Tíminn - 29.08.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.08.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 29. ágúst 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur:Lyngháls9,110 Reykjavlk. Slmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,- , verð i lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Landbúnaðarmál Aðalfiindur Stéttarsambands baénda hefst í dag að Reykjum í Hrútafirði. Á slíkum fundi ber að sjálfsögðu mörg mál á góma, því að þar mun formaður sambandsins í nafhi stjómarinnar fylgja úr hlaði ítarlegri starfs- og verkefnaskýrslu samtakanna og skýra frá stöðu landbúnaðarins í heild og einstakra greina hans. Trúlegt er að á þessum fundi verði aðalviðfangs- efnið að fjalla um nýjan búvörusamning milli rík- isvaldsins og bændastéttarinnar. Það mál hefur talsvert verið rætt í fjölmiðlum að undanfömu og því miður með óheppilegum hætti, sem líklegur er til að ala á fordómum fremur en að stuðla að skilningi á landbúnaðarstefnunni, stöðu atvinnu- greinarinnar og starfsskilyrðum, að ekki sé minnst á fjárhagsafkomu og félagslega hagi bændastéttarinnar á þeim miklu umbrotatímum sem eiga sér stað í íslenskum landbúnaðarmálum. lslensk bændastétt og forystumenn hennar hafa gert sér fulla grein fyrir því að landbúnaðarstefna fyrri ára verður að breytast. Um það hefur bænda- stéttin haft forgöngu, sem henni ber lof fyrir og ætti að verða útgangspunktur í umræðu um þróun landbúnaðarstefnunnar á líðandi áratug í stað þeirrar þráhyggju með fáfiræði sem fjölmiðlaum- ræða um landbúnaðarmál er látin byggjast á. Með búvörulögunum frá 1985 verða tímamót í landbúnaðarstefnunni, þá var mörkuð stefna sem í aðalatriðum hlýtur að gilda áfram, þótt útfærsl- ur og ffamkvæmdaatriði breytist. Meginviðhorfið er og verður að halda uppi lífvænlegum landbún- aði, sem aðlagaður sé nútímaþjóðfélagi, „starfi í sátt og samlyndi við umhverfið“, eins og formað- ur Stéttarsambands bænda, Haukur Halldórsson, hefur orðað það. Lítill vafi er á því að almennt munu þessi já- kvæðu viðhorf í landbúnaðarmálum eiga hljóm- grunn hjá þjóðinni, þótt ekki sé skortur á því að fylla fjölmiðla af fordómamálflutningi í þessum efiium. Hugsandi menn vita að landbúnaðurinn er að ganga í gegnum stórfellt breytinga- og aðlög- unarskeið, sem er félagslega sársaukafullt fyrir bændastéttina. Hér er þó um að ræða óumflýjan- legt tímabil í þróunarsögu landbúnaðarins. Krafa bændastéttarinnar er ekki að halda öllu óbreyttu í skipulagi og ffamleiðslustýringu, heldur að fá sjálf að hafa hönd í bagga með breytingum á því sviði og að ríkisvaldið sjái til þess að landbúnað- ur hafi eðlileg starfsskilyrði í efnahagskerfi þjóð- félagsins, sem hann hefur ekki eins og nú háttar í skattamálum og milliliðakostnaði. Ef landbúnað- arvörur eru dýrar á íslandi er það ekki síst að kenna ofsköttun og milliliðakostnaði. GARRI Frétíaritarl MorgunbJaðsios í Skotiandi hefttr það eftir yflr- iœkni á Bourn HaiJ sjúkrahúsi þar í landi, að eitt af mcstn fram- farasporom læknisfræðinnar sé að hafa náð þvi marki að láta „leigumóður“ ganga með bam fréttinni segír að Bourn Hall sjúkrahúsið sé í fararbroddi unt gJasabamafæðingar og bafi fslendiogar Jeitað þjónustu auk ntargra annarra. eitt á aonars bortt: JögfræðUega, slðfræðilega og JæknisfræðUega. bótt Jæknarnir standi báðont fót- um í kröfu m nútimans um hegð- unarfrelsi með vísindin og tækn- ina að vopni, verður viunumiðlun- innar frá timum ' Viktoriu droftniitgar og eriðaforeJdramir við manntalsskráningu yfirvalda ntóður og erfðaforeldra, því að bamið er sltráð afkvæmi Jeigu- mðður við fæðingu og verða erfðaforeldrar að ættleiða baraið því meira sem lclgumóðurkerfið þenst út því Jíkiegra er að konur sjáf i þessu atvinnumðgnleika. Við bað verður ekki ráðið og heldur ektd að það ve " m ur, enda örðugt að draga rnarka- linu milli eðlilegra nðta og miv sjá má fyrir sér er þð það, Að það verða vel megandi forektrar setn er nú að færa út kvíarnar í þessari læknis- aðstoða við að koma fóstrum í ieigumæður, þó með þeim skilyrð- um að forcidramir úfvegi sjálfir leigumóðurtna og hún gangist undlr meðgöngu af fúsuro og frjáJsum vílja. Frá því er skýrt að sett hafi verið á fót „góðgerðar- stofnun“ sem hefur Jeigumæður á boðstólum, enda skýrt tekið frant að „bannað sé að reka sUkar skrif- stofur t ágóðaskyni". Ekki er frá því sagt hvað leiguroóðir fær fyrir að leigja kvið sinn i þessu skyní, eo sjúkrahúsaðgerðin kostar sem svarar 250 þús. isl kr„ ef rétt er skilið. Þaö er út af fyrir sig athygl- isvcrt að milliliðir mega ekki gera sér ieigumæðramiðlun að féþúfu, cn engin spuraing virðist vera um það að konum sé heimilf að Ícigja sig út miliiiiðaiaust i þessum tii- gangi. Það er stras bút í máii, þeg- ar í hiut eiga aðrar eins iæknis- fræðiiegar framfarir sem hér um rœðir, þótt að öðra ieyti reki sig Ett spyrja roá hvortekkert sé við þessa „mestu íhtmflir" læknavis- indanna að athuga aonaó eu um þessi mál. Jú, sá sami yfir- læknir sem segir að leigumæðra- systemið sé læknisfræðiundur á ieigamóðir fari aó ala með sér móðurást til barnsius sem hún geogur með, á áreWanlega eftir aó segja til $in og verður ekld eudl- þrætuepli fyrir dómstólum. iu af að keríið vcrði „misnotað", að konur fari að gera sér það að at- vinnu að leigja sig út sem með- gðngumaskinur. Þessl læknir ótt- ast einnig að þaó ieynlsf mannleg- ar taugar, hugur ng sál og fimm skilningarvit t kvenskepnunni, þannig að aiit eins megi búasf við því að { henni kvikni náttúrieg móðurkcnnd þegar hún tekur að sér að ganga með annarra barn samkvæmt leigusamningi í niu máuuði. Hvað fyrra ábyggjuefni yíir- þrá hjóna til að vcrða foreidrar. Enerekki heimilt að spvrja. hvort ekki séu á því einhverjar siðiegar takmarkanir hveraig fólk fer að þvf að eignast böm? Þeirri spunt- íogu verður ósvarað hér, en af þvf að yfirlæknirinn á skoska sjúkra- húsinu óttast ,.misnntkun“ leigu- mæðrakerFisins, án þess að út- skýra það nánar. væri fnVðk-gt að útfæra þá hugsun frekar. Er ekld leigumæðrakerfið ein alisherjar misuotkun og misneytingfráupp- hafi fil enda? VÍTT OG BREITT Misskilningur í þriðju persónu Yfirleitt þykir það heldur ógæfitleg uppákoma þegar vel -kunnugt fólk getur ekki talað hvert við annað í ann- arri persónu en þarf þriðja aðila til að bera boð á milli og talast þar af leið- andi við í þriðju persónu. Þetta getur verið yfirmáta skemmtilegt í gaman- leik eftir Amold & Bach eða álíka grínara, en heldur hvimleitt þegar menn sem mark er á takandi temja sér samskiptahætti af þessu tagi. Nokkrir ráðherrar hafa um hrið talað saman í gegnum fjölmiðla, og er engu líkara en að þeir hittist sjaldan og geti ekki haft uppi á símanúmer- um hver hjá öðrum. Fyrir aliiöngu kvisaðist um allan hinn byggilega hluta Islands að land- búnaðanáðherra væri að gera drög að nýjum búvörusamningi og er gildis- taka hans miðuð við árið 1992 þegar núverandi samningur gengur úr gildi. Þegar þetta var búið að vera á allra vitorði um skeið ífétti utanríkisráð- herra af ráðabrugginu og geystist ífam á fjölmiðlavöllinn og sagðist bara aldrei hafa heyrt annað eins og hann myndi finna landbúnaðarráð- herra í fjöru þótt síðar yrði. Það sem einkum fór fyrir bijóstið á utanrikisráðherra er að nú ætlaði landbúnaðarráðherra að binda hendur næsta kjörtímabils hvað varðar bú- vörusamninga. Klögumál Nokkru áður en utanríkisráðherra ffétti af undirbúningi búvörusamn- ings klagaði landbúnaðarráðherra, sem einnig er samgönguráðherra, ut- anríkisráðherra fyrir forsætisráðherra fyrir að vera ekki búinn að staðfesta loftferðasamning sem hinn fyrst- nefhdi gerði við sovéskt flugfélag fyrir nær ári. Bar samgönguráðherra sig illa und- an utanríkisráðuneytinu sem ekki hafði svarað bréfum í nær ár um efh- ið. Síðan voru fjölmiðlar notaðir til að koma boðunum á milli. Landbúnaðarráðherra Utanrfkisráðherra Menntamálaráðherra Utanríkisráðherra brást við á hefð- bundinn hátt og skilaði því í gegnum fjölmiðla að samgönguráðtmeytinu kæmu samningar við erlendar rfkis- stjómir ekkert við og að Aeroflot væri auk heldur enginn samningsaðili fyrir ráðherrastigið. Upp úr þvf voru fjölmiðlamir notað- irtil að koma skilaboðum til landbún- aðarráðherra, sem lika er samgöngu- ráðherra, að sitthvað fleira færi um meltingarvegi sauðkindarinnar en kjamfóður og landeyðing. Hermangssamningur Þegar ráðherramir loks sættust á að vera ósammála um Ioftferðasamning og búvörusamning blés menntamála- ráðherrann í herlúður og ásakaði ut- anrikisráðherra fyrir brot á stjómar- sáttmálanum. Það tók menntamálaráðherrann tvær vikur að ffétta af samningi utanrikis- ráðherra um að ríkið gerðist meiri- hlutaeigandi íslenskra aðalverktaka, því hann sýnist ekki hafa haft neinn aðgang að samráðherra sínum til að vara hann við sáttmálsbrotinu í tvasr langar vikur þar sem samningagerðin hefur verið umfjöllunarefhi upp á hvem dag. Nú er það menntamálaráðherra sem ásakar utanríkisráðherra um að laum- ast til að gera samning sem binda muni hendur næsta þings næsta kjör- tímabil og gott ef ekki þar næsta líka. Sem fyrr talast raðherramir við gegnum fjölmiðla, en nú varð sú breyting á að þeir hittust líka á ríkis- stjómarfundi og hafa væntanlega ávarpað hvem annan þar í annarri persónu, þótt seint sé. Skilaboð utanríkisráðherra em að allt sé þetta síðbúinn misskilningur, og hananú. Aður hafði menntamálaráðherra trú- að fjölmiðlaveldinu fyrir því að hann sé búinn að ákveða að þessi ríkis- stjóm sitji næsta kjörtímabil líka, og er allt gott um það að segja. En þá skilst líka að hann vill ekki að hendur ríkisstjómarinnar séu bundnar ífam í tímann. Enda á að gera betur en að ríldð eignist meirihluta í herm- anginu. Svavar upplýsti í málgagni þjóðffelsisins og alls þess, að hann stefiii að því að þjóðnýta allt herm- angið eins og það leggur sig og gerir sér lítið fyrir og ákvarðar að gróðinn verði gerður að mörkuðum tekju- stofni. Þar með er enn komið skilaboðum gegnum fjölmiðla og f þessu tilviki til fjármálaráðherra. Kannski verður hægt að ræða þetta við hann seinna augliti til auglitis. Hægt er að hafa nokkra skemmtun af þessum skilaboðum ráðherra gegn- um íjölmiðla, enda em þeir grínak- tugir og jaíhvel orðheppnir. Hins vegar væri stundum heppilegra að samstarfsmenn ræddu ágreinings- efni sín á milli áður en þeir heíja að ávarpa hvem annan í þriðju persónu. Það er sænsk venja og óviðeigandi á Fróni. Spyijið bara hann Indriða. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.