Tíminn - 25.08.1990, Side 1

Tíminn - 25.08.1990, Side 1
r.( O > *->•' y 25.-26. ágúst 1990 • nu ' P ?o k •«« jpoKton? Islensk stúlka, búsett í Sovétríkjun- um, greinir frá misjafnri reynslu og nýliðnum atburðum út frá sjónar- hóli lands- manna: Vestræn menning sem dynur nú yfir íbúa Sovétríkjanna veldur óneitanlega dálitlum glundroða á meðan lands- menn gera upp við sig hverju skuli haldið á lofti og hverju hafnað. "Mi 4 Sífellt fjölgar þeim íslend- ingum sem halda utan til- náms og dreifast vítt og breitt um veröldina. Sovét- ríkin hafa hingað til ekki ver- ið ofarlega á lista eftirsótt- ustu landanna en það á væntanlega eftir að breytast með tilkomu nýrra stjórnar- hátta og bættum samskipt- um austurs og vesturs. Ein- staka íslendingar hafa þó tekið sig upp og haldið til austurs. Viðmælandi Helg- arblaðsins telst til þessa hóps en hún hefur undan- fariÓ ár stundað nám ásamt eiginmanni sínum í Minsk í Hvíta-Rússlandi og er á leið til Sovétríkjanna á ný innan skamms. Stúlkan, sem sótti febrúar- fundinn í Minsk, var við- stödd þegar Eystrasaitsrík- in lýstu yfir sjálfstæði, þekk- ir biðraðir eftir matvælum sem fjölmiðlar á íslandi hafa greint frá og perestrojkuna af eigin raun, heitir Ásdís Þórhallsdóttir. Tildrög þess að hún hélt til Sovétríkjanna má rekja til Ólympíuleik- anna í rússnesku árið 1987. Ásdís var þá nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og lagði þar með- al annars stund á rúss- nesku. Það varð því úr að hún hélt til Sovétríkjanna ásamt unnusta sínum Gunnari Hanssyni og Ingi- björgu Hafstað rússnesku- kennara. Þar tóku Ásdís og Gunnar þátt í leikunum og hlutu ekki aðeins siifurverð- laun heldur fýlgdi boð um fullt háskólanám í hvaða sérgrein sem væri. Brösótt byrjun STÓRVELDI eða „Við ákváðum að þiggja boðið, héldum af stað og komum til Moskvu fyrsta september á síðasta ári. Þvi miður brást að tekið væri á móti okk- ur þannig að segja má að okkur hafi ekki alveg litist á blikuna svona til að byija með. Enginn vissi hvert við átt- um að fara eða hvar við ættum að vera svo það varð úr að við sváfum á marmaragólfi flugstöðvarinnar í heila nótt ásamt u.þ.b. 150 öðrum Ásdís Þórhallsdóttir og Gunnar Hansson fyrir utan háskólann í Minsk þar sem þau stunduðu nám í vetur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.