Tíminn - 25.08.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.08.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur'25. ágúst 1990 i íti i'ji. Laugardagur 25. ágúst 1990 m Tíminn 17 ;%sSp Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra um deilu sína við landbúnaðarráðherra: Sá veldur miklu sem upphafinu veídur... Yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráð- herra og formanns Alþýðuflokksins, um nýjan búvörusamn- ing sem nú stendur fyrir dyrum, hafa vakið athygli margra. Sumir vilja túlka titringinn, sem ríkir á stjómarheimilinu vegna málsins, fyrírboða kosninga að vorí. Aðrir segja að nú sé komið upp á yfirborðið gamalt deilumál sem aldrei hefur veríð fyllilega til lykta leitt, nefnilega landbúnaðarpól- itíkin. Málið snýst um það hvort gera eigi nýjan búvörusamning áður en þessi ríkisstjóm lýkur störfum eða ekki. Steingrímur Sigfus- son landbúnaðarráðherra hefur verið tals- maður þeirrar skoðunar innan ríkisstjómar- innar, en Jón Baldvin mælir hins vegar gegn því og segir að Alþýðuflokkurinn muni aldrei samþykkja gerð samnings sem bindur hendur næstu ríkisstjómar. Ymsir hafa af þessu áhyggjur, ekki síst bændur, enda af- koma þeirra i veði og í gærmorgun gekk for- maður Landssamtaka sauðfjárbænda á fund Jóns Baldvins til að ræða við hann um gerð búvörusamningsins. Þá hefur deila þeirra Jóns Baldvins og Steingríms J. um loftferðasamning íslands við Sovétríkin einnig vakið athygli. Jón Baldvin er í helgarviðtali Tímans að þessu sinni. Telur hann að þessar deilur séu forspá um kaldan vetur á ríkisstjómarheim- ilinu? „Nei, það held ég ekki. Að vísu er það svo að sá veldur miklu sem upphafinu veldur. Það sem kveikti í þessari deilu um búvöm- samninginn vom yfirlýsingar landbúnaðar- ráðherra um að hann væri í þann veginn að gera slíkan samning án samráðs við sam- starfsaðila. Að því er varðar þennan loft- ferðasamning, þá hefur það mál verið rekið í fjölmiðlum og samgönguráðuneytinu. Málið er hins vegar ekki eins einfalt og menn skyldu ætla. Það er ekki nóg að taka við pöntunum ffá sendiráðum og sam- gönguráðuneytið þarf að læra að fara eftir réttum boðleiðum héma í stjómkerfinu.“ Það má ekki líta á þetta sem þreytumerki í stj ómarsamstarfinu? „Nei, alls ekki.“ Óvissa fyrir bændur? Er Alþýðuflokkurinn ekki að ýta undir óvissu hvað varðar afkomu margra heimila i landinu með kröfu um ffestun á gerð nýs bú- vömsamnings, og boða nýja stefnu í land- búnaðarmálum? „Það er ekki verið að ýta undir neina óvissu. Það er óvissa um ffamtiðina. Meira að segja er óvissa þrátt fyrir samninga sem gerðir hafa verið, vegna þess að forsendum- ar hafa bmgðist og þeir hafa ekki skilað ár- angri. Það er óvissa ffamundan varðandi ýmsar gmndvallar stærðir landbúnaðar- mála, vegna alþjóðasamninga sem nú fara ffam, kenndra við GATT og sem á að ljúkast fyrir áramót. Einnig er óvissa sem ræðst af samningum EFTA ríkjanna við Evrópu- bandalagið, þótt landbúnaðarmál sem slík séu ekki á því samningssviði nema að tak- mörkuðu leyti. Óvissa er partur af lífinu og viðleitni okkar er að draga úr óvissu. Byijunarstærðin fyrir bændur og aðra, sem hingað til hafa búið við þetta kerfi, er þessi: Nú þegar ljóst er að það hefur ekki skilað ár- angri, hvað á þá að taka við? Menn vilja gjaman ræða það í tvennu lagi. Annars veg- ar segja menn að mjólkuriðnaðurinn sé í lagi, þar hefur tekist að laga ffamleiðsluna að eftirspum innanlands í stórum dráttum. Að vísu em það svolitlar ýkjur, því við flytj- um umffamffamleiðslu mjólkur út. í annan stað em forsendumar svolítið ótraustar, vegna þess að niðurgreiðslustigið, t.d. á smjöri, er orðið svo yfirgengilegt að það em engar líkur á því að það geti haldist. Hvaða áhrif mun það þá hafa? Þetta segi ég til að vara menn við því að trúa eins og nýju neti að þetta sé svona traust. Að því er varðar sauðfjárframlciðsluna, þá er kerfið alger- lega í skötulíki og getur ekki gengið svona lengur. Hvaö á aö koma í staöinn? Hvað á að koma í staðinn fyrir búmark, ffamleiðslurétt, miðstýrð fyrirmæli til bænda hvað má og hvað má ekki? Hvað á að koma í staðinn fyrir að taka raunvemlega allt ffumkvæði og alla ábyrgð af bændum eins og gert hefur verið í þessu kerfi? Við skulum bara ræða um gmndvallaratriðin. Æskilegast er I atvinnustefhu stjómvalda að hún snúist um fá meginatriði, setji al- mennar leikreglur þannig að menn séu ffjálsir innan þess ramma og láti reyna á eig- ið ffumkvæði, dugnað og hæfhi. Vandinn er þessi: Við þurfum að takmarka sauðfjár- ffamleiðslu í landinu í heild sinni. Hún hef- ur verið of mikil og mun halda áffam að vera of mikil með óbreyttu kerfi. Þessi nauðsyn á takmörkun ffamleiðslunnar er bæði efnahagsleg, vegna þess hvað þetta er dýrt, og ekki síður byggir hún á hugmynd- um manna um umgengni við land og nátt- úm. Þ.e.a.s. nauðsyn þess að koma í veg fyr- ir hraðfara gróðureyðingu, uppblástur og reyna að skapa þar forsendur til að snúa vöm f sókn. I stað gróðureyðingar komi skipulegt starf að gróðurbindingu og gróð- urvemd. Við viljum þess vegna einfaldlega láta takmarka ffamleiðslumagnið. Það kostar svæðaskiptingu, vegna þess að heildarfjölda sauðfjár verður einfaldlega að miða við landkosti og beitarþol. Það á með öðmm orðum að banna sauðfjárhald á sum- um svæðum á landinu. Sums staðar þar sem gróðureyðingin er verst, á að gera það að skyldu að lausaganga búfjár sé bönnuð. Þetta kallar í sumum tilvikum á ný störf.“ Óttast ekki byggöaröskun Óttast þú ekki að komið geti til mikillar byggðaröskunar, ef enn ffekar verður höggvið undan stoðum sauðfjárbúskapar, og að byggðir á jaðarsvæðum legðust I eyði? „Ekki vegna þessara hugmynda. Þvert á móti held ég ffemur að þær mundu styrkja þessar byggðir vegna þess að svæð- isskipting, sem felur í sér að banna sauðfjár- hald á Reykjanesi, eða kannski í góðsveit- um Borgarfjarðar til Rangárvalla, þýddi að sauðfjárbúskapur myndi festast í sessi á þeim stöðum þar sem beitilönd em góð og ekki er við annað að vera. Þetta gæti þýtt það að jaðarsvæðin fengju raunvemlega meiri hlut til sín af þessari atvinnustarf- semi.“ Hvað er því til fyrirstöðu að gerður sé nýr búvömsamningur eins og landbúnaðarráð- herra hefur lagaheimild til og vilji virðist vera til innan hinna stjómarflokkanna? „Það em tvö ár eftir af gildistíma núver- andi búvömsamnings. Það em endurskoð- unarákvæði í samningnum, svo rétt er að Iandbúnaðarráðherra ber að leita endur- skoðunar í ljósi reynslu. Spumingin er: Hvað vill hann láta endurskoða, hver er reynslan? Flestum ber saman um að mark- miðurri samningsins hafi ekki verið náð, við emm í ógöngum í þessu. Hins vegar er samningurinn þannig gerður að bændur em út af fyrir sig ekki undir neinni kvöð um að endurskoða, þeir eiga þau réttindi sem þama er rætt um. Það þýðir samt ekki, að nauðsyn beri til að ffamlengja samninginn til ársins 1998, sem var upphaflega hug- myndin. Um það hefur deilan staðið. 1 því máli er ég mjög harður vegna þess að ég hef orðið að upplifa, fyrst og fremst sem fjármálaráðherra, afleiðingamar af því ger- ræði frá ‘87, þegar gerður var búvömsamn- ingur sem batt hendur ríkisstjómar eftir kosningamar og reyndar fram yfir kosn- ingamar ‘91. Það er að mínu mati umdeil- anlegt ffá lagalegu sjónarmiði, en alger- lega forkastanlegt ffá siðferðilegu sjónar- miði, vegna þess að samningurinn felur I sér gríðarlegar fjárhagslegar skuldbinding- ar fyrir ríkissjóð. Það er ekki núverandi ríkisstjómar að binda hendur tveggja næstu ríkisstjóma. Það er sama og að segja við kjósendur í landinu: Kosningar em ekki um neitt. Ef málinu er þannig uppstillt, að það verði látið á reyna hvort eitthvert samkomulag er um að endurskoða samninginn, þá er það rétt og skylt samkvæmt ákvæðum samn- ingsins. Það er einnig efhislega nauðsynlegt út ffá bæjardyrum skattgreiðenda og rikis- ins séð, og kannski bænda líka. En það þýð- ir ekki að nokkra nauðsyn beri til að fram- lengja samninginn lengra ffam í tímann. Það er að mínu mati ekki á dagskrá." Markaöstengdur búvörusamningur? Nú er rætt um að sá samningur, sem er á teikniborðinu, sé töluvert breyttur ffá núver- andi samningi, m.a. opinn og uppsegjanleg- ur af báðum aðilum og að einhveiju leyti markaðstengdur. Breytir það ekki afstöðu Alþýðuflokksins? „Fyrst skulum við átta okkur á því, að það er enginn nýr samningur til. í gær var land- búnaðarráðherra í fyrsta sinn að kynna sín eigin drög að efhisákvæðum slíks samnings. Kynna segi ég, en það er með fyrirvara um að engar tölur fylgdu eða nokkurt mat á hvað þetta myndi kosta. En það voru hug- myndir, hugtök eins og markaðstenging. Loksins! En jafhframt hafa bændur sett ffam þá kröfu að þeir uni ekki markaðstengingu, nema því aðeins að þeir hafi tryggingu ffam í tímann um að kjörum verði ekki raskað. Það þýðir að niðurgreiðslustig haldist að raungildi, útflutningsbótaréttur haldist o.s.ffv. Hvar er þá markaðstengingin? Það hefur enginn vefengt rétt landbúnaðar- ráðherra til að fara með samningsumboð, hann semur. Hann getur hins vegar ekki gert svona samning nema leita eftir stuðningi Alþingis við lagabreytingar og hann gerir ekki slíkan samning án þess að skuldbinda ríkissjóð langt ffam í tímann varðandi fjár- útlát. Það þýðir, að þó hann hafi að formi til samningsumboðið, þá eru efhisrök málsins slík að hann verður að leggja málið fyrir samstarfsflokka sína. Það hefur hann ekki gert, þ.e.a.s. það liggur ekkert fyrir sem hægt er að taka afstöðu til. Málið er á al- gjöru byijunarstigi og þess vegna væri skynsamlegt af landbúnaðarráðherra að loka sig ekki inni í tumi með málið, heldur leita samraðs við samstarfsflokkana. Það hefur hann ekki gert. Að vísu hefur verið skipuð svokölluð samráðsnefhd, skipuð fúlltrúa þingflokka stjómarflokkanna, en landbúnaðarráðherra hefúr gætt þess vand- lega að hún er ekki viðræðunefnd eða samn- inganefnd og hingað til hefur ekkert samráð verið við hana haft. Fyrstu viðbrögö hörö Fyrstu viðbrögð mín vom óneitanlega hörð, þegar ég í fyrsta lagi fæ engar upplýs- ingar ffá ráðherranum og í annan stað, þeg- ar hann gefur til kynna í fjölmiðlum að hann ætli að fara að undirrita einhvem samning upp á marga milljarða rétt áður en Stéttar- samband bænda heldur sinn aðalfund. Nú skilst mér, að hann sé bæði fallinn ffá því að gera bindandi samning langt ffam í tímann og að það standi ekki til að ijúka til og gera samning einhveija næstu daga og vikur. Þannig að væntanlega gefst nú ráðrúm til þess að hafa raunverulegt samráð. Ég tek eftir því, og það em nokkur tíðindi, að mað- ur sem gegnir trúnaðarstarfi fyrir sauðfjár- bændur, formaður Sambands sauðfjár- bænda, var á fundi með mér í morgun, og þar kom ffam að þeirra hugmyndir em ekki svo fjarri þeim hugmyndum sem við höfum verið að boða. Það er að segja, að byggða- styrkir eigi ekki að ganga I gegnum vélind- að á sauðfé, heldur eigi að endurskoða kerf- ið ffá rótum.“ Hafnar þú þá því, sem ffam hefur komið hjá fulltrúum samstarfsflokkanna, að tím- inn til að gera nýjan búvömsamning sé orð- inn það naumur, að ekki megi draga það lengur? „Já, í raun og vem er það svo. Núna em tvö ár eftir af gildistíma samningsins. Það verða ■ kosningar einhvem tíma í vor, í síðasta lagi í apríl ‘91. Jafnvel þó það taki tvo mánuði að mynda nýja ríkisstjóm, þá er hún komin í júní ‘91, að afloknum ítarlegum stjómar- myndunarviðræðum, þar sem þátttakendur í þeim viðræðum væm óbundnir við mótun stefnu I þessum þýðingarmikla málaflokki. Þetta er nægur tími, vegna þess að það fer fyrst að reyna á ákvarðanir af hálfu bænda, eða viðbrögð við nýju kerfi, haustið ‘91. Þannig að það ber enga nauðsyn til að gera slíkan samning. Ef endurskoðunin, sem nú er á dagskrá, leiðir til einhverra breytinga sem er báðum aðilum hagstæð, þá breytir engu hvort sú endurskoðun gildir út samn- ingstímabilið, eða hvort við köllum það nýj- an samning sem er opinn og með uppsagn- arákvæði þannig að ný rikisstjóm geti sagt honum upp. En hveiju em menn þá bættari hvað varðar öryggi í ffamtíðinni ef hann er þannig opinn? Ef það er tryggt með einum eða öðmm hætti, að núverandi ráðherra ætli sér ekki þá dul, að binda hendur þingmeirihluta nýrrar rikisstjómar og ráðherra, og að kjósendur hafi sitt að segja um málið, þá er hægt að ræða ýmsar lausnir. Alþýðuflokkurinn mun ekki sætta sig við það, að landbúnaðarr- áherra beiti samningaumboðsvaldi sínu, til þess að gera nýjan samning fram í tímann I trássi við samstarfsflokka sína og með það beinlínis að markmiði að koma í veg fyrir að nýr þingmeirihluti geti mótað stefnumálin. Það munum við ekki undir neinum kring- umstæðum sætta okkur við. Hermantt Sœmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.