Tíminn - 28.08.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.08.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 28. ágúst 1990 Tíminn 3 Nauðgari handtekinn eftir að niðurstöður úr DNA rannsókn lágu fyrir: Bylting í baráttu við kynferðisafbrotamenn Maður hefur játað að hafa raðist á konu i Kopavogi og nauðgað henni. Maðurinn var handtekinn síðastliðinn fimmtudag eftir að niðurstaða úr svokallaðri DNA rannsókn lá fyrir. í rannsókninni voru bornir saman DNA erfðaþættir í sæði, sem árásarmaðurinn skildi eftir sig, og erfðaþættir í blóði 60 manna sem voru undir grun um að hafa framið verknaðinn. í Ijós kom að DNA erfðaþættir í sæðinu og í blóði eins mannsins voru þeir sömu. Hann var því handtek- inn og játaði þá á sig verknaðinn. Forsaga málsins er sú, að grímu- klæddur maður, vopnaður hnífi, réðst á konu þegar hún var á leið heim úr vinnu aðfaranótt fbstudags- ins 17. nóvember á síðasta ári, en konan vann sem baðvörður á líkams- ræktarstöð í iðnaðarhverfi í Kópa- vogi. Hafði árásarmaðurinn setið fyrir konunni. Maðurinn beitti kon- una ofbeldi og nauðgaði henni. í upphafi virtust ekki margar vísbend- ingar eða sönnunargögn liggja fyrir sem stuðlað gætu að því að málið upplýstist. Við læknisskoðim á kon- unni, fannst sæði árásarmannsins og náðist að varðveita það og var það nánast eina sönnunargagnið í mál- inu. Rannsóknarlögreglan hófst þegar handa við skipulega upplýsingasöfn- un og fljótlega var leitað til um 60 manna sem stunduðu líkamsræktar- stöðina þar sem konan vann og þekktu þar aðstæður og ætla mátti að hefðu verið á ferð á árásarstaðnum fyrr um kvöldið eða nóttina og jafn- vel fyrr um daginn. Þessir menn voru fúsir til samvinnu og samstarfs við rannsóknarlögregluna og létu m.a. í té blóðsýni til að bera saman við sæðið, svokallaðrar DNA rannsókn- ar. Því næst var leitað til rannsóknar- stofnunar í Irlandi og annaðist stofn- unin þessar DNA rannsóknir. Niður- stöðumar bámst í síðastliðinni viku og lá þá fyrir, að sæðið, sem árásar- maðurinn felldi á vettvangi, var ffá einum þeirra sem hafði látið blóð sitt í té til samanburðarrannsóknar. Hann var síðan handtekinn s.l. fimmtudag og yfirheyrður og játaði þá að hafa framið verknaðinn. Hann var úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 8. nóv- ember. Ingibjörg Guðmundsdóttir, starfs- í gær var enn leitað manns sem fór á litlum báti frá ísafirði: Leit ekki enn borið árangur Leit af manni, sem fór á litlum báti ffá ísafirði á sunnudag, hefúr enn engan árangur borið. Báturinn fannst hins vegar á hvolfi út af Amamesi í Isafjarðardjúpi. I gær var bæði leitað úr lofti og á sjó, auk þess sem fjörur vora gengnar án árangurs. Lögregl- an á Isafirði fékk tilkynningu um kl. 21 á sunnudagskvöldið um ferðir mannsins. Þá var farið að grennslast fyrir um hann, flugvél ffá ísafirði fór í loftið og sá bátinn marandi í hálfú kafi um það bil 3 sjómílur út af Am- amesinu. í ffamhaldi af því fóru bát- ar af svæðinu af stað og leituðu á sjó, auk þess sem flugvél Landhelgis- gæslunnar leitaði úr lofti. í gær vora einnig gengnar fjörar, en þegar síðast fféttist, hafði leit engan árangur borið og um miðjan dag í gær var gert hlé á henni. Samkvæmt upplýsingum ffá lögreglunni á ísafirði átti að halda leit áffam í dag. -hs. ísafjörður: Eldsvoði í íbúðarhúsi vart. Húsið er ffekar gamalt steinhús og urðu töluverðar skemmdir á þeirri íbúð, sem kviknaði í, en hún er á fyrstu hæð og einnig urðu reyk- og vatns- skemmdir í öðrum íbúðum. Vel gekk að slökkva eldinn, sem var töluverður. Að sögn slökkviliðs- ins á ísafirði mátti ekki muna miklu að eldurinn næði til ann- arra íbúða, en þegar slökkviliðið kom að, hafði eldurinn náð til gluggatjalda á hæðinni fyrir of- an. Ekki er enn vitað um elds- upptök. -hs. Eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Pólgötu 6 á Isafirði um ellefu leytið á sunnudagskvöld. Ekki var margt fólk í húsinu, en sex íbúðir eru í því. Tvær íbúðir voru alveg tómar og verið var að flytja úr efstu íbúðinni er eldsins varð Ertu hættulegur I UMFERÐINNI án þess að vita það? Morg lyf hafa svipuö áhrif og áfengi Kynntu þér vel lyfiö sem þú nofar u® maður Stígamóta sem era samtök kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi, sagði að þetta væri algjör bylting í baráttunni við kynferðisafbrotamenn og mjög stórt skref í rétta átt, því það sem hefúr verið slæmt í sambandi við nauðgunarmálin er það, hve oft hefúr reynst erfitt að finna árásar- mennina. Hún sagðist hrósa rann- sóknarlögreglunni fyrir vel unnin störf í þessu máli og þetta tilfelli sýndi að það væri tekið alvarlega á þessum málum. Ingibjörg sagðist vera viss um það að þessi nýja aðferð við að fmna kynferðisafbrotamenn hefði fæling- aráhrif á aðra, sem hafa slíkt í huga, vegna þess að margt bendi til þess að mikið af nauðgunum séu skipulagðar fyrirfram. Það sé venjulega ekki um það að ræða að mennimir fyllist það mikilli kynhvöt að þeir geti ekki ráð- ið við sig, heldur sé það hugsunin um það að drottna yfir og niðurlægja sem liggi á bak við. Ingibjörg sagði að þessi niðurstaða gæfi þeim heilmikinn kjark og bjart- sýni og styrkti trú þeirra á réttlætinu. Bogi Nilsson, rannsóknarlögreglu- stjóri, sagði að þetta mál hefði að mörgu leyti sérstöðu. DNA rannsókn hefði ekki verið beitt áður við með- ferð sakamála hér á landi og reyndar væri þessi rannsóknaraðferð í þágu afbrotarannsókna ekki gömul. Húp, hefúr verið talin fela í sér stórt stökk fram á við hvað varðar rannsókn af- brota og þá sérstaklega á sviði ajvar- legra afbrota og kannski fyrst og fremst á sviði kynferðisafbrota. Þá er það einnig sérstakt við þessa rannsókn hversu gott samstarf tókst við þá menn sem lágu undir gran og slík samvinna á sér fá fordæmi, jafn- vel þótt leitað væri dæma um allan heim. DNA rannsóknum hefúr verið beitt mikið í bamsfaðemismálum og einn- ig við rannsókn morðmála. Með rannsóknunum er hægt að finna út hvort blóð, sem finnst i fotum ein- staklings, sem gnmaður er um morð, sé frá fómarlambinu og öfugt. DNA rannsókn er mjög dýr og tímaffek, og óvist er hvort von er á slíkri rann- sóknarstofú hér á landi. Bogi Nils- son' sagði, að ef að þessarar tækni hefði elcki notið við að þá væri þetta mál liklega óupplýst. —SE Sextett og sjávar- réttir á Langjökli Sjávarréttahlaðborö á Langjökli, „Þetta eru fyrstu hóparuir sem dagur endar rneó galakvöldverói í þar scm Sveiflusextettinn skemmtir koma ett ef vel tekst til má búast víð bænum. Þriðja daginn vcrður farið matargestum, er meðal þess sem að þetta spyrjist út og verði fram- í Bláa lónið á leiðinni út í flugstöð. ferðaskrifstofan Atlantik kemur tíl haidið“, sagði Böðvar Valgeirsson Þangað er væntanleg, um hádegi með að bjóða 200 útlendingum í framkvæmdastjóri Atlantik i sam- hinn 23., Concorde-þota með ann- „hvataferðum“ uppá. tali við Tímann. an hundrað manna hóp frá sama í lok september koma hingað til Fyrri hópurinn kemur um hádegi fyrirtæki. Þotan flytur síðan fyrri lands tvcir liðlega hundrað manna 21. september. Fyrst verður keyrt hópinn út en samskonar dagskrá hópar frá Sviss. Þáttakendur eru að Gullfossi og Geysi og að því bíðurseinnihópsins“,sagðiBöðvar. Svisslendingar, ítalir, og Spánverj- loknu verður ferðamönnunum Aðspurður sagði hann ferðirnar ar, starfsmenn mismunandi útibúa boðið tii kvöldvcrðar í Reykjavik. ekld vera skipulagðar í samræmi sama fyrírtækis I þessum þrem Að morgní annars dagsins verður við veðurspár, en eins og gæfi að löndum. Fyrirtækið hefur þann keyrt með útlendingana upp að sldlja væri gott veður nauðsynlegt háttinn á að bjóða framúrskarandi Langjöldi. „Þar verður til reiðu til að ferðirnar upp á Langjökul starfsmönnum í svokallaðar þjónustulið og fyrrnefnd hljóm- verði sem ánægjulegastar. „Dag- „hvataferðir" til íslands. Feröa- sveit. Við munutn taka á móti gest- setningar þessara ferða eru löngu skrifstofan Atlantik sér um skipu- unuin með kampavíni og bjóða síð- fastsettar og við verðum bara að lagningu ferðanna hér á landi. an upp á sjávarréttahlaðborð. Sá vona það besta.“ jkb Eldur í dráttarbrautinni í Keflavík: Grunur um íkveikju Um klukkan 17 á sunnudaginn braust út eldur í dráttarbrautinni í Keflavík. Timburhús, sem í er tré- smíðaverkstæði, brann til kaldra kola en slökkviliðsmönnum tókst að bjarga stærri byggingu, sem áföst er húsinu, frá brana. Maður var staddur inni í húsúiu þeg- ar lögreglan kom á staðinn og er hann granaður um að hafa kveikt í húsinu. Málið er í rannsókn en maðurinn var fluttur á sjúkrahús með reykeitran og hefúr hann ekki verið yfirheyrður vegna málsins. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.