Tíminn - 29.08.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.08.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur-29. ágúst-1990 Tíminn 3 kari til Betle- hems Sjónvarpið framleiðir nú öðru sinni þáttaröð tengda jólunum fyrir börn. Að þessu sinni nefnist þáttaröðin „A baðkari til Betlehems“. Hér er um 24 þætti að ræða, fimm minútna langa, og verða þeir á dag- skrá frá 1. desember til aðfangadags. I tengslum við þættina verða seld jóladagatöl og rennur ágóði af söl- unni til styrktar islensku bamaefni Sjónvarpsins. Höfundar handrits em Sigurður Val- geirsson og Sveinbjöm I. Baldvins- son. Leikarar em Inga Hildur Har- aldsdóttir, Kjartan Bjargmundsson og Sigrún Waage, en leikstjóri er Sig- mundur Öm Amgrímsson. -hs. Frá upptöku þáttarins „Á baðkari til Betlehems". Leita að skóla- stefnu til handa unglingum Miðvikudaginn 29. ágúst heflast umræðufundir í Réttarholts- skóla um kennslu á unglingastigi. Fundimir standa í þijá daga og nefnist dagskráin: „í leit að skólastefnu á unglingastigi". En skólamál á þessu stigi hafa að undanfömu þróast í ýmsar áttir og munu sumar jafnvel ekki samræmast grunnskólalögum. „Markmiðið er að opna umræðu um kennsluhætti og kennsluskipulag sem að því er virðist hafa þróast í fjölmargar ólíkar áttir. Stundum jafn- vel óháð ýmsum þeim markmiðum sem sett eru ffarn í aðalnámsskrá og grunnskólalögum. Þar á ég við til að mynda röðun eða skipun í bekki. í greinargerð með grunnskólalögum á sínum tíma var slík skipvm talin Ungir jafn- aðarmenn þinguðu í Hveragerði 39. þing Sambands ungra jafhaðar- manna var haldið í Hveragerði um helgina. Um hundrað manns sóttu þingið og var formaður þess kosinn Sigurður Pétursson sagnffæðingur. Margar ályktanir voru samþykktar á þinginu, meðal annars um atvinnu- mál þar sem hafnað er núverandi kvótakerfum i landbúnaði og sjávar- útvegi. Enn fremur ályktaði þingið um að íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópubandalaginu, að því tilskildu að viðurkenning fáist á brýnustu hagsmunamálum þjóðar- innar, eins og segir í fféttatilkynn- ingu ffá Sambandinu. Auk þessa tók þingið til umfjöllunar kjaramál, skattamál, húsnæðismál, utanrikis- mál, álver og málefni innflytjenda á íslandi. -hs. óæskileg en síðan hafa ýmsir skólar tekið upp svokallaðar hæg- eða hrað- ferðir. Við erum jafhffamt að tala um námsmat á unglingastigi. Á því máli þarf að taka því námsmat virðist fara ffam með mjög mismunandi hætti. Sömuleiðis hvort það form sem tíðk- ast hefur til skamms tíma, að kennar- ar kenni eitt fag og þá kannski 200 nemendum, sé vænlegast til árangurs o.s.ffv.,“ sagði Arthúr Morthens á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, sem á sæti í undirbúningsnefhd ráðstefh- unnar, í samtali við Tímann. Hann sagði samræmingu skipulags ekki vera það sem stefnt væri að þar sem skólar landsins og fjöldi nem- enda væri afskaplega misjafn og þvi erfitt við slíkt að eiga. „Þar að auki eru kennarar annars vegar í HIK og hins vegar i KÍ og þar fyrir utan kenna leiðbeinendur i stórum stíl þannig að það segir sig sjálft að sam- ræming er erfið viðureignar. Við vilj- um hins vegar fá þetta upp á yfir- borðið og fá menn til að rökstyðja af hveiju þeir hafi leitað í eina átt ffekar en aðra.“ Arthúr sagði umræðufundina eink- um vera miðaða við þátttöku kennara og foreldra. „SAMFOK, samtök for- eldra á Reykjavíkursvæðinu, flytja erindi og taka þátt í umræðum. Næsta mál á dagskrá, eftir að umræð- an hefur verið opnuð, er að fá ung- lingana með.“ Hann nefndi jafnffamt að stefnt væri að gerð samantektar um þær tillögur sem ffam koma. Bæði í því skyni að einfalda hagnýt- ingu þeirra og jafhffamt til að þeir sem ekki sjá sér fært að sækja ráð- stefnuna geti fengið tillögumar í hendur. jkb GJALDDAGI VIRÐISAUKASKATTS í LANDBÚNAÐI ER 1. SEPTEMBER c ^kýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er hærri en innskattur, og núll- skýrslum má skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má greiða hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeireru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslumenn úti á landi og lögreglustjórinn í Keflavík. Mil að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjalddaga. Athygli skal vakin á því að ekki er nægi- legt að póstleggja greiðslu á gjalddaga. Ef gjalddaga ber upp á helgidag eða almeiínan frídag færist hann á næsta virkan dag á eftir. Athygli skal vakin á því að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrslum sem eru fyrirfram áritaðar af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að gera skil hjá innheimtumanni ríkissjóðs. Inneignarskýrslum, þ.e. þegar innskattur er hærri en útskattur, skal skilað til við- komandi skattstjóra. UpplíSkasS er ^&naV9íÍ24422- RSK RÍK3SSKATTSDÓR1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.