Tíminn - 28.08.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.08.1990, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 28. ágúst 1990 Tíminn ) — Það er sagt að menn sjái á banadægri allt sitt líf- hvert atvik í einni svipan, sagði Nordal. Eg iðrast þess þá sennilega mest að ég skuli ekki oftar hafa farið hingað í þessa fijálsu, yndislegu náttúru. Að lokum sagði Nordal: — Það er talað um opnun Heiðmerkur. Heiðmörk hefúr verið opin og vígð í þúsund ár. Niðjar Ingólfs Amarsonar hafa vafalaust haft átrúnað á ýmsum stöðum hér. Á það benda nöfn eins og Helgafell og Helgadalur. Það væri því um að ræða að vígja Reykvík- inga til Heiðmerkur — vígja þá til þess að njóta blessunar þessarar markar, svo hún verði elskuð af sínum bömum. Trjásýnireitur í tilefni af afmælinu Skógræktarfélag Reykjavíkur ákvað í til- efni 40 ára afmælis Heiðmerkur að koma á fót tijásýnireit í Vífilstaðahlíð. Þar má fmna þijátíu tegundir tijáa og runna. Tilgangurinn með þessum tijásýnireit er að almenningur geti fúndið á einum stað sem flestar tijáteg- undir og kynnt sér einkenni þeirra, vöxt og þroska. I reitnum má m.a. finna ilmbjörk, gulvíði, loðvíði, alaskaösp, gráölu, grænölu, eini, sitkagreni, sitkabastarð, rauðgreni, hvítþin, fjallaþin, bergfúru, rússalerki og birkikvist ásamt fleiri tegundum. Heiðmörk hefur vaxið og dafhað á þessum fjörutiu árum sem liðin em frá opnun henn- ar. Við vígsluna var ffiðlandið Heiðmörk um 1350 hektarar en er í dag 2500 hektarar. Nú er verið að vinna að ýmsum hugmynd- um til að gera heimsóknir þangað enn fjöl- breyttari, skemmtilegri og ffóðlegri. Þegar hefúr verið komið upp útigrillum og áning- arstöðum, verið er að vinna að tjaldsvæðum og einnig að því að auka nýtingu svæðisins að vetrarlagi með því að gera merktar gönguskíðabrautir. Það má gera ráð fyrir að vinsældir svæð- isins og aðdráttarafl muni aukast enn við slíkar framkvæmdir. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur unnið mikið og gott starf í Heiðmörk ásamt þeim félagasam- tökum sem hjálpuðu við uppgræðslu svæðisins. íbúar á höfuðborgarsvæðinu kunna svo sannarlega að meta það starf sem þar hefúr verið unnið og sýnir að- sóknin í svæðið það betur en nokkuð ann- að. en hinn græni gróðurlitur. Hér ætti líka að vera ffiðland og skemmtigarður Reykvík- inga og sagðist vona að hingað mættu þeir sækja heilbrigði, ffið og andlegan auð. Að lokum bað hann þann, er sólina hefir skap- að, að halda vemdarhendi yfir Heiðmörk. Síðan gróðursetti boigarstjóri fimm ára gamla greniplöntu af sitkakyni rétt við ræðustólinn. Lét hann svo ummælt að hún skyldi vera eins konar homsteinn þeirrar veglegu byggingar hárra laufsala, er Heið- mörk ætti að verða. Greniplantan er nú orðin gjörvilegt tré. Hár skógur svo elskendur gætu horfiö í skóginn Sigurður Nordal, prófessor og sá sem gaf Heiðmörk nafn, tók síðast til máls. Meðal annars talaði Sigurður um það, hversu mik- ið uppeldi það væri að ganga um hávaxinn skóg, þar sem menn neyddust til þess að hætta að reyna að tylla sér á tá. Hann gat einnig útlends manns sem litist hafði vel á land og þjóð, en sagðist þó ekki vilja búa hér. Það gerði skógleysið. „Ég skil ekki Þorvaldur S. Þorvaldsson flytur ávarp fýrir hönd stjórnar Skógræktarfélags Reykjavíkur viö opnun trjásýnireitar í Heiðmörk í tilefni af 40 ára afmæli svæðisins. Tfmamynd: Pjetur hvemig fólk getur trúlofast í svona landi,“ sagði þessi maður. Og ekki bætti það úr skák að sumamætumar vom líka bjartar. Bar Sigurður Nordal ffam þá ósk að hér yxi skógur svo hár að elskendur mættu hverfa í skóginn, enda teldu þeir þá ekki effir sér sporin upp eftir. sumar og á sívaxandi vinsældum að fagna: í sumar var allt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.