Tíminn - 25.08.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.08.1990, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Laugardagur 25. ágúst 1990 Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra um nýjan flugumferðarsamning við Sovétríkin: „Veit Jón Baldvin ekki að kalda stríðið er liðið?“ Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra segir að unnið hafi veriö að nýjum loftferðasamningi við Sovétrík- in eins og venja er við slíka samningagerð. Hann segii það ekki ná í nokkra átí að Jön Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra skuli leyfa sér að segja að slík samnínga- gerð komi samgönguráðuneytinu ekki við. Hann segist vilja leiðrétta þennan misskilning og minna ráðherrann á aö: Saingönguráðherra vísar þvi á bug sem utanríkisráðherra hefur haldið firam í fjðlmiðlum að samn- ingsdrög að nýjum loftferðasamn- ingi ríkjatma séu hrá þýðing, unnín af sovóska sendiráðinu. Steingrím- ur samgönguráðherra segir að samningurínn sé algerlega islensk smiði, unninn af flugmálastjóm og samþykkt af: flugráði. Flugieiðir hafí auk þess fengið drögin til um- sagnar og komið með ábendingar í þá veru að tiyggja íslenska hags- muni. Steingrímur J. segir að unnið hafí verið að gerð þessa samnings eins og venja er við gerð slíkra samn- ínga. „Hin faglega vinna hefur æt- íð verið í höndum flugmálastjömar og samgönguráðuneytis. Flugráð hefur fjaliað um slíka samninga og tekið afstöðu til þeirra. Þegar til formlegra samningaviðræðna hef- ur komið þá hefur utanríkisráðu- neytið leitt þær viðræður en leitað eftir faglegri sérfræðiaðstoð frá flugmálastjóm og samgönguráðu- neyti,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að um svipað leyti og raargumræddur loftferðasamning- ur við Sovétrikin var til umtjöllun- ar hefði samgönguráðherra kynnt í ríkisstjóm hugmyndir um gerð loftferðasamnings við Kanada. Engar athugasemdir hefðu verið gerðar við þá málsmeðferð. Nýlega fékk samgönguráðuneytið sent til umfjöllunar og fyrír- greiðslu afrit af bréfi Fiugleiða til utanríkisráðuneytisins varðandi lagfæringar á loftferðasamningi ís- lands við Þýskaland. Samgöngu- ráðherra sagði að samkvæmt venju hefði málið verði sent flugráði óg flugmálastjörn. í þcssu máli sé ut- anríkisráðuneytíð, samkvæmt vcnju, að leita iiðsinnis samgöngu- ráðuneytisins og flugmálastjómar Steingrímur J. Stgfússon sarngönguráðherra.Timamynd: Aml Bjama um hina faglegu hlið mála. við Sovétrikin. Flugleiðir og Ráðherra sagði mjög mikiivægt Fcrðamálaráð íslands hafa þrýst að Ioftferðasamningur yrði gerður fast á að fá slíkan samning. ísland er eitt Norðurlandanna sem hefur elcki siíkan samning við Sovétrík- ín. Nær öil aðildaríki Alþjóða fiug- umferðarstofhunarinnar eru með samning við Sovétríkin um flug- umferð. Jón Baldvin hefur látið svo um- mælt að ekki sé með góðu móti hægt að gera samning við Sovét- ríkin um flug tii Keflavíkur vegna þess að þar sé staðsett bandarisk herstöð. Hann ýjað að þvi að sov- éska flugfélagið vinni mjög náið raeð KGB sem hljóti að hafa áhrif þetta mál. Um þessa hlið máia sagði samgönguráðherra að sov- éska flugfélagíð flygi út um allan heim, m.a. tii margra borga í Bandaríkjunum. Það valdi ekki erfiðleikum. Hann sagði jafhframt að það væri nýtt hjá sér að slik ieyndarmál væru staðsett á Kefla- vikurflugvclli að ekki mætti lenda þar sovéskri flugvél. Steingrímur J. vildi að lokum minna Jón Baidvin á að ýmsar breytingar hefðu orðíð í heiminum á síðustu misserum. „Miðað við hvemig Jón Baldvin talar gæti maður haldið að hann haft ckki frétt af þvi að Kúbudeiia er leyst og kaida stríðið er búið.“ -EÓ Útgerðarfélag Akureyringa: Aðalvíkin komin til heimahafnar Hinn nýi togari Útgerðarfélags Akur- eyringa, Aðalvik KE 95, kom til heima- haínar í fyrradag. Skipið, sem er um 450 tonn að stærð, verður gert út sem fiysti- skip fram að áramótum en þá verða ftystitækin tekin úr því og skipið notað til hráefnisöflunar fyrir frystihúsið. Um áramótin er gert ráð fyrir að Sólbak, ein- um af toguram útgerðarfélagsins, verði lagt og kvóti hans fluttur á önnur skip fé- lagsins. Stefnt er að því að Aðalvíkin fari á veið- ar undir merkjum Útgerðarfélagsins 1. september n.k. Við komu skipsins var gestum boðið að skoða skipið og framkvæmdastjórar Út- gerðarfélagsins fluttu ávörp þar sem þeir gerðu m.a. grein fyrir kaupunum og áformum um útgerð þess. í máli Gunnars Ragnars kom m.a. fram að sum skipa félagsins þörfnuðust end- umýjunar. Kaupin á Aðalvíkinni væru hluti af þeirri endumýjun, auk þess sem Útgerðarfélagið aflaði sér aukins kvóta. Gunnar sagði að hagræði í sjávarútvegi vasri mikið til umrasðu. Afkastageta flot- ans vasri mikil, og í raun væm bæði tog- arar og fiskvinnslustöðvar í landinu of margar. Kvaðst Gunnar vona að með þessum kaupum legði Útgerðarfélagið lóð á vogarskálamar í átt til aukinnar hagrasðingar í greininni, þar sem einum togara félagsins yrði lagt í staðinn. Þvi vasri í raun ekki aðeins um aukna hag- ræðingu að rasða hjá ÚA, heldur einnig íslenskum sjávarútvegi í heild. Skipstjóri á Aðalvíkinni verður Krist- inn Gestsson en hann var einnig með skipið í Keflavik. Ásamt honum verða nokkrir úr fyrri áhöfn skipsins a.m.k. til að byija með. Nýtt nafn á skipið hefur ekki verið ákveðið. Margar tillögur liggja fyrir en eftir er að velja úr þeim. Fullvíst er að seinni hluti nafnsins verður -bakur eins og á öðmm skipum Útgerð- arfélags Akureyringa. hiá-akureyri. Alþjóðleg frihöfn á Keflavíkurflugvelli Steingrímur Hermannsson forsæt- við Tímann. Hann bentí á að sam- isráðherra lagði tíl í ríkisstjórninni hliða því værí ekki ólíklegt að hér á fimmtudag að skipuö yrði nefnd gætí orðið birgðastöó eða dreifing- tii að kanna möguleika á að nýta arstöð fyrír viiru frá t.d. Austur- betur aðstöðuna á Keflavíkurflug- löndum fjær og þar með hefði opn- velU. Það á að gera með tíllití tíl þess ast hér mjög athyglisverður mögu- hvort þar megi í framtíðinni starf- leikL „Einnig býður nýja flughöfn- rækja nJk. fríhöfii og umskipunar- in upp á mikið og ef þarna kemur höfh fyrir millilandaflug. Þetta er stórt flugskýli gætu skapast mörg gert að ósk Atvinnuþróunarfélags atvinnutækifærí fyrir flugvirkja Suðumesja, o.s.frv." Hann sagði að tilgangur „Ef þetta evrópska efnahagssvæði nefndarínnar væri að kanna hvort veður myndað þá erum við orðnir þetta væri raunhæfur möguleiki aðiiar að mjög stórrí markaðs- eða ekld. heild,“ sagði Steingrúnur Í samtali -hs. Fossvogskirkja vígð n.k. sunnudag eftir miklar breytingar: Endurbótum lokió á Fossvogskirkju Á morgun mun biskup íslands, herra Ólaftir Skúlason, vígja Fossvogskirkju að loknum gagngerum endurbótum á innviðum kirkjunnar. Kirkjan hefiir verið lokuð frá 2. mars síðastliðnum er endurbætur hófust að undangenginni hugmyndasamkeppni á síðasta ári. Endurbætumar em helstar þær að allir útveggir hafa verið einangr- aðir að nýju og veggir múrhúðaðir. Kirkjuskipið hefur að hluta verið breikkað út undir hliðarskipin með veggjum úr hijúfum ógegnsæum gler- steini. Við það breikkar kirkjuskipið og aðkoma að sætaröðum verður auðveld- ari. Skipt hefúr verið um gólfefni og er nú grásteinn og eikarparket á gólfiim. Kirkjubekkir em nýir og em nú 350 sæti í kirkjunni. Svalir hafa verið stækkaðar og stigi upp á þær færður úr fordyri inn í kirkju. Állt hita-, loftræsti- og raflagnakerfi hefur verið endumýj- að. Allur búnaður í kór kirkjunnar er nýr. Altaristaflan, sem er þíhymd úr grá- steini, gleri og bronsi, er íjögurra metra há og stendur affarlega f kór kirkjunnar. Yfir altari svífur þríhymt möskvað form sem fyllir kórhvelfinguna. Altarið er 3-6 sm þykk bronsplata, eilítið upp- sveigð til endanna og stendur á 6 sm þykkum stöpli. Skímarfontur er nú í fyrsta sinn í Fossvogskirkju og er hann úr bronsi og gleri. Ræðupúlt er nýtt svo og moldunarkassi og er hvortveggja úr bronsi. Útihurðir em nýjar og gerðar úr upphleyptum og íteiknuðum kopar. Þá hefiir umhverfi kirkjunnar verið lagfært. Steyptur hefur verið veggur framan við kirkjuna og kristsmynd Bertels Thorvaldsens, sem var í miðj- um duftreitnum, hefiir verið færð að kirkju. Einnig hafa tröppur verið lag- færðar og toig steinlagL —SE (gær var verið að þrífa kirkjuna fyrir vígsluna á sunnudag. (baksýn er altar- istaflan nýja sem er 4 metra há þríhymd úr grásteini, gleri og bronsi. Tímamynd: Aml BJama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.