Tíminn - 28.08.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.08.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 28. ágúst 1990 Þróunin við Persaflóa Vestrænir og arabískir leiðtogar halda því fram, að Saddam Hussein íraksforseti sé kominn í sjálfheldu, möguleikar hans til aðgerða fari stöðugt minnkandi eftir því sem herafli á svæð- inu eykst til að spoma við innrás hans í Saúdí- Arabíu. Hér á eftir fer snöggsoðið yfirlit yfir atburði síðustu vikna: 17. júlí: Hussein ásakar OPEC- ríkin við Persaflóa fyrir að hafa rofið samkomulag um takmörkun á olíuframleiðslu og segir þau hafa rekið eitraðan rýting í bak Iraka. 18. júlí: Utanríkisráðherra ír- aks, Tareq Aziz, segir Kúvæta hafa stolið olíu að andvirði 2,4 milljarða dala frá írak og segir þá hafa komið upp hersveitum á íröksku landsvæði. 19. júlí: Bagdad ásakar Kúvæt um að hafa borað eftir oliu á yfir- ráðasvæði íraks. 20. júlí: Fjölmiðlar í írak segja að ekki sé hægt að treysta Kúvæt og Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum til að halda kvótasam- þykktir OPEC. 24. júlí: írakar dreifa þúsundum hersveita og skriðdreka að landa- mærum Kúvæts og íraks. Hosni Mubarak Egyptalandsforseti heimsækir írak, Kúvæt og Saudi- Arabíu og reynir að miðla málum. 25. júlí: írak krefst 2,4 milljarða dala skaðabóta af Kúvæt. Arab- ískir diplómatar segja Iraka hafa fullvissað Egypta um að þeir muni ekki ráðast inn í Kúvæt. 27. júlí: OPEC samþykkir að hækka olíuverð upp í 21 dal á tunnu. 31. júlí: Fulltrúar íraks og Kú- væt hittast í Jeddah. Fjölmiðlar segja 100.000 írakska hermenn á landamærum Kúvæts. 1. ágúst: Slitnarupp úrviðræð- unum í Jeddah. írakar segja Kú- væta ekki reiðubúna til að mæta kröfum sínum. Kúvætar neita að láta landsvæði af hendi. 2. ágúst: írakskir skriðdrekar og hersveitir ráðast inn í Kúvæt kl. 2 eftir miðnætti. Fréttir frá Bagdad herma að ríkisstjóm Kú- væts hafi verið steypt af stóli og hersveitimar séu komnar henni til aðstoðar. Kúvæt biður um aðstoð annarra Arabaríkja. írakar vara við íhlutun. Olíuverð hækkar um 15%. Furstinn af Kúvæt er ömgg- ur í Saúdí-Arabíu en bróðir hans var myrtur. Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna fordæmir innrásina. BNA senda flugmóðurskip frá Indlandshafi, frysta eignir íraks og Kúvæts, setja viðskiptabann á írak. Rússar stöðva hergagna- flutninga til íraks. írak stöðvar greiðslur á skuldum til BNA. Bretar og Frakkar frysta eigur Kú- væta og Iraka. BNA og Sovétríkin kreíjast þess að írakar dragi herlið sitt til baka. 3. ágúst: írakar flytja herlið að landamæmm Saúdi-Arabíu. Bar- dagar halda áfram að geisa í Kú- vætborg. Japanir og V-Þjóðverjar frysta eigur Kúvæta og kaupa ekki olíu frá írak. BNA skorar á Tyrki og Saúdí-Araba að loka fyr- ir olíuleiðslur íraka. BNA til- kynnir að herfloti sé á leið til Persaflóa. 4. ágúst: Tilkynnt um irakskar hersveitir á hlutlausu svæði sem tilheyrir Kúvæt og Saúdí-Arabíu. EB frystir eigur Kúvæta, hættir að kaupa olíu frá írak. Tilkynnt er að allt að 800 Kúvætar hafi fallið, frá því innrásin hófst. írakar hand- taka 35 breska sendifulltrúa og senda þá til Bagdad. írakar neita að þeir ráðgeri að ráðast inn i Saúdí- Arabíu. 5. ágúst: Japanir og Bretar setja viðskiptabann á olíu frá Kú- væt og Irak. Irakar vara þær þjóð- ir við, sem eiga fulltrúa í Kúvæt, að taka þátt í refsiaðgerðum. 6. ágúst: írakar segja að refsi- aðgerðir geti tafið brottfor þeirra frá Kúvæt. Frakkar senda herafla til Persaflóa. írakar í Kúvæt safna saman Bandaríkjamönnum, Bret- um og V-Þjóðverjum. BNA segir Iraka safna herliði nærri landa- mæmm Saúdí-Arabíu. Öryggisráð SÞ samþykkir viðskiptabann á ír- aka. 7. ágúst: Bush Bandaríkjafor- seti segist styðja refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna. Tyrkir frysta eignir Kúvæta og íraka og stöðva útflutning á olíu frá írak. Bush sendir hersveitir og herflug- vélar til Saúdí-Arabíu. 8. ágúst: Bush segir aðgerðir BNA vera í vamarskyni, til að vemda Saúdí-Araba og aðra sam- herja við Persaflóa. Hersveitir ffá BNA byrja að tínast til Saúdí-Ar- abíu. Bresk, frönsk og sovésk her- skip á Persaflóa. Saúdí-Arabar styrkja vamir við landamærin. ír- ak innlimar Kúvæt. 9. ágúst: Öryggisráð SÞ segir innlimunina ólöglega. BNA til- kynna að Irakar hleypi útlending- um ekki úr landi. Irakar fyrirskipa flutning erlendra sendiráða í Kú- væt til Bagdad. 10. ágúst: Saddam krefst þess að Arabar upphefji heilagt stríð gegn Bandaríkjamönnum. Tólf af tuttugu leiðtogum Arabaríkja funda í Kaíró og skora á íraka að hverfa frá Kúvæt og samþykkja að senda sameinaða heri Araba til vemdar Saúdí-Arabíu. 11. ágúst: Breskar herflugvélar og egypskar hersveitir koma til Saúdí- Arabíu. Mótmælafundir til stuðnings írökum em haldnir í Yemen, Máritaniu, Jórdaníu, Lí- býu og á hertéknu svæðunum á Vesturbakkanum. 12. ágúst: Saddam skorar á þegna sína að herða sultarólina til að verjast viðskiptabanninu. Hann krefst afnáms viðskiptabannsins og brottfarar erlendra hersveita ffá Saúdí-Arabíu og í þeirra stað komi hersveitir Araba, að Egypt- um undanskildum. Hann leggur einnig fram kröfu um að ísraelar hverfi frá hemumdu svæðunum og sýrlenskar hersveitir frá Líban- on. 13. ágúst: Saúdí-Arabar snúa aftur íröksku olíuskipi í fyrstu prófraun á viðskiptabann SÞ. Hol- land og Belgía tilkynna að þau muni leggja til hersveitir í herafla undir stjóm Bandaríkjamanna. Hussein Jórdaníukonungur heim- sækir Bagdad. 14. ágúst: BNA þrengir enn frekar að Irak. Hussein Jórdaníu- konungur fer frá Jórdaníu áleiðis til BNA. 15. ágúst: Saddam Hussein til- kynnir írönum að hann muni hverfa frá herteknum írönskum landsvæðum, láta stríðsfanga lausa og viðurkenna rétt Irana til Shatt al Arab fljótsins og binda þannig enda á Persaflóastríðið sem stóð frá 1980-88. íranir fagna tilboðinu og segja það geta þýtt varanlegan frið. U.j).b. 1000 her- menn frá Marokkó halda til Saúdí-Arabíu til að sameinast þar 3.000 egypskum hermönnum sem em þar nú þegar. Bush segir liðs- söfnun BNA ekki eingöngu vera til að vemda Saúdí-Araba heldur til að þvinga hersveitir Iraka frá Kúvæt og koma ríkinu aftur undir fyrri stjóm. 16. ágúst: Saddam varar Bush við því að þúsundir bandarískra hermanna muni falla ef til átaka komi. Bush segir Hussein Jórdan- íukonung hafa lofað að virða við- skiptabann SÞ. Tvö þúsund eg- ypskir hermenn til viðbótar koma til Saúdí-Arabíu. Irakar skipa 4000 Bretum og 2500 Ameríkön- um í Kúvæt að gefa sig fram á hótelum eða eiga það á hættu að vera handteknir ella. Nokkrir Bretar hlýða kallinu en fmna þar enga fulltrúa íraka og snúa aftur til síns heima. 17. ágúst: írakar hefja brott- flutning herja frá íran til að safna þeim saman gegn Bandaríkja- mönnum og erlendum herjum í Saúdí-Arabíu, byrja að láta ír- anska stríðsfanga lausa. Saúdí- Arabar snúa við öðm olíuskipi frá írak. Talsmenn ísraels segja stytj- öld milli írak og BNA virðast óumflýjanlega. írak segist munu halda eftir þegnum óvinveittra ríkja og hýsa þá á vöktuðum svæðum uns styrjaldarhættan sé hjá liðin. 18. ágúst: 109.000 flóttamenn hafa komist frá írak til Jórdaníu. írakar segja 2 milljónir Egypta í Kúvæt og írak undanþegnar brottfararbanninu. Dagblöð í Irak segja að Irakar muni nota ger- eyðingarvopn ef á þá verði ráð- ist. Bresk herskip hafa fyrirmæli um að grípa til vopna ef þörf krefur til að viðhalda viðskipta- banninu. írakar segja útlendinga og böm þeirra verða fyrst til að líða skort af völdum viðskipta- bannsins. BNA og Bretland segja kyrrsetningu Vesturlandabúa al- gerlega óþolandi. Hussein Jórd- aníukonungur segir að Bush Bandaríkjaforseti hafi lofað að Bandaríkjamenn muni ekki hleypa af fyrsta skotinu. Utanrík- isráðherra íraks segir að írakar muni ekki beita efnavopnum nema Bandaríkjamenn noti kjarnaodda gegn þeim. Saddam kallar herkví flota vesturveld- anna stríðsaðgerð. Bandarískar freigátur skjóta viðvömnarskot- um í fyrsta skipti yfir tvö íröksk olíuskip. Öryggisráð SÞ krefst þess að Irakar gefi útlendingum tafarlaust fararleyfi. SÞ sendir erindreka til írak. 19. ágúst: Jórdanir segja að bandarískt herskip hafi snúið aft- ur súdönsku skipi sem var á leið að sækja flóttamenn. írak skipar Vesturlandabúum í Kúvæt að fara á hótel annars verði þeir hand- teknir. Bretar ráðleggja þegnum sínum í Kúvæt að óhlýðnast skip- uninni. BNA segjast ekki ráð- leggja slnum þegnum að hlýða. Hafnaryfirvöld í Aqaba í Jórdaníu segja að írakskt flutningaskip, hlaðið vistum fyrir Iraka, hafi náð höfn eftir að hafa sloppið í gegn- um breska og bandaríska herkví. írakar ásaka BNA um sjóræn- ingjastarfsemi eftir að þeir skutu yfir reiðann á írökskum olíuskip- um. 20. ágúst: Bretar segja íraka hafa smalað saman 82 Bretum í Kúvæt og hafi þar með tekið 123. Washington segir að írakar haldi 47 Bandaríkjamönnum og Frakk- ar telja sig eiga þar 27 þegna. ír- akar skipa að sendiráðum í Kúvæt verði lokað innan ljögurra daga. BNA tilkynnir að þau muni koma fyrir hersveitum í Sameinuðu ar- abísku furstadæmunum. Bush kveður í fyrsta sinn upp úr með það að útlendingar, sem haldið er í Kúvæt, séu gíslar. 21. ágúst: Tilkynnt er að írakar hafi flutt 20 flugskeyti af sovésk- um uppruna inn I Kúvæt. Egyptar senda skriðdreka til Saúdí-Arab- íu. Olíuskip frá Irak affermt og þar með er fyrst brotið á við- skiptabanninu sem vitað er um. Margaret Thatcher segir enga samninga verða gerða varðandi gíslana. Saddam segir Bush að leita friðar eða standa frammi fyr- ir alheimshörmungum ella. 22. ágúst: Washington neitar beiðni Iraka um viðræður. Kín- veijar segjast ekki munu vefengja neinar ákvarðanir SÞ um valdbeit- ingu til stuðnings viðskiptabanni. Yfir 20 lönd hunsa fyrirmæli Ir- aka um að loka sendiráðum. Bush gefur leyfi til að kalla út varalið hersins. Irak segir tvær flugvélar Saúdí-Araba hafa brotið lofthelgi landsins. írakar segja erindrekum SÞ í Bagdad að örlög þúsunda út- lendinga ráðist af aðgerðum Bandaríkjamanna. 23. ágúst: Saddam kemur fram í sjónvarpi ásamt kyrrsettum Bretum og segir þá ekki vera gísla. Thatcher segir útsending- una viðurstyggilega. Olíuverð verður hærra en það hefur verið í 5 ár. Ítalía, Spánn, Belgía og Grikkland segjast ætla að senda herskip til Persaflóa. írakar segja fimm milljónir manna hafa geng- ið í sjálfboðasveitir hersins. 24. ágúst: írakskir hermenn umkringja þau sendiráð í Kúvæt sem neita að loka. Þeir segja sendifulltrúana hafa afsalað sér friðhelgi og þeim verði haldið í Kúvæt uns sendiráðin loki. Sovét- ríkin flytja alla sína þegna frá Kú- væt. Bandaríkjamenn segja að ír- akar fái efnavopn send frá Líbýu. Tilkynnt var um að verið væri að ferma flugvélar frá írak með mat- vælum í Yemen. Sýrlendingar samþykkja að flóttamenn megi fara um landsvæði þeirra. Stjóm- völd í Saúdí-Arabíu segja Iraka smala saman Saúdí-Aröbum sem em strandaglópar í Kúvæt. Jórdan opnar landamæri sín aftur íyrir flóttamönnum. 25. ágúst: Flotadeildir Vestur- veldanna fá samþykki SÞ til að grípa til vopna til að viðhalda við- skiptabanni. Kurt Waldheim hittir Saddam í Bagdad. 26. ágúst: Irakar segjast vilja binda friðsamlegan enda á deiluna en neita að gefa Kúvæt upp á bát- inn. Aðalritari SÞ segist reiðubú- inn til að fara til Bagdad. Hussein Jórdaníukonungur byrjar friðar- umleitanir að nýju með heimsókn til Líbýu. Bandarískur herforingi í Saúdí-Arabíu segir þetta vera mesta hemaðarviðbúnað BNA frá því í seinni heimsstyrjöld. Mubar- ak segir Saddam í mjög erfiðri að- stöðu og hann eigi erfitt með að hverfa ffá Kúvæt. Thatcher afseg- ir allar samningaviðræður við Ir- aka. Arabískir sendifulltrúar segja íraka hafa drepið yfirmenn innan hersins fyrir að mótmæla innrás- inni. Irakar segjast munu hengja alla þá sem verði uppvísir að því að hýsa útlendinga í Kúvæt eða írak. 27. ágúst: Arabískir utanríkis- ráðherrar ákveða að hittast í Kaíró 30. ágúst. Frakkar segjast ekki munu semja við íraka fyrr en þeir hverfi frá Kúvæt. LÍbanir segja að Irakar hafi handtekið sendiherra þeirra í Kúvæt og 12 sendiráðs- starfsmenn og flutt þá til Bagdad. Irakar neita að hafa tekið yfir- menn i hemum af lífi. Frá Bret- landi berast þær fréttir að 157 Bretum sé nú haldið föngnum í Kúvæt: TÓÍf bresk herskip til við- bótar em send til Persaflóa. Hus- sein Jórdaníukonungur kemur til Túnis í öðmm áfanga ferðar sinn- ar. Qatar gefur leyfi til að erlend- ur her megi hafa þar aðstöðu til að fyrirbyggja árás Iraka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.