Tíminn - 28.08.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.08.1990, Blaðsíða 8
Tíminn 8 Þriðjudagur 28. ágúst 1990 Heiðmörk, friðland Reykvíkinga, er 40 ára í Umferðarþungi Nú í sumar eru liðin fjörutíu ár frá því að Heiðmörk var formlega lýst ffiðland Reyk- víkinga. I þessi fjörutíu ár hefur Skógrækt- arfélag Reykjavíkur haft umsjón með rækt- unarstarfi þar. Á fimmtu milljón tijáplantna hefiir verið plantað í Heiðmörk á þessum tima og auk þess hefiir gróður sem var þar fyrir tekið vel við sér. Um 150 villtar blóm- plöntur vaxa í Heiðmörk og að sumarlagi eru þar 30 fuglategundir að staðaldri. Heið- mörk er lýsandi dæmi um það sem hægt er að gera í landgræðslu og tijárækt því þar eru margir fagrir tijálundir og mikill grasgróður þar sem áður var uppblásið og bert land. Ljóst er að Heiðmörk á vaxandi vinsældum að fagna og samkvæmt niðurstöðum úr um- ferðartalningu sem gerð var í sumar koma að meðaltali um 350 bílar í Mörkina á dag. Það segir hins vegar ekki alla söguna því á góðviðrisdögum um helgar komu þangað um 1750 bílar á dag. Fyrstu hugmyndir um skóg í nágrenni Reykjavíkur komu ffá Sigurði Guðmunds- syni málara. Hans hugmyndir voru í þá veru að nauðsynlegt væri að gróðursetja tré i ná- grenni Reykjavíkur svo menn gætu gengið þangað til „að hreyfa sig og skemmta sér“. Það var hins vegar Hákon Bjamason skóg- ræktarstjóri sem bar fyrstur ffam opinber- lega tillögu um útivistarsvæði fyrir Reyk- víkinga þar sem Heiðmörk er nú. Gerði hann það í grein sem hann skrifaði í Ársrit Skógræktarfélags íslands árið 1936 um ferð á svæðið upp af Elliðavatni. Nafhið Heið- mörk er komið ffá Sigurði Nordal prófessor. Skógræktarfélag Reykjavíkur var með kvöldvöku í útvarpinu vorið 1941 þar sem hugmyndir um útivistarsvæði við Elliða- vatn vom kynntar. Sigurður flutti þar erindi um svæðið, sem hann þekkti manna best eflir margar ferðir þar um. Sigurður kom þar með þá tillögu að svæðið skyldi nefht Heiðmörk og studdi þá tillögu með þessum orðum: „Heiðmörk er fomt heiti á einu fylk- inu á Upplöndum í Noregi. Mörk er skógur. Allir finna hversu vel það fer í nöfhum eins og Þórsmörk og Þelamörk. I því er fólginn draumur vor um að klæða landið aftur ítur- vöxnum tijágróðri. Heiður er bjartur, og Heiðmörk, hið bjarta skóglendi, er heiti sem vel mun fara þessu ffiðsæla landi með tæm lofti og litum.“ Nafhið féll Reykvíkingum vel í geð og hlaut þegar almenna viðurkenningu. Þriðja mars 1949 var undirritaður samning- ur milli Reykjavíkur og Skógræktarfélags Reykjavíkur um ffiðun og ræktun Heið- merkur. Þar með var félaginu falin öll um- sjón og ffamkvæmd í Heiðmörk. I samn- ingnum fólst að Heiðmörk skyldi opin öllum almenningi og öllum fijálst að dveljast þar, að því tilskildu að þeir hlíttu þeim reglum sem settar yrðu um umgengni og umferð. Skógræktarfelagið hófst strax handa og fékk til liðs við sig 29 félög og samtök sem fengu úthlutað reitum og í þá vom gróðursettar um fimmtíu þúsund barrviðarplöntur. Það var síðan sunnudaginn 25. júní 1950 að ffam fór hátiðleg athöfh á flöt við hólinn Skyggni, sem nú er nefnd Vigsluflöt. I ffétt Tímans frá vígsluathöfninni segir: „Heið- mörk, griðland Reykvíkinga, var opnuð al- menningi í gær í blíðskaparveðri og sól- skini, að viðstöddum þremur þúsundum manna. Fór athöfhin ffam á sléttri grund milli tveggja lágra kjarrása, skammt ofan við Elliðavatn. Hafði þar verið gerður lauf- skrýddur ræðustóll. Lúðrasveit Reykjavíkur lék, en þjóðkórinn söng undir stjóm Páls ísólfssonar.“ Þrjár óskir Reykvíkingum til handa Margt merkismanna tók til máls við vígslu- athöfnina. Hákon Bjamason, þáverandi skógræktarstjóri, „minntist þess, að fyrrum hefði verið fjölfarin leið um Heiðmörkina, og þar væm gamlir og djúpir troðningar. Þama hefðu fyrr á öldum skreiðarlestir mjakast áffam, og seinna hefðu bændur sótt í skóginn til kolagerðar, uns hann var svo þrotinn, að hann var ekki til slíks nýtandi. Nú væri hlutverki mannanna snúið við, og okkar hlut ætti að koma að græða þetta lan skógi á ný. Bar Hákon að lokum ffam þijár óski ReykVíkingum til handa: Að þeir mætti sækja á þennan stað ffið í hjarta og jafhvæg hugans í sérhveiju ölduróti — að þeir lærði að fara mjúkum höndum um móðurmoldim og gróðurinn — að starf þeirra og önn héi yrði öðrum landsmönnum hvatning og fyr- irmynd.“ Gunnar Thoroddsen, þáverandi borgar- stjóri, sagði að ekkert taugameðal væri betrs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.