Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 15
FöstiJdágruJri2:4.'ágú'sV<í'§9b i&'íaö^ Tíminn15 Úrslitaleikur Mjólkurbikarkeppninnar á sunnudag: Er 23 ára bið KR-inga á enda? - eða vinna Valsmenn í sjötta sinn? Helsti skrautleikur íslenskrar knattspymu, úrslitaleikur Mjólkurbikarkeppninnar, fer fram á sunnudaginn kl. 14.00 á Laugardalsvelli. Að þessu sinni eigast við Reykjavíkuriið- in Valur og KR, en þessi lið hafa mjög komið við sögu bik- arkeppninnar í gegnum árin. Keppnin dregur nafii sitt af samvinnu Mjólkurdagsnefndar og KSÍ, en nefiid- in hefur styrkt keppnina rausnarlega undanfarin ár. Bikarinn sjálfur var gef- inn af Félagi íslenskra gullsmiða 1986 til þess að vekja athygli á islenskum Fyrirliðamir með bikarinn eftirsótta. Pétur Pétursson, fyríriiði KR, og Þorgrímur Þráinsson, fyririiði Vais. Tfmamynd Pjetur. íslenskar getraunir: NÝ GETRAUNAVERTÍÐ HEFST UM HELGINA - Vinningar nú greiddir fyrir 10 rétta Keppnistímabilið í ensku knatt- spymunni hefst á morgun og um leið fara íslenskar getraunir af stað með íyrsta seðil vetrarins. Tipparar geta þvi tekið gleði sína aftur og tippað vikulega á úrslit leikja í ensku knattspymunni. Ahugi manna á ensku knattspym- unni hefur jafnan verið mikill hér á landi og ekJci er talið spilla fyrir nú hvað enska landsliðið náði góðum árangri á HM á ítaliu í sumar. Þá taka ensku liðin á ný þátt í Evrópu- mótunum eftir fimm ára fjarveru. Eins og menn vita leika þrír islensk- ir knattspymumenn með stórliðum í Englandi og gaman verður að sjá hvort sjónvarpsáhorfendur fá að fylgjast með frammistöðu þeirra í sjónvarpssendingum frá Englandi i vetur. Þrír vinningsflokkar Sú nýbreytni hefur verið tekin upp hjá íslenskum getraunum að vinn- ingsflokkamir em nú þrír í stað tveggja áður. Tíu réttir gefa hér eft- ir vinning í aðra hönd. Þá skal þess getið að verði vinningur fyrir 10 eða 11 rétta undir 200 krónum, fellur vinningsflokkurinn niður og færist í næsta vinningsflokk fýrir ofan. Fyrsti vinningur flyst áfram á næstu viku sé enginn með 12 leiki rétta. Verð á hverri röð verður nú 15 krón- ur en síðustu þrjú ár hefur röðin kostað 10 krónur. Hópleikur Hópleikur Getrauna fer af stað 8. september með Haustleik ‘90 og stendur hann í 15 vikur. Sem fyrr verða 10 bestu vikumar hjá hverjum hópi látnar gilda til lokaskors. Vinn- ingur í leiknum er fjórar helgarferð- ir á fótboltaleik til London á vegum Samvinnuferða-Landsýn. Þeir sem ekki hafa hópnúmer geta hringt á skrifstofu Getrauna og fengið núm- er. Sölukerfmu verður lokað kl. 13.55 á morgun, laugardag. BL gullsmíðum. Bikarinn er húðaður með 22 karata gulli. Heiðursgestur á leiknum á sunnudag verður Davíð Oddsson, boigarstjóri í Reykjavík. Kynnir verður leikarinn góðkunni, Pálmi Gesfsson. Leikinn dæmir Þorvarður Bjömsson, en línuverðir verða þeir Guðmundur Stefán Mariasson og Bragi Bergmann. Þeim til aðstoðar verður Pjetur Sig- urðsson. Valsmenn hafa 8 sinnum leikið til úr- slita í bikarkeppninni og 5 sinnum haft sigur. Bikarúrslitaleikir Vals: 1965 Valur-ÍA 5-3 1966 Valur-KR 0-1 1974 Valur-ÍA 4-1 1976 Valur-ÍA 3-0 1977 Valur-Fram 2-1 1978 Valur-ÍA 0-1 1979 Valur-Fram 0-1 1988 Valur-ÍBK 1-0 Af leikmönnum Vals í dag hafa þeir Bjami Sigurðsson og Sævar Jónsson oftast leikið til úrslita í bikarkeppninni eða þrisvar. Sævar verður ekki með í leiknum á sunnudag, þar sem hann verður í leikbanni, og óvist er hvort Bjami geti leikið með vegna meiðsla. Magni Blöndal Pétursson á tvo bikar- úrslitaleiki að baki og Siguijón Krist- jánsson einnig. Þá hefur fyrirliði Vals, Þorgrímur Þráinsson, einu sinni leikið til úrslita í keppninni. Aðrir leikmenn Vals, sem leika á sunnudag, hafa ekki fýrr leikið bikarúrslitaleik. KR-ingar hafa 9 sinnum leikið til úr- slita í bikarkeppninni og sigrað 7 sinn- um. Bikarúrslitaleikir KR-inga: 1960 KR-Fram 2-0 1961 KR-ÍA 4-3 1962 KR-Fram 3-0 1963 KR-ÍA 4-1 1964 KR-ÍA 4-0 1966 KR-Valur 1-0 1967 KR-Víkingur 3-0 1968 KRb-ÍBV 1-2 1989 KR-Fram 1-3 Leikmenn KR hafa litla reynslu af bikarúrslitaleikjum nema þá sem þeir fengu í fýrra. Þó hafa nokkrir leikmenn KR unnið sigur í keppninni með sínum fýrri félögum. Atli Eðvaldsson varð fjórum sinnum bikarmeistari með Val. Pétur Pétursson hefur tvívegis orðið bikarmeistari með ÍA. Ragnar Mar- geirsson hefúr einnig tvivegis orðið bikarmeistari með Fram. Þá hefur Sig- urður Björgvinsson leikið 5 sinnum til úrslita í keppninni með ÍBK og KR en án þess að vera í sigurliðinu. Valur og KR hafa því aðeins einu sinni mæst í bikarúrslitaleik. Það var 1968 er KR sigraði 1-0 með marki Ár- sæls Kjartanssonar. Forsala aðgöngumiða á leikinn er haf- in hjá félögunum, en í Laugardal verð- ur byrjað að selja miða á morgun kl. 10-16 og á sunnudag frá kl 10. Lúðrasveitin Svanur og Sirkusbandið munu heQa leik kl. 13 á sunnudag sem og í leikhléi. BL Knattspyrna: Norrænt knattspyrnu- mót samvinnustarfs- manna í Borgarnesi Nú um helgina verður haldið í Borg- amesi norrænt knattspymumót sam- vinnustarfsmanna. Mótið var síðast haldið í Sviþjóð 1987 og lentu íslend- ingar þá í öðru sæti. Á mótið munu mæta karla- og kvennalið og leikið verður bæði á malarvelli og grasvelli bæjarins. Mótið hefst á moigun kl. 10.00 og verða þá leiknir 6 karlaleikir á malar- vellinum og 6 kvennaleikir á gras- vellinum. A sunnudag fara fram úr- slitaleikir á grasvellinum og hefst fýrsti leikur kl. 11.00. Að loknum úr- slitaleikjunum fer ftam verðlaunaaf- hending. Gert er ráð fýrir að um 150 manns taki þátt í þessu móti og munu kepp- endur gista í orlofshúsum samvinnu- starfsmanna og á Hótel Bifröst. Mót- ið er haldið í samvinnu við íþróttaráð Boigamesbæjar og ungmennafélagið Skallagrím. Bæjarbúar eru hvattir til þess að fjölmenna á íþróttavelli bæj- arins og fýlgjast með spennandi keppni. Mótið er styrkt af Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga, Jötni, Versl- unardeild og Olíufélaginu hf. BL Enska knattspyrnan: íri til Everton Everton festi í gær kaup á írska B- landsliðsmanninum Mike Milligan frá 2. deildarliðinu Oldham. Kaup- verðið var 1 milljón punda. Milligan, sem er23 ára gamall, kost- aði Oldham ekki krónu á sínum tima. Búist er við því að hann verði í liði Everton sem mætir Leeds í fýrstu um- ferð 1. deildarinnar á morgun. BL , Knattþrautir KSl: Ásgeir og Albert gerast verndarar Fræðslunefnd KSÍ hefiir í sumar starfrækt knattþrautir eins og undan- farin ár. Vífilfell styikir þetta framtak og kallast þrautimar Coca-Cola bolt- inn. Allir sem taka þátt í þrautunum fá viðurkenningarskjöl og þeir sem bestum einkunnum ná eftir prófin í haust fá sérstök verðlaun. Tveir þekktustu knattspymumenn íslands fýrr og síðar, þeir Álbert Guð- mundsson og Ásgeir Sigurvinsson, hafa orðið við óskum fræðslunefnd- arinnar og ljáð viðurkenningarskjöl- unum undirskrift sína og gerst vemd- arar knattþrautanna. BL MERKIÐ VIÐ 12 LEIKI 25. ágúst 1990 Viltu gera uppkastað þinni spá? 1. Aston Villa-Southampton 2. Chelsea-DerbyCounty □ E0[H 3. Everton-Leeds United 4. Luton Town-Crystal Palace □ LDE[2] 5. Manchester United-Coventry City BE00 6. Norwich City-Sunderland B [TlStl] 7. Nottingham Forest-Q.P.R simHs 8. Sheffield United-Liverpool Hmnnm 9. Tottenham Hotspur-Manch. City □ E00 10. Wimbledon-Arsenal íBmHti] 11. Ipswich-Sheffield Wednesday m [DHm 12. Watford-Millwal! íem aa 13. Ekkiígangi EBmsm FJOLMIÐLASPA S S Z V- Z 2 i S «3 5 O P O K | = ’g 3 o 3 -g SAMTALS | « 2 i e £ ^ 5 S 3 < t x 2 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 2 X 1 2 1 1 1 1 1 X 1 7 2 1 3 2 1 X X 1 2 1 1 X 1 5 3 2 4 1 1 1 X X 1 2 X 1 X 5 4 1 5 X 1 1 1 1 1 1 1 1 1 9 1 0 6 1 1 1 1 1 1 1 1 1 2 9 0 1 7 X 1 1 1 1 1 1 1 1 1 9 1 0 8 1 2 2 2 2 2 2 X 2 2 1 1 8 9 1 1 1 1 1 1 1 1 1 2 9 0 1 10 2 2 2 X X 2 2 2 2 2 0 2 8 11 1 1 X X 2 X 1 1 X 1 5 4 1 12 2 1 1 X 1 X 2 1 X 1 5 3 2 13 STAÐAN í 1. DEILD Lokastaðan 1990 Liverpool 36 23 10 5 78-35 79 Aston Villa 38 21 7 10 57-38 70 Tottenham 38 19 7 13 59-47 63 Arsenal 38 18 9 12 54-38 62 Chelsea 38 16 12 12 58-50 60 Everton 38 17 9 13 57-46 59 Southampton 38 15 10 13 71-63 55 WimblecJon 38 13 16 9 47-40 55 Nott Forest 38 15 9 14 55-47 54 Norwich 38 13 14 11 44-42 53 O.P.R. 38 13 11 14 45-44 50 Coventry 38 14 7 17 39-59 49 Manch Utd 38 13 9 16 46-47 48 Manch. City 38 12 12 14 43-52 48 C. Paiace 38 13 9 16 42-66 48 Derby 38 13 7 18 43-40 46 Luton 36 10 13 15 43-57 43 Shetf. Wed: 38 11 10 17 35-51 43 Charlton 38 7 9 22 31-58 30 Millwall- 38 5 11 22 39-65 26 STAÐAN í 2. DEILD Lokastaðan 1990 Leeds' 46 24 13 9 79-52 B6 Sheft Utd.' 46 24 13 9 78-58 86 Newcastle 46 22 14 10 80-55 80 Swindon 46 19 14 12 79-59 74 Blackburn 46 19 17 10 74-58 74 Sunderland' 46 20 14 12 70-64 74 West Ham 46 20 12 14 80-57 72 Oldham 46 19 14 13 70-57 71 Ipswich 46 19 12 15 67-66 69 Wolves 46 18 13 15 67-60 67 Port Vale 46 15 16 15 62-57 61 Portsmouth 46 15 16 15 66-66 61 Leicester 46 15 14 17 67-79 59 Hull 46 14 16 16 58-65 58 Watford 46 14 15 17 58-60 57 Piymouth 46 14 13 19 57-63 55 Oxford 46 15 9 22 57-66 54 Brighton 46 15 11 22 54-72 54 Barnsley 46 13 15 18 49-71 54 W.B.A. 46 12 15 19 67-71 51 Middlesbro 46 13 11' 22 52-62 50 Bournemouth 46 12 12 22 57-76 48 Bradfo'd 46 9 14 23 44-68 41 Stoke 46 6 19 21 35-63 37

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.