Tíminn - 25.08.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.08.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 25.ágúst 1990 Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslustöð Selfoss er laus til umsókn- ar. Staðan veitist frá 1. október nk. Æskilegt er að umsækjandi hafi sérfræðingsrétt- indi í heimilislækningum. Umsóknarfrestur er til 30. september nk. Um- sóknir sendist rekstrarstjórn Heilsugæslustöðvar Selfoss. Upplýsingar veita: Stjórnarformaður, Guðmund- ur Búason, í síma 98-21000 og framkvæmda- stjóri og yfirlæknir stöðvarinnar í síma 98-21300. Jafnframt er nú þegar laus ein staða afleysinga- læknis til 6 mánaða í senn eða eftir samkomu- lagi. Stjórnin. Heilsugæslustöð og sjúkrahús á ísafirði Tilboð óskast í 5. áfanga A framkvæmda við heilsugæslu- stöð og sjúkrahús á ísafirði. Um er að ræða innanhússfrá- gang á kjarna 3. hæðar (gistivist og bókasafn) sem nú er tilbúinn undir tréverk. Stærð grunnflatar er um 234 ferm. Verktími ertil 15. desember 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, til og með miðviku- degi 5. september gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 13. sept- ember 1990 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK ✓ ^X/M/W VATRYGGINGAFELAG NffiJ ISLANDS HF Útboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum Daihatsu Charade árgerð 1990 Suzuki Swift árgerð 1988 Peugot 405 árgerð 1989 Opel Corsa árgerð 1988 Chevrolet Monza árgerð 1988 MMC Lancer árgerð 1988 Suzuki Swift árgerð 1988 Ford Fiesta árgerð 1987 Lada Lux árgerð 1987 MMC Lancer árgerð 1987 MMC Pajero (stuttur) árgerð 1985 Toyota Hi-Ace árgerð 1984 Ford Escort 1300 árgerð 1984 Opel Kadett árgerð 1984 VW Jetta árgerð 1983 MMC Lancer 1250 árgerð 1983 AMC Concord árgerð 1982 Volvo 343 árgerð 1982 Volvo 343 árgerð 1982 Mazda 323 árgerð 1981 MMC Galant station árgerð 1980 Dode Aspen árgerð 1980 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 27. ágúst 1990, kl. 12- 16. Á SAMA TÍMA: Á Siglufirði: MMC Lancer 1500 GLX árgerð 1984 Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík, eða umboðsmanna fyr- ir kl. 16.00 sama dag. Vátryggingafélag íslands hf. - ökutækjadeild - Sendiráð umkringd og valdbeitingu hótað verði þau ekki rýmd: íslendingar enn í Kuwait ,Allir íslendingamir kusu sjátfir að verða frekar eftir í Kuwait en að halda af stað með síðari bíla- lest Svíanna. í Kuwait eru þau í góðu yfiriæti og við góðan aðbún- að á sínum eigin heimilum. Fólkinu var boðið að fara með, en þegar eftir að fyrsta bílalestin náði til landamæra Tyrklands kom í ljós að henni yrði ekki hleypt í gegn og þótti ljóst að næsta bílalest myndi ekki halda lengra en til Bagdad. Þá hættu margir við af þeim sem stóð til boða að fara. Ég geri ráð fyrir að fólk sjái sér ekki neinn hag í því að bíða í Bagdad á meðan það á þess kost að halda kyrru fyrir heima hjá sér, það er að segja á meðan ekki kemur til vopnaðra átaka,“ sagði Finnbogi Rútur Amarsson, sendiráðsritari ut- anríkisráðuneytisins, i samtali við Tímann. Finnbogi sagði töluvert marga Vest- urlandabúa enn vera eftir í Kuwait. „Flestir Norðmannanna eru þar til að mynda ennþá, nokkrir Danir og ein- hvetjir Svíar. Þannig að það er ekki um allsheijar brottflutning að ræða. Sendiherra Svíþjóðar og hans næst- ráðandi eru ennþá í Kuwait og sendi- ráðið mun halda áffam að sjá um málefni íslendinga á svæðinu,“ sagði Finnbogi. Hann sagði ekki hafa ver- ið tekin um það ákvörðun hvemig bmgðist verður við ef sendiráðum verður lokað, eins og Irakar hafa hót- að að gera. Að sögn sendiherra Spánar í Jórd- aníu, Ramon Armengod, hefúr því verið hótað að sendiráð í Kuwait verði rýmd með valdi hafi þau ekki verið yfirgefin og lokað fyrir hálf níu að staðartíma (hálf fimm að islensk- um tíma), á laugardagsmorgun. Þar fyrir utan hafa borist þær ffegnir ffá talsmanni utanríkisráðuneytis Sví- þjóðar, Lars-Olof Lundberg, að vopnaðir verðir hefðu umkringt fjölda sendiráða vestrænna ríkja í' Kuwait. Þar með talið er sendiráð Bandaríkjamanna. Jafnframt hafa borist þær ffegnir ffá Japönum að fyrir utan sendiráð þeirra hefðu Irak- ar komið fyrir brynvörðum bíl. Að sögn sendiráðsritara breska utanrík- isráðuneytisins, meina íraskir verðir fyrir utan breska sendiráðið í Kuwa- it, fólki aðgang að byggingunni. „Starfsmenn íslenska utanríkisráðu- neytisins halda tvo fúndi daglega með starfsmönnum sænska utanrik- isráðuneytisins. Frá þeim fáum við ffegnir af íslendingunum i Kuwait, en fjarskipti við landið eru mjög erf- ið. Þau fara ffam í gegnum talstöð, meira og minna í skeytaformi og að- eins berast upplýsingar varðandi það allra nauðsynlegasta. Það sem skipt- ir höfúðmáli er að fólkið er þama sjálfviljugt og ekkert amar að því. Við getum ekki annað en lagt það í þeirra hendur að meta hvort öryggi þeirra er betur borgið f Kuwait en annars staðar," sagði Finnbogi. jkb Stjórnvöld í S-Afríku setja sérstök lög vegna óeirða, auka m.a. vald lögreglu: Hertar aðgerðir vegna óeirðanna Stjómvöld í Suður-Affiku hafa sett neyðarlög í Jóhannesarborg til að ffeista þess að binda enda á óeirðir þar sem yfir 500 manns hafa látið líf- iðá II dögum. „Við getum ekki tak- ið þá áhættu að láta róttæklinga hleypa hér öllu í bál og brand, en óeirðir hafa blossað upp hvarvetna af minnsta tilefni," sagði F.W. De Klerk forseti landsins. Nelson Mandela hefur fordæmt lagasetninguna og segir heillavænlegra að beita öðmm ráðum. De Klerk sagði að dómsmálaráð- herra landsins, Adrian Vlok, myndi veita lögreglunni aukinn lagalegan rétt til aðgerða í borginni og úthverf- um hennar, í því skyni að binda endi á bardaga Inkatha, ættflokks Zulu- manna, og fýlgjenda Affíska þjóðar- ráðsins. „Fyrst og fremst verður fylgst með vopnaburði og reglur þar um hertar. Þá verður vald lögreglu aukið, en að- eins á þeim svæðum þar sem óeirðir em. Þessar ráðstafanir verða aðeins í gildi þar til tekist hefur að lægja ófriðaröldumar. Ef þessar aðgerðir duga ekki til, vil ég fúllvissa þjóðina um að stjómvöld munu íhuga enn ffekari aðgerðir til að ná ffam lögum og reglu, til að samningaviðræður geti farið fram í ffiði og ró,“ sagði De Klerk. Stjómvöld bundu í júní síðast- liðnum enda á fjögurra ára gildi neyðarlaga, í þremur af fjómm hér- uðum landsins. Lögregla fýrmefndra svæða hefúr nú leyfi til að handtaka og halda fólki í fangelsi í allt að þijá mánuði, auk húsleitarheimildar. Lögreglan verður Forseti Suður-Afríku, F. W. De Klerk. ekki sótt til saka fýrir brot á mann- réttindum, þar sem hún er vemduð með ákvæði er segir allar fýrrgreind- ar aðgerðir vera ffamkvæmdar í góðri trú. Þá er talið að í aðgerðum geti falist takmörkun á ffelsi fjöl- miðla við birtingu ffétta af gangi mála. „Það er engum vafa bundið að hér er á ákveðnum svæðum verið að hverfa affur til sama ástands og var áður en neyðarlög vom felld úr gildi. Ég er því gjörsamlega ósammála að slikar aðgerðir séu nauðsynlegar. Það sem ég helst hef gagnrýnt er að stjómvöld taki svo einhliða ákvörðun varðandi lausn vandans. Ég tel að nær hefði verið lagi að fýrirskipa lögreglunni að halda vörð um bústaði farand- verkamanna, taka af þeim vopn og koma þannig í veg fýrir að þeir réðust á aðra íbúa borgarinnar," sagði Man- dela. FRÉTTAYFIRLIT Vín: Forseti Austurríkis, Kurt Waldheim, flýgurtil Bagdad í dag. Að sögn utanríkisráð- herra Austurríkis, Alois Mock, er tilgangur farar Waldheim sá að biðja Sadd- am Hussein að veita erlend- um gíslum, einkum Austur- ríkismönnum, fararleyfi. Ruweished, Jórdanía: Hus- sein konungur Jórdaníu átti fund með Kurt Waldheim í gær þar sem þjóðhöfðingj- arnir tveir ræddu stöðu mála fyrir botni Persaflóa. Teheran: Rafsanjani forseti (ran hefur að eigin sögn ekk- ert við það að athuga að er- lendar hersveitir reki (raka út úr Kúvæt svo lengi sem her- sveitirnar yfirgefi landið að því loknu. Yfirlýsingin þykir greinilega benda til að Iranir ætli ekki að blanda sér í hugsanlegt stríð íraka og Bandaríkjamanna. Jerúsalem: (sraelar eru ekki vissir um ágæti þess aö Bandaríkjamenn styrki her- afla Saudi-Araba og segja afleiðinguna þá að þeir neyðist sjálfir til að auka her- styrk sinn. Amman: Landamæri Jórd- aníu verða að sögn yfirvalda opnuð á nýjan leik til að hleypa inn í landið Qölda flóttamanna, mestmegnis Egyptum, frá írak og Kúvæt. Genf: Fundi um bann við efnavopnum var frestað þrátt fyrir þá hættu sem vofir yfir komi til styrjaldar við Persaflóa. Moskva: Fundur fjármála- ráðherra Vestur-þýskalands, Theo Waigel, og nokkurra ráðamanna Sovétríkjanna um efnahagsaðstoð vegna brottflutnings sovéskra her- manna frá Þýskalandi hófst í gær. Bagdad: Að sögn Kúrda í norðurhluta (rak hafa þús- undir (raka flúið miðborg Bagdad af ótta við árás and- stæðinga. Herflokkar eru sagðir þramma um götur borgarinnar allan sólarhring- inn, leita matarbirgða og leysa upp mannsöfnuði þar sem fleiri en fimm eru sam- ankomnir. Prag: Að sögn tékkneskrar fréttastofu er búist við að Slóvakar lýsi yfir sjálfstæði um helgina. Vín, OPEC: Aðildarríki OPEC undirbúa nú fund þar sem rætt verður hvernig auka megi olíuframleiðslu til að mæta stöðvun framboðs á olíu frá (rak og Kúvæt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.