Tíminn - 28.08.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.08.1990, Blaðsíða 5
I Þriðjudagur 28. ágúst 1990 i’iiifpiT Tíminn 5 Horfur eru á að samingar séu helsta von Saddams Husseins um að halda „reisn“: Fær Persaflóadeilan friösamlega lausn? Svo virðist sem líkurnar á stríði við Persaflóa hafi minnkað verulega um og eftir heigina. Tónninn í yfirlýsingum helstu aðila deilunnar gefur til kynna að þeir séu nú tilbúnir til að freista þess að reyna til þrautar að leysa deiluna eftir dip- lómatískum leiðum. Það var niðurstaða margra virtra frétta- skýrenda, sem mátu stöðuna í gær, að Saddam Hussein væri kominn í slíka blindgötu, að hann vildi gjarnan leita friðsamlegrar leiðar út, svo framarlega sem honum tækist í leiðinni að halda virðingunni gagnvart aröbum. Eitt af því sem rennir stoðum und- ir þessa skoðun eru þær upplýsingar sem fengust í gær frá leyniþjónustu Bandaríkjamanna, að Saddam Hus- sein hafi breytt fyrirmælum sínum til skipstjóra á írökskum tankskipum og fyrirskipað þeim að hlýða fyrirmæl- um vestrænna herskipa sem ffarn- fylgja eiga viðskiptabanni Samein- uðu þjóðanna á Irak. Á sunnudag hins vegar hafði hann uppi yfirlýs- ingar og fyrirmæli um að ef ráðist yrði á íröksk skip jafiigilti það stríðs- yfirlýsingu. Þetta er talið vera merki ffá Saddam Hussein, um að hann hafi áhuga á að draga úr spennunni og reyna með einhveijum ráðum að kaupa sér tima, tíma sem hugsanlega mætti nota til að semja ffið. Samhliða þessu gerist það að yfir- lýsingar talsmanna Bandaríkja- stjómar um deiluna og um Saddam Hussein sjálfan mildast verulega frá því sem var, og Perez Du Cuellar, aðalffamkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna boðar að hann sé á leið- inni til fúndar við utanríkisráðherra íraka f Jórdaníu á morgun, fimmtu- dag. Fréttaskýrandi Reuters fféttastof- tmnar í Washington bendir á að auk- inn vilji til viðræðna hafi gert vart við sig meðal stjómvalda í BNA. Hann segir að grundvallarafstaða stjóm- valda i Washington standi óhögguð, þ.e. að engar viðræður muni fara ffam ef írakar dragi ekki her sinn til baka ffá Kúvæt, réttmæt yfirvöld þar komist aftur til valda og þúsundum erlendra gisla verði sleppt. Hins veg- ar sé það veruleg breyting að helsti öryggismálaráðgjafi Bush Banda- rikjaforseta, Brent Scowcroft, sé far- in að lýsa Saddam Hussein sem raun- sæismanni sem sé að leita leiða út úr þeim ógöngum sem hann er kominn í. Áður höfðu Bush og talsmenn hans lýst Hussein sem nýjum Hitler, manni sem ekki væri viðræðuhæfúr og samningar við hann tilgangslausir. I gær kvað við nýjan tón þegar Marl- in Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins fagnaði þvi ffumkvæði Perezar De Cuellars um að leita eftir diplómat- ískri lausn á deilunni. Reuters hefúr eftir sérffæðingum í táknmáli dipló- matíunnar að þetta beri að túlka sem greinilega vott þess að samningleið af einhveiju tagi sé til umræðu. Það skiptir e.t.v. ekki síður máli að í gær birtist í BNA skoðanakönnun, sem Gallup gerði fyrir tímaritið NEWSWEEK, þar sem ffam kemur að um 80% Bandaríkjamanna eru andvígir skjótri hemaðaríhlutun en það era mun fleiri en þeir sem voru andvígir slíkum aðgerðum daginn eftir innrásina í Kúvæt. I gær ráku Bandaríkjamenn 36 starfsmenn irakska sendiráðsins úr landi og takmörkuðu ferðafrelsi þeirra íröksku diplómata, sem eftir eru í landinu, í hefndarskyni fyrir ómanneskjulega meðferð Iraka á sendiráðsstarfsmönnum í írak og Kú- væt. Þá hefúr ef eitthvað, heraaðar- viðbúnaður Vesturveldanna á Persa- flóa aukist. Herkvíin um Irak er því eins yfirþyrmandi og ætlast hafði verið til. Því verða þær raddir æ há- værari í Bandaríkjunum, sem undir- strika, að tíminn vinni gegn Saddam Hussein. Sérffæðingar bnadarískra stjómvaldá í málefnum araba munu hafa varað stjómina við því að hunsa það sem þeir telja vera endurtekin merki ffá Saddam Hussein um að hann vilji semja sig út úr ógöngun- um. Það sem þurfi sé hins vegar ein- hvers konar formúla sem geri honum kleift að draga sig til baka án þess að það líti út eins og hann hafi látið í minni pokann fyrir Bandaríkjunum. Hvort slík lausn fmnst er allsendis Svavar Gestsson menntamálaráðherra gagnrýnir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra fyrir samninginn um yfirtöku ríkisins í Aðalverktökum: Samningurinn ekki sýndur innan ríkisstjórnarinnar Ráðherrar Alþýðubandalags- ins gagnrýndu Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra á fundi ríkisstjórnarinn- ar í gær, fyrir samninginn um breyttan eignarhlut í fyrirtæk- inu íslenskum Aðalverktökum sf. sem gerður var fyrir skömmu. „Ég tel að það sé mjög gagnrýni vert hvemig hefúr verið haldið á þessum samningum af hálfú utan- ríkisráðherra", segir Svavar Gests- son menntamálaráðherra. Hann segir að samningurinn hafi ekki verið sýndur innan ríkisstjómarinn- ar fyrr en í gærmorgun. „Ég tel að það eigi að endurmeta þennan samning og leggja hann fyrir Al- þingi.“ Jón Baldvin segist munu leggja skýrslu um málið fyrir Al- þingi, en vísar gagnrýninni að öðru leyti á bug. Svavar sagðist gagnrýna bæði vinnubrögðin við samningsgerðina og efnisatriði samningsins. „I fyrsta lagi þá er þetta samningur til fimm ára, þar -sem gert er ráð fyrir því að binda næstu ríkisstjómir. í öðru lagi er ekki gert ráð fyrir því að tekjur af þessari starfsemi renni til atvinnu- uppbyggingar á Suðumesjum sér- staklega, sem hefði þó verið eðlileg krafa. í þriðja lagi getur svona samningur til fimm ára verið að mynda skjól fyrir aðra eignaraðila þama, ef Kaninn ákveður að fara sem gerist örugglega eftir ekki langan tíma. Þá getur verið beinlín- is hættulegt fyrir ríkið að vera með svo langan samning í höndunum við þessa aðila“, sagði Svavar. Hann sagði að þetta mál hafi verið rekið sem innanflokksmál í Alþýðu- flokknum. „Það er utanríkisráð- herra, aðstoðarmaður hans, sem er stjómarformaður íslenskra aðal- verktaka, það er formaður fjárveit- inganefndar sem er krati. Aðrir stjómarflokkar hafa ekki komið ná- lægt þessu. Ekki heldur fjármála- ráðherra, sem þó fer með eignarhlut íslenska ríkisins í flestum fyrirtækj- um sem það á hlut í. Auk þess er þetta skattamál.“ Jón Baldvin Hannibalsson sagði um gagnrýnina, að engin ágreining- ur væri um að utanríkisráðherra færi með hlut ríkisins i Aðalverktökum. „Fjármálaráðherra hefúr aldrei farið þess á leit við mig að fá sérstaka að- ild að þessum samningum, enda er það ekki f samræmi við okkar starfsreglur, þegar um er að ræða forræði ráðuneyta. Hitt er annað mál, að ég hef að sjálfsögðu rætt þetta mál við formenn stjómar- flokkanna, og ekki sist forsætisráð- herra. Að sjálfsögðu var þeim fúll- kunnugt um stefnumótunina í stór- um dráttum og áformin, þar með þegar viðræðunefndin var skipuð." Jón sagði að forsætisráðherra hefði lýst yfir ánægju sinni með samning- inn og fjármálaráðherra sagði að þetta væri fagnaðarefni. „Þannig að mér er eiginlega spum hvers vegna félagi Svavar rýkur upp með and- fælum tveimur vikum seinna. Ætli það sé ekki í tengslum við búvöm- samninginn?" En hvers vegna 5 ár? Jón sagði að það samkomulag, sem gert var, væri fyrsti áfangi, aðalatriðið væri að ríkið tryggði sér meirihluta. „Jafn- framt er yfirlýst að næsti áfangi sé að þróa þetta yfir í almennings- hlutafélag. Þá er það skilyrði af rík- isins hálfu, að hlutafjáreign verði mjög almenn og breið og enginn einn aðili muni geta sölsað undir sig meirihluta eða forræði yfir fyrirtæk- inu. Þetta er ekki hægt að fram- kvæma nema fyrirtækið hafi tryggt starfsrétt einhver ár ffam í tímann." Jón sagði að einnig væri verið að gæta hagsmuna starfsfólks, sem er á bilinu 500-800 manns. Jón sagðist leggja skýrslu um þetta mál fyrir Alþingi, strax á fyrstu dögum þess. -hs. óvfst, en ljóst er að bæði Hussein Jórdaníukonungur og Yasser Arafat telja að slík lausn verða að geta flokkast undir eitthvað sem kallast gæti „arabisk lausn á málinu“, þ.e. að deilan verði leyst, á yfirborðinu í það minnsta, á vettvangi Arabalandanna en ekki vegna þvingunar frá Vestur- löndum. - BG Úlfar B. Thoroddsen: Þeir hefðu frekar ráðið hund en mig Hreppsnefnd Patreksfjarðar hrökkva bæjarbúar upp vfð það, tók þá ákvörðun á átakafundi á að það er búið að sparka mér og fimmtudagskvöld að ráða Ólaf nú er verið að mótmæla.“ Arnfjörö, bæjarritara á Ólafs- Úlfar bendir á það í þessu sam- vík, sveitarstjóra næstu fjögur bandi að hann hafi verið sveitar- árin. Ekki eru allir á eitt sáttir stjóri í sextán ár, og þar af átta í við þessa niðurstöðu. Guðfinnur alþýðuflokksmeirihluta. „Þann- Pálsson, einn þriggja hrepps- ig að þetta er dapurlegt yfirklór nefndarfulltrúa Alþýðuflokks hjá Birni Gislasyni." sagði sig úr meirihlutasamstarfi Að sögn Björns Gíslasonar var Alþýðufiokks og Framsóknar- ákveðið, eftir að meirihlutasam- fiokks í kjölfar þessarar ákvörð- starf náðist, að auglýsa starf unar. Þrátt fyrir þetta heldur sveitarstjóra laust til umsóknar. raeirihlutinn velii, með fjóra „Það er ljóst að Alþýðufiokkur- fulltrúa af sjð í hreppsnefnd. Þá inn studdi Úlfar á þvi stigi máls- hafa nokkrir alþýðuflokksmenn ins, en það er ekki sama og lof- gengist fyrir undirskriftasöfnun orð,“ segir Björn. „En Fram- til stuðnings Úlfari og hafa þegar sóknarmenn gátu ekki sætt sig um 200 manns ritað nafn sitt. við hann og niðurstaðan var sú, Sex fulltrúar sóttu um stöðuna að frekar en að slíta meirihluta- og valið stóð á milli Úlfars B. samstarfinu var þessi iausn ofan Thoroddsens og Ólafs Arnfjörð. á sem nú er orðin.“ Úlfar er mjög óánægður með Þetta mun hafa átt sér stað um þessa niðurstöðu og segir í sam- miðjan júli og var þá gert munn- taliviðTímannaðhannhafiver- legt samkomulag við Ólaf Arn- ið svikinn og nú séu bæjarbúar fjörð um sveitarstjórastöðuna. að mótmæla þeim svikuin. Um En þegar sú ákvörðun var tekin, 150 manns á bandi Úlfars komu var Guðfinnur Pálsson i fríi. saman fyrir utan fundarstað Hann reyndist siðan ekld sætta hreppsnefndar á fimmtudags- sig við þessa niðurstöðu mála, kvöld og mótmæltu niðurstöð- þar sem hann er fylgjandi Úlfari. unni. Einnig stendur nú yfir „Siðan faafa menn verið að reyna undirskriftasöfuun á Patreks- að ná einhverju samkomulagi í firði til stuðnings Úlfari, sem þessu máli og þetta er orðið segir ákvörðunina hafa verið svona eins og það lítur út. Þetta tekna þvert á vflja fbúana. er orðið mjög persónulegt mál á Markmið hennar var til að byrja seinni stigura,“ segir Björn. með að safna fleiri undirskrift- Úlfar segir að hann hafi verið um en kjósendur Alþýðuflokks- svikin í þessu máli og að fulltrú- ins í sveitarstjórnarlmsningun- ar Alþýðuflokks hafi fullvissað um í vor, en flokkurinn fékk þá sig um að þeir hafi ekki ætlað sér 172 atkvæði. Það raun hafa tek- að skipta um sveitarstjóra. Það ist, því i gærkvöldi voru um 200 hafi Björn og Guðfinnur gert i manns búnir að rita nöfn sin, kosningunum og einnig eftir Að sögn Björns Gíslasonar, þær. Úlfar segir því mótmælin oddvita og fyrsta manns á lista beinast að Birni nú. „Hefði þetta Alþýðuflokks, hefur þessi ráðn- verið gert af heilindum þá væri ing verið staðfest og henni verð- ég ekki hér að ræða við þig,“ seg- ur ekki breytt Hann segist ekki ir Úlfar. Hann segir að Björn geta séð að verið sé að ganga hafi fuUvissað sig um að hann gegn vilja íbúa á PatreksOrði. gæli verið rólegur, aðeins þyrfti „Við töldum að úrslit kosninga að tala við Framsóknarflokkinn. hefði verið krafa um breytingar. -En er máfið ekki einfaldlega á Úlfar er sjálfstæðismaður og þann veg að ekki náðist sam- þeir töpuðu miklu fylgi. Þannig staða um að ráða þig, þar sem að menn töldu, að ekki væri ekki var vilji til þess meðal hægt að ná fram þeim breyting- Framsóknarmanna? um, sem úrslit kosninganna „Ég held að þeir hefðu ráðið bentu tU að óskað væri eftir, en hund hefði honum verið stillt raeð þvi að breyta eitthvað til,“ upp á raóti mér,“ segir Úlfar. segir Björn. „Fyrsta grein málefnasamnings- Þessu mótmælir Úlfar og seglr ins var sú að ráða sveitastjóra á alrangt. „Ég mótmæli þessu faglegum grundvelli. Ég ætla vegna þess að enginn listi lýsti ekki að fara meta þann sem var því yfir i kosningunum að það ráðinn, en hann er búinn að vera ætti að skipta um sveitarstjóra. bæjarritari i fjögur ár, en ég er Fólkið er einmitt að mótmæla búinn að vera sveitarstjórí í sex- því nú og segir að það hafi ekki tán ár. Ég veit að ég hef miklu verið að gefa hinum og þessum meiri menntun en hann auk atkvæði til þess að feila sveitar- þeirrar reynslu sem ég hef.“ stjóra úr starfi," segir Úlfar. „Nú GS./-hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.