Tíminn - 25.08.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.08.1990, Blaðsíða 2
10 HELGIN Laugardagur 25. ágúst 1990 Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Öldungadeild M.H. Frumkvöðull fullorðinsfræðslu Öldungadeild M.H. var stofnuð 1972 og síðan þá hafa þúsundir karla og kvenna stundað þar nám og nokkur hundruð lokið stúdentsprófi. Þarft þú að rifja upp, bæta við eða hefja nýtt nám? í Öldungadeild M.H. er í boði menntaskólanám á 6 brautum. Kennarar skólans eru vel þjálfað og menntað úrvalslið sem tryggir gæði náms og kennslu. Þú getur stundað nám í mörgum greinum eða fáum eftir því sem þér hentar. Þú getur lært Tungumál: Ensku Dönsku Norsku Sænsku Þýsku Frönsku Spænsku ítölsku Rússnesku Raungreinar: Stærðfræði Eðlisfræði Efnafræði Líffræði Efnafræði Jarðfræði Félagsgreinar: Félagsfræði Mannfræði Stjórnmálafræði Hagfræði Auk þess er í boði fjölbreytt nám í tölvunotkun, bæði grunnnám og fyrir lengra komna (PC- tölvur). Völ er á námi í íslensku, ritþjálfun og bók- menntalestri, almennum bókmenntum, heim- speki, trúfræði o.m.fl. Er þetta eitthvað fyrir þig? Ef svo er, þá er innritun og val fyrir haustönn 1990 dagana 27. til 29. ágúst kl. 16-19. Skólagjald er kr. 9500 fyrir önnina. Rektor Fundur um byggingu íþróttamannvirkja Iþróttanefnd ríksins og íþróttafulltrúi boða til umræðufund- ar um byggingu íþróttamannvirkja laugardaginn 1. sept- ember kl. 13:15-17:00 í Borgartúni 6, Reykjavík. Sænski verkfræðingurinn Torsten Wikenstahl mun m.a. halda erindi um gólf í íþróttahúsum og um gerfigrasvelli. Gerð verður grein fyrir því sem efst er á baugi um bygg- ingu íþróttamannvirkja á Norðurlöndum. Öllum áhugamönnum og fagmönnum á þessu sviði er heimil þátttaka á fundinum, en þátttökugjald verður kr. 400,- iþróttanefnd ríkisins íþróttafulltrúi ríkisins. FLUGMÁLASTJÓRN Námskeið í flugumferðarstjórn Ákveðið hefur verið að velja nemendur til náms í flugum- ferðarstjórn, sem væntanlega hefst í byrjun vetrar 1990. Stöðupróf í íslensku, ensku, stærðfræði og eðlisfræði verða haldin í september nk. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-30 ára, tala skýrt mál, rita greinilega hönd, standast tilskildar heilbrigðiskröf- ur og hafa lokið stúdentsprófi. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Flugmálastjórn á fyrstu hæð flugturnsbyggingarinnar á Reykjavíkurflugvelli og á skrifstofu flugvallarstjóra, Leifsstöð, Keflavíkurflug- velli, og ber að skila umsóknum þangað fyrir 1. september, ásamt staðfestu afriti af stúdentsprófsskírteini og sakavott- orði. Flugmálastjóri. STÓRVELDI studentum frá Afríku og Indlandi sem eins var ástatt um. Daginn eftir var okkur sagt að taka leigubíl til háskólans þar sem við fengum inni á stúdentagarði. En þar sem upplýsingar sem við fengum voru ónákvæmar enduðum við hálf- villt og vegalaus inni á háskólalóð- inni sem er gríðarstórt svæði. Af eig- in rammleik og með aðstoð nokkurra heilladísa, sem án efa fylgdu okkur, komumst við í góðra manna hendur og eftir margar símhringingar út um allan bæ tókst loks að finna fulltrú- ann okkar og útvega hótelherbergi. En það verður að segjast að það voru dálítið slæptar sálir sem lögðust til svefns það kvöldið. Það tók heila viku að finna pappír- ana okkar sem á endanum dúkkuðu upp í Minsk. Eg verð nú að játa það að ég hafði aldrei heyrt minnst á Minsk íyrr, en mér létti stórum þegar ég var frædd á því að hún væri hvorki austur í Síberíu né suður við Svarta- haf. Okkur var sem sagt tilkynnt að í Minsk yrðum við að vera, því þetta árið væri undirbúningsdeild fyrir list- nemendur þar. Gunnar hefði getað fengið að vera áffarn í Moskvu en af því að við vildum fá að vera saman var ekki um annað að ræða en að halda af stað. Aðrir nemendur dreifð- ust vítt og breitt um landið, allt eftir því hvar kennsla í þeirra grein átti að fara fram og vakti það mismikla hrifhingu. Ég held að höfuðborg lands, hvar sem er í heiminum, gefi yfirleitt ekki rétta mynd af landi og þjóð og þar er Moskva engin undantekning. Þó svo að við hefðum i upphafi verið mót- fallin því að fara ffá Moskvu þá skiptum við fljótlega um skoðun því upplifunin og reynslan sem við feng- um af Sovétríkjunum varð kannski enn sterkari fyrir vikið. Öskubuska og prinsinn I Minsk var ekki beinlínis tekið fagnandi á móti okkur. Á tímabili lá það eitt fyrir að við yrðum send til baka til Moskvu, en svo fór nú ekki sem betur fer. Til að byrja með var t.d. ekki við það komandi að við fengjum að búa saman þó svo að við værum gift og hvaðeina. Það sem kom okkur til bjargar í þetta sinn var opinbert vottorð ffá Hagstofu íslands á a.m.k. fimm tungumálum sem vott- aði það að hjásofelsið væri lögform- lega blessað. En ég var áminnt um það af skólastjóranum að yrði ég ólétt myndi hún reka mig á stundinni. Málunum var reddað og við fengum smákytru út af fyrir okkur. Annars má segja að ástandið á stúdentagarð- inum hafi helst líkst því sem finnst í dýragörðum og fólk borgar fyrir að fá að kynnast, dagpart eða svo. Þama voru samankomnir krakkar ffá öllum heimshomum, þó aðallega Affiku og arabalöndunum, og það er óhætt að segja að oft hafi ýmislegt gengið á. Samkomulagið batnaði hins vegar þegar líða tók á veturinn og hópurinn farinn að hristast saman. I skólanum vom um 150 stúdentar ffá yfir 50 löndum. Sagan bara lygasaga Við vomm í skólanum sex daga vik- unnar frá átta til eitt. Til að bytja með var eingöngu kennd rússneska en síð- ar bættust við landaffæði, saga og bókmenntir. Stundataflan var endur- skoðuð í hveijum mánuði, rúss- neskutímum fækkaði en um leið fjölgaði tímum í hinum námsgrein- unum. Aukið prentffelsi og leyfi til að gagnrýna hefur auðvitað haft gíf- urleg áhrif á alla kennslu. I dag era til dæmis hvergi í Sovétríkjunum til neinar sögubækur og fyrir tveimur áram felldu allir skólar niður sögu- próf. Nemendunum var bara sagt; því miður það sem við höfum verið að kenna ykkur er ekki rétt og þvi er al- veg tilgangslaust að vera að taka próf úr efhinu. Sagan hefur alla tíð verið kennd í fastmótuðum ffösum og ekk- ert verið um það að ræða að nemend- um eða kennuram væri leyft að skoða staðreyndir og móta síðan eig- in ályktanir. Oft á tíðum vegna þess að staðreyndimar hafa alls ekki legið fyrir - verið faldar og því sem raun- veralega gerðist haldið leyndu. Við höfðum- til að byija með engar sögubækur en fengum þær svo seint og um síðir. Það gekk að vísu ekki átakalaust því að áður en námsefnið er gefið út þykir ástæða til að fara mjög vandlega yfir það sem þar er sagt. Nú, þessi athugun tók eina ell- efu mánuði þannig að þegar við loks- ins fengum fjölritin í hendumar vora textamir úreltir. Breytingar hafa ver- ið svo hraðar á árinu að eftir ellefu mánuði mátti segja miklu meira og orða textann á annan hátt. Auk þess sem mikið af nýjum upplýsingum hefur komið upp á yfirborðið. Það sama var uppi á teningnum hvað aðrar námsgreinar snerti. Landafræðikennarinn benti okkur til Þótt fundurinn í Rígu, þegar lettneska þingið lýsti yfir sjálf- stæði, hafi farið friðsamlega fram var greiniiegt hvaða hug þátttakendur bera til sovéskra yfirráða. að mynda á að vera ekkert að leggja áherslu á það sem í bókinni stæði og tók sem dæmi að í henni greindi frá því að löngu væri búið að leysa öll þjóðemisvandamál í Sovétríkjunum og bætti svo við að eins og við viss- um stæðist það nú ekki alveg. En þrátt íyrir kennslubókarleysið þá lærðum við heilmikið og er því helst að þakka að kennaramir vora ffábær- ir. Þeir fylgdust vel með og notuðu í kennslunni allt það nýja efni sem þeir komust yfir, til dæmis greinar úr dag- blöðum. Við gátum þess vegna óhrædd skipst á skoðunum við þá og ófáir tímar fóra í að ræða gamla og nýja tíma. Prófdómari af gamla skólanum og kennar- inn í hár saman Yfirleitt era öll próf í Sovétríkjun- um munnleg próf og það gekk eftir að sjálft lokaprófið í sögu varð mjög eftirminnilegt. Prófdómarinn var kona af gamla skólanum. Áður en að prófinu kom sagði kennarinn við okkur að prófdómarinn hefði svolítið aðrar skoðanir á málinu en hann. Við skyldum ekkert fara í kerfi út af því heldur segja bara frá því sem við hefðum lært ef við værum sömu skoðunar. Svo skyldum við bara vísa á hann ef prófdómarinn færi eitthvað að æsa sig. Okkur dauðbrá auðvitað við aðvöranina því við vissum ekkert hver viðbrögðin yrðu ef við færam að vísa á hann til stuðnings því sem við segðum. Prófin gengu vel hjá okkur Gunnari en einn af bekkjarfélögum okkar var óheppnari. Hún fékk spumingu um tímabilið þegar Stalín var að smala bændunum í samyrkjubúin í byijun áratugarins. Söfnunin fór nú ekki beinlínis friðsamlega fram því þess- um breytingum í landbúnaði fylgdi dauði á milli fimm til tíu milljón manna. Talan er uggvænlega há, sér- staldega ef tekið er mið af því að breytingamar áttu sér 'stað á friðar- tímum. Þegar nemandinn tók til við að segja frá þessu þá bókstaflega blés prófdómarinn upp af illsku og hvæsti á stelpugreyið. Sögukennarinn kom nemandanum til vamar og prófið endaði í hávaðarifrildi milli kennar- ans og prófdómarans. Ástandið er ennþá mjög viðkvæmt hvað varðar öll svona mál og kennarar í Sovét- ríkjunum mega ekki ennþá segja hvað sem er þannig að hann þurfti á endanum að draga aðeins í land og benda á að túlkun atburðanna væri umdeild. Hann náði að lokum sem betur fer að róa frúna, en hún hefði fellt stúdentinn ef hún hefði fengið að ráða. Ef þetta hefði hins vegar gerst fyrir ári eða tveimur, sæti kenn- arinn í súpunni og myndi öragglega missa starfið. Prentfrelsi er ómögulegt álegg Allar umbætumar í Sovétríkjunum á undanfömum áram, svo sem prent- frelsi, aukið frelsi til að gagnrýna og halda fundi, era atriði sem Vestur- landabúar hafa eðlilega verið afskap- lega uppteknir af á undanfomum ár- um. Ásdís segir umbætumar horfa öðravísi við sovéskum almenningi. .JFólkið í landinu hefur það á tilfinn- ingunni að ósköp fátt hafi breyst á þeim fimm áram sem liðin era síðan Gorbatsjov komst til valda. Frelsi til fundahalda er meira en áður eins og febrúarfundimir bára vitni. Tauga- titringur í kringum þá var að vísu mjög mikill. Okkur var til að mynda harðbannað að sækja fundinn í Minsk þó við hlýddum því auðvitað ekki. Það kom líka á daginn að fund- urinn fór einkar vel fram. Prentfrelsi er einnig orðið að heita má algjört og víst þykir fólkinu gaman að geta les- ið ný blöð og tjáð sig frjálslegar en áður. En það sem hefur gerst á sama tíma er að úrval í búðum hefur dreg- ist mikið saman. Það er til dæmis orðið mikið erfiðara en áður að kaupa nauðsynleg matvæli og fyrir utan það er talað um stórfelldar yfir- vofandi verðhækkanir og prentftelsið hefur fólk ekki ofan á brauð. Nú er talað um að mistök Gorbat- sjovs í byrjun hafi verið að leggja alla áherslu á eflingu þungaiðnaðar til að fá þar peninga sem síðan mætti leggja i endurbætur á léttiðnaði, það er að segja matvöra, fatnaði og öðra slíku. Léttiðnaðurinn er hins vegar það sem hefur bein áhrif á líf fólksins í Iandinu. Það er öllum sama hvort stálffamleiðslan hafi aukist um ein- hver hundrað tonna á meðan þeir geta ekki keypt mat.“ Sápubirgöir til 30 ára og hamstra enn Ásdís sagði fleiri vitleysur hafa ver- ið gerðar og afleiðingar sumra væra svo ekki sé meira sagt fáránlegar. „Það er til dæmis skömmtun á sápu víðast hvar í Sovétríkjunum þó að síðastliðið ár hafi verið ffamleitt meira af sápu en nokkra sinni áður. Mistökin fólust í því að áður en yfir- völd fóra að skipta sér af málinu vora ffamleiddar ákveðið margar tegundir af sápu. Síðan er tekin sú ákvörðun að fækka tegundunum um helming en ffamleiða engu að síður meira magn vörannar. Þegar kaupandinn kemur í búðina og finnur ekki bláu sápuna sem hann hefur keypt reglu- lega í ein tuttugu ár heldur viðkom- andi að nú sé skollinn á sápuskortur og tekur til við að hamstra. Landið er svo víðfeðmt að undir hælinn er lagt hvort upplýsingar um ákvarðanir eins og þessa berast meira en smábroti þjóðarinnar. Hræðslan við vöraskort snýst síðan stundum upp í hálfgerða bilun, við fréttum til dæmis af fólki sem átti sápubirgðir til næstu 30 ára að minnsta kosti, en hélt samt áfram að hamstra sápu í hvert skipti sem það fékíc skömmtunarseðlana sína.“ En það er skortir fleira í verslanir en sápur. „í Minsk var sæmilegt ástand hvað vöraúrval snerti miðað við marga aðra staði. Þetta fór þó versn- andi og síðasta mánuðinn var farið að skammta bæði hrísgrjón, hveiti, spaghetti, vín og fleiri vörur. í eina Qóra mánuði í vetur fékkst ekkert af ávöxtum eða grænmeti ef ffá era tal-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.