Tíminn - 29.08.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.08.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 29. ágúst Kostnaðurinn við hemaðaruppbyggingu Bandaríkjamanna við Persaflóa mun líklega verða kominn í 2,5 milljarða dala um næstu mánaðarmót Hér má sjá hersveitirfara um borð í Boeing 474 á leið til Saúdí-Arabíu. íröksk stjórnvöld með nýja tilskipun um vestræna gísla: Konur og böm njót i feröafrelsis fyrir hjartagæsku Saddams í gærkvöld var gefin út opinber yfirlýsing í írak þess efnis, að Saddam Hussein forseti iandsins hafi ákveðið að heimila öll- um erlendum konum og bömum, þar á meðal vestrænum gíslum eða „gestum íröksku þjóðarinnar" eins og írakar hafa kallað gísla sína, að yfirgefa landið ef þeim sýnist svo. Sadd- am Hussein sagði að konur og böm mættu njóta fullkomins ferðafrelsis frá og með deginum í dag, miðvikudeginum 29. ágúst írakska sjónvarpið hafði það í gær eftir háttsettum manni í stjómkerfinu að ástæðan fýrir þessari tilskipun væri heimsókn Saddams Husseins til nokkurra vestrænna gísla eða „gesta“ og eftir að hafa komist að því hversu ákaflega konur og böm þráðu ferðafrelsi, hafi hann af hjartagæsku sinni ákveðið að uppfylla þessar óskir þeirra. Þó þessi yfirlýsing írakskra stjóm- valda sé líkleg til að draga enn úr spennu á svæðinu er ekki hægt að segja það sama um ákvörðun sem tekin var fyrr í gærdag. Iröksk stjómvöld ákváðu upp á sitt einsdæmi að breyta landakortinu á Persaflóasvæðinu, þegar þeir lýstu því yfir að Kúvæt væri 19. fylkið í Irak, endurskírðu höfuðborgina Kúvæt og kalla hana nú Kadhima, sem að sögn talsmanns írakstjóm- ar, er það nafn sem borgin hafði fyrir fýrri heimstyrjöldina. Þá felur þessi einhliða breyting Iraka það í sér að landsvæði, sem áður til- heyrði Kúvæt, er gert að sérstöku héraði, sem nefnt hefur verið eftir Saddam Hussein, „Saddamiyat al- Mitlaa". Samhliða þessu var því lýst yfir, að Irakar myndu aldrei ræða um ffamtíð þessa landsvæðis við Vesturveldin, og að sú skipan mála sem ákveðin hafi verið væri óafturkallanleg. Samkvæmt reglu- gerðinni, sem Irakstjóm gaf út um breytingar á landakortinu, mun Kú- væt verða skipt upp í þijár stjóm- sýslueiningar, en fyrir innrásina skiptist landið upp í íjögur fylki. Útlagastjóm Kúvæt kallaði þessar yfirlýsingar íraka rætna ögrun við alþjóðavilja, en Saúdí-Arabar sögðu að með þessu hafi írakar stefnt í voða öllum möguleikum á friðsamlegri lausn deilunnar, þar á meðal persónulegu frumkvæði Per- ezar De Cullars, aðalffamkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, en hann á að hitta utanríkisráðherra ír- aks á fundi í Jórdaníu á fimmtudag. Þrátt fýrir að ýmis teikn séu nú á lofti um að möguleikinn, sem virt- ist á diplómatískri lausn deilunnar um og eftir helgina, sé á ný að minnka, halda skipamiðlarar í Mið- Austurlöndum því ffam, að ákveð- ið spennufall hafi orðið á svæðinu. íröksk flutningaskip hafa haldið sig ffá Persaflóanum til þess að forðast árekstra við eftirlitsskip Vesturveldanna þar. Reuters hefur eftir skipamiðlara í gær að hann telji spennuna í rénum. Verðbréfa- markaðir virðast nokkuð sammála þessu, því þar jókst stöðugleiki t.d. í Austurlöndum fjær og olíuverðið hefur heldur lækkað frá því sem það var hæst. I Vín í gær sam- þykktu 10 af 13 aðildarríkjum OPEC að auka olíuframleiðslu sína til að mæta minnkandi ffamboði vegna Persaflóadeilunnar. Þau ríki, sem voru á móti þessu, voru írakar, Iranir og Líbýa. Hætta á að átök brjótist út á næst- unni er nú talin mun minni en áður, þó ljóst sé að deilan geti dregist á langinn. Á næstu dögum verður látið reyna á hvort í raun er hægt að koma málinu í þann farveg að raunhæfar viðræður geti átt sér stað. Forsenda þess virðist þó vera sú að Saddam Hussein fáist til að draga herlið sitt frá Kúvæt, en sá biti mun líklega enn um sinn standa í honum. Mubarak Egyptalandsfor- seti segir að þann flöt vænlegastan að Irakar dragi sig út úr Kúvæt gegn því að Vesturveldin dragi her- afla sinn til baka ffá Persaflóa- svæðinu og það verði síðan Araba- ríkin sem semji sín á milli um ífamtíð Kúvæt. Vesturveldin hafa hins vegar ekki tekið afstöðu til þessarar tillögu enda hafa þau í raun flest trompin á hendi á meðan alþjóðleg samstaða um viðskiptabann á írak og Kúvæt heldur eins vel og raun ber vitni og tími vinnst til að byggja upp hem- aðarmátt þeirra á svæðinu. Kostn- aðurinn við herflutningana til Persaflóa er þegar orðinn gífurleg- ur og í gær tvöfaldaði vamarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna þá upp- hæð sem gert er ráð fyrir að fari til hemaðaruppbyggingarinnar á svæðinu. Nú er áætlað að 2,5 millj- arðar dala verði varið til þessa máls ffam til 1. september. Jafhvel Bandaríkin munar um minna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.