutu hvor á annan. Kúla Dickinson hæfði Jackson í brjóstið en stöðvaðist skammt frá hjarta hans. Jackson hæfði and- stæðing sinn í magann og það varð honum að bana Jackson hlaut gagnrýni fyrir þessa framtakssemi, en það kom þó ekki í veg fyrir að hann væri kosinn for- seti — meira að segja tvisvar. Vafasöm fortíð Andrews Jack- son kom ekki í veg fýrir að Bandaríkjamenn kysu hann þjóðhöföingja sinn í tvígang. Ættingjar, samstarfsmenn og vinir Roseanne Barr eru um það bil að gefa hana upp á bátinn. Hún ger- ir hvert axarskaftið á fætur öðru og virðist gjör- samlega hafa slitið af sér allar hömlur. Menn vilja kenna eiginmanni hennar, Tom Amold, um það hvemig komið er. Roseanne var svo sem enginn engill áður en þau kynntust, en þá var hún umvafin fagmönnum, sem gættu hagsmuna hennar, og reyndu að koma í veg fyrir að hún gengi of langt í ruddamennskunni. En eftir að eiginmaðurinn kom til sögunnar, hann er þriðja flokks grinisti og fyrmm kókaínfikill, hefur allt farið úr böndunum. Tom Amold virðist ekki kunna sér nein takmörk og Roseanne hlýðir hon- um eins og hvolpur. Hún hefur krafist þess að hann verði gerður að aðalhandritahöfundi þátta hennar og þar að auki rekið 10 starfsmenn frá þáttunum, þ.á m. Gerald- ine systur sína sem verið hefur aðstoðarmaður hennar til margra ára og forðað henni frá mörgum mistökum. Roseanne hefur gert margar rósir upp á síðkastið. Hún og eiginmaður hennar virðast hafa sérstakt dálæti á að bera feikistóra bakhluta sína ftaman í áheyrendur og nýlega lögðu þau hús, sem þau leigðu, í rúst þannig að skaðabótakröfur hljóða upp á 100.000 dali. Steininn tók þó úr þegar hún söng þjóðsöng Bandaríkjanna rammfalskt og skrækróma fyrir þúsundir áheyrenda á fótbolta- velli fyrir skömmu. Þegar áheyrendur létu van- þóknun sína í ljós, greip Roseanne í klof sér, hrækti og fussaði. Á blaðamannafundi eftir þetta afrek reyndi hún að afsaka sig með því að þetta hefði verið skyndileg hugdetta. Þá komu frarn starfsmenn vallarins sem kváðust hafa heyrt þau hjónin leggja á ráðin um þessa uppákomu og hefði þeim báðum þótt hugmyndin bráðsnjöll. Þetta hefur haft þær afleiðingar að vinsældir þátta hennar hafa snarminnkað og hún hefur fengið fjölda hótunarbréfa. Hún er nú sögð hataðasta kona Ameríku og má muna flfil sinn fegri í þeim efhum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.