Tíminn - 25.08.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.08.1990, Blaðsíða 14
22 Tíminn ^ygardagur^25.,^g>is^1,9,90 Guðjón Jónsson Fæddur 10. september 1914 Dáinn 20. ágúst 1990 1 dag verður kvaddur hinstu kveðju frá Breiðabólsstaðarkirkju, Guðjón Jónsson, sem lengi var firystihússtjóri í Hvolsvelli. Hann var fæddur að Torfastöðum í Fljótshlíð 10. september 1914, en þar bjuggu foreldrar hans, Guðrún Guð- mundsdóttir, sem ættuð var af Vatns- leysuströnd, og Jón Guðmundsson, sem ættir átti að rekja í Rangárvalla- hrepp. Eins og almennt gerðist á uppvaxt- arárum Guðjóns vann hann foreldr- um sinum. Hann var fljótt dugmikill og vildi að öll verk gengju vel. Á Torfastaðaheimilinu var kristin trú og reglusemi í hávegum höfð. Hann átti eina alsystur, sem Ingibjörg heitir, og eina hálfsystur, Guðbjörgu, sem er látin. Unglingurinn á Torfastöðum hreifst eins og svo margir aðrir af bílum, sem famir voru að bruna inn grösuga Fljótshlíðina og boðuðu nýja tíma. Strax þegar hann hafði aldur til brá hann sér til Reykjavíkur og tók þar bílpróf og ári síðar þegar hann er að- eins nítján ára kaupir hann sér splunkunýjan vörubíl, lætur smíða á hann hús og vörupall og fer að aka mjólk úr Fljótshlíðinni út í Mjólkur- bú Ölfúsinga í Hveragerði, en á þeim árum voru mjólkurbúin tvö hér á Suðurlandi. Það þurfti ekki svo lítinn kjark fyrir 19 ára sveitapilt á svört- ustu kreppuárunum til að fjárfesta í svo dým tæki og hefja sjálfstæðan at- vinnurekstur. Nokkru seinna seldi hann þessa bif- reið og hóf fólksflutninga frá Reykja- vík í Fljótshlíðina á hálfkassabíl. Siðar gerðist Guðjón bifi-eiðastjóri hjá Kaupfélaginu í Hvolsvelli og Mjólkurbúi Flóamanna. Um árabil bjó hann nokkuð stóru búi að Stórólfshvoli og byggði upp myndarleg útihús og ræktaði upp mikla landspildu í Hvolsvelli, sem nú er komin undir skipulag kauptúnsins. Allsstaðar var vasklega að verki stað- ið. Það var f ársbytjun 1940 sem góður mannfagnaður var gjörður að Breiða- fyrrv. frystihússtjóri bólsstað í Fljótshlíð, þegar Svein- bjöm Högnason gifti þau Guðjón og Kristbjörgu Lilju Ámadóttur frá Miðkoti. Á fyrsta hjúskaparári urðu þau fyrir því mótlæti að íbúðarhúsið í Ásgarði í Hvolhreppi brann til kaldra kola, en þar áttu þau þá heima og þama misstu ungu hjónin aleigu sína. Um þriggja missira skeið áttu þau heimili að Háamúla í Fljótshlíð. Á vordögum 1942 bámst þau tíðindi að tvær fjölskyldur innan úr Fljóts- hlíð hygðust flytja hingað og byggja sér hús, en þá vom aðeins fjögur íbúðarhús á staðnum. Þetta vom ungu hjónin Kristbjörg Lilja og Guðjón og Isleifúr smiður frá Miðkoti, fóstri Lilju, og Ingibjörg móðir hennar. Svo vel gekk húsbyggingin hjá Guðjóni, að á haustdögum fluttu ungu hjónin í nýja húsið sitt, sem þau síðar byggðu við. Við Hvolsveginn stóð heimili þefira, traust og gott, í meira en fjóra áratugi. Þar ólu þau upp bömin sfn og fögnuðu bamaláni, en böm þeirra em: Rúnar sýslumaður f Borgamesi. Ingi ísfeld, deildarstjórí hjá Kf. Rangæinga. Ema Hanna bankastarfsmaður. Margrét, sem vinnur við skrifstofú- störf, búsett í Mosfellsbæ. Einnig eignuðust þau stúlku sem andaðist þriggja mánaða gömul. Kristbjörg Lilja andaðist f ársbyijun fyrir fimm ámm. Jafhræði var með hjónunum að Hvolsvegi 18. Áhugamálin féllu saman. Söng- og tónelsk vom þau bæði og höfðu góðar söngraddir. Þau áttu vandað bókasafn og lásu sér til gagns og ánægju. Samhent ræktuðu þau garðinn sinn í bestu merkingu þeirra orða. Guðjón var maður heimakær og féll varla verk úr hendi meðan hann var enn hraustur. Hann var ekki allra, en vinfastur og vandur að virðingu sinni. Böm hænd- ust að honum, ekki fyrir það að hann væri orðmargur eða væri að kjassa krakkana, heldur fyrir það, að þau fúndu f fari hans traust og öryggi. Litlir lófar fúndu þar hlýja vinar- hönd. Á ámnum 1962 til 1963 byggðu Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Rangæinga fúllkomið kjötfrystihús í Hvolsvelli. Þangað réðst Guðjón og gætti þar véla af trúmennsku og rikri samviskusemi, meðan heilsan leyfði. Síðustu árin dvaldi hann á dvalar- heimilinu Kirkjuhvoli í vistlegri íbúð. Hann átti þar góða daga, milli þess að dökk blika heilsuleysis mæddi hann. Hann var þakklátur þeim sem þar ráða rikjum. Við leiðarlok þökkum við Margrét og bömin okkar, sem svo oft trítluðu með Guðjóni um túnin á Stórólfs- hvoli, löng og ljúf kynni. Öll eigum við dýrmætar minningar um samfélagið, sem svo lengi ríkti við gamla Hvolsveginn og ekki breyttist fyrr en við fráfall vina. Megi áframhaldandi gæfa og Guðs- blessun fylgja ástvinum og niðjum Guðjóns Jónssonar. Pálmi Eyjólfsson Kveðja frá litlum afabörnum. Hann elsku afi á Hvolsvelli er dáinn. Minningamar em margar, minningar um góðan afa, sem vildi okkur öllum svo vel. Hann tók svo ríkulega þátt í öllu með okkur, jafnt f gleði og sorg. Söknuðurinn er sár og sorgin mikil, en við trúum því að nú sé hann kom- inn til ömmu og þá líði honum vel. Eftir að amma dó var afi vanur að koma til okkar og vera hjá okkur um jólin og var það okkur alltaf mikið tilhlökkunarefni. Við biðum með eft- irvæntingu eftir honum og rauðu töskunni, þvf í henni var margt spennandi. En nú verður hvorki afi né rauða taskan á ferðinni framar. Við þökkum Guði fyrir að hafa fengið að eiga með honum ánægju- stundir hér á jörðu niðri og biðjum al- góðan Guð að geyma afa okkar og ömmu. Við söknum þeirra svo sárt. „Egfel i forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll bömin þvi, svo blundi rótt. " (Matth. Jochumsson) ísleifur Orri og Lilja. i Nú er hann afi dáinn og farinn á vit hennar ömmu. Þrátt fyrir öll þau al- varlegu veikindi, sem hann átti við að striða síðustu árin, þá er samt skrýtið að hugsa til þess að hann sé ekki lengur með oklcur, því einhvem veginn var eins og ekkert biti á þann gamla, sama hvar sóttin bankaði upp á. En svo kom kallið, skyndilega og án þess að nokkur ætti vön á. Afi var alltaf frernur hógvær og fá- látur maður, andstætt ömmu sem var fjörkálfúr hinn mesti ffarn á síðustu stund. Þeirra samband var þó alltaf fúllt af hamingju, líkt og endirinn f ævintýrasögunum, sem amma svæfði okkur með á okkar yngri árum. Það var honum þvf mfkið áfall er hún féll frá, en sá maður hlýtur að vera hepp- inn, sem slikur förunautur bíður efkir hinum megin við hliðið. Það var ómetanlegt að hafa verið þeirrar gæfú aðnjótandi að hafa átt sitt annað heimili heima hjá afa og ömmu á viðkvæmum uppvaxtarár- um. Þar hömuðumst við í allskonar feluleikjum í frumskóginum að Hvolsvegi 18, sem þau höfðu komið sér upp f kringum húsið, og alltaf þegar þreytan sótti að var tilbúið á borðinu heitt súkkulaði og meðlæti til að við gætum safnað kröfhim og hafið hasarinn að nýju. Minningin um afa sitjandi við orgel- ið spilandi sálmalög þar sem við sát- um álengdar og hlýddum á með and- akt, er sterk, þó svo að stundum ffeistaðist einhver til að skella smá sambatakti með á trommumar. Það var svo sannarlega alltaf eitt- hvað við að vera á þeim bæ, hvort sem var í leik eða starfi. PÓSTFAX TÍMANS Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúÖarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar. Miklubraut68 913630 + Þökkum auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Þorsteins Halldórs Þorsteinssonar fulltrúa Hólabraut 5, Hafnarfirði. Einnig viljum við þakka starfsfólki og læknum á deild A7, Borgar- spítala, okkar innilegustu þakkir fyrir góða umönnun. Kristín Sigurbjörnsdóttir Sigrún Þorsteinsdóttir Viggó Þorsteinsson Hjördís Þorsteinsdóttir Sigurbjörn Þorsteinsson Þorsteinn Þorsteinsson og barnabörn Sigurður Halldórsson Margrét Bjarnadóttir Gísli Sigurgeirsson Margrét Hafsteinsdóttir JEPPA- HJÓLBARÐAR Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU 235/75 R15 kr. 6.650,- 30/9,5 R15 kr. 6.950,- 31/10,5 R15 kr. 7.550,- 33/12,5 R15 kr. 9.450,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavfk Sfmar: 91-30501 og 84844 BÍLALEIGA meö útibú allt I kríngum landið, gera þér mögulegt að leigja bfl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar ---------------:---------\ Sjáum um erfidrykkjur RISIÐ Borgartúni 32 Upplýsingar í síma 29670 _________________/ Óhætt er að fúllyrða að gamli mað- urinn hafi þjónað dyggilega þvf hlut- verki er drottinn skóp hann til hér á jörðu. Hann var heiðvirður og traust- ur, stritaði baki brotnu alla ævi til að sjá fyrir sér og sínum, eignaðist ynd- islega konu og kom með henni á legg fjórum heilbrigðum og hraustum bömum, sem öllum hefúr orðið bama auðið. Við biðjum guð að geyma hann elsku afa og sendum honum okkar hinstu kveðju með bæninni sem amma kenndi okkur þegar við vorum lítil, um leið og við minnumst í hjarta okkar ljúffa minninga um samvem- stundimar með ykkur ömmu. „Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur min veri vöm i nótt. Æ, virst mig að þér taka, méryfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. “ Guðjón, Kristbjörg Lilja og Frosti Reyr I dag verður jarðsunginn frá Breiða- bólsstaðarkirkju f Fljótshlíð, tengda- faðir minn Guðjón Jónsson. Breiða- bólsstaðarkirkja var honum og eig- inkonu hans afar kær, en þar vora þau fermd saman á hvítasunnudag 1928 og gefin saman 14. janúar 1940. Guðjón var fæddur 10. september 1914 að Torfastöðum í Fljótshlíð, sonur Jóns Guðmundssonar bónda þar og Guðrúnar Guðmundsdóttur konu hans. Eiginkona Guðjóns var Kristbjörg Lilja Ámadóttir ffá Mið- koti f Fljótshlíð, en hún lést fyrir rúmum 5 árum. Tengdafaðir minn saknaði Lilju mikið og fannst manni sem hann yrði aldrei samur sfðan. Þau hjónin vora ein af ffumbyggjum Hvolsvallar, en þangað fluttu þau f nýbyggt hús er þau höfðu reist árið 1941. Næstu ár þar á eftir urðu þeirra nágrannar, móðir Lilju og stjúpi, bróðir hennar og mágkona, systir og mágur og þeirra fjölskyldur. Húsin stóðu tvö og tvö sitt hvora megin göt- unnar og mynduðu eins konar fem- ing. Þessar fjölskyldur voru mjög samtaka f garðrækt og strax f byijun urðu þama einstaklega fallegir garðar sem þeir era enn og hafa án efa verið öðram mikil hvatning. Lilja og Guð- jón bjuggu allan sinn búskap á Hvolsvelli, utan nokkurra mánaða er þau bjuggu f Fljótshlíðinni. Böm þeirra era: Rúnar, kvæntur Auði Guðjónsdóttur og eiga þau þijú böm; Ingi, var kvæntur Dagnýju Her- mannsdóttur, þau eiga fjögur böm; Ema Hanna, á einn son; og Margrét, býr með Kjartani Óskarssyni en þau eiga eina dóttur. Guðjón starfaði áður sem bílstjóri og gerðist síðan bóndi. Þegar ég kynntist honum var hann frystihús- stjóri hjá ffystihúsi Sláturfélags Suð- urlands á Hvolsvelli, þar sem hann starfaði þangað til hann var kominn á aldur eins og sagt er f dag. Guðjón var mjög samviskusamur í öllum sfnum störfúm, bæði heima og að heiman. Honum var mjög annt um fjölskyldu sina og fylgdist vel með hvað allir*vora að gera. Gott var að leita ráða hjá honum og notaði mað- ur það ósjaldan. Ekkert gladdi hann meir en ef eitthvert bamanna var að ffamkvæma eitthvað; þá hvatti hann fremur en latti. Kvöldið áður en hann lést var hann að benda annarri dóttur sinni á lausn á smá vandamáli með festingar á hlut á heimili hennar. Um þetta var hann að hugsa, þó sárlasinn væri og var það honum líkt. Guðjón var mikill hugmaður og var aldrei ánægður fyrr en verki var að fúllu lokið. Ári eftir að Lilja lést flutti hann á Dvalarheimilið að Kirkju- hvoli í Hvolhreppi og leið honum þar vel. Hann var mjög áhugasamur um uppbyggingu þess heimilis, en það hefúr verið í byggingu undanfar- in ár. Eg á tengdafoður mínum margt að þakka, en hann hefúr verið okkur öll- um mjög kær. Við þökkum honum fyrir samvemna og vitum að nú líður honum vel, en oft var hann búinn að þrá návist Lilju aftur. Guð veri með ykkur Lilju, elsku Guðjón. Auður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.