Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 14
Tíminn Föstudagur 24.,ágúst 1990. AÐ UTAN Charles Taylor réttir stuðningsmönnum sínum í Monrovíu blóði drifnar hendur sínar. Helför skæruliða á leið til Monrovíu Aldraður líberskur maður, íklæddur stuttbuxum og grænni skyrtu, var ekki hermannlegur á að líta. En það leyndi sér ekki að skæruliðar ætluðu sér ekki að sleppa honum. „Ég bið ykkur, ég grátbið ykkur,“ kveinaði hann, og augun stóðu á stilkum af skelfingu þegar honum var ýtt til hliðar til að gera böðlum hans hægara um vik. Agalausir skæruliðar drepa alla sem þeir hafa minnsta grun um að séu þeim andstæðir. Uppreisnarmennimir, sem beij- ast við að steypa Samuel Doe for- seta af stóli, era ekki orðlagðir íyr- ir skotfimi, jafnvel ekki af stuttu færi. Fyrsta skotið hæfði gamla manninn í fótinn og hann féll til jarðar, veinandi af kvölum. Það þurfti þrjú skot til viðbótar til að binda enda á þjáningar hans. Skæruliðar á leið til höfuðborgar- innar Monroviu, þar sem Doe held- ur til í glæsihöll á fjallstindi, höfðu verið króaðir af í úthverfi í austur- hluta borgarinnar. En » síðustu viku komust þeir inn í borgina sjálfa þegar hefndarþorsti þeirra hafði margfaldast eftir að þeir höfðu staðið í sömu sporum i heilan mán- uð. „Við ætlum að drekka blóð Do- es í dag,“ sagði einn þeirra kok- hraustur, en ekki rættust þau orð. Leiðtogi þeirra, Charles Taylor, fyrrverandi bifvélavirki, hvatti i menn sína til að ná borginni á sitt vald áður en 2000 manna herlið, sem væntanlegt var frá Vestur-Afr- íku í vikunni, kæmist á staðinn. Verkefni þessara friðarsveita var að halda honum í skefjum ftam að kosningum. Ekki þykir líklegt að hersveitir skæruliða komi til með að beija að dyrum hjá Doe á næstu dögum. Þeir eru illa þjálfaðir, óagaðir og mæta harðri andspymu ftá her- sveitum ríkisstjómarinnar sem hafa hvergi látið deigan síga. Að ferðast með 50 manna ftam- varðasveit skæruliðanna er ógn- vekjandi og jafnframt fáránleg lífs- reynsla. Sumir eru búnir til orustu með kvenhárkollur og í kjólum. Einn var með rósótta klósettsetu- hlíf á höfðinu. Enn einn sprangaði um í sokkum frá Pan Am flugfélag- inu. Hin fáu farartæki þeirra eru sama merkinu brennd. Þau minna helst á neðanjarðarlestir, útkrotaðar í slagorðum, t.d. „Hér kemur dauð- inn“ og „Engin uppgjöf, hörfum aldrei“. Það eina sem slær við aðdáun þeirra á fáránlegum fatnaði er drápsfysnin. Það er ranghermi að kalla Líberíu sláturhús. í sláturhús- um er þó reynt að drepa dýr á mannúðlegan hátt; hér eru menn stráfelldir af dýrslegri grimmd. Öll merki um mannúð eða bræðralag hafa vikið fyrir óstjómlegu hatri milli ættflokka. Skæruliðamir hafa skilið eftir sig slóð dauðra manna, sem flestir, líkt og gamli maðurinn, voru drepnir vegna þess eins að grunur lék á að þeir væru af ættflokki Does. „Við heyrðum hann tala Krahnmál- lýsku,“ sagði skæruliðinn sem skaut öldunginn með köldu blóði. Meðal annarra fómarlamba var ung móðir með smábam sem engd- ist á jörðinni í fleiri mínútur áður en helstriðinu lauk. Á krossgötum rétt við vígstöðvamar vora að minnsta kosti tólf manns teknir af lífi eftir að hafa verið dregnir af handahófi út úr röð flóttamanna. Þeir vom dregnir á bak við vegg, einn í einu, og skotnir. Á meðal þeirra var gömul kona sem gekk við staf. Unglingsdrengur, bama- bam hennar, reyndi að bjarga sér á flótta en náðist og var dreginn æp- andi til baka og drepinn. Glæpur þeirra var að vera af Mandingo ætt- flokknum sem skæmliðar hata mest að frátöldum Krahnmönnum. Það er erfitt að giska á hversu margir hafa verið drepnir á þennan hátt. Af líkunum sem varða vegina má þó ætla að þeir skipti hundmð- um. Fréttamenn sem vcrða vitni að slíkum atburðum em frávita vegna ráðleysis síns. Blaðaljósmyndarar hika við að taka upp myndavélar sínar af ótta við að það leiði til enn eins morðsins því skæmliðar em æstir i að láta skrásetja og ljós- mynda viðurstyggilegar athafnir sínar. Þeir einu á þessum slóðum sem gætu haft einhver áhrif á gang mála hafa látið hjá líða að gera það. Meðan á morðunum stóð mátti heyra í þyrlum bandaríska sjóhers- ins, en þær em hluti af flota hersins sem er staðsettur úti fyrir strönd- inni og hefur unnið við að flytja bandaríska íbúa Líberíu og sendi- ráðsstarfsmenn til nágrannaríkisins Sierra Leone. „Við viljum ekki þurfa að fást við þá,“ segir einn skæmliðinn. Taylor hefur svarið að allri erlendri íhlut- un verði svarað af fyllstu hörku og þar með valdið ótta um að koma vestur-afnsku hersveitanna verði aðeins til að auka á vandann. Taylor granar að Nígeríumenn Það eina sem slær við aðdáun þeirra á fáránlegum fatnaði er drápsfýsnin. Það er ranghermi að kallá Lí- beríu sláturhús. í slát- urhúsum er þó reynt að drepa dýr á mann- úðlegan hátt; hér eru menn stráfelldir af dýrslegri grimmd. Öll merki um mannúð eða bræðralag hafa vikið fyrir óstjórnlegu hatri milli ættflokka. hafi hug á að bjarga Doe, fymim bandamanni sínum. Doe, sem hefur varla stigið út fyrir dyr bústaðar síns svo vikum skiptir og er sagður sídmkkinn, er talinn fagna ihlutun- inni. Hún er hans eina undankomu- leið. Prins Johnson, sem stjómar öðr- um skæmliðahópi, styður erlenda íhlutun líka heilshugar. Hann hélt um skamma hríð 16 gíslum, þar af fjómm Bretum, í þeirri von að það kynni að vekja Bandaríkjamenn til dáða. Johnson var næstráðandi Taylors þegar uppreisnin hófst fyrir átta mánuðum, en síðan skildi leiðir. Hann hefur mun færri menn en Ta- ylor en hefur þó komist nær bústað Does og í síðustu viku hélt hann því fram að morðtilræði hans manna við Doe hefði naumlega mistekist. Síðan hafa borist fréttir af átökum milli skæraliðahópanna tveggja. Þrátt fyrir þær hörmungar sem Monrovía hefur þegar mátt þola óttast margir að enn frekara blóð- bað sé í uppsiglingu. Skæmliðamir tilheyra Gio og Mano ættflokkun- um en hatur þeirra á Krahnmönn- um á rætur að rekja til þeirra for- réttinda sem þeir síðasttöldu hafa notið í valdatíð Does frá 1980. Hellt hefiir verið olíu á eldinn með fjöldamorðum stjómarhersins á yf- ir 600 Mano- og Giomönnum sem vom á flótta og höfðu leitað hælis í lútherskri kirkju. Rotnandi líkin em enn á staðnum, sum hangandi hálf út um glugga kirkjunnar þar sem menn vom skotnir á flóttan- um. Prestur einn sagðist hafa talið um 200 lík á jarðhæðinni og yfir 400 konur og böm á efri hæðinni. Skæmliðamir era nú skammt frá kirkjunni og búast má við að hefndaræði þeirra aukist um allan helming þegar þeir líta valinn. Sendifulltrúar hafa mælst til að kirkjan verði brennd til að koma í veg fyrir kólemfaraldur. Sendifulltrúar hafa verið i stöðugu fjarskiptasambandi vegna fyrir- spuma varðandi þá hættu sem steðjar að erlendum íbúum á svæð- inu. Frakkland hefur lokað sendi- ráði sínu og ítalski sendiherrann var fluttur úr landi. Ameriska sendiráðið er litið meira en nafnið. Breska sendiráðið starfar enn, að sögn vegna þess að sendiherrann er tregur til að yfirgefa hið sökkvandi skip á undan kollega sínum frá Bandaríkjunum. Hann hefur mik- inn áhuga á fuglafræði og hefur valið sér dulnefnið „gjóður“ í sam- skiptum sínum við önnur sendiráð. Það sem eftir stendur af stjómar- hemum á í engin hús að venda. Þeim hefur nú verið skipað að veija nánasta umhverfi bústaðar Does og börðust þar fyrir lífi sínu í byijun mánaðarins, þeir fara ekki i graf- götur með hver örlög þeirra verða efþeir verða sigraðir. Skæmliðam- ir skirrast ekki við að skeyta skapi sínu á stjómarhermönnum að þeim látnum. Fyrir utan ítalska sendiráð- ið spörkuðu skæmliðamir í lík eins þeirra og hrópuðu að því ókvæðis- orð. Skæraliðamir virtust ekki hafa miklar áhyggjur af hugsanlegum gagnárásum þegar þeir þrömmuðu áffam í rigningunni og spjölluðu saman af ákafa. Þeir fóm framhjá vestur- þýska sendiráðinu þar sem verðir iklæddir skotheldum vestum störðu orðvana á skæmliðana sem sumir hveijir dilluðu sér i mjöðm- unum og sungu hástöfum. Skyndileg skothríð frá stjómar- hermönnum í nágrenninu varð þess valdandi að þeir þutu í skjól hver um annan þveran. Her Does, sem áður var nær ein- göngu heiðursvörður, er jafnilla agaður og andstæðingamir. Áður en til þessara síðustu átaka kom var starfsmaður utanríkisþjónustunnar spurður hvemig á því stæði að stjómarhermenn beindu vopnum sínum á haf út í svo miklum mæli. Svarið var einfalt: „Það er um það bil það eina sem þeir era færir um að hitta.“ Eftir þvi sem skæraliðamir hafa fært sig upp á skaftið, hafa stjóm- arhermenn lært að aga sig betur. Á meðan skæmliðamir drita skotum sínar í allar áttir, skjóta hinir nú að- eins þegar skotmark er í sjónmáli. Að þessu sinni stóð bardaginn í rúma klukkustund og þegar myrlcur skall á dró stjómarherinn sig í hlé. Skæraliðamir hópuðust saman að nýju, ákveðnir f að halda stöðu sinni og halda innrásinni áffarn daginn eftir. í þeirri von að geta forðast átökin hafa þúsundir Liberiumanna, ber- andi eigur sínar á höfðinu, flúið borgina. Þjóðvegimir era yfirfullir af flóttamönnum sem þramma sína leið ofurseldir miskunnarleysi skæmliðanna. Sum fómarlamba skæmliðanna era valin vegna þess að þau em með rendur á fótleggjunum sem, að sögn skæmliða, gefa til kynna að þau hafi íklæðst hermannaklos- sum. Böðlum skæraliða virðist hugtak- ið miskunn gersamlega framandi. „Eg er góður maður,“ staðhæfði skæmliðinn sem hafði skotið gamla manninn á svo stuttu færi að reykinn lagði upp af líkinu. „En þessar skepnur drápu systur mina. Ég get líka sýnt grimmd."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.